Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEINIDAR GREIIMAR Skammtímavist og fagteymi fyrir einhverfa, hvers vegna? ÉG HEF ætlað mér í töluverðan tíma að skrifa um málefni ein- hverfra, og benda á að mál nýgreindra ein- hverfra bama em í ólestri: Bömin eru greind í góðri, vel mannaðri greininga- stöð, áhersla er lögð á að þau greinist sem allra yngst til að ná sem bestum árangri, en þá grípa foreldrar í tómt. Engin viðunandi úrræði er nú að finna á íslandi fyrir þessa einhverfu einstaklinga. Áður fyrr tók Bama- og unglingageðdeildin við Dalbraut á móti þessum börnum, beint eða með ráðgjöf, en svo þurfti að leggja þessa þjónustu niður vegna fjár- sveltis. Loforðið um þriggja manna fagteymi sem átti að taka að sér ráðgjöf og fræðslu við þjálfun ein- hverfra barna og aðstandenda þeirra, er týnd á skrifborðum ráðu- neytisins. Þetta er sérstaklega sorg- legt þar sem rannsóknir sýna að árangur markvissrar þjálfunar á unga aidri skilar um 50% einhverfa næstum því sjáfsbjarga út í lífið og sparar ríkinu þar með stórar peningaupphæðir. í þessari grein ætlaði ég líka að þakka þjóðfélaginu fyrir góðan stuðning við fjölskyldur eldri barna. Eftir langa bið og mikla vinnu frá Sabine Marth mörgu góðu fólki eru núna komnar sérdeildir í skólum sem taka á móti þeim börnum sem em á milli 6 og 16 ára og mikil og góð vinna er unnin þar, sem tekur mark á þörfum ein- stakra barna þar sem einhverf börn em mjög mismunandi á vegi stödd hvað snertir getu og þarfir. Nokkur þessara barna eru samt það ósjálfstæð og krefjandi í umgengni að þau þurfa pössun allan sól- arhringinn. Hér var foreldrum líka hjálpað og komið var á fót skammtímavistun, þar sem fagfólk getur sinnt þessum börnum í rólegu umhverfi sem sniðið er fyrir þarfir einhverfra barna. Biðtíminn var að vísu mjög lang- ur en síðastliðið haust skapaðist fyrir fjöslkyldu okkar sá möguleiki að nýta þessa skammtímavistun fyrir barnið okkar aðra hveija viku. Þangað til hafði verið í boði lið- veiðsla, hugsjónafólk sem var ráðið á vegum Félagsmálastofnunar, og gaf þetta foreldrum einhveija lang- þráða hvíld. En okkur reyndist þessi þjónusta svo sem pössun á eigin vegin ófullnægjandi til lengdar. Reynslan var sú að húsmóðirin sat yfír endalausum „pössunar-púslu- spilum“ í sífeldri viðbragðsstöðu. Það var gífurlegt áfall, segir Sabine Marth, þegar okkur var til- kynnt að draga þurfti úr starfsemi í skamm- tímavistuninni vegna fjárskorts. Stuðningsfjölskyldur, sem boðið er upp á í gegnum svæðisskrifstofur, reyndust því miður ekki raunhæf lausn, þar sem fjölskyldur sem tóku barnið að sér gáfust upp eftir mjög skamman tíma vegna þess að þær gerðu sér ekki grein fyrir í upphafi hversu mikið álag það er að passa okkar einhverfa dreng. Sonur okkar er að verða 9 ára í apríl. Hann kann ekkert að tala en er að læra smátáknmál. Hann kann ekkert að leika sér, það þarf að kenna honum allt, núna er hann búinn að læra að kasta bolta á milli manna. Hann getur ekki farið út einn, en honum finnst gaman að hjóla, fara á skauta, fara á hest- bak og í sund. Hann kann ekki að klæða sig einn en hann borðar fal- lega með gaffli eða skeið. Hann getur ekki sagt til þegar hann þarf að fara á klósettið en kann að raula lög og jafnvel tónverk sem stóri bróður hans spilar á píanó, og aldei Lífeyrissparnaður er ekki óþolandi forsjárhyggja I LEIÐARA Morg- unblaðsins laugardag- inn 12. apríl sl. er fjall- að