Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KRISTIN BJORK KRISTJÁNSDÓTTIR + Kristín Björk Krisljánsdóttir fæddist á Akureyri 10. desember 1947. Hún lést á Land- spítalanum 31. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Lágafellskirkju 12. ágúst. Með nokkrum orð- um viljum við minnast og kveðja Kristínu Kristjánsdóttur mág- og svilkonu okkar. Kristín lést á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur hinn 31. júlí sl. Það eru margar ljúfar og ánægjulegar minningar sem við hjónin höfum átt með þeim Kristínu og Sigurði ásamt börnum þeirra. Að nú vanti einn í hópinn er erfitt að sætta sig við, hópinn sem er tengdur svo sterkum vináttu- og fjölskylduböndum. Þær eru margar minningamar sem leita á hugann við slíka kveðjustund, allt frá því að þau Kristín og Sigurður bjuggu sín fyrstu búskaparár í írabakkan- um, þangað komum við oft og gist- um, síðar fluttu þau í Mosfellsbæinn og byggðu sér þar myndarlegt heimili. Minningarnar verða þó sér- staklega tengdar við Oddsstaði, bæði við heyskap, smalamennskur og útreiðartúra, en Kristín hafði gaman af að taka þátt í sveitastörf- um í fríum sínum. Efst eru þó minn- ingarnar um notalegheitin sem við mættum alltaf í sumarbústaðnum sem þau Kristín og Sigurður reistu sér á Oddsstöðum, samhent og iðju- söm eins og við allt sem þau tóku sér fyrir hendur. Þó Kristín væri oft við störf þegar komið var í heim- sókn í sumarbústaðinn, því huga þurfti að gróðri og umhverfinu, gafst alltaf tími til að ræða málin og framtíðaráform. Oft var því gestkvæmt og glatt á hjalla í þess- ari paradís fram við Jötnabrúarfoss. Ferðalög fórum við saman, sl. sumar ferðuðumst við um Suður- land, í þeirri ferð hændist yngsti sonur okkar, þá tveggja ára, að Kristínu og kallaði hana alltaf Stínu frænku og var hún þá orðin ein af bestu vinkonum hans. Ferðalögin saman hefðu mátt verða enn fleiri, það var gott að hafa Kristínu sem ferðafélaga, hún var úrræðagóð, skipulögð og dugleg við hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Á síðasta ári kom sólargeisli inn í líf Kristínar, það var þegar Óliver sonarsonur hennar kom i heiminn. Kristín var upptekin að hugsa um þennan nýja fjölskyldumeðlim eftir því sem heilsa hennar leyfði. Okkar síðasti fundur verður allt- af eftirminnilegur en það var við brúðkaup Kristjáns og Svövu sem fram fór nokkrum dögum fyrir lát Kristínar. Kristín lagði sitt af mörkum við að undirbúa brúð- kaupið þrátt fyrir veik- indin. Ekki bjuggumst við við því að þetta væri okkar síðasti fundur með Kristínu því hún ætlaði að koma í bústaðinn eftir helg- ina. Kristínu var þessi stund mikilsverð og ekki síður fjölskyldu hennar að fá að njóta þessarar ánægjustundar með henni og þökkum við fyrir að kallið kom ekki fyrr. Kristín var viljasterk kona og ákveðin. Þegar hún greindist með krabbamein fyrir allmörgum árum kom ekkert annað til greina hjá henni en að komast yfir sjúkdóminn og með það að leiðarljósi ásamt ómetanlegum styrk frá fjölskyldu