Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 B 7 Morgunblaðið/Árni Sæberg. RAGNHEIÐUR og kettlingarnir hennar gömlu kisu. Ætlar í bændaskóla Raforka úr virkjun fallvatna Tvær stillíngar á salernum Gólfin eru úr timbri, einangruð með 180 mm steinull, og klædd með krossvið. Ofan á krossviðinn kemur 19 mm gegnheilt eikarparkett sem er olíuborið. Að innan eru húsin klædd með norskum harðtexplötum sem eru unnar úr trémassa og eru mjög umhverfis- vænar. Málningin er frá Málningu hf. og er án allra aukaefna. Innréttingar eru smíðaðar úr harðtexplötum, innihurðir sem og hurðir á fataskápum og eidhúsinnréttingu eru úr gegnheilli furu. Einnig er eldavél, ofn og uppþvottavél í einni og sömu samstæðunni og er hún sérstaklega hönnuð til að spara orku. Eldhúsinnréttingin gerir ráð fyrir að sorp sé að- skilið og salernið er þannig útbúið að hægt er að nota mismunandi mikið vatn þegar sturt- að er niður. KUASMALINN. „ÉG er fædd á sjálfan réttardaginn,“ sagði Ragnheiður Kjartansdótt- ir, tólf ára snaggaraleg stelpa úr Þorlákshöfn. Hún ætlar að vera vinnu- kona í Fellskoti í Biskups- tungum í sumar, en þar er stundaður hrossa- og kúa- búskapur. „Pað er mikið líf í flugunum," sagði Ragnheiður þar sem við sátum úti á svölum í sól- inni og ræddum lífið í sveitinni. Helstu störf Ragnheiðar eru fjósastörf og síðan sinnir hún húsverkum. „Ég sópa gólf, legg á borð og vaska upp eftir matinn, það er það helsta sem ég geri inni. En 1 fjósinu tutla ég beljurnar og þvæ á þeim spenana og rek þær síðan út í girðingu eftir mjaltir,“ sagði sú stutta. Tutla beljurnar, hvað er nú það? „Þá mjólkar mað- ur með höndunum bara til að athuga hvort það komi ekki mjólk úr öllum spen- unum, áður en mjaltavélin er látin á þá,“ sagði hún; „Ég hef einu sinni orðið hrædd en það var þegar kýrnar voru settar út í fyrsta skiptið nú í vor þá urðu þær svo æstar og hlupu um allt.“ Rekur úr túninu ÞAÐ þarf að loka hliðinu vandlega. En þó svo að engar kindur séu í Fellskoti þarf Ragnheiður að reka úr túninu. „Kindurnar frá nágrannabæjunum koma stund- um inná tún hjá okkur en þá þarf ég að reka þær úr túninu. Mér finnst það gaman ef það gengur vel en annars finnst mér rollum- ar óttalega heimskar stundum," sagði hún og var búkonuleg á svipinn. I Fellskoti er mikið af köttum, en þeir halda til úti í hlöðu og trúlega eru þeir iðnir við að veiða mýs. „Bröndótta læðan á þrjá kettlinga og gamla kisa sex, mér finnst kettlingarnir svo sætir og það er gaman að fylgjast með þeim leika sér. Annars finnst mér skemmtilegast að fara á hestbak ég á tvo hesta sjálf,“ sagði Ragnheiður hreykin. „Annar heitir Blesi, hann er einu ári yngri en ég, hann er svo góður, svo á ég Geysi sem er gráblesóttur en Geysir er bara fimm vetra. Hún Björg er að temja hann fyrir mig, en hún er að læra tamningar á Bændaskólanum á Hólum og er í verknámi hérna í Fellskoti. Mig langar að fara í Bændaskól- ann að Hólum þegar ég verð stór og eiga heima í sveit,“ sagði þessi upprennandi bóndi að lokum. ÞAÐ era félagar í Snæfellsás-samfélaginu sem láta reisa fjögur einbýlishús á landi sem er í eigu samfélagsins. Áður en yfir lýkur stendur til að húsin verði orðin átján. Húsin er öll úr timbri og byggð samkvæmt vistvænum aðferðum. Fyrirmyndir era meðal annars sóttar til vistvænnar byggðar í Findhorn í Skotlandi. Það era S.G.