Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ1997 31 KARL KR. JÓNSSON + Karl Kr. Jónsson húsgagnasmiður og kaupmaður var fæddur á Stóra Bóli í Mýrahreppi í Aust- ur-Skaftafellssýslu hinn 8. september 1905. Hann lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund hinn 26. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þórðarson bóndi og eiginkona hans Pál- ína Erlendsdóttir. Systkini Karls voru Þórður, Elías, Ing- var og Ólafía. Eru nú öll systkin- in látin nema Ingvar sem búsett- ur er á Hrafnistu í Reykjavík. Karl stundaði ýmis störf til sjós og lands á Austfjörðum þeg- ar hann var ungur. Hann var alinn upp með foreldrum og systkinum í Holtaseli í Mýra- hreppi. Árið 1929 hóf hann nám i Eiðaskóla og lauk síðan námi í trésmíðum frá Laugaskóla 1934. Næstu ár starfaði hann við smíðar, aðallega húsgagnasmíði og vann hann t.d. frá árinu 1935 til ársins 1938 við smíðar á inn- réttingum og hús- gögnum í Hallorms- staðarskóla og eru sum þessara húsgagna enn í notkun þar. Á Hallormsstað kynntist Karl Ingibjörgu Sig- urbjörnsdóttur frá Búðum, seinna eigin- kona Karls, en hún stundaði nám við hús- mæðraskólann á Hall- ormsstað. Haustið 1938 flutt- ist Karl til Fáskrúðs- fjarðar og hinn 14. júní 1940 giftist hann Ingibjörgu. Ingibjörg var fædd 18. október 1912. Hún var dóttir hjónanna Maríu Ey- vindsdóttur sem ættuð var af Skeiðum og Sigurbjörns Stefáns- sonar frá Geststöðum í Fáskrúðs- firði. Ingibjörg átti tvo bræður, þá Stefán og Geir. Eru þau öll látin. Karl og Ingibjörg hófu búskap á Fáskrúðsfirði en árið 1949 fluttu þau til Keflavíkur og bjuggu þar, lengst af á Tjamar- götu 20, allt þar til Ingibjörg lést árið 1983, en þá flutti Karl í þjón- ustuíbúð aldraðra í Bólstaðarhlíð 45 i Reykjavík. Síðustu tvö ár ævi sinnar dvaldi Karl á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Fyrstu búskaparár sín í Kefla- vík vann Karl við smíðar, bæði í Keflavík og á Keflavíkurflug- velli, en árið 1962 gerist hann kaupmaður og stundaði hann kaupmannsstörf í 20 ár, eða þar til hann lét af störfum 1982. Þau Karl og Ingibjörg eign- uðust fimm börn og eru tvö þeirra látin. 1) María Sigur- björg, f. 20. október 1940, gift- ist Michael Porter og eiga þau þijú börn, Inga Karl, Roy og Láru. Michael lést 1985. 2) Jón Pétur, f. 7. október 1941, giftist Sigurbjörgu Sigurðardóttur og eiga þau eina dóttur, Ingu Lilju. Jón Pétur, lést 1963. 3) Stefán Geir, f. 15. janúar 1945, giftur Magneu Reynaldsdóttur og eiga þau tvær dætur, Helenu Guð- rúnu og Ilmi Maríu. 4) Erlingur Þór, f. 15. júlí 1946. Hann lést 15. janúar 1947, aðeins sex mán- aða gamall, 5) Kristinn, f. 10. október 1947, kvæntur Sólveigu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú börn, Lísu, Amöndu Ingi- björgu og Jón Pétur. Auk þeirra á Kristinn einn son, Helga Þór. Barnabarnabörn Karls em átta talsins. Útför Karls fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju í dag, sunnudag 13. júlí, og hefst at- höfnin klukkan 14. Ör jarðneskum líkamanum ferðast lífið, fullkomið og breiðir vængi sína til himins Um sali og hallir alheimsins skimar það leitar nýrra leiða leitar nýrra staða leitar nýs upphafs Það finnur ást það finnur hatur það finnur öfund það finnur gleði, sorg og einsemd það finnur vinskap, fegurð og frið Það finnur ungdóm og elli það finnur heiður og vegsemd það finnur auð og völd það bíður átekta Lífið þetta undur sem ekkert upphaf hefur