hennar erum við viss um að það varð til þess að við fengum að njóta samvistar hennar lengur. Við sem söknum Kristínar biðjum þess að hún megi njóta hvíldar og friðar, erfíð veikindi eru að baki og megi ljúf minning lifa um þær ánægjulegu samverustundir sem við áttum með henni sem við þökk- um með alhug. Við vottum ykkur Sigurður, Auð- ur, Kristján og Ragnheiður okkar fyllstu samúð og megi góður guð hjálpa ykkur að komast yfir sorg- ina. Munið að þið eigið vini, frænd- ur og frænkur sem syrgja með ykk- ur og geta veitt ykkur styrk á erfíð- um tímum. Sigrún og Guðmundur, Hvanneyri. Kristín Kristjánsdóttir og Sigurð- ur, maður hennar, hafa starfað óslit- ið með Sunddeild Aftureldingar frá stofnun hennar 1986 þar sem öll börnin þeirra æfðu sund og alltaf voru þau tilbúin til að vinna fyrir sundíþróttafólk í Mosfellsbæ. Um nokkurn tíma hefur Kristín verið veik en þó brá okkur er fréttin um fráfall hennar barst okkur. Kristín hefur starfað við nánast öll sundmót sem haldin voru í Varm- árlaug síðustu 11 árin. Kristín mætti á síðasta mót vetrarins í Varmárlaug í júní sl. og fylgdist með börnunum sínum. Sundáhuga- fólk í Mosfellsbæ kemur til með að sakna þín í félagsstarfínu. Við færum Sigurði, Ragnheiði, Auði, Kristjáni og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur og vonum að sárin grói. Samstarfsfólk í sunddeild Aftureldingar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins [ bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. >að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað *■ við meðallínubil og hæfilega llnulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sfn en ekki stuttnefni undir greinunum. Öllum þeim, er sýndu okkur samúð og virðingu vegna andláts okkar kæru, ERNU ELLINGSEN, þökkum við af alhug. Starfsfólki Droþlaugar- staða, sem önnuðust hana undir lokin, sendum við alúðarþakkir. Astrid Ellingsen, Dagný Lárusdóttir, Gisli Lárusson, Sigrún Ragnarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Othar Ellingsen. Bjarni Jónsson, Jón Ágústsson, Kristján Sverrisson, Sigrfður Ellingsen og langömmubörn. Bragi Halldórsson sigr- aði á helgarmóti TR SKAK T a fl f c I a g Rcykjavíkur HELGARSKÁKMÓT Félagsheimili TR, 8.-10. ágúst Taflfélag Reykjavíkur stóð fyrir helgarskákmóti 8.-10. ágúst sl. Tefldar voru 7 umferðir, fyrst 3 atskákir, en síðan 4 kappskákir. Bragi Halldórsson, kennari við Menntaskólann í Reykjavík, vann öruggan sigur á mótinu, hlaut 6'/» vinning og gerði einungis jafntefli við Arnar E. Gunnarsson. Bragi var mjög vel að sigrinum kominn, því í fimm síðustu umferðunum tefldi hann við alla þátttakenduma í mótinu, sem voru með meira en 2000 skákstig. Á meðal fórnar- lamba Braga voru þeir Jón Viktor Gunnarsson, Sævar Bjamason, Einar Hjalti Jensson og Jón Árni Halldórsson. í öðm sæti á mótinu var Sævar Bjarnason með 5'A vinning. Hann tapaði einungis fyr- ir Braga, en gerði líkt og Bragi jafntefli við Arnar E. Gunnarsson. Það voru svo þeir Einar Hjalti Jensson og Arnar E. Gunnarsson, sem héldu uppi merki yngstu kyn- slóðarinnar með því að þreppa 3.