Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 ERLENT Oeirðum af- stýrt með ákvörðun Ora- níumanna * * Akvörðun Oraníumanna um að aflýsa göngum um helgina hefur vakið nýjar ------------------------------------------ vonir um frið á Norður-Irlandi. Davíð Logi Sigurðsson í Belfast segir að enn beri hins vegar mikið í milli og að tilfínning- ar séu á suðupunkti á Norður-Irlandi. IBÚAR Norður-írlands varpa nú öndinni léttar eftir að Óraníumenn ákváðu í fyrra- kvöld að aflýsa göngum sín- um í gegnum i hverfi kaþólikka við Ormeau-götuna í Belfast og í Derry. Segja má að umsáturs- ástandi sem var að skapast við Ormeau-brúna hafi verið aflýst á elleftu stundu. Óraníumenn til- kynntu að þessa ákvörðun tækju þeir með víðari hagsmuni Norður- Irlands í huga og að ekki mætti líta á ákvörðun þeirra sem upp- gjöf. Þeir segja einnig að ákvörð- unin merki ekki að þeir hyggist gefa upp rétt sinn til að efna til gangna í framtíðinni. John Hume, leiðtogi hófsamra þjóðernissinna (SDLP), hrósaði Oraníumönnum fyrir að létta spennu af fólki á Norður-írlandi og foiystumenn í Sinn Fein, stjórnmálaarmi írska lýðveldis- hersins IRA, viðurkenndu einnig að hér var um umtalsvert framlag að ræða til friðar. Mo Mowlam, Norður-írlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, vottaði Óraníumönnum einnig virðingu sína og hvatti í kjölfarið IRA til að nota þetta tækifæri og lýsa yfir nýju vopnahléi. Ólíklegt er að þeim köllum verði svarað á næstunni. Eftir göngu Óraínumanna nið- ur Garvaghy-veginn í Portadown síðastliðinn sunnudag brutust út miklar óeirðir á Norður-írlandi þegar kaþólikkar gerðu óánægju sína ljósa með árásum á lögregl- una og ýmiss konar skemmdar- verkum á opinberum farartækj- um, heilu lestunum var stolið og þær eyðilagðar, sem og bifreiðum í einkaeign. Lögreglan svaraði með því að skjóta plastkúlum að óeirðaseggjum og særðust nokkrir alvarlega í átökunum. Tölurnar tala sínu máli, lögreglan notaði næstum 2.000 plastkúlur, nálægt 600 árásir voru gerðar að lög- regluliðinu, á fimmta tug manna voru handteknir og óeirðaseggir stálu á þriðja hundrað bifreiðum, oftar en ekki með því að stöðva bíleigendur og hrekja þá á brott, til þess eins að kveikja í bílum þeirra. Enn á eftir að reikna fjár- hagstapið af atburðum þessum en talað er um að það muni taka mörg ár að rétta við lestarsam- göngur og atvinnurekendur benda á að óbeint tap nemi milljörðum því slíkir atburðir fæli fjárfesta í burtu. Kaþólikkar gáfu sig ekki Kaþólskir íbúar Ormeau-göt- unnar í Belfast höfðu á undan- förnum dögum gert þann ásetning sinn ljósan að ekki kæmi til greina að hleypa göngu Óraníumanna í gegnum hverfíð. Þeir voru stað- ráðnir í að tapa ekki aðra helgina í röð og hvöttu fólk til að koma Reuter. FÉLAGAR í Óraníureglunni í Portadown ganga niður Garvaghy-veg um síðustu helgi. Göngum um þessa helgi hefur hins vegar verið aflýst. á vettvang og sýna stuðning sinn. Á sama tíma virtust Óraníumenn staðráðnir í að ganga og allt leit út fyrir að til árekstra kæmi. í raun hefðu óeirðir liðinnar viku, sem tóku að fjara út á þriðjudag, aðeins virst upphitun fyrir þessa helgi ef allt hefði farið á versta veg. Kaþólikkar áttu vart til orð til að lýsa