Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 17 VIÐSKIPTI 4,1% verðbólgu- hraði síðastliðna þrjá mánuði VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,3% í september og mældist hún 181,9 stig í októberbyijun. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem umtalsverð hækkun verður á vísi- tölunni og mælist verðbólguhraðinn nú vera 4,1% á ársgrundvelli, miðað við hækkanir á vísitölunni síðustu þrjá mánuði. Hækkun vísitölunnar undanfama 12 mánuði er hins veg- ar 1,9%. Það sem vegur þyngst í hækkun- inni nú er 8,9% hækkun á tóbaki en sú hækkun veldur um 0,14% hækkun á vísitölunni. Þá veldur 6,9% hækkun á grænmeti, kartöfl- um og fleiru 0,09% hækkun vísi- tölunnar og 5% hækkun ávaxta veldur 0,05% hækkun. Hins vegar má búast við að hækkanir á grænmeti muni ganga að einhveiju leyti til baka nú í mánuðinum, en eins og fram hefur komið verða tollar á agúrkum, sal- ati, tómötum og papriku felldir nið- ur í þrepum í þessum mánuði því samkvæmt samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið, mega þess- ar vörur ekki bera tolla frá 1. nóv- ember til 15. mars. Þórður Friðjónsson, forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar, segir þessar miklu hækkanir á vísitölu neysluverðs á undanförnum mánuð- um, vera við efri mörk þess sem ásættanlegt sé. Hann segir þær þó ekki vera verulegt áhyggjuefni nema framhald verði á. Stefnir í 2,5-3% verðbólgu á þessu ári „Breytingar af þessari stærð- argráðu koma ekki á óvart í þessum mánuði. Þetta þýðir að mínu viti einfaldlega að verðbólgan frá upp- hafi til loka þessa árs stefnir í 2,5-3% og það er einfaldlega það sem menn áætluðu í kjölfar kjara- samninganna. Þetta felur þó í sér að menn gera ráð fyrir því að það dragi aðeins úr verðbólguhraðanum á næstu mánuðum. Við spáum 3% hækkun og mér sýnist að það geti gengið eftir. Hins vegar þurfa menn að athuga vel sinn gang ef þessar hækkanir verða áfram viðvarandi, því verðbólga sem er að einhveiju marki umfram 3% ekki ásættanleg að mínu viti,“ segir Þórður. VERÐBÓLGAí NOKKRUM RIKJUM 'ZX/////////////X//, ////////////. /////////// Grikkland Holland Danmörk 5,6% Bandarikin Svíþjóð Japan Noregur Bretland Belgía Þýskaland Spánn Ítalía Portúgal Finnland Frakkland ÍSLAND Lúxemborg Austurríki írland Sviss V////////Z ESB-ríki Önnur ríki V////// ////////. V/////// '/////// S//////Z Z/////A /////// ////// // 0,6% 0,5% Hækkun samræmdrar neysluverðsvisitölu frá ágúst 1996 til ágúst 1997 Meðaltal ESB Viðskiptalönd V/////// 1,8% I 2,0% Góð afkoma hjá Norræna fjárfestingabankanum á fyrstu átta mánuðum ársins Hagnaður nam 6,3 milljörðum króna HAGNAÐUR Norræna fjárfest- ingabankans, (NIB), nam 80 millj- ónum ECU eða sem samsvarar 6,3 milljörðum íslenskra króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Þetta er nokkuð betri afkoma en á síðasta ári er 74 milljóna ECU hagnaður varð af rekstrinum, eða sem sam- svarar rúmlega 5,8 milljörðum ís- lenskra króna, að því er segir í frétt frá bankanum. Þá kemur fram að heildarlántök- ur bankans hafi numið jafnvirði 618 milljarða íslenskra króna í lok ágúst og höfðu þær aukist um 16% á milli ára. Eftirspurn eftir lánum bankans hefur aukist samhliða hagvexti á Norðurlöndum. Útborg- un nýrra lána og veittra ábyrgða nam jafnvirði 73 milljarða króna á tímabilinu janúar - ágúst 1997, samanborið við 66 milljarða á sama tíma árið á undan. Heildarútlán bankans jukust um 14% frá síðustu áramótum og í lok ágúst 1997 námu þau alls jafnvirði 521 millj- arða íslenskra króna. Stór lán til raforku- upr framkvæmda á íslandi Á fyrstu átta mánuðum ársins voru greidd út ný lán og ábyrgðar- skuldbindingar til lántakenda á Norðurlöndum að jafnvirði 