Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ „Arctic open“-mótið í golfi Uppbygging bókasafns Háskólans á Akureyri Mikill áhugi er- lendra kylfinga GÍFURLEGUR áhugi er á meðal erlendra kylfinga fyrir „Arctic open“ alþjóðlega golfmótinu, sem fram fer á vegum Golfklúbbs Akureyrar á Jaðarsvelli dagana 25.-28. júní í sumar. Að sögn As- gríms Hilmissonar formanns GA, stefnir enn einu sinni í metþátt- töku erlendra kylfinga. Asgrímur segir að í fyrra hafi rúmlega 60 erlendir kyífingar tek- ið þátt í mótinu en nú þegar hafa borist bókanir 30-40 erlendra kylf- inga, frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og Bretlandi. „Auk þess hafa kom- ið fyrirspurnir frá stórum hópum til viðbótar, sem eru mjög „heitir" að mæta. Það hafa aldrei áður borist jafnmargar fyrirspurnir um mótið og nú og greinilegt er að upplýsingar okkar á alnetinu hafa haft þar áhrif.“ Ásgrímur segir að von sé á 20 manna hópi kylfinga frá Belgíu og um 20-30 manna hópi frá Þýskalandi. Þessir hópar hafi þó ekki staðfest þátttöku enn. Vegna hins mikla áhuga gæti komið til vandræða með gistirými á Akur- eyri á þessum tíma en Ásgrímur segir stefnt að því að leysa það mál eins vel og mögulegt er. Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Norðurlands Avöxtun hlutabréfa um 48% ÁVÖXTUN hlutabréfa í Hluta- bréfasjóði Norðurlands hf. nam um 48% á síðasta ári, að teknu tilliti til greiðslu 5% arðs á árinu. Þetta er jafnframt mesta ávöxtun á einu ári frá stofnun sjóðsins. Sölugengi bréfa sjóðsins í upphafi ársins 1996 var 1,57, í lok árs 2,25 og í gær var sölugengið 2,35. Hlutafé var aukið um 121,7 millj- ónir króna að nafnverði á síðasta ári og hluthöfum fjölgaði úr 987 í ársbyijun í 1391 í árslok. Heildar- eignir sjóðsins í árslok 1996 námu um 620,6 milljónum króna en voru 258 milljónir króna í ársbyrjun. aannu Eigið fé í árslok var um 588 milljón- ir króna. Hagnaður um 27 milljónir Hagnaður af rekstri Hlutabréfa- sjóðs Norðurlands á síðasta ári var rúmar 27 milljónir króna en árið áður var hagnaðurinn tæpar 7,8 milljónir króna. Til viðbótar voru fyrra færðar um 92 milljónir króna sem óinnleystur gengishagnaður. Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Norðurlands verður haldinn á Hótel KEA í dag kl. 16. Stjórn sjóðsins leggur til að greiddur verði 9% arð- ur til hluthafa. Þrjú tilboð í verkefnið ÞRJÚ tilboð bárust i uppbyggingu bókasafns Háskólans á Akureyri, en þau voru opnuð í gær. Öll tilboð- in voru yfir kostnaðaráætlun ráð- gjafa. Þau byggingarfyrirtæki sem sendu inn tilboð í verkið voru SJS- verktakar sem buðust til að vinna verkið fyrir 45.266.639 krónur sem er 104,3% af áætluðum kostnaði, Páll Alfreðsson bauð 48.533,320 krónur eða 111,9% miðað við kostn- aðaráætlun og Fjölnir sem bauð 48.656.543 krónur sem er 112,2% af kostnaðaráætlun. Ráðgjafar áætla að kostnaður við verkefnið nemi 43.373.773 krónur. I notkun á 10 ára afmæli háskólans Um er að ræða breytingar og innréttingar í húsnæði bókasafns háskólans á Akureyri á Sólborg sem samtals er 1.000 fermetrar að stærð. Breyta þarf og endurnýja lagnakerfi hússins, klæða loft, mála, endurnýja gólfefni, byggja nýja veggi og setja upp innihurðir og innréttingar ásamt gluggum og útihurðum. Olafur Búi Gunnlaugsson, skrif- stofustjóri Háskólans á Akureyri, sagði að farið yrði yfir tilboð á veg- um Framkvæmdasýslu ríkisins og væntanlega gengið frá samningum um verkið á næstu dögum. Mark- miðið væri að ljúka uppbyggingu bókasafnsins áður en starfsemi há- skólans hæfist næsta haust og stefnt að því að opna það formlega á 10 ára afmæli skólans sem er 5. september næstkomandi. Framkvæmdir við bókasafnið er eina verkefnið sem unnið verður í ár í tengslum við uppbyggingu há- skólans á Sólborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Kristján ITALSKIR SKÓR VORLÍNAN 1997 38 ÞREP