og engan endi finnur loks farveg sinn og hefst handa á ný (M.R.) Kæri tengdapabbi. Um leið og ég kveð þig með þessum línum um lífið vil ég þakka þér samveruna þessu sinni. Eg á þér margt og mikið að þakka og sérstaklega þakka ég þér og Ingibjörgu fyrir að hafa gefið mér son ykkar, Stefán Geir. Hann er besta og dýrmætasta gjöf sem ég hef fengið á lífsleiðinni, ásamt því sem honum fylgir, dætrum okkar tveim og þeirra fjölskyldum. Lífið er eilíft og trúi ég því að engar til- viljanir séu til, heldur ekki hvaða tengdafólk maður velur sér. Ég hef nú verið þrjátíu ár í þessari fjöl- skyldu og tel mig tilheyra henni, ekki síður en minni eigin. Þess vegna er ég viss um að við munum hittast aftur, og bið ég þess að þú megir hafa frið og öryggi þar sem þú ert nú og fæðast aftur við góðar kring- umstæður næst. Með þökk fyrir allt, Magnea Reynaldsdóttir. Yms eru áranna kynni sem einum mér kveða brag og vekur í mínu minni, svo margt um liðinn dag. Minningar margar hlýjar og myndir af ýmsri gerð, sem eru mér ávallt nýjar á ellinnar gönguferð. (Friðbert Pétursson) Þetta ljóð kom mér í hug er mig langaði með hlýhug og virðingu að minnast tengdaforeldra minna. Karls I Kr. Jónssonar sem lést 26. júní sl. | og Ingibjargar Sigurbjörnsdóttur sem lést 5. janúar 1983. Mér eru ætíð ofarlega í huga allar þær góðu stund- ir, umhyggjan og notalegheitin sem þau sýndu mér og dætrum mínum í gegnum tíðina. Þau spiluðu í raun stórt hlutverk í lífi minu og uppeldi dætranna. Þær voru ófáar ferðimar sem Inga Lilja fór á Tjarnargötuna og ísbarinn til afa og ömmu og hafði þá oft hálfsystur sína með. Þá var gjarnan vikið að þeim einhveiju smá- ræði. Þau gerðu ekki upp á milli þeirra, hvorki í viðmóti né til dæmis jólagjöfum og fleiru. Oft vék Ingi- björg að okkur sokkum og vettlingum sem hún hafði pijónað handa þeim systrum. Einnig er mér í fersku minni að fyrir stórhátíðar kom Karl iðulega með stóran kassa fullan af ýmsum nauðsynjavörum til hátíðahalds. Með þeim hjónum er horfíð fólk sem hið fornkveðna máltæki á vel við um: „Sælla er að gefa en þiggja.“ Einnig vil ég þakka Karli hversu annt honum hefur verið um velferð Ingu Lilju. Blessuð sé minning þeirra. Sigurbjörg Sigurðardóttir. Elsku besti afí. Okkur þykir leitt að hafa ekki getað verið hjá þér þegar þú lagðir af stað í ferðina sem þú hefur verið að búa þig undir í dálítinn tíma. En við vorum, erum og munum alltaf vera með þér í hjartanu okkar, hvert sem þú kýst að fara. í okkar huga er dauðinn ekki nein endastöð, heldur kaflaskil sem allir menn þurfa að takast á við, nýtt upphaf sem vafalaust leiðir að ein- hveiju óvæntu og spennandi. Kannski ertu bara hjá henni ömmu núna?! Allavega hefurðu tíma til að hvíla þig og safna kröftum fyrir næsta áfangastað. Við kveðjum þig, sáttar við tímann sem þú valdir til að fara, en þó með skrýtinni tilfínningu, vitandi að við munum ekki sjá þig aftur í bráð. Vitandi að núna eigum við bara minn- ingamar um þig og ömmu, minning- amar af Tjarnargötunni, ísbamum og úr sumarbústaðnum; tvær litlar stelpur með pylsu í annarri hendinni, ís í hinni og sælubros á vör í sjopp- unni hjá ömmu og afa. Þessar minn- ingar er gott að eiga, núna þegar allt er breytt, stelpurnar orðnar mömmur, langafinn og langamman farin og nýtt hús risið þar sem ísbar- inn var. Jæja, afí, við óskum þér bara alls hins besta á nýja staðnum og þökkum þér fyrir að vera afi okkar í þessu lífi. Knús