Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ tSig'urgeir Bene- diktsson fædd- ist í Reykjavík 16. maí 1914. Hann lést á Landspítalanum 26. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einarína Sveinsdóttir, f. 21. ágúst 1887, d. 22. nóvember 1918, og Benedikt Erlends- son, f. 11. janúar 1884, d. 4. mars 1958, og var hann eina barn þeirra. Hinn 5. október 1940 kvæntist Sigurgeir Sigríði Bjarnadóttur frá Höfn í Horna- firði, f. 8. september 1917, d. 15. mars 1972. Foreldrar henn- ar voru Dómhildur Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, f. 15. október 1888, d. 1. febrúar 1957, og Bjarni Guðmundsson, f. 2. maí 1886, d. 3. maí 1962. Börn Sigurgeirs og Sigríður eru: 1) Ingibjörg, f. 11. júní 1941. 2) Einar Benedikt, f. 22. júní 1943, maki Bára Angantýs- dóttir, börn þeirra: Angantýr, maki Auður Arnardóttir, barn þeirra Andri Þór; Sigríður, sambýlismaður Þorsteinn R. Jóhannesson, barn þeirra Helgi Það var ssv-kaldi, súld og hiti þtjú stig í Reykjavík, hinn 16. maí 1914, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu, þegar iítill drengur leit dagsins ljós á Laugavegi 50. Ekki virtist honum hafa orðið meint af því að koma í svo kaldan heim, því það átti eftir að togna heldur betur úr honum. Þó var hann ekki hár í loftinu þegar hann aðeins fjögurra ára missti móður sína úr spænsku veikinni 1918. Hann ólst upp að mestu í Reykja- vík hjá föður sínum og stjúpmóður. Einnig var hann mikið hjá vensla- fólki sínu í Keflavík. Kynni þess sem þetta skrifar og Sigurgeirs Benediktssonar hófust árið 1972 þegar Sigríður dóttir hans kynnti mig fyrir honum á heimili hans í Hæðargarði 36, en þangað hafði ég byrjað að venja komur mínar. Mér er það enn minnisstætt þeg- ar við tókumst í hendur og þessi stóri og vörpulegi maður virti mig fyrir sér, sjálfsagt með það í huga hvort ég væri sá maður sem hann vildi sjá sem samferðamann dóttur sinnar, en það var hans aðalsmerki alla tíð að vilja sjá sem mestan veg og velferð íjölskyldu sinnar. Þegar það var fyrirsjáanlegt að hann tæki mig gildan sem væntan- legan tengdason var ekki að spyrja að viðbrögðum hjá honum, ég varð strax eins og eitt af börnunum hans. Sigurgeir var þannig maður að ef það var eitthvað sem hann gæti gert eða liðsinnt, þá vildi hann helst gera það í gær. Þetta kallast að vera bráðlátur og má segja að það hafi gert hann svo eftirminni- legan og allir nutu góðs af að þekkja þennan mann. Þó það hafi verið kalsasamt þeg- ar hann leit þennan heim augum þá leyfi ég mér að fullyrða að það hafí hlýnað og birt til hjá honum Freyr; Ragna Björk, sambýlis- maður Heiðar Sig- urðsson, barn þeirra Anna Reg- ína. 3) Elín Birna, f. 28. ágúst 1944, maki Guðbjörn Magnússon, synir þeirra Sigurgeir, sambýliskona hans Halla Auðunardótt- ir; og Goði Már. 4) Sigríður, f. 17. apríl 1950, maki Halldór Valdimarsson, son- ur þeirra Dagur. Sigurgeir ólst upp í Reykja- vík. A yngri árum starfaði hann sem bifreiðarstjóri á Aðalstöð- inni í Reykjavík. Árið 1943 hóf hann störf í Slökkviliði Reykja- víkur og starfaði þar óslitið til ársins 1980 og hafði þá starfað um árabil sem aðalvarðstjóri. Að loknum löngum starfsdegi i Slökkviliði Reykjavíkur var hann skipaður „sendiherra" hjá Ríkisútvarpinu þar sem hann starfaði í u.