Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Glæpir í borgar- samfélagi nútímans I MORGUNBLAÐ- INU þann 15. maí, birtist grein eftir Ómar Smára Ármannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjón undir heitinu „Borgarsamfélag nú- tírnans". Þar er stiklað á stóru varðandi um- hverfi og áhrifavalda glæpa og tök lögregl- unnar á nokkrum þeirra. Fram kemur gagnrýni á yfirvöld þar sem segir: „Umhverfí afbrota er ... tak- a&rkið tiltölulega fáa einstaklinga sem til- tölulega auðvelt á að vera að eiga við ef áhugi og vilji er fyrir hendi.“ Á öðrum stað seg- ir: „Unnið hefur verið markvisst gegn þessari þróun en erfitt um vik. Þar er helst við að eiga „óvirkni" þess kerfis, sem stuðla á að og á að geta veitt afbrotamönn- um aðhald. Sérstaklega á þetta við um unga afbrotamenn og þá sem koma oftar við sögu afbrota en aðrir.“ Um aukið vændi segir: „Því miður er svo að margur „mektar- maðurinn" virðist líta léttvægt á þessa þróun mála....“ og: „Viðhorf og viðbrögð ráðamanna ráða miklu um þróun þessara mála hér á landi á næstu árum.“ I stuttu máli gagnrýnir yfirlög- regluþjónninn áhuga- leysi við að taka á málum fáeinna ein- staklinga, kerfíð virkar ekki, mektarmenn telja vændi ekki vandamál og að viðhorf ráða- manna komi til með að ráða miklu um þessi mál á næstunni. Þetta er pólitískt mál. Stór- pólitískt! Ætlar dóms- málaráðherra að taka á þessum málum eða ekki? Því ef ekki hann, hver þá? Við höfum fyrir okk- ur æpandi fyrirsagnir í blöðunum aftur og aftur um hryllilega glæpi síbrota- manna sem eru sumir ofbeldis- og kynferðissjúklingar. Stór hluti fréttatíma útvarps og sjónvarps hefur og farið í einstök mál, þar sem slíkir síbrotamenn eiga í hlut. Það þarf meiri umræðu um þessi mál og hvernig og hvetjum beri að leysa þau. Ekki er þó minnst á umræðuna um tengsl fíkniefna- deildar við Franklin Steiner, né heldur hvernig almenningur hefur misst tiltrú á fíkniefnadeild lögregl- unnar vegna þessa eða umfjöllunar um Geirfinnsmálið þar sem flett var ofanaf gagnrýnisverðri meðhöndlun dómskerfísins á því máli eða að enn eru sumir sem tengdust því máli að störfum í dómskerfinu. Það er varla hægt að ætlast til þess að lögreglan gagnrýni yfirmenn sína hart opinberlega. Dómskerfið hefur brugðist borgurunum Dómskerfið hefur brugðist þeirri skyldu að taka úr umferð hættulega glæpamenn. Þetta hefur leitt til þess að sumir þeirra telja sig geta gert hvað sem er og gera það. Refs- ingin kemur það seint að hún teng- ist vart glæpnum, bara játa - svo er manni sleppt! Það er ömurlegt að lögreglan þurfi að sleppa þessum mönnum aftur og aftur. Sjálfsagt er þetta óþolandi kross fyrir lögregluna að bera. Dómskerfið er seint og þungt og það er heldur ekki fyrir efnalítið fólk að leita réttar síns þar. Á hinn veginn er svo byggt dómshús fyrir hæstarétt fyrir offjár! Nær væri að þeir peningar færu í skaðabætur til fórnarlamba glæpamanna sem hafa orðið fyrir óbætanlegu tjóni, - ef þeir dygðu þá til? Fyrir hveija er þetta kerfi? Það á ekki að hygla dómskerfi sem sinnir ekki þeirri grundvallarskyldu að vernda borg- arana gegn sjúkum glæpamönnum. Á meðan lögreglan neyðist til að sleppa aftur og aftur sömu stór- hættulegu ofbeldis- og kynferðisaf- brotamönnunum á yfirlögreglu- þjónn að segja af sér þar sem hann Ólafur Sigurðsson