-Hús hf. á Sel- fossi sem byggja. Hjónin Guðlaugur og Guðrún Bergmann, Jóhann Þóroddson og Guðríð- ur Hannesdóttir, Ketill Sigurjónsson og Sveinbjörg Eyvindsdóttir og Bryndís Sigurðardóttir eru öll flutt inn í sín hús. Smíðin hófst í aprflmán- uði. Guðlaugur segir að á Hellnum sé ráðgert að rísi vistvæn, andleg og sjálfbær byggð félaga í Snæfellsási. Þeir sem þegar era fluttir að Hellnum hafi selt eignir sínar annars staðar og fjárfest í vistvænu húsunum frá S.G.-Húsum. Atvinnu ætla heimamenn að hafa af rekstri mannræktarmið- stöðvar með námskeiðahaldi og fyrirlestrum og mörgu öðra og einnig mun fólk sækja vinnu utan samfélagsins. Framtíðaráformin eru síðan að selja lóðir undir 25 sumarhús í landi sem tilheyrir Brekkubæ og mun það einnig verða vistvæn byggð. Húsin era mismunandi stór en öll með sama útliti. Þak húsanna minnir á lagið á Stapa- felli en þaðan og frá jöklinum sækir samfélagið andlega orku. Húsin standa á brekkubrún og vísa út að klettóttri strönd og hrikalegri náttúranni. Húsin teiknaði Sigurður Kjartans- son byggingaverkfræð- ingur. Matskerfi ekki til Óskar G. Jónsson, sölustjóri hjá S.G.- Húsum, segir að hann hafi satt að segja ekki búist við því að gerð yrði alvara úr því að reisa húsin á þessum stað. Þegar upp sé staðið sé þetta eitt af skemmtilegustu verk- efnum sem hann hafi takist á við í starfi sínu hjá fyrirtækinu. Nátt- úran á staðnum láti engan ósnortinn og verkið hafi gengið vel og fumlaust fyrir sig. Óskar segir að geng- ið hafi verið út frá því að húsin yrðu vistvæn. Einn vandinn sem við blasti í upphafi var sá að ekki er til matskerfi á vistvæni bygginga hér á landi. Lítilshátt- ar vinna hafi farið af stað erlendis í þessa átt. Stuðst hafi verið við bók um svokallað Eco-village, vistþorp, í Findhorn í Skotlandi en einnig var höfð til hliðsjónar við verkið þekking sem íbúarnir að Hellnum hafa viðað að sér á ráðstefnum er- lendis. Allt efni í húsin er vegið á vistvænan mælikvarða; timbur, steinull, klæðning og málning. Morgunblaðið/Arnaldur Timbrið sem notað er í húsin kemur að stærstum hluta frá Finnlandi og Noregi. „Ástæðan fyrir því,“ segir Guðlaugur, „að þetta byggingarefni var valið er að vistvæni þátturinn felst ekki síst í því að Finnar og Norðmenn hafa gætt þess í gegnum árin að endurnýja þann skóg sem höggvinn er á hverju ári til nytja. Húsin era einangrað með steinull frá Steinullarverk- smiðjunni. Hráefnið er að stofni til svartur fjörusandur, sem síðan er blandaður hvítum skeljasandi, sem myndast hefur á hafsbotni úr skeljum ýmissa skeldýra. Við framleiðsluna er notuð raforka sem framleidd hefur verið með virkjun fallvatna. SMIDIR frá S.G.- Húsum hf. við vinnu sína í einu húsinu að Hellnum. Vistvæn byggð í skjóli Snæfellsjökuls Lítil byggð er að rísa við Brekkubæ á Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Guðjón Guðmundsson skoðaði húsin sem eru byggð samkvæmt vistvænum aðferðum, bæði í stóru sem smáu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.