Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 42
-*42 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS llmsjón Arnór G. Ragnarsson Heimstvímenningurinn um helgina Alheirnstvímenningurinn, sem kenndur er við Alcatel, fer fram nú um helgina. Þetta mót fer fram víðs vegar um heiminn á sama tíma og er búist við að um 130 þúsund pör taki þátt Spilað verður á þremur stöðum hér á landi í kvöld, föstudagskvöld, í Reykjavík að Þönglabakka 1, á Akureyri og Egilsstöðum og hefst spilamennska kl. 19. Þá verður einnig spilað á Iaugardaginn í Reykjavík og hefst spilamennska ^ kl. 12. Spilaður verður tvímenningur með Michellfyrirkomulagi og fer skráning fram á staðnum. Allir keppendur fá bækling með spilun- um, fyrirgjöfinni og athugasemdum um spilin frá heimsþekktum spilur- um. Keppnisgjald verður 1.500 krónur á par. ★ • Tölvutengt tímaskráningar- og aðgangskerfi. • Þægilegt og einfalt í meðförum • Fjárfesting sem borgar sig j. nsTvniDssoN hf. Skipholti 33,103 Reykjavík. sími 533 3535 Heimur Guðríðar vestur um land FYRRI hluta júnímánaðar verður farið með leikritið Heimur Guðríðar - síðasta heimsókn Guðríðar Sím- onardóttur í kirkju Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur vestur um land um Stykkishólm til Bíldu- dals og Dýrafjarðar. Fyrsta sýningin verður í Stykkis- hólmskirkju mánudaginn 9. júní. Sýnt verður í Bíldudalskirkju þriðju- daginn 10. júní og í Mýrakirkju í Dýrafirði miðvikkudaginn 11. júní en Mýrakirkja á hundrað ára af- mæli í sumar. Sýningar hefjast kl. 21 alla dagana. Leikritið Heimur Guðríðar var frumsýnd á Kirkjulistahátíð í Reykjavík í júní 1995 og hefur því verið sýnt í tvö ár í fjölmörgum kirkjum víða um land og í páskavik- unni í kirkju íslenska safnaðarins í London. Með helstu hlutverk fara Margrét Guðmunsdóttir og Helga Elínborg Jónsdóttir sem báðar leika Guðriði á ólíkum æviskeiðum og Þröstur Leó Gunnarsson sem er í hlutverki Hallgríms. Tónlist er eftir Hörð Askelsson en búninga gerði Elín Edda Árnadóttir. Höfundur leikrit- isins, Steinunn Jóhannesdóttir, er einnig leikstjóri sýningarinnar. Stuðningnr við ASV STJÓRN Bandalags háskólamanna lýsir yfir stuðningi við baráttu verkalýðsfélaga á Vestfjörðum fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna. Stjórn bandalagsins skorar á at- vinnrekendur að draga verkfallið ekki lengur og semja strax við verkafólk á Vestfjörðum. Sýningum lýkur í Nýlistasafninu SÝNINGUM Birgis Snæbjörns Birgissonar og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b í Reykjavík lýkur sunnudaginn 8. júní. Sýningu Haf- steins Austmapns í setustofunni, Jóns Gunnars Árnasonar og Péturs Arnars Friðrikssonar í Bjarta og Svarta sal lýkur ennfremur sama dag. Birgir og Sigtryggur sýna Tvær víddir. Á sýningunni eru málverk og teikningar unnar á sl. tveimur árum, þar á meðal verk sem lista- mennirnir hafa unnið saman. í Bjarta sal er til sýnis verkið Blómið eftir Jón Gunnar Árnason og í Svarta sal sýnir Pétur Öm Friðriks- sonar leikritið Tempest eða Ofviðrið eftir William Shakespeare. Flytj- endur eru hópur úreltra tölva. Haf- steinn Austmann, gestur safnsins, sýnir vatnslitamyndir í setustofu. Sýningarnar eru opnar alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Þeim lýkur sunnudaginn 8. júní. Mikið vantar á að allir spenni bílbeltin BIFREIÐATRYGGINGAFÉLÖGIN og Umferðarráð leggja um þessar mundir ríka áherslu á að hvetja ökumenn og farþega bifreiða til að nota bílbelti. Það er gert í sam- starfi við ýmsa aðila, s.s. lögreglu, Slysavamafélag íslands og