vandlætingu sinni á ákvörðun yfirvalda um að hleypa göngunni á sunnudag í gegn. Þeir sökuðu lögregluna um óþarfa ofbeldi þegar hún tók að stugga íbúum af Garvaghy-veginum árla sunnudagsmorguns til að tryggja Óraníumönnum greiða leið og Mo Mowlam varð einnig fyrir harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki bann- að gönguna. Staða hennar versn- aði enn frekar á þriðjudag þegar gögnum var lekið til fjölmiðla sem virtust gefa í skyn að hún hefði gert upp hug sinn allnokkru áður. Vildu afsögn Mowlam Kaþólikkar kröfðust afsagnar hennar því þeir telja plaggið sanna að Mowlam hafí leikið tveimur skjöldum og að takmarkið hafi alltaf verið það að blekkja kaþól- ikka og pretta. Mowlam sjálf neit- ar því staðfastlega að ákvörðunin hafi verið löngu ljós þótt hún við- urkenni hreinskilnislega að henni mistókst að ná fram málamiðlun milli deiluaðila. Þrátt fyrir ákvörðun Óraníu- manna fyrir helgina að aflýsa eða fresta helstu göngum sínum er loftið lævi blandið því atburðir lið- innar viku hafa staðfest það haf sem ríkir milli samfélaganna tveggja, mótmælenda og kaþól- ikka, sem nú hefur dýpkað ef eitt- hvað er. Ekki eru heldur allir sam- bandssinnar jafnánægðir með ákvörðunina, margir þeirra sjá hana sem uppgjöf og Ian Paisley, leiðtogi DUP, hélt því fram að Óraníumenn hefðu látið undan þrýstingi ofbeldisseggja og ribb- alda. Ákall Mo Mowlan um nýtt vopnahlé IRA verður líka að skoð- ast með þá vitneskju í huga að allt það mikla traust og sú trú sem kaþólikkar höfðu á Mowlam fyrir einungis tveimur mánuðum þegar hún tók við embætti, og þótti bera ferska vinda inn í norður-írsk stjórnmál, er nú gjörsamlega horf- in. Það mun ekki reynast henni auðvelt að vinna aftur traust kaþ- ólikka sem líta á hana sem nokk- urs konar Trójuhest: hún ávann sér traust þeirra og sveik þá svo á versta hátt. Það sem gerir stöðu Mowlam nær vonlausa er að hún verður að vinna aftur traust kaþólikka, sem verður nógu erfitt eitt og sér, án þess að vekja reiði sambandssinna sem fylgjast með öllum gerðum hennar á hinum vængnum. Einn maður féll í óeirðum lið- innar viku og var þar á ferðinni róttækur sambandssinni sem var í þann mund að koma sprengju fyrir, með þeim afleiðingum að hún sprakk í höndum hans. Þessi atburður vekur upp spumingar um hvort samtök róttækra sam- bandssinna (UDA, UVF, LVF) hyggi á ódæðisverk á næstunni. Hitt er víst að hvorutveggja þessi samtök, og samtök lýðveldissinna (IRA, INLA) eru við öllu búin. Lögregla og her voru einnig í við- bragðsstöðu og til marks um ástandið var sú ákvörðun að kalla út varalið frá hernum til að vera til taks ef í hart færi. Nú hefur spennan vissulega hjaðnað eftir að göngum Óraníu- reglunnar var aflýst en Norður- írland hefur að undanförnu ramb- að á barmi borgarastríðs og til- finningar manna eru áfram á suðupunkti. Ákvörðun Óraníu- manna er vissulega metin sem skref í rétta átt en vandamálið er sem áður það að enginn virðist reiðubúinn til að greiða það verð sem þarf að greiða fyrir frið, eng- inn vill gefa eftir fyrr en allt er komið á heljarþröm. Síðan má velta því fyrir sér hvort öfgasam- tök beggja vegna víglínunnar skeyti því nokkru að Óraníumenn hætta við göngur sínar og hvort þessi