Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ NEYTEIMDUR ÚRVERINU Kviknað hefur 32 sinnum í út frá sjónvarpi frá árinu 1988 Bruni út frá sjónvarpi veldur miklum skaða „ÞAÐ brenna ekkert fleiri sjónvörp en ýmis önnur rafmagnstæki á heimilum fólks“, segir Haukur Ár- sælsson yfíreftirlitsmaður hjá Lög- gildingastofu. „Frá árinu 1988 og fram til síðustu áramóta hefur kviknað í 32 útvarps- og sjónvarps- tækjum. Á sama tíma hefur orðið bruni útfrá 50 eldavélum og 51 þvottavél, þurrkara, ísskáp eða fry- stikistu. Alls er um 510 skráða bruna að ræða á þessu tímabili", segir hann. „Rafmagn er ósýnilegt, það er lyktarlaust og hljóðlaust afl sem getur verið hættulegt ef ekki er farið varlega." Haukur segir að það sem geri bruna útfrá sjónvarps- tækjum meira áberandi en ef um bruna frá öðrum rafmagnstækjum er að ræða sé skaðinn sem af hlýst. „Þegar sjónvarpstæki brennur verð- ur skaðinn mikill. Myndlampinn springur og logandi flyksur tætast út um allt. Yfirleitt eru sjónvörp nálægt gardínum, teppum og öðru eldfimu sem jafnvel er úr gerviefn- um og þau brenna með miklum reyk og miklum hita.“ Haukur segir að um síðustu helgi hafí kviknað í útfrá sjónvarpi en líka kviknað í út frá uppþvottavél. Það vakti ekki athygli því skaðinn varð ekki nema á uppþvottavélinni sjálfri. „Höfuðmálið er að skaðinn verður mikill ef kviknar í út frá sjónvarps- tæki og það vekur ugg hjá fólki.“ Sjónvarpið úr sambandi - Er ráð að taka sjónvarpið alltaf úr sambandi þegar ekki er verið að horfa á það? Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Ðömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu ' ' byggingavöruverslanir. Tilbúinn stíflu eyðii Dreifing: Hringás ehf., Langholtsvegi 84, s. 533 1330. Morgunblaðið/Kristinn „Það borgar sig að taka öll raf- magnstæki úr sambandi þegar ekki er verið að nota þau og þá gildir einu hvort verið er að tala um þurrk- ara, sjónvarpið, kaffivélina eða brauðristina. Auðvitað verður fólk að passa sig á að þetta fari ekki út í öfgar og það fari að kippa ísskápnum og frystikistunni úr sambandi og eyði- leggja matvæli fýrir stórar fjárhæðir. En það er um að gera að taka al- geng rafmagnstæki á við þvottavél, þurrkara og sjónvarp úr sambandi." •Kveikið ekki á eldavélarhellu nema þegar á að elda. Gætið þess að börn fíkti ekki við hellurofana. •Takið laustengd tæki s.s. brauðrist, straujárn og önnur tæki úr sambandi við vegg- tengil að lokinni notkun. Mun- ið eftir að taka snúru hraðs- uðuketilsins úr sambandi við veggtengilinn og einnig úr katlinum svo böm dragi hann ekki niður af borðinu og skaði sig á heitu vatninu. •Slökkvið á sjónvarpstækjum og öðrum rafeindatækjum að iokinni notkun. Rjúfið straum að slíkum tækjum ef íbúðin er skilin eftir mannlaus um tíma. •Tæki með jarðtengdri kló eiga að tengjast við jarðtengda tengla. Ef notuð eru fjöltengi, gætið þess að þau séu af réttri gerð, svo jarðtengingin rofni ekki. •Gefíð gaum að merkingum á lömpum. Notið perur af réttri stærð og gerð fyrir hvem lampa. Gefíð gaum að lág- marksfjarlægð kastara frá brennanlegu efni. •Prófið lekastraumsrofann nokkrum sinnum á ári. Með árvekni og aðgæslu er hægt að koma í veg fyrir flest raf- magnsóhöpp á heimilum. - Hvað með svokaliaðan sjón- varpsslökkvara. Kemur hann að góðum notum? - „Ég mæli frekar með honum en rétt er þó að taka fram að ég hef ekki enn miklar upplýsingar um hann. Ég mæli líka með fjöltengli með rofa og ljósi í svo gleymist ekki að slökkva á tækinu." - Er sjónvarpsslökkvarinn ör- ugg leið til að slökkva á sjónvarp- inu? „Við höfum engin dæmi um að hann hafí bilað eða sjónvarpið farið í gang þegar búið er að slökkva á því með þessum hætti.