og lögreglan geta ekki ábyrgst lög- gæslu við slík skilyrði. Hvítflibbasíbrot Þegar nánar er að gáð vekur margt í greininni athygli í ljósi þess að fjallað er um „borgarsamfélag nútímans" og áhrifavalda glæpa. Minnst er á að glæpir og afbrot þróast og breytast frá einum tíma til annars. Hvítflibbaglæpir valda gífurlegu fjárhagstjóni. Þegar stolið er undan söluskatti og opinberum gjöldum, skipt um kennitölu, stofn- uð ný fyrirtæki og haldið áfram sömu iðju. Dómskerfið hefur ekki tekið af nægilegri snerpu á slíkum málum og því eru komnir fram í Dómskerfið hefur brugðist þeirri skyldu, ---------^-------------------- segir Olafur Sigurðs- son, að taka úr umferð hættulega glæpamenn. dagsljósið hvítflibba-síbrotamenn. Einhvern veginn er það svo að slík- ir síbrotamenn virðast komast lengra í afbrotum sínum en margir smáglæpamenn, ofbeldis- og fíkni- efnaglæponar. Við skulum hafa í huga að jafnvel öryrkjar þurfa að sitja af sér umferðarlagabrot, hafi þeir ekki efni á sektinni. Það finnst því mörgum siðlaust þegar hvítflibbasíbrotamenn kom- ast í ábyrgðarstöður, m.a. vegna galla í lögum og/eða vanhæfni dómskerfisins við að taka á þessum málaflokki. Hvítflibbaglæpir valda því að sam- félagið getur ekki gert það sem þarf fyrir borgarana. Það vantar pening í sameiginlega sjóði til að bæta um- hverfí,. auka atvinnu, efla skólamál og halda úti samfélagsþjónustu o.fl. - sem svo aftur leiðir til minnkunar á glæpum. Ef þessa peninga vantar, verður hnignun. Því ber að líta svo á að þetta séu alvarlegir glæpir gegn samfélaginu sem þarf að sinna með skjótum viðbrögðum hjá dóms- og framkvæmdarvaldi. Því miður virðast hvítflibba- glæpamenn fá öðruvísi og mildari meðhöndlun en aðrir glæpamenn eins og áður var minnst á. Ef til vill er ein skýringin að mörkin eru óljós þegar fyrirtæki verða gjald- þrota. Þó ættu allir að geta verið sammála þeim orðum Ómars að það verði ekki hjá því komist að huga að fyrirmyndunum, þegar horft er til nauðsynlegrar uppbyggingar samfélagsmyndarinnar. Það þarf líka skýrari línur og sneggri við- brögð frá dómsvaldinu. Það er vita- skuld óþolandi að dæmdir hvítflibbaglæpamenn skuli geta starfað áfram í ábyrgðarstöðum innan samfélagsins, slíkt ber vitni um skerta siðferðisvitund. Ég hefði viljað að jafnaðarmaður- inn og aðstoðaryfirlögregluþjónninn Ómar Smári Ármannsson hefði flallað meir um meðhöndlun og umhverfi síbrota í grein sinni. Það eru uppi háværar kröfur í þjóðfélag- inu að eitthvað sé gert gegn síbrot- um af ýmsu tagi. Lögreglan hlýtur að vera í erfiðari stöðu en lesa má úr grein Ómars. Það er nóg komið, hæstvirtur dómsmálaráðherra. Við borgararnir kreijumst þess að þú vinnir fyrir kaupinu þínu og komir þessu í lag. Þess er krafist að við skilum okk- ar, skila þú þínu, góði! Höfundur er matvælafræðingur. Fyrirmyndar- þjónusta BUGL UNDIRRITAÐIR foreldrar of- virkra og misþroska barna hafa beðið blaðið að birta eftirfarandi um starfsemi Barna- og unglinga- geðdeildar Landspítala: Málefni Barna- og unglingageð- deildar Landspítalans (BUGL) hafa verið nokkuð til umijöllunar í fjöl- miðlum undanfarið. Höfundar þessarar greinar taka ekki afstöðu til þess sem þar hefur komið fram. Við teljum okkur þó geta miðlað af reynslu okkar af þjónustu þessarar stofnunar, þannig að fólk almennt fái fyllri mynd