og milljón kossar. Þínar, Helena og Ilmur Stefánsdætur. Elsku besti afí minn. Nú er komið að kveðjustundinni sem við höfum svo oft rætt saman um. Ég vona svo innilega að þér líði vel núna og að þú sért hjá ömmu og pabba. Mig tekur mjög sárt að hafa ekki verið hjá þér á kveðjustundinni eins og þú hafðir óskað eftir, það vildi svo óheppilega til að ég skrapp aðeins frá í stutta stund til að koma stelpun- um mínum í pössun til að geta verið hjá þér þar til yfír lyki. Sökum þess að pabbi minn dó þegar ég var ungbarn missti ég af mörgum dýrmætum stundum með föðurfólkinu mínu, sem ég er í dag tengd mjög sterkum böndum. Ég er innilega þakklát fyrir þær ómet- anlegu stundir sem ég átti með ömmu og þér á Tjarnargötu 20, og ekki síst á Isbamum. Ég á þér og ömmu svo óumræðilega margt að þakka, þú og amma vomð alitaf alveg sér- staklega góð við mig. Ég mun geyma þessar ómetanlegu minningar í hjarta mínu og hugsa oft til ykkar. Elsku afí, ég kveð þig með þakk- læti og söknuði. Ég þakka þér fyrir allt sem þú varst mér, allt sem þú gafst mér og ekki síst fyrir að hafa alltaf haft velferð mína og dætra minna sérstaklega í huga þínum. Ég sendi þér og ömmu ástarkveðjur og vonast til að hitta ykkur síðar meir. Yljar mér oft á tíðum endurskin liðins dags. Gjafimar þínar geymi glaður til sólarlags. (Friðbert Pétursson) Þín, Inga Lilja. SuðurlandsbrautlO + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HELGA HELGADÓTTIR, Mánagerði 7, Grindavík, lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja miðvikudaginn 9. júlí. Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 15. júlí kl. 14.00. Bogi G. Hallgrímsson, Alda Bogadóttir, Guðmundur Jónsson, Hallgrímur Bogason, Þórhildur Einarsdóttir, Guðfinna Bogadóttir, Einar Bjarnason, Helgi Bogason, Ella Björk Einarsdóttir, Kristrún Bogadóttir og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN GUNNLAUGSSON fyrrv. flugstjóri, Geitlandi 6, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 15. júlí kl. 13.30. Bryndís Ólafsdóttir, Gunnlaugur F. Kristjánsson, Katrín Björnsdóttir, Einar Kristjánsson, Katrín Ásgrímsdóttir, Kristján Gunnlaugsson, Kristín Guðmundsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓAKIM HJARTARSON skipstjóri frá Hnífsdal, Hæðargarði 29, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 14. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Ólafía G. Alfonsdóttir, Gréta Jóakimsdóttir, Helga S. Jóakimsdóttir, J. Gunnar Jóakimsson, Kristján G. Jóakimsson, Aðalbjörg Jóakimsdóttir Odd T. Marvel, Sigurður B. Þórðarson, Sólveig Þórhallsdóttir, Sigrún Sigvaldadóttir, og barnabörn. + Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, HREFNA ÁSGEIRSDÓTTIR, Háaleitisbraut 44, er lést á heimili sínu að morgni laugardagsins 5. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 15. júlí kl. 13.30. Svanborg Daníelsdóttir, Ingvar Herbertsson, Páll Björgvin Hilmarsson, Signý Eggertsdóttir, Hrefna Sveinsdóttir, Júlíus Ó. Einarsson, Hildur Ingvarsdóttir, Hulda ingvarsdóttir, Páll Arnar Árnason og barnabarnbörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ÞORKELL JÓN GÍSLASON lögfræðingur, Melabraut 26, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 15. júlí kl. 13.30, Margrét Davíðsdóttir, Svava Þorkelsdóttir, Tryggvi Guðmundsson, Rannveig Þorkelsdóttir, Gfsli Þór Þorkelsson, Sif Traustadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.