“ Ló úr þurrkara Haukur segist vilja benda eigend- um þurrkara á að tæma alltaf ló með reglulegu millibili úr þeim. „Ég sá nýlega vél sem í var um hálft kíló af ló en hún getur valdið bruna í þurrkara." - Hvað með smátækin á heimil- inu? „Það sama á við um þau og stærri tækin. Margir laga kaffi, hafa síðan könnuna á uns kaffið er orðið ódrekkandi. Það er ekki nógu gott og langbest að setja kaffið nýlagað á hitakönnu og slökkva á kaffivél- inni. Öll þessi litlu tæki á að taka úr sambandi þegar ekki er verið að nota þau.“ - I hvaða tækjum er algengast að kvikni? „Þegar ég lít á tölur um bruna af völdum rafmagnstækja virðast það vera eldavélar, þvottavélar og þurrkarar sem tíðast valda bruna og þá ekki síst að fólk gleymir að slökkva á eldavélarhellu þegar búið er að nota hana.“ - Af hverju kviknar í ísskápum og frystikistum sem alltaf þurfa að vera í sambandi? „Það er einna helst vegna ryk- myndunar í kringum búnaðinn. Neistamyndun verður og kviknar í rykinu." Sj ónvarpsslökkvari Skúli Magnússon hjá Radíómiðun hafði samband og vildi í kjölfar bruna um síð- ustu helgi benda á sérstaka sjónvarps- slökkvara sem hann er að selja. „Sjón- varpsslökkvararnir eru norskir og hafa verið notaðir á hin- um Norðurlöndunum um tíma. Þetta er lít- ill kassi. Raf- magnssnúrunni á sjónvarpinu er stungið í hann og sið- an er rafmagnssnúra úr kass- verslunum anum tengd í vegg- inn. Það er allt sem þarf að gera,“ segir Skúli. Að sögn Skúla rofnar allur straum- ur 20 sekúndum eftir að slökkt er á sjón- varpinu. Sofni fólk út frá dagskránni eða fari frá sjónvarp- inu og snerti ekkert fjarstýringuna í tvo og hálfan tíma rýfur tækið strauminn. Sjónvarpsslökkvar- inn kostar 5.900 krónur og fæst í sem selja sjónvörp. IS verður áfram á Kamtsjatka Starfsmenn fluttir í eigin skrifstofu SÆMUNDUR Guðmundsson, að- stoðarforstjóri íslenskra sjávaraf- urða hf., segir það vera ljóst að fyrirtækið muni starfa áfram á Kamtsjatka þrátt fyrir að UTFR hafi sagt samstarfssamningi sínum við ÍS upp á dögunum. „Við erum búnir að setja upp eigin skrifstofu ytra, erum komnir með okkar fólk þangað og erum því ekki lengur inni í húsnæði UTFR. Við höfðum reyndar alltaf hugsað okkur það að enda í eigin húsnæði. Það er eðlilegt framhald á því að vera að vinna á svona stað því auðvitað höfum við alltaf haft, óháð vinnu með UTFR, áhuga fyrir því að horfa í kringum okkur með fleiri möguleika á Kamtsjatka. Það er mun auðveld- ara að gera það út frá eigin skrif- stofu." Sæmundur segir að þessa dag- ana sé verið að ganga frá upp- gjöri á þeim samningi sem gerður var milli ÍS og UTFR og það færi að sjá fyrir endann á þeirri vinnu. Eins og fram hefur komið í frétt- um, var samningnum sagt upp af hálfu UTFR. „Við mótmæltum því, en eðlilega urðum við að taka uppsögnina alvarlega. Okkar næsta skref var því að fara í það að gera upp okkar reikninga gagn- vart þeirh og fá afurðir á móti því sem við vorum sjálfir búnir að leggja út fyrir. Hvað framhaldið ber svo í skauti sér, er ekki gott að segja til um að svo stöddu, en ljóst er að við verðum á Kamt- sjatka áfram.