þ.b. áratug uns hann settist í helgan stein að loknu löngu ævistarfi. Utför Sigurgeirs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þegar hann kynntist konunni sinni Sigríði Bjarnadóttur frá Horna- firði. En eins og í íslenskri veðráttu skipast fljótt veður í lofti og dregur snögglega fyrir sólu árið 1972 þeg- ar hann missti hana langt fyrir aldur fram. Var það mikið áfall fyrir hann, en það hjálpaði honum að hafa eignast góða og samheldna fjöl- skyldu sem létti honum lífið og endurgalt hann það svo sannarlega með nærveru sinni alla tíð. Eins og áður er getið var Sigur- geir frekar ör maður og hafði mjög ákveðnar skoðanir. Gat oft skapast mikið fjör í umræðunni, en það varð bara til að gera lífið skemmti- legra. Auk fjögurra barna sinna eignaðist hann sex barnabörn sem hann hafði svo mikið yndi af og sköpuðust alveg sérstök tengsl á milli hans og þeirra allra. Ekki er öll sagan sögð af kyni hans því hann tók sig til fyrir tveim- ur árum og hristi fram úr erminni þrjú barnabarnabörn og það bara á tveimur vikum (geri aðrir betur). En það dregur af manni með aldrinum og kraftur og elja minnk- ar og þess bar Sigurgeir merki sem alla tíð hafði verið svo drífandi og félagslyndur maður. Að geta ekki sest upp í Toyotuna sína og farið allra sinna ferða urðu honum ákveðin vonbrigði síðustu árin. En þá kom til íjölskylda hans sem alltaf hefur verið svo gott sam- band á milli nema þegar sagðar voru veðurfréttir, þá varð tilfallandi sambandsleysi, en hann var mikill áhugamaður um veður og veðurfar og var það hans uppáhalds út- varps- og sjónvarpsefni ásamt fréttum. Því þykir mér nú við hæfi til heiðurs Sigurgeiri tengdaföður mínum að geta þess hér í lokin að síðasta dag hans í þessu lífi var fallegt og milt veður, fremur hlýtt og vor í lofti. Halldór Valdimarsson. Þær voru blendnar tilfinningar mínar þegar mér bárust fregnir af andláti þínu, afi minn. Ég var sorgmæddur vegna brott- hvarfs þíns en um leið létti mér ögn vitandi að þjáningar þínar væru á enda og þú vonandi kominn á annan stað og betri. Enda þótt löngu lífshlaupi þínu sé lokið, a.m.k. á þessu tilveru- stigi, þá veit ég að kraftar þínir og atorkusemi eiga eftir að nýtast þér á nýjan leik, hvar sem þú ert niðurkominn. Eftir langt ævistarf vona ég og trúi að þú kveðjir í sátt við arfleið þína og í veganesti megi þér auðn- ast sú gæfa sem þér fylgdi í lif- anda lífi. Hún er stór ijölskyldan sem þú eignaðist og komst til manns og ára. Öll nutum við ástúðar þinnar, kærleiks og hlýju. Vonandi hefur þú fengið það allt endurgoldið frá okkur, að minnsta kosti langar mig að kveðja þig og þakka fyrir allt og allt. Farðu í friði, afi minn. Dagur Halldórsson. Elsku afi, nú ert þú farinn og við kveðjum þig með tárum. Öll eigum við minningar um þig, sem við geymum í hjörtum okkar. Eins og til dæmis þegar þú fórst með okkur systurnar í sund um helgar og bauðst okkur svo í kakó og kökur á eftir. Aðfangadagskvöldin verða ekki eins án þín, því ekki fannst okkur kvöldið vera fullkom- ið fyrr en þú varst búinn að koma í heimsókn. Þú sýndir okkur alltaf mikinn áhuga og studdir okkur vel. Eitt það ánægjulegasta í lífi okkar var að sjá hve stoltur þú varðst þegar þú varðst langafi, og ánægjan skein ávallt úr augum þínum þegar þú hittir börnin okkar. Elsku afi, um leið og við kveðjum þig þökkum við fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Guð geymi þig. Sigríður, Ragna Björk og fjölskyldur. Kveðja frá Brunavarðafélagi Reykjavíkur. I dag kveðjum við einn af stofnfélögum Brunavarðafélags Reykjavíkur, slökkviliðsmann af lífi og sál. Sigurgeir hóf störf í slökkviliðinu 20. mars 1943 og starfaði þar samfleytt til 1. febrúar 1980 eða í þrjátíu og sjö ár og þau síðustu sem aðalvarðstjóri. Þetta er langur tími í lærdómsríku starfi þar sem eitthvað nýtt kemur upp á hveijum degi því engir tveir eldar eru eins. Þegar ég hóf störf á slökkvistöð- inni var það svo að segja fastur liður að Sigurgeir kom í kaffi og sagði þá oft sögur frá því í gamla daga, en hann kunni sögur af hin- um ýmsu atburðum, þar á meðal þegar Hótel ísland brann. En þess- um ferðum fór því miður fækkandi þegar sjónin fór að daprast og bíll- inn var minna hreyfður en áður. Samt sleppti hann ekki þeim stund- um þegar eldri mennirnir koma saman á slökkvistöðinni einu sinni í mánuði til kaffidrykkju. Alltaf