samtök hrindi ekki Norður- Irlandi niður í hyldýpið með ein- hveijum öðrum hætti, með morð- um og ódæðisverkum, á næstu vikum og mánuðum. Afturkippur í friðarferli í raun virðist „friðarlestin" sem Tony Blair gangsetti í maí-síðast- liðnum einungis hafa farið afturá- bak og þeirri þróun verður ekki svo auðveldlega snúið við á ný. Blair sagði á sínum tíma að hann vildi hafa Sinn Fein, stjórnmála- arm IRA, með í þessari lest en að ekki yrði beðið til eilífðar eftir flokknum. Lýðveldissinnar IRA svöruðu eiginlega Blair með af- gerandi og táknrænum hætti í vikunni þegar þeir rændu lest, ráku farþegana út og kveiktu í öllu saman. Spurningin er hvort ákvörðun Óraníumanna er fyrsta skrefið á leið inn í bjartari fram- tíð eða hvort friðarlestin bíði ein- ungis næsta vandræðaástands eða ódæðisverks til að fara endan- lega út af sporinu. Tripodi Ijósasett Loftljós.borðlampi og loftljós 11.100,- Gefur 600 fríkortspunkta ^ Lyginni líkast? Afgreiðslutími Mán.-föstud. 10:00-18:30 Laugardag: 10:00-17:00 Sunnudag: 13:00-17:00 b EUROCARD f rnögroiöslur Dæmi um ótrúlega góð kaup á rýmingarsölu IKEA IKEA fyrir alla snjalla Fmnar óttast breyting- ar á styrkjakerfi ESB Helsingfors. Morgunblaðið. FINNSK yfirvöld og fulltrúar bænda og afskekktra sveitarfélaga hafa nú alvarlegar áhyggjur af áformum framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins um að breyta styrkjakerfí þess. Framkvæmdastjórnin hyggst leggja fram tillögur um breytta land- búnaðar- og byggðastyrki eftir viku. Verði tillaga embættismanna í Brussel samþykkt er það einkum héraðið Lappland í Norður-Finnlandi sem mun verða af miklum tekjum. Heimamenn í Lapplandi teljast til hörðustu andstæðingja við aðild Finna að ESB. Myndi niðurskurður styrkja væntanlega herða þá enn frekar í afstöðu sinni. ESB stendur frammi fyrir þeim vanda að samkvæmt núverandi kerfí býr um helmingur íbúa sambandsins á svæðum er fá byggðastyrki af ein- hveiju tagi úr sjóðum sambandsins. Þykir þetta óeðlilegt og dýrt. Nú hyggst framkvæmdastjórnin breyta kerfinu þannig að aðeins um þriðj- ungur íbúa verði á styrkjasvæðum. Meðal annars er ætlunin að borga ekki lengur styrki eingöngu vegna þess að svæði sé stijálbýlt. Þess vegna eru styrkir til Lapplands í hættu. Finnskir kornbændur óttast einn- ig breytingar í landbúnaðarstefnu sambandsins. ESB reynir nú að draga úr offramleiðslu landbúnaðar- afurða með því að draga úr styrkj- um. Vandi finnskra bænda er að framleiðni þeirra er mun minni en hjá starfsbræðrum þeirra í Mið-Evr- ópu. Að mati Kalevi Hemilá lanbúnað- arráðherra Finna hlýtur eitthvað að vera bogið við styrkjakerfi ESB ef svæði með góð ræktunarskilyrði fá meiri styrki en jaðar'svæði eins og Finnland. Segir Hemilá að þar sem fínnskur hveitiakur getur afkastað 2.800 kg á hektara geti franskir bændur reiknað með rúmlega 6.000 kg uppskeru á hektara. Samt fái Frakkar meira úr sjóðum ESB. Esa Hármálá formaður finnsku bændasamtakanna (MTK) segir úti- lokað að Finnar geti fallist á áætlun framkvæmdastjórnar ESB. Bendir Hármálá á að með inngöngu Finna í ESB snarlækkuðu tekjur bænda. Þá lækkaði verð á búvörum allt að 50 prósent á einu bretti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.