Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 MORGUN BLAÐIÐ H DAGLEGT LÍF < Guðmundur Aðalsteinn er vegalaus maður í vissum skilningi því hann hefur ekkert starfsheiti. Guðmundur, eða 1: ugra, er iðnskólamenntaður í blómaskreytingum. Helga Kristín Einarsdóttir talaði við „brjálaðanu blómakaup I þrönga hil ar plöntur.' móti sterkb crassúla og KAKTUSog aechmea. Potta- hlifln er með svipaðri áferð og skápurinn. GUÐMUNDUR lét til leiðast að búa til samhverfa skreytingu á sömu hillu með sömu plöntum. Hann er meira fyrir óregluleg form. ORKIDEUR, laukur og ceropegia í hillu. Ceropegian er tilvaiin því blöðin hanga fram af hillunni. Spegill- inn er til þess að dýpka myndina. meira og miklu hærra ist, á súlur eða eitthvað þess háttar til uppfyllingar, í stað þess að fylgja markvissri stefnu. Mér finnst kakt- usar og blóm af þykkblöðungafjöl- skyldunni áhugaverð. Þau gefa suð- rænan blæ sem er ákveðin hvíld frá íslandi.“ Hann segir að margar stofuplönt- ur sómi sér vel úti þegar hlýnar í veðri þótt þess þurfi að gæta að hitastig fari ekki niður fyrir fímm gráður. „Kaktusarnir drepast ekki en geta fengið annan litarhátt. Plönturnar eiga að þjóna okkur og það er bara gaman að búa til um- hverfí utandyra sem minnir á eitt- hvað annað en hið kalda ísland." Þá víkur hann að sólstofum sem margir hafí talið brýna þörf á að byggja en ekki nýtt sem skyldi. „Það er ráðist út í mikinn kostnað við að breyta húsnæðinu en svo dag- PLONTUR eru laufgaðir þjónar. Þær gefa tóninn í hverju herbergi og draga fram sérkenni innanstokks- munanna, fái þær á annað borð tækifæri til. Hægt er að búa til framandlega gróðm-vin í miðri stofu, undirstrika loft- hæð með löngum, mjóum blöðum, skreyta mold skeljum og perlum eða búa til gróður- ,Gamlar“ plöntur, sem GLERPERLUR eru tilval pottaskraut. JT vegg. allir hafa fengið leið á, öðlast S1*1 nýtt líf, séu þær settar niður á annars konar hátt. Guðmundur Aðalsteinn í ■■I Ráðhúsblómum telur blóma- flfi menningu íslendinga vera að breytast þótt enn eimi eftir af því aldna viðhorfí að láta plönturnar stoppa upp í göt sem húsgögnin skilja eftir sig. Þá er hann á móti tómum sólstofum og „æskufas- isma“. Guðmundur, sem er iðnskóla- genginn í blómaskreytingu, lýsir líka eftir starfsheiti og segir að ófaglært fólk hiki ekki við að kalla sig blómaskreytingameistara eða blómaskreytingafræðinga. Sumir kúnnar segja honum líka fyrir verk- um eftir tveggja vikna tómstunda- námskeið í fræðunum. „Kannski er ég blómaskreytinga- maður, eða blómaskreytari," segir hann hugsi. Stefnulausir staðgenglar Hægt er að nema blómaskreyt- ingu í Garðyrkjuskóla ríkisins, þótt meira sé að nafninu til að Guðmund- ar sögn. Námið tekur tvö ár. „Það ætti að leggja meiri áherslu á sögu blóma- og skreytingalistar og lista- sögu með áherslu á innanstokks- muni. Nemendur þurfa að tileinka sér þekkingu á litrófinu og samsetn- ingu lita og mismunandi forma, sem er ekki gert nema í mjög litlum mæli. Kennsla í listasögu er engin. Vinkillinn í náminu hér er of garðyrkjulegur. Krakkarnir á markaðs- og skreytingabraut læra að útbúa mismunandi gerðir af mold, sem er blómaskreytingum óviðkomandi. Við erum sérfræðing- ar í blómunum þegar búið er að skera þau frá moldinni," segir hann jafnframt. Guðmundur vinnur mest með af- skorin blóm og segist leggja til grundvallar hvaða hughrif blómin eigi að vekja þegar tegund, litur og lögun er valin. Einfaldleikinn fellur honum best. Stofublómakúltúrinn þykir honum ekki sérlega marg- brotinn og segir að flestir séu með sömu tegundimar þótt enginn vandi sé að ná í spennandi blóm. „Oft er verið að kaupa í tóma potta í stað plöntu sem hefur drep- Morgunblaðið/Ásdís SUÐRÆN ávaxta- og gróðurvin í stofunni. Markmiðið er að skapa framandi stemmningu með klasa af skýjahnoðrum, alparós, periublómi, aloe- plöntu og tannhvössu tengdamömmu. Löng og mjó blöð undirstrika lofthæð. GUÐMUNDUR Aðalsteinn í Ráðhúsblómum segir að sumarblómin rósir séu ofnotaðar í skreytingum, þær séu að verða heilsársvara. Guðmundur segir að sú ábyrgð hvíli á starfsfólki blómaverslana að standa vörð um árstíðasveiflur í blómavali. begóníur. Ferskjulitir, mismunandi tónar af grænu og blandaðir litir. • September, október, nóvember Calendúla-Iyng, skoskt haustlyng. Haustlitir í blóinum. • Desember Skimmía, jólastjömur, alparósir, ork- ídeur, rauðir túlipanar, amaryllis. Kop arlitir, ferskjutónar, rautt oghvitt. • Janúar, FEBRÚAR, MARS Laukblóm (túlípanar, perlublóm o.s.frv.) og vorlyklar (prímúlur) leysa jólastjörnuna af hólmi. Allir litir regn- bogans. • Apríl, MAÍ Páskaliljur, krýsur, sólblóm. Gult. • JÚNÍ, JÚLÍ, ÁGÚST Havaí-rósir, þykkblöðungar, jasmínur, NÝSTÁRLEGAR skreytingar gefa plöntunum nýtt líf. Sól- hlífablóm í gamalli ferðatösku. BLÓMABIBLÍA BÓA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.