Bind- indisfélag ökumanna, samkvæmt fréttatilkynningu frá tryggingafé- lögum og Umferðarráði. „í könnun sem gerð var á bíl- beltanotkun sl. föstudag á átta stöðum á landinu kom í ljós að aðeins rúmlega 53% bílstjóra nota bílbelti. Best var ástandið í Mos- fellsbæ en þar voru 75,4% öku- manna með beltin spennt en lakast í Bolungarvík 32%. í Reykjavík voru 60% ökumanna með beltin spennt. Notkunin meðal farþega í framsæti var einnig mest í Mos- fellsbæ og sömuleiðis minnst í Bolungarvík. Á báðum stöðum not- uðu fleiri farþegar en ökumenn beltin," segir þar. Almenningur „keppir“ í Smáþjóðaleikunum Kynslóðahlaup 1-2-3 Á LOKADEGI Smáþjóðaleikanna, laugardaginn 7. júní, gefst almenn- ingi kostur á að taka þátt í Smá- þjóðaleikunum. Skipulagt hefur verið almenningshlaup um Laug- ardalinn þar sem boðið verður upp á stuttar hlaupaleiðir; 1 km, 3 km og 5 km. „Allir þátttakendur fá drykk, bol og sérhannaðan verðlaunapening með merki Ólympíuleikanna, ólympíuhringjunum," segir í frétta- tilkynningu. Áð hlaupi loknu verður þátttak- endum sérstaklega boðið að vera viðstaddir lokaathöfn leikanna. Skráning verður undir stúku Laug- ardalsvallar frá kl. 16 á hlaupadag. Upphitun hefst kl. 18 og hlaupið sjálft kl. 18.15. Sérstök verðlaun verða fyrir þá fjölskyldu sem á sem flesta ættliði meðal þátttakenda í Kynslóða- hlaupinu," segir ennfremur. Sýningar í g-all- erí Sýnirými ÞORBJÖRG Þorvaldsdóttir opnar á morgun, laugardag, sýningu í gall- erí Sýniboxi við Vatnsstíg. í gallerí Barmi sýnir Puerto Ric- aninn Marxz Rosado verkið „the Memorial Cookbook" sem er eins- konar festa fyrir slæm atvik svo þau geti orðið að ríkum hugmynda- brunni. Berendur Barms eru lista- maðurinn sjálfur, ítalinn Angela, japaninn Takami og tælendingur- inn Plois. í símsvaragalleríinu Hlust (s. 551 4348) kynnir Oliver Kochta „City Simulation Reykjavík 2300“ eða niðurstöður tölvuunnins borgar-hermis sem byggður er á nýútgefnu aðalskipulagi borgar- skipulags. I gallerí 20 fm sýnir nú Tumi Magnússon. Næsta helgi er síðasta sýninarhelgi og lýkur sýningu hans á sunnuddag. Gallerði 20 fm er opið frá kl. 15-18 miðvikudaga til sunnudaga. Síðasta sýning- arhelgi í Gerð- arsafni SÝNINGU á verkum norsku lista- konunnar Önnu-Evu Bergman, sem lést árið 1987, lýkur í Listasafni Kópavogs nú um helgina. Þótt Anna-Eva starfaði mest-an hluta ævi sinnar í Frakklandi eru verk hennar sprottin úr norskri náttúru sem listakonan stílfærir til hins ýtrasta uns eftir standa grunn- formin ein, haf, firðir, bátar, fjöll, steinar og dulmagnað ljós norðurs- ins. Sýning þessi er hingað komin að frumkvæði Stofnunar Hartung- Bergman í Antibes í Suður-Frakk- landi og Norska sendiráðsins. Sumarferð Hafnarfjarðar- kirkju SUMARFERÐ Hafnarfjarðarkirkju til Þingvalla verður farin sunnudag- inn 8. júní. Lagt verður af stað með rútu kl. 11 frá Hafnarfjarðarkirkju. „Gengið verður niður á Þingvöll frá Leynistíg. Sr. Heimir Steinsson leiðir gesti um Þingvöll og til guðs- þjónustu í Þingvallakirkju kl. 14. Áætluð heimkoma er kl. 16. Leið- sögumaður ferðarinnar er sr. Þór- hallur Heimisson. Allir eru vel- komnir og ferðin er í boði safnaðar- ins. Ferðalangar eru beðnir að taka með sér nesti því áð verður í grænni lautu fyrir guðsþjónustu, segir í fréttatilkynningu. Dansleikur á Ingólfstorgi BOÐIÐ upp í dans er yfirskrift dansleikjar sem Samtök áhugafólks um almenna dansþátttöku, Komið og dansið, standa fyrir á Ingólfs- torgi sunnudaginn 8. júní kl. 14-16. „Tilgangurinn er að glæða mið- borgarlífið tónlist og dansi stutta stund og eru Reykvikingar hvattir til að leggja leið sína í bæinn og horfa, hlusta og taka þátt í dansin- um,“ segir í fréttatilkynningu. