Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 60
Jímtfd -setur brag á sérhvern dag! tp€. qrœnnL 0BÚNAÐARBANKI ÍSIANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Meðal atriða í nýrri miðlunartillögu ríkissáttasemjara 1 deilunni vestra Óánægja með tilhögun vertíðarloka Hærri eingreiðsla og meiri upphafshækkun KOMIN er fram ný miðlunartillaga frá ríkis- sáttasemjara í kjaradeilunni á Vestfjörðum og verða greidd um hana atkvæði í dag og þau talin á ísafirði í kvöld. Byggist tillagan á þeirri fyrri en eingreiðslan er hækkuð úr 12 í 15 þúsund krónur og upphafskauphækkunin verður 5,35% í stað 5,2%. Ríkissáttasemjari leggur miðlunartillöguna fram að höfðu samráði við deiluaðila sem fengu hana til skoðunar laust fyrir klukkan 19 í gær. Óskaði hann þess jafnframt að þeir ræddu hvorki efni hennar né deiluna við fjölmiðla meðan at- ■?> kvæðagreiðslan stæði. Meðal annarra nýrra ákvæða í miðlunartillög- unni er styttri samningstími eða til 1. febrúar 2000 í stað loka þess árs eins og fyrri tillaga gerði ráð fyrir. Þá eru einnig breytingar á ákvæðum um bónus, að heimilt verði að semja um lág- marksbónus hjá þeim húsum þar sem hann hefur ekki náðst og nýtt ákvæði er um fasta álags- greiðslu í hausaþurrkun, ki’. 178 komi fyrir til- flutning í launataxta. Úr röðum ASV heyrðust þau viðbrögð í gær- kvöld, þar sem tillagan var til skoðunar, að hún þætti ekki miklu burðugri en fyrri tillagan en engin formleg viðbrögð fengust frá forystu- mönnum ASV eðá atvinnuveitenda. ASV hefur skrifað Vinnumálasambandinu og óskað skýr- inga á við hvaða lagagreinar sé stuðst við boðun verkbanns hjá Básafelli. „Ég hefði haldið að friðarskylda væri við Félag byggingamanna og ég veit heldur ekki til að Vélstjórafélag ísa- fjarðar sé í neinni deilu við þá og þess vegna viljum við vita rökstuðning þeirra og efumst um lögmæti verkbannsins," segir Pétur Sigurðsson forseti ASV. Hann segir að í framhaldinu verði óskað eftir riftun og Vinnumálasambandinu jafnvel stefnt fyrir félagsdóm ef ekki koma fram rök. Morgunblaðið/Ámi Sæberg / KEPPNI hófst í siglingum í gær á Smáþjóðieik- unum, eftir að henni hafði verið frestað tvo daga í röð, fyrst vegna logns og síðan sakir roks. Laser-bátarnir á myndinni kepptu á Skerjafirði. íslendingum gekk vel í sundkeppni gærdagsins, hlutu átta gullverðlaun, fimm silf- urverðlaun, tvenn bronsverðlaun og settu þrjú Islandsmet og fímm leikamet. Ríkarður Rík- arðsson setti fslandsmet í 100 m flugsundi og Islendingum gengur vel sveitir íslands í boðsundum. Islensku keppend- urnir í frjálsíþróttum fengu tvenn gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun og þar ber hæst árangur Guðnýjar Eyþórsdóttur, sem er aðeins 15 ára, í 100 metra hlaupi. Rúnar Alexandersson fór fremstur í flokki íslensku flmlejkamannanna, vann þrenn gullverðlaun, öll sem Islandi áskotnuðust í gær, auk þess hrepptu Islendingar tvenn silfurverðlaun og sex brons- verðlaun í flmleikakeppninni. ■ Íþróttir/C blað „Neyðumst til að dæla síldinni í hafíð aftur“ NOKKUR nótaskip hafa landað síld eftir sjómannadag og mega því ekki fara annan róður samkvæmt reglu- gerð sem sjávarútvegsráðuneytið gaf út í síðustu viku. Mörg skip eru nú á miðunum norðarlega í lögsögu Færeyja en bræla hamlar veiðum. Óánægja hefur komið fram með ákvörðun sjávarútvegsráðuneytis- ins. Eins og nú er komið hafa mörg skip sem nú eru á miðunum fengið slatta af sfld. Veiðar liggja þó nán- ast alveg niðri vegna veðurs. Hins vegar vilja skipin ekki fara í land með lítinn afla þar sem þá mættu þau ekki halda til veiða á ný. Fer í eina súpu á skömmum tíma Júpíter ÞH var í gær á landleið með bilað spil og sagði Lárus Grímsson skipstjóri að um borð væru um 300 tonn af sfld. Hins veg- ar mætti ekki landa sfldinni, þar sem þá teldist skipið vera búið að fara eina veiðiferð. Honum væri því nauðugur sá kostur að dæla sfldinni í hafíð. „Sfldin er stútfull af átu og fer í eina súpu á stuttum tíma og verður handónýt," segir Lárus. „Fjöldi skipa er nú á miðunum með slatta og ef ekki verður brugðist við og reglunum breytt fara þessi tonn beina leið í haflð aftur og menn byrja veiðar á ný. Það er því brýnt að endurskoða þessar reglur svo að menn megi koma að landi og landa þessum slöttum og fara á miðin aft- ur.