Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 180. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ross telur Israela og Palestínumenn hafa tekið skref í rétta átt Segir þörf á sýnilegum árangri Jerúsalem. Reuter. ISRAELAR og Palestínumenn hafa tekið fyrstu skrefin til endur- nýjaðs samstarfs í öryggismálum, sagði Dennis Ross, sáttasemjari Bandaríkjanna í Mið-Austurlönd- um. Hann átti í gær fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Israels, og einnig með Yass- er Arafat, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Sagði Ross að það sem nú þyrfti væri sýnilegur ár- angur. „Það sem við munum horfa eftir, það sem við munum fylgjast með er hvernig þessu mun í raun vinda fram og hvort einhver árangur verður sýnilegur eða ekki,“ sagði hann á fundi með fréttamönnum. Æskilegt að höftum verði létt Ross kvaðst búast við að för hans til Mið-Austurlanda að þessu sinni myndi ljúka í dag. Hann kom þang- að um helgina í þeim tilgangi að koma friðarumleitunum Israela og Palestínumanna á skrið eftir að tveir tilræðismenn urðu 14 manns að bana í sjálfsmorðsárás á mark- aðstorgi í Jerúsalem í lok síðasta mánaðar. Hefur Ross átt fundi með örygg- ismálasérfræðingum beggja aðila. Eftir fund með Arafat á mánudags- kvöld gaf Ross í skyn að æskilegt væri að Israelsstjórn aflétti sumum þeirra hafta sem hún hefur sett á heimastjómarsvæði Palestínu- manna í kjölfar tilræðisins. „Sumar aðgerðir sem tengjast ekki augljós- lega öryggismálum eru aðgerðir sem era ekki hjálplegar og gætu orðið til trafala," sagði hann á fundi með fréttamönnum. ísraelar léttu að nokkru leyti á aðgerðum sínum gegn Palestínu- mönnum í gær og var veitt heimild til þess að flutningabílar með græn- meti fengju að fara frá heimastjórn- arsvæði Palestínumanna á Gaza og inn í Israel. Eftir sprengjutilræðið í síðasta mánuði bönnuðu Israelar allan flutning á vörum frá svæðum Palestínumanna inn í Israel og ferð- ir fólks milli nokkurra palestínski-a svæða á Vesturbakkanum eru enn bannaðar. Auk þess hafa Israelar neitað að færa skatttekjur til Pa- lestínumanna. Búist er við að Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, haldi tii Mið-Austurlanda síðar í mánuðinum, telji hún að nægilegur árangur hafi náðst á fundum Ross um samvinnu í örygg- ismálum. Netanyahu heldur til Jórdaníu í dag þar sem hann mun eiga fund með Hússein konungi. Verður þetta fyrsti fundur Netanyahus með arabaleiðtoga síðan sprengjutilræð- ið var framið í Jerúsalem. Reuter PALESTINSK ungmenni efndu til fjölmennra mótmæla í bænum Na- blus, sem er á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum, og brenndu dúkku í líki Ross, sem hélt á annarri í líki Netanyahus. Andmæltu þau því sem nefnt var „fylgisemi Bandaríkjanna við ísrael“. Ennfremur var þess krafist að Bandaríkin hættu að þrýsta á að heima stjórn Palestínumanna slakaði á kröfum sínum til Israela. Utanríkisráðherra Danmerkur Þjóðarat- kvæði í marz 1998 Kaupmannahöfn. Reuter. NIELS Helveg Petersen, utanrík- isráðherra Danmerkur, sagði í gær að þjóðaratkvæðagreiðsla um end- urskoðaðan grundvallarsáttmála Evrópusambandsins, ESB, sem undirritaður var í Amsterdam í júnímánuði síðastliðnum, myndi ekki fara fram fyrr en um miðjan marz á næsta ári. „Það gefur okkur nægan um- ræðutíma. Umræðan er aðeins rétt hafin og atkvæðagreiðslan verður í fyrsta lagi eftir sjö mánuði," sagði ráðherrann á vikulegum frétta- mannafundi danska utanríkisráðu- neytisins. Sagði hann nákvæma dagsetningu verða ákveðna eftir að þingið kemur saman eftir sumarhlé í október. Þess er ennfremur vænzt, að hæstiréttur Danmerkur birti í marz 1998 dóm sinn í ákærumáli hóps danskra andstæðinga Maas- tricht-sáttmálans, sem telja aðild Danmerkur að honum brot á stj ómarskránni. 