af því sem þar fer fram. Meðal þess sem BUGL fæst við er greining á ofvirkni og misþroska bama, fræðsla og ráðgjöf fyrir foreldra og eftirfylgni til að fylgj- ast með hvernig barninu reiðir af. Það er óumdeilt að ofvirkni og misþroski barna getur leitt til mik- illa erfiðleika síðar á lífsleiðinni, ef ekki er brugðist við á réttan . hátt. Við sem skrifum þessa grein ' erum öll foreldrar ofvirkra og mis- þroska barna á aldrinum 5 til 12 ára. Við höfum notið aðstoðar starfsfólks BUGL, bæði sálfræð- inga og lækna, til að hjálpa börn- unum okkar til að takast á við þau félagslegu, sálfræðilegu og læknis- fræðilegu áhrif sem ofvirkni og misþroski þeirra leiðir af sér. Öll fóru börn okkar í svokallaða of- virknigreiningu hjá BUGL, en þar var staðfest að um ofvirkni og/eða misþroska sé að ræða. Ofvirkni- greining er ítarleg athugun á ýms- um þroska- og atferlisfrávikum sem einkenna ofvirk börn. Það er hins vegar reynsla okkar að bið- tíminn eftir ofvirknigreiningu er alltof langur. í vetur og vor höfum við síðan sótt foreldranámskeið sem starfsfólk BUGL skipulagði. Einu sinni í viku komum við saman í húsnæði BUGL að Dalbraut, fræddumst um ofvirkni og misþr- oska barna og nutum ráðlegginga sálfræðinga BUGL um hvernig best sé að bregðast við ýmsum atriðum sem upp koma í uppeldi bama sem eru ofvirk. Það er skemmst frá því að segja að öll börnin hafa tekið miklum framför- um félagslega og í námi. Það fínnst okkur við eiga að miklu leyti starf- sfólki BUGL að þakka. Eygló Hjaltadóttir, Halldór M. Ólafsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson, Elín Jónína Clausen, Kristján Ásgeirsson, Helen Guðjónsdóttir, Haraldur Guðmundsson, Bryndís R. Jónsdóttir, Bergþór Guðmundsson, Hrönn Harðardóttir, Kristinn Grétarsson. XL^//)A\iLr Gœðavara Gjdfdvara- matar oij kafTistell. Allir verðflokkar. VERSLUNIN Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versate. L Laugavegi 52, s. 562 4244. Hækkun bóta al- mannatrygginga A BLAÐA- MANNAFUNDI sem ríkisstjórnin hélt hinn 15. maí sl. til þess að kynna hækkanir á greiðslum frá al- mannatryggingum, kom fram að greiðslur myndu hækka um 4% frá 1. mars sl., en áður höfðu þær hækk- að um 2% frá áramót- unum. Þannig hækka greiðslumar um 6% samtals, en það þýðir að grunnlífeyririnn hækkar úr 13.373 kr., sem hann var fyrir áramótin, í 14.186 kr. á mánuði sem hann verður eftir þessa hækkun, hann hækkar sem sé um 813 kr. á mánuði. Mér skilst af frásögn af þessum blaðamanna- fundi ráðherranna, en þeir mættu þarna einir sex til þess að fylgja þessu úr hlaði, að þeir væru allt að því stoltir af þessari rausn sem þeir sýndu þarna í verki. Þessar prósentuhækkanir segir ríkisstjórnin að eigi að svara til meðaltalshækkana launa í síðustu kjarasamningum. Nú er rétt að staldra við og íhuga hvernig þetta megi vera, því hækkanir launataxt- anna eru víðs fjarri þessum pró- sentuhækkunum. Samkvæmt upp- lýsingum frá viðkomandi aðilum hækkuðu launataxtarnir um allt aðrar prósentutölur og miklu hærri. Sem dæmi má nefna að hjá bygg- ingaverkamönnum hækkaði lægsti taxtinn um 23,6% og sá hæsti um 16,3%, hjá fiskvinnslufólki hækkaði lægsti taxtinn um 24,9% og sá hæsti um 22,7%, hjá iðnverkafólki hækkaði lægsti taxtinn um 27,3% og sá hæsti um 5,8%, hjá tækja- mönnum hækkaði lægsti taxtinn um 26,9% og