um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um skyldutryggingu líf- eyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða. Þar kemst leiðarahöfundur að þeirri niðurstöðu að það sé óþolandi forsjár- hyggja að skylda starf- andi fólk til að greiða 10% af launum sínum í lífeyrissjóð, sem byggi á samtryggingu. Leiðarahöfundur hvetur til að fólk „láti í sér heyra og andmæli þessum áformum“. Ég reikna með að þar með sé hvatt til skoðana- skipta á síðum Morgunblaðsins um málið og vil því koma mínum sjónar- miðum á framfæri. Það er mér hulið, sem venjuleg- um skattborgara hér í þessu landi, hvaða óþolandi forsjárhyggja er fólgin í því að aflétta þeirri byrði af skattborgurunum að þurfa að sjá fyrir ákveðnum hluta meðbræðra sinna í ellinni. Nóg finnst víst flest- um að þeir greiði í skatta þó ekki bætist við að borga ellilífeyri til þeirra sem ekki höfðu fyrirhyggju til að greiða í iífeyrissjóð, eða töp- uðu þeim „einkalífeyrissjóði" sem þeir höfðu reitt sig á. Leiðarahöf- undur Morgunblaðsins virðist hins vegar vera á þeirri skoðun að það séu ákveðin mannréttindi fólgin í því að aflétta skylduaéild að sam- eignarlífeyrissjóði af ákveðnum ein- staklingum og heimila þeim þar með að ákveða sjálfir hve lengi þeir þurfi lífeyri í ellinni. Stölörum nú aðeins við og gætum að því hver er munur á séreignar- sjóði og sameignaríífeyrissjóði. Séreignarsjóði má í raun líkja við einkabankareikning: „Þú átt sjálf- ur/sjálf það sem þú leggur fyrir". Þórólfur Árnason Hver einstaklingur þarf þá sjálfur að ákveða hve hratt hann vill ganga á sinn sjóð, við örorku og við starfslok. Ef einstakl- ingurinn er svo „hepp- inn“ að deyja áður en sjóðurinn er upp urinn þá erfa nánustu ætt- ingjar það sem eftir er. Ef einstaklingurinn er hins vegar svo „óhepp- inn“ að lifa lengi þá er ekki um annað að ræða en að „leggjast upp á ríkið“, þ.e.a.s. að láta aðra skattborg- ara framfleyta sér. (Því eins og við vitum er fullorðnu fólki ekki kastað út á Guð og gaddinn hér á landi). Það er rangt að vega nú að samtryggingar- kerfinu, segir Þórólfur --3»-------------------------- Arnason, en það er að festa sig í sessi. Sameignarsjóður er hins vegar einskonar samtrygging, þar sem sjóðurinn tryggir örorkulífeyri, barnalífeyri og ellilífeyri úr sam- eiginlegum sjóði félagsmanna. Sá sem lifir lengi fær vitanlega meiri bætur en sá sem deyr fljótlega eftir að starfsævi lýkur. Réttindi erfast ekki (nema að því leyti sem nemur makalífeyri og barnalí- feyri). Þá held ég að við séum komin að kjarna þessa máls: Það er ein- mitt vandamálið að sumir eiga mjög erfitt með að sætta sig við að geta ekki tekið áunnin lífeyrisréttindi með sér í gröfina (þ.e.a.s. að geta ekki ráðstafað þessari „inneign" sinni til afkomenda). Slíkt myndi einfaldlega rýra réttindi eftirlifandi sjóðfélaga. Skuldbindingar sameignarsjóða eru reiknaðar út af tryggingastærð- fræðingum, þannig að áunnin rétt- indi sjóðfélaga séu í samræmi við eignir. Það er því augljóst að ef Ijárstreymi verður út úr slíkum sjóði, með arfi, mun það ekki geta þýtt annað en skerðingu á réttind- um annarra sjóðfélaga. Lífeyris- sjóðir búa ekki til peninga og geta ekki lofað meiri réttindum en ið- gjöld og ávöxtun þeirra gefa tilefni til. Leiðarahöfundi er einnig tíðrætt um frelsi manna til að velja sér líf- eyrissjóð. Mér er hins vegar spurn: Hvað með frelsi lífeyrissjóðsins til að velja sér sjóðfélaga? Sér leiðara- höfundur virkilega fyrir sér að ákveðnum hópi, s.s. barnmörgum ijölskyldufeðrum sem taka áhættu í starfi, sé úthýst úr lífeyrissjóði? Eða að slíkum aðilum yrði gert að greiða hærra iðgjald? Eða að þeim séu tryggð lakari réttindi í lífeyris- sjóðnum. Nei, að sjálfsögðu ekki. Áðild a.