82% hlynnt samningnum Á leiðtogafundi ESB í Amster- dam 16.-17. júní sl. voru sam- þykktar minni háttar breytingar á gi-undvallarsáttmála sambandsins (Rómarsáttmálanum), sem síðast var breytt í Maastricht árið 1991. I síðustu viku sýndi skoðana- könnun fram á, að 32 af hundraði Dana myndu kjósa að staðfesta nýja Amsterdam-sáttmálann, 31% myndi hafna honum og 36,5% væru óákveðin í afstöðu til hans. Reuter Rann út af braut í Þessaloníki Hun Sen leitar sáttar konungs Phnom Penh, Peking. Reuter. Samveldið Arafat vill aðild Singapúr. Reuter. ÞRJU ný ríki hafa sótt um aðild að Samveldinu, áður Breska samveld- inu, og verður skorið úr um um- sóknirnar á fundi þess í Edinborg í október. Er um að ræða Jemen, Rú- anda og heimastjórnarsvæði Palest- ínumanna. 53 ríki eiga nú aðild að Samveldinu, aðaliega fyrrverandi nýlendur Breta. Óvíst með undirtektir Emeka Anyaoku, framkvæmda- stjóri Samveldisins, sagði í Singa- púr í gær, að tekið hefði verið við aðildarumsóknum þriggja fyrr- nefndra landa en Bretar fóru áður um nokkurt skeið með stjórn mála í Palestínu og Jemen. Rúanda var hins vegar aldrei bresk nýlenda en Anyaoku sagði, að það þyrfti ekki að útiloka aðild landsins. Fyrir væru í Samveldinu nokkur ríki, sem aldrei hefðu lotið breskri stjórn, og síðast þeirra til að fá aðild væri Mó- sambik. Hann vildi hins vegar ekk- ert segja um hugsanlegar undir- tektir við umsóknunum. BOEING 727-þota gríska flugfé- lagsins Olympic fór út af braut í lendingu á flugvellinum í Þessa- loníki í Grikklandi í gær. Engan af 26 farþegurn og níu flugliðum um borð sakaðú Vélin staðnæmd- ist á akri og farþegar yfirgáfu hana um neyðarútganga. Slökkvi- liðsmenn gerðu ráðstafanir sem tryggðu að ekki kæmi upp eldur í vélinni, en nokkrar skemmdir urðu á öðrum aðalvæng hennar. Vonskuveður var þegar vélin, sem var á leiðinni frá Aþenu til Frankfurt, millilenti í Þessaloníki og að sögn talsmanns flugvallar- ins þar er veðrið talið orsök óhappsins. HUN Sen og Ung Huot, forsætis- ráðherrar Kambódíu, hittu Norodom Sihanouk Kambódíukon- ung í Peking í dag. Ekkert hefur verið gefið uppi um efni fundarins, sem stóð yfir í fjóra tíma, en talið er víst að Hun Sen hafi reynt að knýja fram blessun konungsins á þeim stjórnarbreytingum sem hann hefur staðið fyrir að undanförnu. Sihanouk konungur er faðir Ranariddh prins, sem Hun Sen hrakti úr embætti annars af tveim- ur forsætisráðherrum landsins 6. júM síðastliðinn. Konungurinn hefur að undanförnu dvalið í Peking til lækninga og látið í ljós andstöðu við valdatafl Hun Sens. Hann bauðst á mánudag til að segja af sér og er Hun Sen talinn óttast að hinn vin- sæli konungur skori hann á hólm í heimi stjórnmálanna. Handtökuskipun á hendur Ranariddh Saksóknari kambódísks herrétt- ar hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ranariddh prinsi en kam- bódíska þingið samþykkti í síðustu viku að aflétta friðhelgi hans. Hun Sen, sem hrakti prinsinn frá völdum eftir að vopnasending merkt honum var gerð upptæk í maí, hefur krafist þess að hann svari til saka. Prinsinn, sem dvalist hefur í Tælandi frá því valdaránið var gert, hefur hins vegar neitað því að hafa hafst nokkuð leynilegt eða ólöglegt að, enda segir hann sendinguna hafa verið merkta sér og að hann hafi haft fullan rétt á að flytja inn vopn fyrir öryggissveitir sínar. Á þriðjudag lágu bardagar að mestu niðri í norðvesturhluta Kam- bódíu þar sem hermenn Hun Sens hafa undanfarna daga sótt að síð- asta vígi stuðningsmanna Rana- riddh. Samkvæmt upplýsingum frá tælensku landamærunum hafa liðs- menn Rauðu khmeranna lagt stuðningsmönnum Ranariddh lið við að verja borgirnar Thmar Don og O’Scmack.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.