Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 27 List um listum- ræðu - í síma MYNPLIST M o k k a INNSETNING Magnea Þ. Ásmundsdóttir. Opið alla daga til 6. mars. LISTUMRÆÐA hefur löngum þótt veikburða hér á landi, og kemur þar marjgt til. Fyrir hið fyrsta hafa Islendingar iítið kynnst því hvernig er hægt að fjalla af viti um málefni, sem verð- ur aldrei brotið til mergjar; til- hneiging okkar er sterk til að ljúka öllum umræðum með ákveðinni afstöðu til afmarkaðra valkosta, „annað hvort ... eða,“ „með eða móti“. Einnig hafa fámenni og persónuleg nálægð oftar en ekki gert áhugafólki um listir erfitt um vik að tala opinskátt, þar sem umræðan kann að koma við kaun- in á einhveijum viðstöddum, sem á hagsmuna að gæta. Afleiðingin er sú að umræðan koðnar oftar en ekki niður í tveggja manna tal á förnum vegi eða fer fram á sellufundum innvígðra í hornum kaffihúsa. í öllu falli berst hún lítið út til almennings og ekki er leitað eftir áliti fjöldans á þessu sviði nema í undantekningartilvik- um - en þar ber eftirminnilega framkvæmd á vegum listamann- anna Komar og Melamid fyrir stuttu auðvitað hæst. Á þessum grunni má skoða inn- setningu Magneu Þ. Ásmundsdótt- ur sem áhugaverða tilraun til að gefa utanaðkomandi kost á að bijóta upp selluna, hlera umræð- una og jafnvel leggja orð í belg. Mokka, mekka listumræðunnar í áratugi, er kjörinn vettvangur fyr- ir þessa tilraun, og hún er gerð með þeim hætti að miðillinn ætti að vera öllum nærtækur - hæfilega ópersónulegur og aðgengilegur í senn, sjálfur síminn. Magnea hefur áður notað sím- ann sem miðil fyrir sína listrænu hugsun, en á „Stefnumóti trúar og listar“ sem fram fór í Hafnarborg 1995 setti hún upp „Símaþjónustu Heilags Anda“. Þar var hægt að hringja inn, reyna að ná sambandi eða leita huggunar; ef það gekk ekki var hið minnsta hægt að fá sér kaffi á Hans kostnað. Yfirskriftin að þessu sinni er „Það er síminn til þín“ og er bæði ábending um að umræðan eigi erindi við alla og að flestir hafi eitthvað til málanna að leggja. Símtækin á veggjum staðarins gefa fjarstöddum tækifæri til að hringja inn og ræða við gesti stað- arins, sem eiga þess einnig kost að hringja á milli borða eða út af staðnum. Á ákveðnum tímum fara fram símaþing (kölluð „Mokka- plugged" með tilvísun til ónefnds tónlistarþáttar), en þá taka upp símtólið ákveðnir aðilar sem koma með ýmsum hætti að málefnum myndlistarinnar. Þegar hafa óþekktur myndlistarmaður, borg- arstjóri, fjármálaráðherra, list- fræðingur og gagnrýnandi setið fyrir svörum, og fleiri slík þing eru væntanleg á sýningartíman- um. Þessi innsetning gefur þannig fjölmarga möguleika til að fjörga upp á listumræðuna, og er ekki að efa að þeir verða nýttir með ýmsum hætti. En innsetningin set- ur einnig fram skemmtilega þver- sögn, því listumræðan sjálf er nú orðin formlegt inntak listarinnar. Listakonan hefur þannig skapað tilbrigði við hina umdeildu setningu „list um list“; það sem hér blasir við er í raun „list um umræðu um list“. - Það er hætt við að ýmsum þyki listin orðin helst til sjálfhverf fylgi alvara slíkri framsetningu, og það kann að vera kankvís ábending listakonunnar til kollega sinna þegar öllu er á botninn hvolft. E.S.: Ekki má gleyma því mikil- vægasta: Til að taka þátt í öllu saman þarf ekki annað en að hringja, og númerið er 561-9080. Lifi umræðan. Eiríkur Þorláksson Kvenpostular MYNPLIST H o r n i ð MÁLVERK Sigríður Gísladóttir. Opið alla daga frá 11-23.30. Til 5. marz. Aðgangur ókeypis. VIÐ skildum við síðustu sýningu Sigríðar Gísladóttur, Aflabrögð á djúpmiðum, á sama stað fyrir réttu ári, en þá var hún í óða önn að spyrða saman físk og trúarbrögð, hvunndaginn og heimslist- ina. Var auðséð á vinnu- brögðunum að hún vildi fara eigin leiðir, lætur eng- an segja sér fyrir verkum frekar en fyrri daginn og ekki víkur hún af þeirri mörkuðu leið á hæðina að þessu sinni. Sigríður