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Aðalstræti 1, Þingeyri, þingl. eig. Fáfnir ehf., gerðarbeiðendur Lífeyr- issjóður Vestfirðinga og Vátryggingaféiag (slands hf., föstudaginn 13. júní 1997 kl. 14.00. Aðalstraeti 13, 0201, ísafirði, þingl. eig. Hálfdán Daði Hinriksson, gerð- arbeiðendur db. Björgúlfs Rúnars Ólafssonar, Samvinnulífeyrissjóður- inn, Stilling ehf. og þb. Skipasmíðastöðvar Marsellíusar efh., föstudag- inn 13. júní 1997 kl. 10.00. Aðalstræti 32, 0201, ísafirði, þingl. eig. Gíslina Kristin Gisladóttir og Rögnvaldur Ólafsson, gerðarbeiðandi (safjarðarbær, föstudaginn 13. júní 1997 kl. 10.30. Brekkugata 26, Þingeyri, þingl. eig. Kaupfélag Dýrfirðinga, gerðarbeið- andi Vátryggingafélag íslands hf., föstudaginn 13. júní 1997 kl. 14.30. Hafnarstræti 7, Þingeyri, þingl. eig. Kaupfélag Dýrfirðinga, gerðarbeið- * endur Lífeyrissjóður Vestfirðinga og Vátryggingafélag íslands hf., föstudaginn 13. júní 1997 kl. 15.00. Vallargata 14, Þingeyri, þingl. eig. Leiguibúðanefnd Þingeyrarhrepps, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vestfirðinga, föstudaginn 13. júní 1997 kl. 15.30. Sýslumaðurinn á fsafirði, 5. júní 1997. KENNSLA Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti ■nnritun lýkur í dag Sérstök athygli er vakin á: Heimilisrekstrarbraut, rafiðnabraut, sjúkraliða- braut, tréiðnabraut og viðskiptanámi. Skólameistari. ■■■■■■■■■ Fræðslumiðstöð Reykjarákur Innritun í Grunnskóla Reykjavíkur Foreldrar barna, sem flytjast milli skóla í Reykjavík á næsta skólaári, eru minntir á að tilkynna það til þess skóla sem barnið flyst í fyrir 13. júní nk. Þetta á við um þá nemendur, sem þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar, en einnig þá, sem flytjast til Reykjavíkur úr öðrum sveitarfélögum eða koma úr einkaskólum. Þá nemendahópa, sem flytjast í heild milli skóla að loknum 7. bekk, þarf ekki að innrita. Foreldrar 6 ára þarna, sem enn eru óskráð, eru minntir á að hafa samband við viðkomandi skóla fyrir 13. júní nk. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Simi: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Tónlistarkennarar athugið Samnorrænt námskeið fyrir kennara í jazz- og rokktónlist verður haldið í Svalöv í Svíþjóð dagana 4. til 8. ágúst nk. Áhugasamir hafi samband við Tónlistarskóla FÍH í síma 588 8255 eða Stefán S. Stefánsson í talhólf 881 3868. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir Ferdafálags íslands 1) Kl. 9.00: Á söguslóðir Njálu. Leiðsögumaður: Ragn- heiður Erla Bjarnadóttir. Atburðii í Njálu rifjaðir upp um leið oc komið verður við á helstu sögu- stööum. Fróðleg ferð á vit fortíð- ar. Verð kr. 2.500. 2) Kl. 20.00: Kvöldganga á Esju (Kerhólakambur 856 m). Fararstjóri: Sigrún Huld Þor- grímsdóttir. Sunnudagur 8. júní: 1) Kl. 10.30: Botnadalur — Nesjahraun — Grámelur. 2. áfangi í 70 km göngu. Verð kr. 1.200. Fararstjóri Björn Finnsson. 2) Kl. 13.00: Hengilssvæðið, eyðibýli og sel (Gamla sel við Selhól og Nýjasel við Sel- tungur). Verð kr. 1.200. Farar- stjóri: Sigurður Hannesson á Villingavatni. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. KENNSLA Haldið verður nuddnámskeið helgina 13.-15. júní nk. Kenndur verður grunnur í nudd- tækni bæði til heimanota og til frekara náms. Upplýsingar hjá Guðrúnu í síma 588 3881. Ilitt blað firir alla! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.