“ Lárus segir að sjómönnum finnist þessi tilhögun veiðanna vanhugsuð og í raun mjög klaufaleg. „Það er engum sjómanni vel við að henda afia í hafið aftur,“ segir hann. frar leyfa olíuleit í Rockall-troginu Sagt eitt mest spenn- andi olíu- leitarsvæðið ÍRSK stjórnvöld veittu fyrr í vik- unni 11 leyfi til olíuleitar í Rockall- troginu svokallaða, djúpri dæld í hafsbotninum austur af Rockall- kletti. í Financial Times í gær segir að svæðið sé nú að verða eitt af 5 helztu olíuleitarsvæðum heims. Blaðið hefur eftir Emmet Stagg, orkumálaráðherra írlands, að Rock- all-svæðið sé „eitt mest spennandi órannsakaða svæðið í Norðvestur- Evrópu.“ Þá er haft eftir sérfræðingi í olíuleit að á svæðinu kunni að leyn- ast „milljarðs tunna oh'ufundur" en ógerlegt sé þó að segja fyrir um árangur leitarinnar. Utan tilkalls íslands Svæðið, sem írar hafa leyft leit á, er samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins austan við það svæði, sem Island hefur gert tilkall til við Rockall. íslenzk stjórnvöld hafa einmitt bent á tilvist Rockall-trogs- “ ins sem rök gegn því að Irland og Bretland geti litið á Hatton-Rockall- Mörit bresks og írsks landgrunns skv. samningi. þjóðanna Ira 198 FÆREYjAR Rockal! Krafa Islendinga Krafa Færeyinga Krafa Breta Krafa íra hásléttuna á hafsbotninum suður af Islandi sem eðlilegt framhald land- svæðis síns. Niðurstöður rannsókna, sem gerðar hafa verið á Hatton-Rockall- svæðinu, benda hins vegar til að þar gæti einnig verið olíu að finna. A meðal þeirra fyrirtækja, sem hafa fengið leyfi hjá Irum, eru brezku fyrirtækin BP og Shell og Statoil frá Noregi. Leyfí til breytinga á Hafnarstræti 20 fellt úr gildi Borgin vill úrskurð seturáðherra ógiltan REYKJAVÍKURBORG hefur kraf- izt ógildingar á úrskurði setts um- hverfisráðherra, Þorsteins Pálsson- ar, í máli vegna breytinga á jarð- hæð Hafnarstrætis 20, þar sem bið- stöð Strætisvagna Reykjavíkur er m.a. til húsa. Telur borgarlögmaður bæði form- og efnisgalla á úrskurð- inum. Með úrskurði ráðherra var fellt úr gildi leyfi byggingarnefndar Reykjavíkur til framkvæmda á jarðhæðinni. Elgandi söluturns í húsinu kærði breytingarnar til um- hverfisráðuneytisins en Guðmundur Bjamason umhverfisráðherra vék sæti í málinu vegna tengsla sinna við félagið Skúlagarð, sem var einn af eigendum hússins er ákvörðun var tekin um breytingarnar. Fellt úr gildi það sem aldrei var sótt um Hjörleifur Kvaran borgarlögmað- ur segir að borgaryfirvöld telji úr- skurð ráðherra ógildanlegan af þremur ástæðum. í fyrsta lagi hafi umsagnar SVR og meðeigenda fyr- irtækisins ekki verið leitað er úr- skurðurinn var í vinnslu. í öðru lagi hafi verið felld úr gildi heimild til að breyta miðrými húss- ins, en um það hafi alls ekki verið sótt á sínum tíma. Sótt hafi verið um að stúka rýmið af og gera breyt- ingar á innréttingum í austurenda hússins. „I þessum úrskurði er fellt úr gildi eitthvað, sem aldrei var sótt um til byggingarnefndar," segir Hjörleifur. I þriðja lagi segir hann að Guð- mundur Bjarnason hafi talið sig vanhæfan í málinu. Samkvæmt stjórnsýslulögum séu undirmenn vanhæfir telji yfirmaður sig van- hæfan af persónulegum ástæðum. Engu að síður hafi undirmaður hans og starfsmaður umhverfisráðuneyt- isins unnið úrskurðinn og ritað und- ir hann með Þorsteini Pálssyni. Hjörleifur segir að svipuð staða hafi komið upp er Páll Pétursson félags- málaráðherra lýsti sig vanhæfan í máli, sem eiginkona hans hafði átt þátt í að taka ákvörðun um af hálfu Reykjavíkurborgar. í því máli hafi Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra verið settur félagsmálaráð- herra og eingöngu starfsmenn hans ráðuneytis hafi komið að vinnslu málsins, en allir starfsmenn félags- málaráðuneytisins hafi verið taldir vanhæfir. ,Af þessum þremur ástæðum var þess farið á leit við settan umhverf- isráðherra, Þorstein Pálsson, að úr- skurðurinn yrði felldur úr gildi og að hann tæki málið upp aftur á grundvelli stjórnsýslulaga. Að öðr- um kosti verður látið á málið reyna fyrir dómstólum," segir Hjörleifur. Borgarlögmaður segir að erindi hafi verið sent til ráðherra fyrri hluta maí en svör hafi enn ekki bor- izt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.