hefur ríka hvöt til að segja sögu í myndum sínum, bæði opna sem dulda, því myndir hennar kunngera manni sitthvað við nánari skoðun sem fer hjá í fyrstu, en eru samt engar felumyndir. Að þessu sinni er listakonan mætt á véttvanginn með 13 stórar konumyndir sem bera í sér sterkar trúarlegar, og sem fyrri daginn ísmeygilegar, vísanir. Eftir smástund rennur upp fyrir skoðand- anum að þetta eru ekki venjulegar mannamyndir, heldur postular í kvenlíki. Hver og ein ábúðarmikil og þiýstin freyjan er kufl- klæddur heilagleiki, svo sem gerðist í málverki á tímum endurreisnarinnar, endurfæðingarinnar, en hér hafa orðið kynskipti í anda kvenréttindabarátt- unnar. Giska sjálfstæðar og sjálfsöruggar hofróður, vinkonur listakonunnar úr Staðarsveit vest- ur, hafa tekið að sér hlutverk karl- ímyndarinnar. Hver og ein fullkom- lega fijáls, hvort sem hún vill fara norður, suður, austur eða vestur, eftir öllum strikum kompássins, - ... fyrir öllum sýslumönnum og hreppstjórum, böðlum og besefum, kristnum og ókristnum, guðhrædd- um sem hundheiðnum, körlum sem konum, börnum og blóðtökumönn- um, eins og gestinum er gert full- ljóst í rituðu máli í skrá. Sigríður Gísladóttir virðist hafa gengið innblásin til verks, málað þessar konur hratt og fijálslega, meira af kappi og vinnugleði en fyrirhyggju í flestum tilvikum. Þannig er mest borið í kankvís and- litin, svo minnir á ljósmyndir, en minna í kuflana, sem eru þá full hráir, settlegir og loftkenndir. En þegar hún rífur í þá, leggur skap- gerðina í útfærsluna, þannig að myndast misfellur, saumur í kufli eða þykkildi í hári verður útkoman mun efniskenndari og um leið sann- verðugri. Hið lofsverðasta við fram- kvæmdina er þó að gerandinn er meðvitaður um nútímann, færist mikið í fang, spennir bogann hátt og er hvergi hræddur hjörs í þrá. En málunarhátturinn virðist kalla á lengri yfirlegur, meiri vinnu í flötinn til að gera framsetningu myndefnis- ins, form og liti safaríkari. Bragi Ásgeirsson EITT verkanna á sýningu Sigríðar. HEKLA B. Guðmundsdóttir: „Þrjár kindarlegar og Hekla gýs“. Heklu- myndir LISTAMAÐUR mánaðarins í Gall- erí Smíðar & skart Skólavörðustíg 16a, er Hekla Björk Guðmundsdótt- ir. Hekla lauk námi í fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Islands 1994, hún stundaði einnig nám í Hochschule fúr bildende kunst í Hamborg í Þýskalandi. Verkin eru unnin með olíu á striga 1997. í myndunum eru sterk íslensk áhrif og túlka þær á léttan einfaldan hátt landið og sveitina með sauðkindina í aðalhlutverki. Kynningin stendur til 18. mars. Galleríið er opið frá kl. 11-18 virka daga og kl. 11-14 laugardaga. Kynning á Suzuki að- ferðinni í Keflavík NÚ stendur yfir í Tónlistarskólan- um í Keflavík svokölluð „Opin vika“ sem haldin er árlega í skólanum. Þá halda nemendur fjölda tónleika víðs vegar um bæinn og góðir gest- ir koma í heimsókn. Af þessu til- efni stendur skólinn fyrir kynningu á Suzuki-aðferðinni, miðvikudaginn 26. febrúar kl. 18. Er aðgangur ókeypis og öllum heimill. • Foreldrar 3-6 ára gamalla barna eru sérstaklega boðnir velkomnir en aðferðin miðar að því að kenna mjög ungum börnum að spila á hljóðfæri. Við Tónlistarskólann í Keflavík er kennt samkvæmt Suzuki-aðferð- inni á píanó og fíðlu. Næsta haust stendur til að auka kennsluframboð fyrir Suzuki-nem- endur og mun þeim, sem koma á kynninguna, gefast kostur á að sækja um skólavist fyrir næsta vetur. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1982- 1.fl. 1983- l.fl. 1984- 2.fl 1985- 2.fl.A 1985-2.fl.B 01.03.97 -01.03.98 01.03.97 -01.03.98 10.03.97 10.03.97 10.03.97 - 10.09.97 kr. 183.487,50 kr. 106.606,30 kr. 100.240,90 kr. 61.926,70 kr. 28.442,30 ** * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. ** Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 25. febrúar 1997. SEÐLABANKIÍSLANDS ______ mmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.