sá hæsti um 21,2%, hjá skrifstofufólki hækkaði lægsti taxtinn um 32,6% og sá hæsti um 7% og þannig mætti áfram telja. Hvernig í ósköpun- um var þá hægt að finna út þessa litlu hækkun sem greiðslur almannatrygginga juk- ust um? Jú, fengnir voru reiknimeistarar sem veltu málinu vel fyrir sér, skal maður vona, og þeir komust að þessari niðurstöðu. Ekki hefur verið lagður á borðið útreikningur þessara meistara, en manni skilst að talið sé að það hafi verið orðnir svo fáir sem voru á þessum lágu töxtum að hækkunin reiknaðist ekki meiri. Þeir fáu sem Bótaþegum, segir Helgi Arnlaugsson, skal áfram haldið eins langt niðri og mögulegt er. enn kunna að hafa verið á töxtun- um þegar samningarnir voru gerð- ir og fengið þessar hækkanir mældust svo lítið í fjöldanum að meðaltalið varð ekki hærra, en það er metið á 0,4% til hækkunar bóta almannatrygginga, samkvæmt frásögn af blaðamannafundinum. Hvað um það, reiknimeistararnir hafa sjálfsagt ekki haft neinar for- sendur til þess að meta hve marg- ir hafa fengið þær prósentuhækk- anir sem launataxtarnir kveða á um og orðið að taka við tölum um það frá öðrum. Þá kemur spurningin: Á það í raun og veru að skipta nokkru máli hve margir hafa fengið þessar hækkanir nú við samningsgerðina eða hve margir voru búnir að fá hækkunina áður, þegar meta skal hækkun á greiðslum almanna- Helgi Arnlaugsson trygginga? Eftir því sem færri hafa fengið þessar hækkanir nú eftir samningsgerðina, þeim mun fleiri hafa verið búnir að fá launa- hækkanir áður utan við launataxt- ana. Greiðslur almannatrygginga hafa ekki hækkað vegna þeirra launahækkana sem orðið hafa áður af þeirri ástæðu að taxtarnir sjálf- ir hækkuðu ekki, en bótagreiðsl- urnar voru miðaðar við launataxta, en ekki launaskrið. Nú, þegar ver- ið er að lagfæra þetta og færa launataxtana nær greiddu kaupi er grafin upp þessi reikningsaðferð að áætla fjölda þeirra sem nú fá launahækkanir samkvæmt taxta- hækkunum og hafa þá sem allra fæsta, til þess að fá fram lægri prósentutölu. Staðreyndin er sú að nú hafa allir, ég endurtek allir, sem á þess- um töxtum áttu að vera, fengið þessar hækkanir og þess vegna eiga bætur almannatrygginga að miðast við það og hækka um þá prósentutölu sem fæst út þegar reiknað er meðaltal hækkana allra launataxtanna. Eðlilegast væri reyndar að miða við hækkanir lægstu taxtanna, vegna þess að bæturnar voru áður miðaðar við lægstu launin og þá kæmu allt aðrar tölur til hækkunar eða frá ca 23% til 32%, en það er sú hækk- un sem þarf til þess að greiðslur almannatrygginga fylgi launaþró- uninni, í stað þeirra 6% sem nú var ákveðið. Með þeirri reikningsaðferð sem beitt var er í raun verið að klippa í burt ákveðnar hækkanir sem allir hafa fengið, aðrir en bótaþegar al- mannatrygginga, þeim skal áfram haldið eins langt niðri og mögulegt er. Ef þetta hefur verið meiningin, átti ríkisstjórnin að ganga hreint til verks og segja að bótaþegar al- mannatrygginga ættu ekki að fá samsvarandi hækkanir og aðrir hafa fengið, en ekki að beita reikn- ingskúnstum til þess að rugla fólk og gera því erfiðara fyrir að átta sig á raunverulegum rétti sínum til hækkunar greiðslna frá almanna- tryggingum. Allra síst áttu þeir síðan að stæra sig af verknaðinum. Höfundur er skipasmiður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.