Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR FIMMTUDAGUR 10. APRÍL1997 47 + Sigrún Ingólfs- dóttir fæddist í Fjósatungu í Fnjóskadal 14. maí 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingólfur Bjarnarson, f. 6.11. 1874, d. 8.4. 1936, bóndi í Fjósatungu og alþingismaður, og Guðbjörg Guð- mundsdóttir, f. 12.4. 1869, d. 6.1. 1951, Sigrún átti tvö systkini, Guðmund og Ingibjörgu. Árið 1938 gekk Sigrún að eiga Kristján Karlsson, skóla- stjóra Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal. Hann var sonur Karls Arngrímssonar og Kar- ítasar Sigurðardóttur. Börn Sigrúnar og Kristjáns eru: 1) Ingólfur, kvæntur Hildi Eyj- ólfsdóttur og eiga þau tvö börn. 2) Karítas, gift Kára Sigurbergssyni og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn. Kveðja frá Félagi Fram- sóknarkvenna í Reykjavík Sigrún Ingólfsdóttir gerðist liðs- maður í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík árið 1962. Hún var þá nýlega flutt til Reykjavíkur, en hafði áður verið skólastjórafrú á Hólum í Hjaltadal. Maður hennar, Kristján Karlsson hafði verið skólastjóri á Hólum um árabil. Sigrún var húsfreyja sem staðnum hæfði. Bæði voru þau hjón samval- in að glæsileik og myndarskap og 3) Karl, kvæntur El- ínborgu S. ísaksdótt- ur og eiga þau þijú börn. 4) Guðbjörg, gift Benjamín Magn- ússyni og eiga þau tvo syni. Einnig áttu Sigrún og Kristján fósturdóttur, Freyju F. Sigurðardóttur, gifta Einari Sigurðs- syni og eiga þau fimm börn og fjórt- án barnabörn. Sigrún stundaði nám við Héraðsskól- ann á Laugum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu og síðar hússtjórnar- og vefnaðarnám í Noregi. Hún kenndi vefnað við kvennaskólana á Blönduósi og á Laugalandi í Eyjafirði. Sigrún var skólastjórafrú á Hólum í Hjaltadal 1938 til 1961 og starfaði sem gæslukona á Þjóðminjasafni íslands 1970 til 1982. Útför Sigrúnar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. vegur Bændaskólans á Hólum mikill í þeirra tíð. Kristján var afburðasnjall og hygginn bænda- frömuður. Sigrún var Fnjóskdælingur, dóttir bændahöfðingjans Ingólfs í Fjósatungu og Guðbjargar Guð- mundsdóttur konu hans. Hún ólst upp á miklu menningarheimili. Foreldrar hennar voru bæði Þing- eyingar og bjuggu á æskuheimili Guðbjargar, Fjósatungu. Ingólfur var alþingismaður Suð- ur-Þingeyinga fyrir Framsóknar- flokkinn um margra ára skeið og formaður Sambands íslenskra samvinnufélaga frá 1925 til ævi- loka. Sigrún aflaði sér menntunar m.a. í Noregi. Þar voru þær sam- tíða Helga Vilhjálmsdóttir móður- systir mín frá Bakka í Svarfaðard- al og héldu þær miklum vinskap upp frá því meðan báðar lifðu. Sigrún gerðist vefnaðarkennari við kvennaskólann á Blönduósi veturna 1934-1938 og gat hún sér þar sem annarsstaðar gott orð fyrir myndarskap og mannkosti. Eftir komuna til Reykjavíkur vann hún um árabil í Þjóðminjasafni íslands. Sigrún hafði mikinn áhuga á stjórnmálum svo sem hún átti kyn til. Hún lét sig bæði landsmál og borgarmál miklu skipta. Hún átti lengi sæti í Fulltrúaráði Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík, þá sat hún einnig mörg flokksþing Framsóknarflokksins. Fyrst og síðast vann hún mikið og óeigingjarnt starf fyrir kvenfé- lagið í Reykjavík, eins og við árleg- an basar félagsins. Hún stóð með okkur í laufabrauðsbakstri og gaf fallega handavinnu á basarinn. Þá sat hún fyrir félagið bæði í mæðrastyrksnefnd og áfengisv- arnarráði. Félagið gerði Sigrúnu að heiðursfélaga árið 1982. Hún varð fyrir þeirri sorg að missa Kristján mann sinn á besta aldri. Þeim varð fjögurra barna auðið. Þau eru Ingólfur, Karitas, Karl og Guðbjörg. Þá ólu þau upp fóst- urdóttur, Freyju F. Sigurðardótt- ur. Sigrún fékk kærkomna hvíld hinn 1. apríl sl. eftir margra ára stranga sjúkralegu. Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík á Sigrúnu Ingólfsdóttur mikið að þakka. Við minnumst þessarar glæsilegu, fróðu og traustu konu með virðingu og þökk. Sigrún Magnúsdóttir. SIGRUN INGÓLFSDÓTTIR BOGI NIKULÁSARSON -I- Bogi Nikulás- I arson var fædd- ur á Kirkjulæk í Fljótshlíð 10. apríl 1912. Hann lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu 1. desember 1996 og var jarðsunginn frá Breiðaból- staðarkirkju í Fljótshlíð 7. desem- ber. Það var snemma árs 1977 að ég hitti Boga Nikulásarson í fyrsta sinn. Við vorum þá nýorðin par, ég og dóttir hans, Geirþrúður Fanney. Það var á heimili Boga og Ragnhildar á Sunnuveginum. Hann var að koma heim úr vinnu og heilsaði, að mér fannst þá, heldur fálega. Við Geirþrúður vor- um mjög ung, ég á 18. ári en hún rétt nýorðin 16 ára, yngsta dóttir hans, og eflaust hefur það átt sinn þátt í því að Bogi heilsaði mér á mjög hlutlausan hátt. En viðmót hans í minn garð breyttist fljótt og alla tið síðan hefur mér fundist eins og hann ætti í mér hvert bein. En Bogi tengdafaðir minn var svona, hann var ekki allra, en þeirra sem hann var, reyndist hann tryggur vinur. Bogi Nikulásarson hefði orðið 85 ára í dag 10. aprfl, en hann lést eftir erfið veikindi þann 1. desember sl. Bogi var yndislegur maður, bráðgreindur, hæglátur, reg- lusamur, vinnusamur og mikill húmoristi. Hann hafði sterka rétt- lætiskennd og var mjög ákveðinn í skoðunum. Bogi unni náttúrunni og öllu lífi, sem endurspeglaðist í störfum hans öll þau ár sem hann starfaði að landbúnaði, við til- raunastöðina á Sáms- stöðum í Fljótshlíð og síðar þegar þau Ragn- hildur byggðu upp af mikilli elju og dugn- aði, nýbýlið Hlíðarból í Fljótshlíð, þar sem þau ráku myndarlegt bú um tveggja ára- tuga skeið. Við Bogi urðum fljótt miklir mátar og ræddum langtímum saman um það sem okkur lá á hjarta hveiju sinni. Hann var fróður maður og vandað- ur og ég hef orðið þeirrar gæfu að njótandi að geta tileinkað mér ýmislegt sem hann lagði inn hjá mér og kem til með að búa að því alla ævi. Bogi hafði yndi af ferðalögum, en eins og með svo marga af hans kynslóð, hafði hann því miður ekki tækifæri til ferðalaga fyrr en á efri árum. Bogi og Ragnhildur ferðuðust þá tölu- vert, bæði innaniands og utan og ræddum við Bogi oft um þau ferðalög. Sérstaklega var honum hugleikin ferð þeirar til Ítalíu fyrir nokkrum árum, þar sem þau m.a. fóru til Rómar. Oft sátum við yfir kaffibolla og ríkulegu meðlæti að hinum einstaka hætti Ragnhildar, og létum hugann reika um fjarlæg löng og margvís- legan ferðamáta. Eitt hafði hann yndi af að ræða við mig en það voru siðir og menn- ing annarra þjóða sem og verð- mæta- og gildismat þeirra. Honum fannst við Islendingar oft vera hé- gómlegir í þessum efnum og hef ég ósjaldan verið honum sammála. Bogi var tónelskur maður með fallega tenórrödd