-4. sæti og 5 vinninga. Úrslitin urðu þessi: 1. Bragi Halldórsson 6'A af 7 2. Sævar Bjamason 5'A v. 3. -4. Amar E. Gunnarsson og Einar Hjalti Jensson 5 v. 5.-7. Bjami Magnússon, Davíð Ó. Ingimarsson og Jón Viktor Gunnarsson 4 Vt v. 8.-14. Dagur Amgrfmsson, Davfð Guðnason, Guðni Stefán Pétursson, Hjörtur Þór Daðason, Jón Ámi Hall- dórsson, Ómar Þór Ómarsson og Stefán Kristjánsson 4 v. Skák þeirra Jóns Viktors og Braga var afar glannalega tefld: Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Bragi Halldórsson Caro-Kann vörn 1. e4 - c6 2. d4 - d5 3. Rc3 - dxe4 4. Rxe4 - Bf5 5. Rg3 - Bg6 6. Rf3 - Rd7 7. h4 - h6 8. h5 - Bh7 9. Bd3 - Bxd3 10. Dxd3 - Rgf6 11. Bf4 - e6 12. 0-0-0 - Be7 13. De2 - a5 14. Kbl - a4 15. c4 - a3 16. b3 - b5 17. Re5 -bxc4 18. Rxc6 - Db6 19. Rxe7 19. - cxb3!! 20. Rgf5 20. Ref5 - Rd5! 21. Rxg7+ - Kf8 er einnig gott á svart. 20. - bxa2+-21. Kxa2 - Re4! 22. Rxg7+ - Kxe7 23. Hcl - Hhb8!? Teflir fyrir glæsileikann, en 23. - Dxd4! virðist mun einfaldara. 24. Bxb8 - Hxb8 25. Hh3 - Dxd4 26. Hc2 - Dd5+ 27. Dc4 - Hb2+ 28. Kxa3 - Hxc2 29. Dxc2 - Rdc5 30. f3 - Rd2 31. Hh4 - Rdb3 32. Kb4 - Da8 33. Rf5+ - exf5 34. De2+ - Kf6 35. Db5 - Dal 36. Db6+ - Kg7 37. Hc4 - Del+ 38. Kb5 - Re6 39. f4 - De2 40. Kb4 - Rbd4 41. Da6 - Db2+ 42. Ka5 Dxg2 43. Kb6 - Dd5 44. Dc8 - Dd6+ 45. Ka5 - Dxf4 46. Ka4 - Dd2 og hvítur gafst upp. Það þarf ekki að leita langt að ástæðunni fyrir ferskri tafl- mennsku Braga. Hann hefur ásamt þeim Helga Ólafssyni og Jóni Torfasyni, nýlokið ritun bókar um Benóný heitinn Benediktsson, alþýðuhetju og skákmeistara. Benóný hefði kunnað vel að meta riddarapar Braga í þessari skák. Helgarskákmót TR njóta ávallt vinsælda, jafnvel um hásumartím- ann. 30 skákmenn sátu alla helg- ina að tafli. Næsta helgarmót fé- lagsins fer fram dagana 5.-7. september. Landskeppni við Færeyjar Dagana 9. og 10. ágúst fór fram í Færeyjum landskeppni skák- sveita íslands og Færeyja. Frá árinu 1978 hefur sá háttur verið hafður á, að Skákfélag Akur- eyrar og Skáksamband Austur- lands hafa séð um landskeppni í skák við Færeyinga. Hefur verið keppt til skiptis í Færeyjum og á íslandi, að jafnaði annað hvert ár. Móttökur í Færeyjum hafa alltaf verið framúrskarandi og _ skák- menn, sem skipað hafa lið íslands hafa eignast vini og kunningja í Færeyjum í þessum samskiptum. Færeyingar komu til íslands 1995 og hlutu stóran skell gegn liði ís- lands, sem var eingöngu skipað Akureyringum í forföllum Aust- firðinga. Nú var komið að keppni í Færeyjum og hélt íslenska liðið utan með Norrænu 7. ágúst. Bú- ast mátti við að róðurinn yrði þungur fyrir íslenska liðið að þessu sinni, þar sem nokkrir stigaháir skákmenn voru forfallaðir og á átta borðum af tíu voru Færeying- arnir stigahærri. Úrslit urðu þau að í fyrri um- ferðinni sigraði íslenska sveitin 6-4, en í þeirri síðari unnu Færey- ingar með sömu vinningatölu. Lauk keppninni því