ð lífeyrissjóði er sáttmáli sem gilda þarf fyrir alla starfsævina, til að lífeyrissjóðunum sé gerlegt að áætla skuldbindingar sínar. Því er einnig nauðsynlegt að tengd skylduaðild séu ákvæði um það að greiða beri í ákveðinn lífeyrissjóð sinnar starfsstéttar eða starfshóps. Ég er talsmaður aukins lýðræðis í lífeyrissjóðunum og að sjóðfélagar hafi þar með rétt til að hafa áhrif á stjórn og rekstur síns sjóðs. Einn- ig að samræmd lög séu sett um starfsemi lífeyrissjóða. Ég tel hins vegar ekki rétt að nota þetta tæki- færi til úrbóta til að vega að því samtryggingarkerfi sem nú er loks að festa sig í sessi, eftir áratuga óvissu fólks um lífeyrisrétt sinn. Höfundur er stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verkfræðingafélags íslands. hefur heyrst feilnóta hjá honum. Hann er blíður og góður þegar vel gengur og er með fallegt bros, en bítur frá sér þegar eitthvað er hon- um á móti skapi. Skammtímavistin var þá guðs- gjöf handa fjölskyldu okkar og með tímanum uppgvötuðum við að við gátum lifað venjule_gu fjölskyldulífi aðra hveija viku. I fyrsta skipti í mörg ár var hægt að fara í bíó, fá gesti í heimsókn, sitja og horfa á sjónvarpið eða lesa bók um kvöldið án þess að hlaupa á fimm mínútna fresti til að gá hvað drengurinn væri að gera í svefnherbeginu sínu, hvort hann væri búinn að klæða sig úr, hvort bleian væri ennþá á sínum stað. Auðvitað var hann þá um kvöldið þegar kominn í þannig umhverfi að hann gat ekki skrúfað neinar ljósaperur úr lömpum, ekki hent stellinu eða glösunum út um gluggann, ekki dreift blómapotta- mold, sullað í of heitu vatni eða stungið af í gegnum útidyrahurð, sem er núorðið hvar sem er bara hægt að opna með sérlykli. Hægt var að sofa alla nóttina án þess að vaka með honum langt fram á nóttu eða sinna honum í dagrenningu. Vonir stóðu jafnvel til að biðja um aukna þjónustu til að dekka þá frí- daga sem myndast í skólanum við starfsdaga, frídaga og skólafrí. Það var því gífurlegt áfall þegar okkur var tilkynnt í síðustu viku að draga þyrfti saman starfsemi í skammtímavistinni vegna fjár- skorts. Núna á að loka skammtíma- vistina í tvo daga í hverri viku sem þýðir líka að öryggisnetið sem við foreldrar treystum á er brostið. Vikan sem hægt var að nota til að safna kröftum er verulega stytt. Fríið sem við hjónin ætluðum að leyfa okkur fór út í veður og vind þar sem ekki er hægt að fá sam- fellda pössun í meira en fimm daga. Við mun taka áframhaldandi pöss- unarpúsl og reddingar frá degi til dags þar sem húsmóðirin var svo bjartsýn að taka aftur upp háskóla- nám sem hún hvarf frá fyrir mörg- um árum til þess að sinna drengn- um. Kvíðinn vegna þess hvað tekur við er mikill. Ekki erum við ein- göngu að hugsa um okkar eigin hag og systkina drengsins sem enn búa heima, heldur verðum líka að taka tillit til þeirrar staðreyndar, að ein- hverfi drengurinn okkar þarf sem mest næði og reglusemi svo að honum líði vel og að hann þarf á þeirri andlegu hvíld að halda sem skammtímavistin gefur honum í skipulagningu og næði sem þar rík- ir undir stjórn vel menntaðs fag- fólks. Röksemdir fyrir samdrættinum finnst okkur foreldrum, sem treyst- um á hjálp