Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA IDAG Samsernd og veruleiki Úr því að ég er ekki sá sem ég er, segir sr. Heimir Steinsson í þessari fyrstu hug- vekju af þremum um rökhyggju ogtrú, hlýt- ur að leika á tveim tungum um röklega tilvist mína yfirleitt. Hér fer á eftir - í þremur hugvekjum - tilraun til að tengja saman rökhyggju ogtrú. Fjallað verður um sjálfsmynd mannsins og umheiminn. Bent verður á röklega annmarka hvors tveggja. Síðan mun vikið að nokkrum til- vitnunum í Heilaga ritningu og því haldið fram, að þær eyði ann- mörkunum. Að lyktum vitna ég í Passíusálma, en þar er að finna framsetningu á raunveruleikan- um, sem öðru tekur fram. Sjálfsmynd á hverfanda hveli Ef maðurinn spyr hinnar ein- földustu spurningar: „Hver er ég?“ lætur svarið á sér standa. Þessi „ég“, sem um er spurt, reynist vera næsta leyndardóms- fullt fyrirbæri, og er sú athugun ' ekki ný af nálinni. Hér verður einungis staldrað við einn vanda: „Sá „ég“, sem hér er til umfjöll- unar, verður ekki með auðveldu móti höndlaður í skilgreiningu. Ég er annar í dag en ég var fyr- ir 20 árum. Ég hef breyst á þess- um tíma. En hafi ég breyst á 20 árum breytist ég einnig á skemmri tíma. Breytingin á sér stað viðstöðulaust. Samsemdarlögmálið hefur verið nefnd stjómarskrá eða grundvallarlög mannlegrar hugs- unar. Vilji ég svara spurningunni „hver er ég?“ með vísun til sam- semdarlögmálsins og segja „ég er sá sem ég er“, kemur í ljós, að svarið stenst ekki alls kostar. Á meðan ég er að bera fram þessi orð — „ég er sá sem ég er“ — breytist ég úr nokkru sem ég var fyrir andartaki í eitthvað annað, sem ég verð að örskots- stundu liðinni. Þetta „annað" sem ég breytist í tekur að sínu leyti óðara stakkaskiptum og um- hverfist í enn annað og þannig koll af kolli uns ekkert er eftir. Þessi staðreynd setur spum- ingamerki við raungildi sjálfs mín og hlýtur að gera það fyrirbæri, sem nefnt er „sjálfsmynd" mín, nokkrum vafa undirorpið. Úr því að ég er ekki sá sem ég er, hlýt- ur að leika á tveim tungum um röklega tilvíst mína yfirleitt. Sjálfsvitundin er staðreynd — næsta óræð reyndar. Sjálfsvit- undin veldur því, að ég efast ekki um að ég er til — hvað svo sem það nú merkir. En eigi ég að gera grein fyrir því hver ég er, verð ég að draga upp mynd af ferli, segja sögu, sjálfsævi- sögu. Óvissan andspænis raun- gildi þeirrar sögu birtist þá að sínu leyti í máltækinu „enginn veit sína ævina fyrr en öll er“. Ég get ekki dregið upp endanlega mynd af sjálfum mér. Myndin er ófullgerð og þar með óráðin með- an ég lifi. Að mér gengnum get- ur annar maður reynt að búa til heimildarmynd úr þeirri halarófu myndskeiða, sem birtist í heim- ildum um hinn látna. Margræðni þess verkefnis sýnir sig hins veg- ar í því, að engir tveir menn draga upp nákvæmlega sömu mynd af honum, sem liðinn er. Það er nákvæmiega jafn torsótt að skilgreina hver hinn látni var eins og það er erfítt að skil- greina, hver hann er á meðan hann lifir. Hin ýmsu myndskeið ævi hans stangast á í sífellu. Hann er aldrei fyllilega sjálfum sér samkvæmur frá einu mynd- skeiði til annars. Þessi álitamál leiða í Ijós, að það er í besta falli hægt að færa ótryggar líkur fyrirraunveru- leika mínum. Ég virðist vera til. Sjálfsvitund mín bendirtil að svo sé. En sjálfsvitund mín gæti ver- ið blekkingarsmiðja. Ekki er unnt að sanna raunveruleika minn. Ef einhver spyr, hvar raunveru- leikans sé að leita, er ástæðu- laust að fullyrða, að hann sé að fínna þar sem ég er. Þessi vandkvæði valda mönn- um litlu hugarangri daglega. Að jafnaði erum við önnum kafin við að lifa lífínu og látum sem öll þau hverfulu verðmæti, er því lífi fylgja, hafi varanlegt veru- leikagildi. Hversdagslífið er