með jafnri vinningatölu, 10-10, en íslending- ar unnu á stigum, þ.e. fengu sína vinninga á hærri borðum. Mestu munaði þar um að Jón Garðar Viðarsson hlaut l'A vinning á 1. borði og Gylfi Þórhallsson vann báðar skákir sínar á 3. borði. íslenska liðið skipuðu þeir Jón Garðar Viðarsson, Rúnar Sigurp- álsson, Gylfi Þór Þórhallsson, Þór Valtýsson, Sigurjón Sigurbjörns- son, Smári Ólafsson, Sigurður Ei- ríksson og Sigurður Ingason, allir frá Akureyri. Frá Austurlandi komu þeir Gunnar Finnsson og Sverrir Unnarsson. Þröstur þriðji í Gausdal Hin árlega Gausdal skákhátíð í Noregi var haldin 1.—10. ágúst. Aðalviðburður hátíðarinnar var minningarmót um Norðmanninn Arnold J. Eikrem, sem íslenskir skákmenn eiga mikið að þakka. íslendingar hafa jafnan verið dug- legir að sækja skákmót í Gausdal og að þessu sinni tóku þeir Þröst- ur Þórhallsson, Ágúst Sindri Karlsson og Arnar Þorsteinsson þátt í minningarmótinu um Eikr- em. Það voru heimamaðurinn og stórmeistarinn Einar Gausel ásamt enska stórmeistaranum Nigel Davies sem sigruðu á mót- inu, hlutu 7 vinninga í 9 umferð- um. Þröstur Þórhallsson lenti í 3.-11. sæti með sex vinninga. Ágúst Sindri Karlsson og Arnar Þorsteinsson fengu 5 vinninga. Skákveisla á Austurlandi Tímaritið Skák, með Jóhann Þóri Jónsson í broddi fylkingar, stendur fyrir 3 helgarskákmótum í röð á Áusturlandi nú í ágúst. Fyrsta mótið í þessari röð verður haldið á Mjóafirði 15.-17. ágúst. Þá verður eins dags hlé, en þann 19. ágúst hefst mót í Skjöldólfs- staðaskóla í Jökuldal. Þetta „helg- arskákmót" Jóhanns hefur þá sér- stöðu að það fer alls ekki fram um helgi, heldur hefst það á þriðju- degi og lýkur á fimmtudegi. Strax daginn eftir, föstudaginn 22. ág- úst, hefst síðan lokamótið í þess- ari þriggja móta röð, en það verð- ur haldið í Borgarfirði eystri. Þarna gefst skákmönnum því tækifæri til að komast á sannkall- aða skákhátíð, sem stendur yfir í 10 daga og njóta um leið góða veðursins og alls þess sem Austur- land hefur upp á að bjóða. Helgarskákmót Jóhanns Þóris eru þegar orðin 46 á liðnum árum auk þess sem hann var iðinn við að halda alþjóðleg skákmót á tíma- bili. Helgarskákmótin skipuleggur hann í samvinnu við heimamenn. Mótin eru með atskákarsniði og má búast við góðri þátttöku ef mið er tekið af fyrri helgarskák- mótum. Mótin hefjast með setn- ingu kl. 20. i beinu framhaldi hefst síðan fyrsta umferð og verða tefld- ar þijár umferðir fyrsta kvöldið. Allar skákirnar verða tefldar sem atskákir, þ.e. hver keppandi hefur 30 mínútur á skák. Að venju er keppt um vegleg verðlaun: 1. kr. 60.000, 2. kr. 30.000, 3. kr. 15.000, 4. kr. 10.000. Þá verða veitt þrenn unglingaverðlaun, kvennaverðlaun, öldungaverðlaun, verðlaun fyrir bestan árangur heimamanns og bestan árangur dreifbýlismanns. Væntanlegir þátttakendur eru hvattir til að skrá sig sem allra fyrst hjá Tíma- ritinu Skák, símar 588-1390 og 588-1391, fax: 553-1399. Margeir Pétursson Daði Orn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.