Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 25
17. apiíl - 4. maí MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 25 LISTIR 16 ára óperusöngkona til íslands KORNUNG bandarísk óperusöng- kona, Jessica Tivens, mun halda sína fyrstu tónleika utan heimalandsins í Háskólabíói 30. apríl og 3. maí næstkomandi. Með henni í för verður píanó- og hljómborðsleikarinn Micha- el Garson sem hyggst nýta tækifærið og efna til tvennra djasstónleika ásamt tríói sínu í Súlnasal Hótels Sögu 1. maí og í Loftkastalanum degi síðar. Tivens, sem verður 16 ára um helgina, hefur komið fram opinber- lega frá átta ára aldri, meðal annars í söngleikjum, leikritum og sjón- varpi. Fyrir sex árum hóf hún óperunám og hefur vakið um- talsverða athygli á því sviði, að því er segir i kynn- ingu. Tivens hef- ur komið fram sem einsöngvari með Burbank Chamber Orc- hestra, Tucson Tivens Civic Orchestra og New West Symp- hony og unnið til verðlauna fyrir söng sinn, meðal annars Los Angeles Music Center-verðlaun- in í fyrra og Mic- rosoft Discovery Artist-verðlaunin á þessu ári. Michael Gar- son er jafnvígur á klassiska tón- list, djass og rokk. Hann hefur leikið inn á fjölda hljóm- og geisla- platna og meðal annars „leikið fing- Garson ur“ Liberaces í sjónvarpsmynd um píanóleikarann. Samstarfsmaður Bowies Þekktastur er Garson þó senni- lega fyrir samstarf sitt við David Bowie sem hefur lýst honum sem „langbesta hljómborðsleikara sem ég hef starfað með“. Nær samstarf þeirra aftur til plötunnar Spiders from Mars en á síðustu plötum Bowi- es hefur Garson jafnframt lagt hönd á plóginn. Jazztríó Michaels Garsons skipa, auk hans sjálfs, Marc Johnson og Joe La Barbera. FJÖLMARGIR gítarnemend- ur koma fram í Fella- og Hólakirkju. Tvennir tón- leikar Tón- skóla Sigur- sveins TVENNIR tónleikar á vegum Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar verða laugardaginn 19. apríl. Tónleikar forskóladeildar verða í Langholtskirkju kl. 14. Þar koma fram yfir 100 nemendur forskóla ásamt einni af þremur strengja- sveitum skólans. Tónleikar gitarhópa verða í Fella- og Hólakirkju kl. 17. Auk samleikshópa úr Tónskólanum koma fram hópar úr Tónlistarskóla Grafarvogs, Tónskóla Njarðvíkur, Tónlistarskóla Seltjarnarness, Tón- menntaskóla Reykjavíkur og Tón- skólanum Do, re, mí, alls um 90 gítarnemendur. Sparistellið Tólf lista- menn sýna saman í Hafnarborg SAMSÝNING tólf íslenskra lista- manna verður opnuð í Hafnarborg iaugardaginn 19. apríl. Þar sýna listamennirnir Elínrós Eyjólfsdóttir, Guðjón Bjarnason, Helgi Þorgils _ Friðjónsson, Hulda Hákon, Jón Óskar Hafsteinsson, Kristján Guðmundsson, Ólöf Nor- dal, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ráðhildur Ingadóttir, Steingrímur Eyfiörð, Tumi Magnússon og Vign- ir Jóhannsson. Listamennirnir eru ýmist listmál- arar, höggmyndalistamenn eða ný- listamenn. Aðeins Elinrós Eyjólfs- dóttir hefur áður lagt stund á post- ulínsmálun. Nú hefur þessi hópur, segir í tilkynningu, hins vegar ákveðið að spreyta sig á postulíni og koma þannig listhugmyndum sínum til skila á borðbúnaði. Þessi sýning er í senn óður til postulínsins og tilraun til að færa listrænar hugmyndir milli sviða. Sýningin stendur yfir til 19. maí. Níu sýnir AÐALSTEINN Svanur Sigfús- son opnar sýningu laugardag- inn_19. apríl kl. 14, í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal við Freyju- götu. Á sýningunni, sem ber titilinn Níu sýnir, eru olíumál- verk af konum sem hann hefur málað á síðustu tveimur árum. En, eins og segir í sýningar- skrá: „Konurnar á þessum mál- verkum eru ekki konur. Þær eru sýnir; táknmyndir, ímyndir, tálsýnir.“ Sýningunni lýkur 4. maí og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. 10-40% afsláttur Tandurhreinttilboð á ... .. .handlaugum .. .blöndunartækjum ...baðkennn .. .stmtubotnum .. .sturtuklefum ... salernum .. .stálvöskum .. .sturtuhengjum Mmiið Mkortið! 50 frípunktar fyrir hverjar 1000 kr. við staðgreiðslu og ef greitt: er með kreditkorti. p- Húsasmiðjan er opin: Verslun Skútuvogi 16 • Sími 525 3000 Verslun og timbursala Helluhrauni 16, Hafnarfirði Opið mán. - fös. 8-18 Slmi 565 0100 Lau. 10 - 16 Opið mán. - fös. 8-18 Sun. 12-16 Lau.9-13 Timbursala Súðarvogi 3 -5 • Sími 525 3000 Verslun og timbursala Smiðjuvöllum 5, Keflavík Opifl mán. - fös. 8 -12 og 13 -18 Slmi 421 6500 Lau. 10- 14 Opið mán. - fös. 9-18 Lau. 10-16 .. .og ýinsu öðru sem tilheyrir baðherberghiu : .. .baðvoguin Grænt númer Húsasmiðjunnar 800 6688 HÚSASMIÐJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.