Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nemendur MK lesa í Gerðarsafni FIMMTUDAGSUPPLESTUR Ritlist- arhóps Kópavogs í kaffistofu Gerðar- safns er á sínum stað þessa vikuna, líkt og endranær, segir í kynningu. Að þessu sinni bera nemendur úr Menntaskólanum í Kópavogi hitann og þungann af dagskránni, skáld koma úr skólanum og lesa gestum ljóð og annan frumsaminn skáldskap. Upplesturinn verður með fijálslegu sniði, óviss fjöldi skálda gengur fram fyrir skjöldu og flytur efni sitt. Dag- skráin stendur að venju milli kl. 5 og 6 síðdegis. Aðalfundur Jökuls hf. Aðalfundur Jökuls hf. verður haldinn þriðjudaginn 29, apríl 1997 á Hótel Norðurljósi, Raufarhöfn, og hefst fundurinn kl. 16.00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga að nýjum samþykktum fyrir félagið. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Að loknum aóalfundarstörfum verða bornar fram léttar veitingar. Morgunblaðið/Golh „MARGT af því sem kemur fram í leikritinu tókum við beint upp úr samtölum okkar við krakka,“ segir Valgeir Skagfjörð sem er höfundur leikritsins Á-kafi sem fjallar um reykingar og skaðsemi þeirra og er ætiað áttundubekkingum grunnskóla landsins. Katrín Þorkelsdóttir og Eggert Kaaber í hlutverkum sínum. Reykvíkingar! Munið borgarstjórnarfundinn ídag kl. 17:00, sem útvarpað er á Aðalstöðinni FM 90.9. Á kafi í reyk STOPPLEIKHÓPURINN frumsýnir í_ Foldaskóla í dag kl. 13 leikritið Á-kafi eftir Valgeir Skagfjörð en það fjallar um reykingar og skaðsemi þeirra og er ætlað til sýninga í grunnskólum landsins. Tveir leik- endur eru í sýningunni, Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir en bæði bregða þau sér í fjölmörg hlut- verk. Leikritið er ný leið til forvarnar, að sögn Eggerts, en hópurinn hefur unnið að undirbúningi þess í tvo mánuði. „Við bytjuðum á því að fara í heimsókn í skóla og ræða við krakkana sjálfa til að fá hugmyndir. Það kom í ljós að það myndi vera best að reyna að endurspegla krakk- ana sjálfa, aðstæður þeirra og dag- legt líf frekar en að flytja einhveija predikun.“ „Já, krakkarnir sögðust frekar vilja hafa leikritið fyndið og skemmtilegt en einhver þyngsli,“ bætir Katrín við. „Það er best að leyfa krökkunum að velta hlutunum fyrir sér sjálf, sýna þeim hlutina í nýju ljósi og leyfa þeim svo að vinna úr því.“ Áðspurður segist Valgeir sjálfur á unglingsárum hafa brugðist við áróðursmyndum um reykingar með því að hafa farið beint út að reykja. „Þetta eru að vissu leyti eðlileg við- brögð hjá krökkunum þegar reynt er að reka áróður ofan í þau. Við ákváðum að fara aðra leið sem er að skopstæla þau svolítið. Sjálf eiga þau svo erfitt með að sjá hvað þau eru kjánaleg, hímandi fjórtán ára undir vegg með sígarettu á kafi í reyk. Við notum líka þeirra tungu- mál, þeirra tónlist og þeirra takta. Margt af því sem kemur fram í leik- ritinu tókum við beint upp úr sam- tölum okkar við krakka.“ Leikritið Á-kafi mun verða sýnt áttundubekkingum grunnskólanna í vor og næsta vetur. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Hann sá einnig um tónlist og hljóðmynd. Hópurinn vann leikmynd og búninga í sam- vinnu en tæknimaður er Guðmundur Pétursson. Leikritið er samstarfs- verkefni Stoppleikhópsins, Krabba- meinsfélags Islands og Tóbaksvarn- arnefndar. Stoppleikhópurinn er atvinnuleik- hópur sem stofnaður var 1995 og er markmið hans að flytja leiksýningar sem tengjast hvers konar fræðslu og forvarnarstarfi. Leikritið Á-kafi er þriðja verkefni leikhópsins en áður hefur hann sýnt fikniefnaleikritið Skiptistöðin og umferðarleikritið Stopp í grunnskólum landsins. ■hhh HAGKAUP VERK Ernu Hartmannsdóttir. Erna Hartmanns- dóttir sýnir á Caffe 17 ERNA Hartmannsdóttir opnaði sýningu á málverkum úr olíu og vatnslitum á Caffe 17, Laugavegi 91, þriðjudaginn 15. apríl. sl. og lýkur henni 15.maí., Þetta er fyrsta einkasýning Ernu, en tvisvar áður hefur hún tekið þátt í samsýningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.