“ Að sögn Sæmundar er enn ekki ljóst hvort ÍS verða sjálfstætt starfandi á Kamtsjatka í náinni framtíð eða í samstarfi við önnur þarlend fyrirtæki. „Næsta skref verður að plana framhaldið," sagði hann. Ekkert sumarfólk ráðið hjá Granda Lokað í ágústmánuði vegna sumarleyfa segir að álagið hafí einkum verið á vinnslunni í maí og júní í fyrra og frystihúsið hafi því verið yfir- mannað seinni hluta sumarsis. Þá voru á tímabili fjórir ísfisktogarar á úthafskarfaveiðum. Veiði á úthafskarfa er nú bund- in aflamarki og verður Ottó N. • Þorláksson RE eina skip Granda á veiðunum í ár og segir Brynjólfur að þannig dreifist vinnslan meira j yfir sumarið og kvótinn nýtist bet- ur. Skotar vilja minni innflutning á fiski Segja hann halda niðri fiskverðinu FRYSTIHÚS Granda hf. verður lokað í ágústmánuði vegna sumar- leyfa. Ekki verður ráðið sumar- afleysingafólk eins og mörg undanfarin ár, m.a. vegna þess að aðeins mun einn ísfisktogari fyrir- tækisins stunda úthafskarfaveiðar í sumar. Síðustu ár hefur Grandi hf. ráð- ið á milli 80 og 90 manns í sumar- afleysingastörf, að stærstum hluta vegna úthafskarfaveiðanna. Brynj- ólfur Bjarnason framkvæmdastjóri TVENN samtök skoskra sjómanna hafa krafist þess, að innflutningur á ísfíski verði takmarkaður. Kenna þau honum um verulegt verðfall á þorski og ýsu fyrir páska en aðal- lega er um að ræða fisk frá Færeyj- um en einnig frá íslandi, Noregi og Rússlandi. Kröfurnar um minni innflutning settu svip sinn á fund samtakanna um síðustu mánaðamót og var ákveðið að skipa sérstaka nefnd, sem kannaði áhrif innflutningsins á fiskverð í Skotlandi og Hjalt- landseyjum og kæmi með tillögur um aðgerðir. John Goodlad, framkvæmda- stjóri sjómannasamtakanna á Hjaltlandseyjum, sagði, að nefndin ætti að afla upplýsinga um umfang innflutningsins og tolla á honum og meta áhrif hans á markaðsverð- ið í Skotlandi. Yrði niðurstaðan síðan lögð fyrir stjórnvöld ásamt tillögum um aðgerðir til að koma á jafnvægi í verðlagsmálunum. Framhjá viðmiðunarverði? Alex Smith, formaður skosku samtakanna, segir, að taka þurfi innflutninginn á ísfisknum til end- urskoðunar og sérstaklega viðmið- unarverðið, sem hann telur, að ekki sé staðið við. „Við skiljum ekki hvernig Færeyingar geta selt allan þennan fisk hér í landi á viðmiðunarverði eða rúmlega það þegar hafður er í huga flutnings- kostnaður og ýmiss annar kostnað- ur. Við vitum raunar, að það er hægt að komast framhjá viðmiðun- arverðinu með ýmsu móti og því þarf að skoða allt þetta kerfi frá grunni,“ sagði Smith. Smith sagði, að fyrstu þrír mán- ' uðir ársins hefðu verið mjög erfið- ir skoskum sjómönnum en hann viðurkenndi, að skoski fiskurinn væri smærri en sá innflutti og sam- keppnisstaðan því enn erfiðari en ella. Hátt gengi á pundinu freistar Breska sjávarútvegsblaðið Fish- ' ing News sagði í leiðara í síðustu j viku, að tollfijáls innflutningur á | ísfíski frá löndum utan Evrópu- sambandsins væri augljóslega kominn úr böndunum auk þess sem skipulagsleysi í löndunum breskra fiskiskipa gerði illt verra. Lagði blaðið til, að sjávarútvegurinn reyndi að samræma landanirnar, það væri á hans valdi en innflutn- ingurinn ekki. | Blaðið minnir á, að eftirspurn eftir „hvítum“ fiski sé fremur slök J í Bandaríkjunum nú um stundir > og því freisti breski markaðurinn, ekki síst hátt gengi á pundinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.