skammtímavistar, furðu- leg. Okkur var sagt að skammtíma- vistun væri of dýr í rekstri af því að þar væri sinnt þeim börnum sem þyrftu vegna fötlunar sinnar of margt starfsfólk og mundi nýting þess vegna vera afar slæm. Spurn- ingin sem við foreldrar getum þá spurt er, sýnir þetta ekki einmitt þá gífurlegu þörf sem er á þessari vistun? Við foreldrar vitum vel af biturri reynslu, hvað börnin okkar þurfa mikla umönnun og ég veit ekki um neinn sem nýtir sér þessa hjálp, sem skammtímavistun býður upp á, nema í brýnustu neyð. Það er og mun alltaf vera erfitt að viðurkenna sem foreldri að hafa ekki krafta til að sinna börnum sín- um heima fyrir og að geta heldur ekki skapað til fullnustu það um- hverfi sem barninu er fyrir bestu. Ekki bætir úr sársaukanum að þurfa að standa í stappi við nafn- laust kerfi og grátbiðja um hjálp. Hérna eins og á mörgum öðrum sviðum myndi fagteymið, sem talað var um í upphafi greinarinnar, vera algjör nausyn til að halda utan um málefni einhverfra og fjölskyldur þeirra og veita þeim leiðsögn og stuðning. Vonumst við, foreldrar einhverfra barna, og þeir sem að málum þeirra standa, að fagteymið, eins og það var skilgreint og talið nauðsynlegt af nefnd sérfræðinga, muni komast á fót fljótlega. Höfundur er finim barna móðir ognemi íHáskóla Islands. Bjart framundan? ÞEGAR ég sá og heyrði nýja neyslukönn- un sem Hagstofa ís- lands framkvæmdi varð mér hugsað til gamla orðtaksins, að „bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,“ og sá í hillingu þá tíma, þegar fólkið sem lifir í dag um og undir fátækramörk- um gæti farið að eyða nálægt einni milljón í alls konar munað, s.s. í hótel, kaffihús, leikhús og slíkan lúxus saman- ber könnun Hagstof- unnar. Og óðar flaug mér í hug að ríkisstjórn- in mundi af sínu örlæti ekki láta sitt eftir liggja, að þeir sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun Ekki hefur Hagstofan, segir Guðmundur Jó- hannsson, spurt ör- yrkja, eftirlaunaþega eða atvinnulausa. ríkisins, geti farið að lifa þó ekki væri nema að einhveijum hluta til samkvæmt könnun Hagstofunnar. Mig minnir að í nýafstöðnum kjara- samningum hafi launþegasamtökin með mikilli pressu knúið fram að lágmarkslaun yrðu 70.000 kr. á samningstímabilinu, svo allt virðist Guðmundur Jóhannsson benda til þess að fólk með þessi laun eigi nokkuð í land til að geta farið að lifa samkvæmt nýju könnuninni. I alvöru spurt, til hverra hefur Hagstofan beint spurningum sín- um, til að fá þessa glæsilegu niðurstöðu í líferni þjóðarinnar? Ekki hefur hún spurt öryrkjana, ekki at- vinnuleysingjana, ekki elli- eða eftirlaunafólk, eða unga fólkið sem er að beijast við að koma þaki yfir höfuð sér. Reikna má með að þess- ir aðilar séu ekki langt frá því að vera í kringum fjórði til fimmti hluti þjóðarinnar. Maður leið- ir hugann að því hvort það sé virki- lega svo komið að þegar opinberar stofnanir, sem maður hefði haldið að ættu að vera hlutlausar í starfi sínu, hvað þá aðrir, líti á þennan hluta þjóðarinnar sem ölmusufólk, sem óþarfi sé að taka nokkurt tillit til. Það má ljóst vera að umræddir hópar hafa ekki verið með í þessari könnun einfaldlega vegna þess að það fjármagn sem þarf til þessa líf- ernis er ekki til staðar hjá þeim. Oft hefur verið talað um að markvisst sé unnið að því að skipta þjóðinni í tvennt og umrædd könnun er gott lóð á vogarskálina í þeim efnum. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.