LAUGAVEGI 76-SlMI 551 5813 ^S^emaMaííÚMð Fermingagjafir, glæsilegt úrval DEMANTAHÚSIÐ Nýju Kringlunni, sími 588 9944 Karlakórinn Heimir Tónleikar í Aðaldal og á Akureyri KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði sækir Þingeyinga heim laugardaginn 12. apríl nk. og heldur tónleika í fé- lagsheimilinu Ýdölum í Að- aldal kl. 15.30. Á laugar- dagskvöld heldur kórinn svo tónleika í Glerárkirkju á Ak- ureyri kl. 20.30. Söngstjóri Heimis er Stef- án R. Gíslason en undirleik- arar eru Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Einsöng og tvísöng með kórnum sjngja Einar Halldórsson og Alftagerðisbræðurnir Gísli, Óskar, Pétur og Sigfús Pét- urssynir. Á tónleikunum verður boðið upp á fjölbreytta söngskrá eftir innlenda og erlenda höfunda. Samherji á Opna tilboðsmarkaðnum Gengi hlutabréfa lækkaði HLUTABRÉF í Samheija hf. lækkuðu á Opna tilboðsmarkaðn- um í gær, miðað við daginn áður, sem var fyrsti dagur félagsins á markaðnum. Heildarviðskipti gærdagsins námu tæpum 10 millj- ónum króna í 24 sölum og voru 20 þeirra á genginu 12,5. Hæsta gengi í gær var 12,75 en það lægsta 12,45. A þriðjudag, á fyrsta degi Sam- heija á Opna tilboðsmarkaðnum, áttu sér stað fimm sölur og í tveimur þeirra voru seld hlutabréf á genginu 13,75 og í þremur til- fellum á genginu 13,0. Heildarvið- skipti dagsins voru upp á rúma eina milljón króna. Verslunarmiðslööin Sunnuhlfö er á Akureyri og cjæti hæglega genglö undir nafnlnu Kringla noröursins. Þar eru eru nú17 verslanTr og þjónustuaðilar sem fjölgar um einn pann 11. aprfl. Næg ókeypis bflastæöi. L JL • tAijp'X. JRJL Umsvifamikil stíflugerð SUNNLENSKUR bragur var yfir veðurfarinu á Akureyri í gær, rok og rigning. Lítið er eftir af snjó í bænum, en þeir skaflar sem eftir standa hverfa fljótt í hlýind- unum. Félagarnir Haukur og Gunnar nýttu sér aðstæðurnar óspart og stífluðu hvern lækinn á fætur öðrum, en eins og tíðk- ast við stórframkvæmdir á borð við slíkar virkjanir þarf í mörg horn að líta, ekkert má út af bregða svo vatnið fari ekki að flæða út. Þá er voðinn vís og eins gott að hafa vinnuvélarnar innan seilingar. Andlát ELÍASI. ELÍASSON ELÍAS Ingibergur El- íasson fyrrverandi sýslumaður lést á heimili sínu að Hrafna- gilsstræti á Akureyri síðastliðinn mánudag, 7. apríl. Elías fæddist í Reykjavík 10. apríl 1926. Foreldrar hans voru Elías Hjörleifsson múrarameistari og Ingibjörg Guðmunds- dóttir húsfreyja í Reykjavík. Elías lauk stúdents- prófi frá Verslunar- skóla íslands árið 1948 og kandi- datsprófi í lögfræði árið 1954. Hann var við nám í Bandaríkjunum og Danmörku árin 1959-1960. Hann starfaði á skrifstofu tollstjórans í Reykjavík frá miðju ári 1951 til 1955. Var settur fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1955 og skipaður fulltrúi síðar, frá árinu 1962 var hann deildarstjóri í ráðu- neytinu, jafnframt starfaði hann fyrir saksóknara ríkisins og gegndi setudómarastörfum. Hann var bæj- arfógeti í Siglufirði 1965-1966. El- ías var settur bæjar- fógeti í Hafnarfirði, Garðabæ og Seltjarn- arnesi og sýslumaður í Kjósarsýslu á árinu 1976, en tók þá aftur við bæjarfógetaemb- ætti á Siglufirði. Árið 1980 var hann skip- aður bæjarfógeti á Akureyri og Dalvík og sýslumaður í Eyja- fjarðarsýslu. Jafnframt var hann til ársins 1988 settur bæjarfóg- eti í Ólafsfirði. Elías lét af störfum sýslumanns á síðastliðnu ári. Hann sat í yfirkjörstjórn Norður- landskjördæmis vestra, í stjórn Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar og var um tíma framkvæmdastjóri Héraðs- nefndar Eyjafjarðar. Hann var einnig í stjórn Sýslumannafélags íslands. Þá sat hann í nokkrum nefndum er unnu að endurskoðun ýmissa laga. Eftirlifandi eiginkona Elíasar er Sigríður Jóhanna Lúðvíksdóttir. Þau eignuðust tvö börn og þá átti Elías stjúpdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.