sú víma, sem við að staðaldri vökn- um ekki af. En verði mönnum á að staldra við og spyija spurn- inga, hrökkva þeir upp. Álitamál- in skjóta óðara upp kollinum, og svörin láta á sér standa. Umhverfið Líti maðurinn sér fjær og leiti upp raunveruleikann í umhverfi sínu, koma í ljós sömu annmark- ar og áður var lýst. Borðið sem ég sit við og fötin sem ég klæð- ist ganga úr sér. Að 20 árum liðnum verða þau breytt frá því sem nú er. En úr því að þau breyt- ast á 20 árum eru þau einnig að taka hamskiptum núna, þ.e.a.s. frá stund til stundar. Setningin „borðið er það sem það er“ er merkingarlaus. Meðan ég ber hana fram er borðið að breytast úr nokkru sem það var fyrir and- artaki í eitthvað annað sem það verður að örskotsstundu liðinni. Þetta „annað“ breytist síðan að sínu leyti í eitthvað annað og þannig koll af kolli, uns ekkert er eftir. Fjall er löngum notað sem ímynd varanleikans. En jafnvel fjallið er undir sömu sök selt og borðið. Fjallið breytist e.t.v. ekki að ráði á 20 árum. En á 20 millj- ón árum breytist fjallið. Einnig fjallið er án afláts að breytast og verður ekki fremur höndlað í skilgreiningu en fötin mín eða ég sjálfur. Setningin „fjallið er það sem það er“ reynist þannig einnig merkingarlaus. Upp kem- ur spurningamerki andspænis til- vist fjalls og raungildi þess. Fjall- ið virðist vera til. En ekki er unnt að sanna, að svo sé. Ef ein- hver spyr, hvar raunveruleikans sé að leita, er ástæðulaust að fullyrða, að hann sé að finna þar sem fjallið er. IMragtntMðMfr - kjarni málsins! VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-13 frá mánudegi til föstudags Netfang: elly@mbl.is Þessi Ijósmynd er sennilega tekin á ísafirði eða á Þingeyri einhvern tíma á þriðja áratugnum. Vera má að lengst til vinstri sé maður að nafni Páll Krist- jánsson. Þeir sem eru í miðju myndarinnar eru eig- anda ljósmyndarinnar ókunnir. Lengst til hægri er Gísli Hermann Erlendsson frá Bakka í Brekkudal í Dýrafirði, einn af fjölmörgum systkinum, bömum Erlends Jóhannessonar, bónda þar og konu hans Gíslinu Jónsdóttur. Gísli fæddist 22. desember 1905. Hann gekk í Núpsskóla 1923-25 og tók próf í mótor- vélfræði á Þingeyri 1926. Bjöm Pálsson ljósmyndari á Ljósmyndin af þessari ísafirði tók þessa Ijósmynd, ungu konu var einnig en ekki er vitað hvenær. Hún í eigu Gísla Erlends- var í eigu Gísla heitins Er- sonar. Getur verið að lendssonar frá Bakka í hún sé af einni af Brekkudal í Dýrafirði. Gam- systrum hans og því an væri að kunna einhver Erlendsdóttir? deili á þessum vasklegu sjó- mönnum. Dýrahald H Tapað/fundið Hver þekkir þessa menn og kann frá þeim að segja? SÁ sem ber kennsl á fólkið hafa samband við: á þessum myndum og kann Guðbrand Gíslason, eitthvað frá því að segja Goðheimum 21, 104 hafi kæra þökk fyrir að Reykjavík, sími 568-1275. Mótmæli lokun Bólstaðarhlíðar KONA hringdi og vildi hún mótmæla lokun Bólstaðar- hlíðar. Hún segir þessa breytingu bagalega fyrir gamla fólkið sem býr þarna í Bólstaðarhlíð í íbúðum aldraðra. Áður stoppaði leið 3 við Bólstað- arhlíðina en nú við lokun- ina ekur leið 3 Háteigsveg- inn og þá þarf gamla fólk- ið sem býr við Bólstaðar- hlíðina að ganga upp á Háteigsveg til að ná vagni. Ég get ekki séð að umferð um Bólstaðarhlíð sé meiri en í öðrum sambærilegum götum og skil ekki að það þurfi að loka henni frekar en öðrum götum. Og fyrir hönd gamla fólksins sem býr við Bólstaðarhlíðina vill ég mótmæla þessari lokun. Fressköttur tapaðist SKUGGI, grár fressköttur tapaðist í Skeijafirði 9. júlí sl. Hann er með bláa ól, gæti hafa leitað sér skjóls í bílskúr eða kjall- ara. Þeir sem hafa orðið varir við kisa hringi í síma 562-7105. Armband fannst á Miklatúni SILFURLITAÐ armband, sem