var nóg til að spjalla um og rifja upp gamla daga. Fyrir nokkrum misserum kom hann í heimsókn á stöðina. Þá voru með honum í för afa- og langafa- börnin, sem hann stoltur sýndi slökkvi- og sjúkrabílana og sagði jafnframt frá því að hér hefði hann unnið í mörg ár. Mér er það ógleymanleg stund þegar Sigurgeir bað okkur í Eld- bandinu að skemmta íbúum í Hæð- argarði þar sem hann bjó. Hann Ijómaði allur og var stoltur af þess- um nýtísku slökkviliðsmönnun sem léku á hljóðfæri. Spilamennskan og söngurinn tókust það vel að hann bað okkur að koma aftur, sem Crfídryííjur Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 1 HOTEL LOFTLEIÐIR ðlf I C t l A N D * I K M O T t L 5 Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA SIGURGEIR BENEDIKTSSON við og gerðum fyrir þennan góða dreng. Fyrir hönd slökkviliðsmanna í Reykjavík vil ég votta fjölskyldu Sigurgeirs okkar dýpstu samúð og bið góðan guð að geyma ykkur öll og minninguna um þennan mæta mann og félaga. Sverrir Björn Björnsson, formaður. Vertu sæll kæri vinur. Nú þegar þú ert horfínn yfir móðuna miklu og hvílir þar með sálum fortíðarinnar langar mig að færa þér þakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Mér þótti það mikill heiður að vera í heiminn borinn á afmælisdegi þínum og minnist ég oft afmælisdaga okkar þegar ég var á barnsaldri. Þú varst mér nánast sem annar afi. Ég minnist þín með söknuði þótt við hittumst eigi oft í seinni tíð. Megi minning þín lifa svo lengi sem sól- in skín. Guðmundur Axel. Mig langar með fáeinum orðum að senda mínar hinstu kveðjur og þakkir til Sigurgeirs. Sigurgeir var giftur Sigríði móðursystur minni sem var mér mjög kær, en hún lést fyrir 25 árum. Er ég sest hér niður og skrifa þessar línur, koma ótal minningar upp í huga minn. Heimili Siggu og Sigurgeirs var ávallt opið fyrir mér sveitastelpunni þegar ég kom til Reykjavíkur. Það var mikil tilhlökk- un ár hvert að fá að dvelja á heim- ili þeirra hjóna í Hæðargarðinum. Þau voru mér sem aðrir foreldrar, sýndu mér svo mikla hlýju og ástúð eins og ég væri þeirra eigin dóttir. Það tókst mikil vinátta sem aldrei hefur borið skugga á hjá mér og yngstu dóttur þeirra Siggu. Sigurgeir var alltaf fús að fara með okkur í bíltúr á sendibílnum sínum og sátum við Sigga þá_á eldhúskollum aftur í bílnum. Ég man sérstaklega eftir fyrstu tjald- útilegunni minni, ég hef verið átta ára, Sigga og Sigurgeir ásamt Siggu yngri komu vestur í Króks- fjarðarnes þar sem ég átti heima og voru á leið til ísafjarðar. Þau buðu mér með og var þessi ferð mjög skemmtileg og fer mér aldrei úr minni. Nú að leiðarlokum er mér þakk- læti efst í huga. Þakka þér fyrir alla þína tryggð og vináttu í minn garð og fjölskyldu minnar. Einnig ber ég sérstakar kveðjur og þakk- læti fyrir hönd móður minnar. Börnum þínum og fjölskyldum þeirra sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Bjarney Olafsdóttir. Nú ertu horfinn gamli félagi. Við náðum aldrei að komast síð- ustu sunnudagsferðina okkar um Höfnina og Vesturbæinn. Það var þá sem þú fékkst áfallið. Sigurgeir var Reykvíkingur og stoltur af. Hann hóf störf hjá slökkvistöðinni í mars árið 1943 ásamt níu öðrum. Þeir eru nú allir gengnir til feðra sinna utan einn, Jóhann Hannesson. Ég minnist þess er við Egill Jóns- son byijuðum á B-vaktinni í janúar- bytjun 1960, á gömlu slökkvistöð- inni í Tjarnargötunni, hve vel var tekið á móti okkur af væntanlegum vaktarfélögum, ekki síst af Dedda og Sveini Olafssyni. Það er svo margt að minnast á yfir 30 ára samveru. Sigurgeir var mikil fróðleiksnáma um menn og störf slökkviliðsins á seinnihluta stríðsáranna og árin eftir stríð. Var gott að leita fanga í þá námu þeg- ar eitthvað lá við. Árið 1967 vorum við Sigurgeir sendir fyrstir manna af þáverandi slökkviliðsstjóra, Valgarð