Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Gúmmískór og burstaklipping er eitt af því sem kemur upp í hugann þegar minnst er á sumardvöl í sveit. Helga Björg Barða- dóttir brá sér austur fyrir fjall og hitti þar kúasmala og vinnumann, ræddi við þá um lífið í sveitinni í dag. Hún spjallaði svo við Sigurjón Sig- urðsson sem fór fyrst í sveit fyrir 43 árum að Stapa í Hornafírði aðeins . sjö ára gamall. Myndin er fengin úr Byggðasögu Austur-Skaftafellsýslu. STAPI. Myndir af Stapa hafa margar verið gerðar af málurum og ljósmyndurum og orðið víðfleygar. Kynslóðabilið var ekki til HJALTI að moka út tír haughúsinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg. Kyrrðin í sveitinni „ÉG MINNIST þessara ára með hlýju, maður var látinn vinna en aldrei þannig að það yrði manni ofviða, heldur lærði maður að bera ábyrgð á hlutunum," sagði Sigurjón Sigurðsson bæklunar- læknir. Hann er frá Reykjavík en var í sveit í sjö sumur hjá frændfólki sínu austur á Homafírði á bæ sem heitir Stapi og er í Nesjahreppi. Sigurjón fór fyrst austur árið 1954 þá sjö ára gamall. Þá voru tímamót í sveitinni því hestarnir voru um það bil að víkja fyrir traktornum og nokkrum árum seinna var farið að selja mjólk í mjólkurbú á Höfn sem var nýstofnað. „Þá var fjósið stækkað og hætt að handmjólka og mjaltavélamar tóku við. Fyrir þann tíma var öll mjólkurvara notuð heima og unnin þar. Mjólkin var sMlin og rjóminn strokkaður og smjör búið til. A fyrstu árunum var ég látinn strokka en þá var strokkurinn handsnúinn. Mitt helsta verksvið var að reka kýrnar, en sumarið eftir fermingu var ég farinn að keyra traktor. Það er gaman eftir á að hafa upplifað svona miMnn breytingatíma," sagði hann. Fékkstu aldrei heimþrá? „Nei, það var svo mikið að gerast. Á Stapa var þríbýli og því miMð að gera og allt unnið í samein- ingu. I smiðjunni voru öll verkfæri handsmíðuð og þar voru bæði meitlar og skeifur búnar til. A bænum voru margir hestar og við krakkamir skemmtum okkur við að ríða út um helgar. Það var vatn þarna ekM langt frá sem heitir Þveit, en þar lögðum við net og ég fór snemma á morgnana með elsta mann- inum á bænum til að vitja þeirra," sagði hann, og brosti við endurminningunum. Á Stapa var blandaður búskapur. „Þarna vom Mndur, kýr og hestar. Þar voru hænsni, bæði íslensk og ítölsk, kettir og hundur sem hét Stefán og var afskaplega söngelskur, en hann spangólaði við tónlistina í útvarpinu,“ sagði Sigurjón. Honum fannst leiðinlegast að moka sMtinn úr fjárhúsunum en það var gert með handaflinu. MiMð var ræktað af rófum og kartöfl- um fýrir austan. „Á vorin settum við niður rófur og kartöflur en ég kom aldrei heim íyrr en í október eftir að búið var að taka allt upp, og þurfti því að fá leyfi til að byrja seinna í skólanum," sagði hann. Sigurjón fór alltaf með gúmmískó í sveitina, það var alveg nauðsynlegt og þá þessa með hvíta botninum. „Kynslóðabilið þekktist ekM í þá daga. Yfir sumarið vora haldnar þrjár samkom- ur, það var Hestamannamótið, Sjálfstæð- ishátíðin og Framsóknarhátíðin og þang- að komu skemmtikraftar sunnan úr Reykjavík. Á þessum samkomum skemmtu sér saman böm og fullorðnir, og mér er það minnisstætt að sumarið eftir að ég fermdist var litið á mig sem fullorðinn mann. Þá var ég kominn í fullorðinna manna tölu,“ sagði Sigurjón. ÞAÐ er frændfólk hans Hjalta Más Erlingssonar frá Reykjavík, sem býr að Jaðri í Hrunamannahreppi en þar er rekið stórt kúabú. „Eg kom hingað fyrst þegar ég var sex ára, en var alltaf bara stutt í einu því ég var svo ungur þá að ég fékk heimþrá eftir vikuna,“ sagði Hjalti þegar blaðamaður heimsótti hann að Jaðri. En nú er hann orðinn fjórtán ára og fullgildur vinnumaður, farirm að keyra traktor og hvað eina. „Ég þarf að vakna um hálfsjö til að fara í fjósið, en við fórum yfirleitt þijú til fjögur saman og mjólkum 52 kýr. Einu sinni lenti ég í því að taka á móti kálfi en burðurinn gekk erf- iðlega, þannig ég þurfti að binda um lappimar á honum og toga í hann um leið og kýrin fór að remb- ast, það var miMl upplifun,“ sagði fjósamaðurinn. f girðingavinnu Hjalti þarf að moka útúr haughúsinu og laga girðingar. „Núna undanfarið hef ég verið að moka út úr gömlu fjárhúsi en þar hýsum við nautgripi. Síðan er alltaf nóg að gera í girðinga- vinnu en þær vilja oft fara illa eftir veturinn, og þá sérstaklega ef það er miMll snjór,“ sagði hann. Það er ýmislegt hægt að gera sér til skemmtunar í sveitinni. „Mér finnst gaman að ríða út en það er nú ekM oft miMU túni til þess. Við krakkamir héma á bænum leikum okkur stundum saman í boltaleik á kvöldin. En annars spila ég körfubolta með ÍR heima á veturna," sagði hann. Hjalti sagðist kunna vel að meta sveitalífið. „Það er svo gott að vera héma í kyrrðinni, ég gæti vel hugsað mér að búa í sveit. En þá myndi ég ekM nenna að vera með svona margar beljur, það þarf að reka þær svo langt, ég er nefnilega óttalegur letihaugur. En það er góður og fjölbreyttur matur héma í sveitinni, mér fínnst lambalæri með brúnni sósu svo gott,“ sagði Hjalti. Hann sagðist einu sinni hafa fengið sér gúmmískó og látið snoða sig áður en hann fór í sveitina. „Ég tek nú strigaskó fram yfir gúmmískóna, því þeir era svo heitir,“ sagði hann. Saknarðu þess ekkert að hitta ekki félaga þína í bænum og að fara á bíó og svoleiðis? „Nei það verður bara því skemmtilegra að hitta þá þegar ég kem heim í haust.“ sagði hann, um leið og ihann bauð blaðamanni inn í eldhús að borða slátur og kart- öflumús með heimilisfólMnu. MATURINN er góður í sveitinni. Hjalti, Unnur og Alda að borða slátur. ÞAÐ er alltaf nóg að gera í girðingavinnu, Hjalti og Hall- dór vinur hans. Siguijón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.