og það hlýtur því að hafa verið mikill missir fyrir Kirkjukór Fljótshlíðar þegar fjöl- skyldan á Hlíðarbóli flutti á Selfoss. Ragnhildur er ekki síður músíkölsk og endurspeglast meðfædd tilfinn- ing þeirra beggja fyrir tónlist í dætrum þeirra sem allar eru bráð- músíkalskar. Ég hef oft séð í hug- skoti mínu Boga heima á Hlíð- arbóli, sitja mörgum stundum við að troða harmoníumorgelið fyrir dóttur sína Geirþrúði, sem langaði til að spila en náði ekki niður á fótstigin því hún var bara tveggja ára. Ég tel mig vera lánsaman mann að hafa kynnst svo vel þeim Boga og Ragnhildi, og hafa átt með þeim óteljandi ómetanlegar stund- ir. Að hafa eignast dóttur þeirra, Geirþrúði, fyrir eiginkonu og átt með henni börnin mín, Boga, Har- ald og Hildi, sem ég veit að hafa erft ýmsa af eiginleikum afa Boga. Að hafa kynnst þessari fjölskyldu allri, sem er að mínu mati einstak- lega samheldin og trygg. Þessi kynni komu á hárréttum tíma fyr- ir mig. Það er mín gæfa. I veikindum Ragnhildar nú reynir á samheldni þessarar yndis- legu fjölskyldu og ég er sannfærð- ur um að það verður ríkur þáttur í bata hennar. Elsku Ragnhildur, Geirþrúður mín, Agga, Gerður og Ragna, fjór- ir mánuðir eru ekki langur tími og söknuður okkar allra er mikill. En við skulum hlúa að minning- unni um yndislegan mann og vona að Guð gefi að þær minningar verði smátt og smátt sorginni yfir- sterkari. Hjartfólgin föðursystir okkar, JÓHANNA FRIÐFINNSDÓTTIR, Hjarðarhaga 64, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. apríl. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstu- daginn 11. apríl kl. 15.00. íslaug, Ragnar, Unnur og Ása Aðalsteinsböm og fjölskyldur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÁVARÐUR BERGÞÓRSSON frá Neskaupsstað, Strandgötu 61, Eskifirði, sem lést mánudaginn 7. apríl, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. apríl kl. 15.00. Þórunn Magnúsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, ELÍAS I. ELÍASSON fyrrverandi sýslumaður, lést á heimili sínu, Hrafnagilsstræti 36, Akureyri, mánudaginn 7. apríl. Sigríður J. Lúðvíksdóttir, Ingibjörg Elíasdóttir, Eyþór Þorbergsson, Lúðvík Elíasson, Sigríður Kristjánsdóttir, Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir, Jón Gestur Viggósson, Elías Árni Eyþórsson. Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tenda- móður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR fyrrverandi talsímavarðar, Dalvík, fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 12. apríl kl. 13.30. Þorgils Sigurðsson, dætur og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR SIGURÐSSON fyrrv. íþróttafréttamaður, Espigerði 2, Reykjavlk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 11. apríl kl. 13.30. Sigríður Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Baldur Már Arngrímsson, Sigurður Örn Sigurðsson, Linda Metúsalemsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför JÓHANNESARJÓNSSONAR frá Kjalvegi, Ennisbraut 18, Ólafsvík. Sérstakar þakkir til starfsfóks St. Fransiskus- spítalans í Stykkishólmi. Kristin Jónsdóttir, Guðjón Bjarnason, Kristín Jóna Guðjónsdóttir, Bjarni Guðjónsson, Jóhann Pétur Guðjónsson, Atli Snædal Sigurðsson, Júlfus Snædal Sigurðsson, Jón Hallgrímur Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.