Thorodd- sen, á níu vikna varðstjóranám- skeið á Norska Brannskolen í Oslo. Það var mikill reynslutími fyrir okkur báða sem lauk með því, að loknu prófi, að eiginkonur okkar komu út og við framlengdum utan- förina hvor á sinn hátt. Við hjónin munum svo vel Sigríði eiginkonu Dedda, glaðværð hennar og hlátur. Þau voru yndisleg hjón. Það var ekki síður mikill söknuður þegar hún féll frá, langt um aldur fram. Sigurgeir varð varðstjóri í slökkviliðinu 1. apríl 1963 og aðal- varðstjóri 1. janúar áríð 1967 og hætti störfum á slökkvistöðinni og fór á eftirlaun 1. febrúar 1980, en þá gerðist hann „sendiherra" hjá Ríkisútvarpinu í nokkur ár. í seinni tíð tókum við Deddi upp á því að fara saman í „sunnudags- túra“. Síðasta ferðin var þó aldrei farin, eins og áður sagði. En þar sem ég sit hér og hugsa um þig ætla ég hins vegar að fara með þér síðustu ferðina - í hugan- um - núna. Kannski ferðu hana með mér - hver veit. Ég hringi eins og venjulega um tíuleytið og spyr hvort þú sért tilbúinn og þú svarar: „Já, ég var að ljúka við Moggann og verð kominn niður eftir stutta stund.“ Frá Hæðargarðinum ökum við eins og leið liggur niður Bústaða- veginn, framhjá slökkvistöðinni og þú hefur orð á því, eins og oft áður, hvað gámastaflinn á planinu sé til mikillar óprýði. Áfram förum við Snorrabrautina niður á Sæbraut og eftir henni niður að gömlu höfn- inni. Við stoppum stutta stund við seglbátahöfnina og virðum fyrir okkur seglbátana og varðskipin við Norðurgarðinn með nokkrum at- hugasemdum um að lítið sé fyrir þau að gera þessi síðari ár. Þá höldum við áfram eftir Austur- garði. Þegar við ökum fram hjá dráttarbátunum og komið er að Sæbjörgu hefur þú orð á því að tengdasonur þinn hafi sótt nýja Magna í skipasmíðastöðina og um leið að sonur hans sé mikill fjalla- garpur sem hafi verið fenginn ásamt öðrum til að vinna í ijáfri nýja flugskýlisins á Keflavíkurflug- velli. Þú varst æði stoltur af börn- um þínum og barnabörnum og tal- aðir oft um þau á ferðum okkar og barst til þeirra mikla væntum- þykju. Við höldum áfram út á Ægis- garð og þú býsnast eins og ævin- lega yfir rússnesku ryðkláfunum sem þar liggja aftan við hvalbát- ana. Stax og einn er farinn er ann- ar kominn í staðinn. Skyldu þeir hefja hvalveiðar á ný? Við erum á öndverðum meiði. Ég trúi ekki að hvalveiðar hefjist á ný. Þú ert ekki sama sinnis. Við hinn bryggjukant- inn liggja venjulega útsýnisbátar. Skyldu nokkrir leigja þessa báta út á sundin? „Annars væru þeir ekki þarna,“ svarar þú. Og áfram höldum við framhjá- Slippnum, Daníelsslipp og gömlu Hraðfrysti- stöðinni og beygjum fram hjá Ell- ingsen og norður Grandann út í Örfirisey. Þú hefur orð á því hvað allt sé orðið hreinlegt hjá verbúðun- um og að alltaf sé mikið að gera í Kaffivagninum,_ekki síst á sunnu- dagsmorgnum. Áfram höldum við svo vestur í bæ, niður Hávallagöt- una þar sem ég ólst upp. Þar þekkt- um við sameiginlega til Björns Gunnlaugssonar læknis og sona hans Gulla, Alla og Búbbí. Við þræðum göturnar í gamla vestur- bænum, framhjá KR-heimilinu og skömmumst yfir lélegu gengi fé- lagsins okkar. „Það þarf nýjan þjálfara," segir þú og áfram höld- um við að vekja upp og ræða gaml- ar mmningar. Þú heimtar að stoppa við Isbúðina í Dunhaganum og splæsa á okkur ís. Að lokinni sunnudagsferðinni okkar segir þú : „Þakka þér fyrir í dag.“ Þakka þér sömuleiðis Deddi! Og þakka þér fyrir öll gömlu árin og minningarnar sem þú skilur eft- ir í huga mér. Þú skilur eftir stórt skarð við „fimmtudagsborðið“ á slökkvistöðinni bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu orðsins. Persónulega er mér mikil eftirsjá að þér og sunnudagsmorgnarnir verða aldrei eins. Ég votta börnum þínum og barnabörnum mína inni- legustu samúð. Tryggvi Olafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.