er eins og slanga í laginu, fannst 10. júlí á Miklatúni. Uppl. í síma 552-6674. Víkveiji skrifar... JÚLÍANSKA tímatalið, sem inn- leitt var í Rómaveldi árið 46 f.Kr., var kennt við Júlíus nokkum Caesar, keisara í Róm í „den tid“. Júlímánuður dregur trúlega nafn af sömu persónu. Víkveija kemur einkum þrennt í hug, frásagnar- vert, sem heyrir til þessari 29. viku ársins, dögunum 13. til 19. júlí. Hið fyrsta er að hundadagar hefjast í dag, 13. júlí, og standa til 23. ágúst. í annan stað var hringvegurinn opnaður 14. júlí árið 1974. Það var stór stund, enda eru vegimir „æða- kerfi samfélagsins“, atvinnulífsins og félagslegra og menningarlegra satnskipta fólksins í landinu. í þriðja lagi gerðist það 16. dag júlímánaðr árið 1627 að serkneskir vígamenn frá Alsír í Norður-Afríku stigu á land í Vestmannaeyjum og handtóku 242 konur, karla og börn, sem þeir fluttu í skip. Mannræningj- amir komu víðar við á landinu og voru vágestir. Kristján frá Djúpalæk fæddist 16. júlí 1916 og Jón Óskar 18. júlí 1921. xxx HVER voru beittust vopn og veigamest rök í fullveldisbar- áttu þjóðarinnar á 19. og 20. öld- inni? Það sem gerir þjóð að þjóð! Krafan um stjórnarfarslegt sjálf- stæði var m.ö.o. reist á menningar- legu fullveldi þjóðarinnar, sögu hennar, tungu og bókmenntum. Menningarlegt sjálfstæði þjóðar- innar er m.ö.o. hornsteinn stjórnar- farslegs fullveldis hennar. í ljósi þeirrar staðreyndar undrar það Vík- veija þegar hann heyrir hávaða- menn vaða elginn gegn byggingu tónlistarhúss, gegn Sinfóníuhljóm- sveit, Ópem, Þjóðleikhúsi, Borgar- leikhúsi og annarri menningarlegri starfsemi, sem þeir telja um of mulið undir. Oft var þörf en nú er nauðsyn - á hátækniöld fjarskipta og sam- gangna - að varðveita menningar- legt sjálfstæði okkar; fyrst og síð- ast móðurmálið, en jafnframt hvers konar menningarstarf í landinu. Kópavogskaupstaður á mikinn heiður skilinn fyrir Gerðarsafn, byggingu tónlistarhúss, sem nú er hafín, og margs konar annan menn- ingarstuðning. Víkveiji veltir því fyrir sér hvort Borgarleikhúsið, sem muna má rekstrarfífil sinn fegurri, væri ekki betur í sveit sett í „goð- orði“ Gunnars Birgissonar en í homrekuhlutverki hjá borgarstjórn Reykjavíkur. xxx AUÐÁRKRÓKUR á 50 ára kaup- staðarafmæli um þessar mundir. Stórafmælið á Króknum er reyndar margþættara. 140 ár eru síðan að Friðrik VII. konungur Danmerkur og íslands löggilti Sauðárkrók sem verzlunarstað - árið 1857. 125 ár eru síðan fyrsti íbúinn reisti hús sitt á Sauðarárkróki og hóf fasta búsetu þar, Árni Ámason klénsmið- ur. 90 ár eru liðin síðan Sauðárkrók- ur varð sérstakt sveitarfélag og 50 ár, sem fyrr segir, frá því að Krók- urinn fékk kaupstaðarréttindi. Sauðárkrókskaupstaður er vel í sveit settur og hefur vaxið hratt á kaupstaðarárunum; íbúar um 2.800 talsins. Hann byggir jöfnun höndum á sjávarútvegi, veiðum og vinnslu, og verzlunar- og iðnaðarþjónustu við blómlegar sveitir í nágrenninu, auk þess að vera vaxandi ferða- manna- og skólabær. Auk framansagðs fer ekki fram hjá neinum, sem heimsækir höfuð- stað Skagfirðinga, að þar er hesta- mennska í heiðri höfð, sem og hag- yrðingar, að ekki sé nú talað um sönginn, sem þar hljómar fjalla á milli mörg síðkvöldin. Þaðan er og stutt heim að Hólum í Hjaltadal, þar sem dómkirkjan fagra heillar og Islands saga býr í hverri þúfu. Þaðan er og stutt í Hofsós, þar Vesturfarasafn og fleira forvitni- legt er, og í ferðamannavinina að Lónkoti í Sléttuhlíð með Sölvabar og fleira tómstundagaman - og í Siglufjörð síldarævintýrisins. Vík- veiji ámar Sauðkrækingum heilla á margföldu afmælisári og hvetur ferðafólk til að staldra við þar sem vötn falla í norður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.