61 milljarði króna sem svarar til 13% aukningar miðað við sama tímabil í fyrra. Lánveitingar til raforku- framkvæmda á íslandi eru áber- andi þetta ár. Hér vega þyngst lán til Landsvirkjunar vegna nýrra 4 milljóna króna hagn- aður hjá Fiskmarkaði Breiðafjarðar HAGNAÐUR af rekstri Fisk- markaðar Breiðafjarðar í Ólafs- vík nam tæpum 4 milljónum króna á fyrstu 8 mánuðum þessa árs. Er þetta um 12% aukning hagnaðar frá því sem var allt síðasta ár. Rekstrartekjur félagsins námu 72,5 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við tæp- lega 102 milljónir allt síðastaár. Að sögn Tryggva Leifs Ótt- arssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Breiðafjarðar, liggur ekki fyrir endurskoðað uppgjör fyrir fyrstu átta mán- uði síðasta árs en ljóst sé að hagnaður sé meiri í ár auk þess sem rekstrartekjur séu orðnar nokkru meiri en þær hafi verið á sama tíma í fyrra. Hann segir stefnt að því að rekstrartekjur félagsins verði um 100 milljónir á þessu ári, en þau markmið séu þó talsvert háð ytri skilyrðum svo sem því hvernig viðri til veiða. Heildareignir Fiskmarkaðar- ins námu í lok tímabilsins 132,6 milljónum króna, en þar af voru fastafjármunir 95 milljónir. Eiginfjárhlutfall var 45,3%. virkjunarframkvæmda að fjárhæð tæplega 3,6 milljarðar og lán til Reykjavíkurborgar í tengslum við raforkuframleiðslu á Nesjavöllum að fjárhæð um 2,5 milljarðar krópa. Útbörganir nýrra lána bankans utan Norðurlanda námu jafnvirði 12 milljarða króna á fystu átta mánuðum ársins 43% þessara lána voru til fjármögnunar verkefna í Asíu. NIB stofnaði nýverið nýjan um- hverfíslánaflokk, sem ætlaður er til fjármögnunar umhverfisbóta á grannsvæðum Norðurlanda í austri, þ.e.a.s. Rússlandi, Eystrasaltslönd- unum og Póllandi. Fyrstu lánin úr þessum lánaflokki voru veitt í formi lánaramma til Lettlands og Litháen GRAM A GJAFVERÐI KÆLISKAPUR GERÐ KF-265 H: 146,5 cm. B: 55,0 cm. D: 60,1 cm. Kælir: 197 1. Frystir: 55 I. TILBOÐ Aðeins kr. 54.990,- stgr. BIOÐUM 20 CERDIR GRAM KÆLISKÁI’A /Fonix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 og var hvor rammi um sig að jafn- virði tæplega 1,6 milljarða króna. Einnig var veitt lán til vatnsveitu- og vatnshreinsunarframkvæmda í St. Pétursborg að fjárhæð 1,3 millj- arðar króna. Ingvi Hrafn fréttastjóri nýrrar út- varpsstöðvar INGVI Hrafn Jónsson, fyrrum fréttastjóri Sjónvarps og Stöðvar 2, hefur verið ráðinn fréttastjóri nýrrar útvarpsstöðvar sem ís- lenzka fjölmiðlafjelagið ráðgerir að hefji útsendingar í lok október. Jón Axel Ólafsson, stofnandi íslenzka útvarpsfélagsins, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki upp- lýsa væntanlega senditíðni út- varpsstöðvarinnar né hvaða heiti henni verður gefíð. í fréttatilkynningu segir að 230 umsóknir hafí borist þegar félagið auglýsti í Morgunblaðinu um síð- ustu helgi eftir sölu- og markaðs- fólki, frétta- og dagskrárgerðar- mönnum. Jón Axel segir að væntanlega verði alls um 15 starfs- menn hjá stöðinni í upphafi. í fréttatilkynningu segir að út- varpsstöð íslenzka fjölmiðlafje- lagsins muni senda út allan sólar- hringinn og verði fréttir og tónlist aðaluppistaða dagskrárinnar. Ver- ið sé að leggja lokahönd á uppsetn- ingu alls búnaðar til útsendinga en fréttastofa og útsending verða til húsa á Hverfísgötu 46 í Reykja- vík. Víðtæk starfsemi Jón Axel keypti nýlega eignir útgáfufélags Helgarpóstsins, sem voru skrifborð, tölvur og slíkt. Hann segir markmiðið með rekstri íslenzka fjölmiðlafjelagsins verða að reka víðtæka fjölmiðlastarfsemi á hvaða sviði sem er. Jón Axel rekur alnesþjónustu og segir að verið sé að kanna möguleika á útgáfu vikublaðs eða dagblaðs. I fréttatilkynningunni kemur m.a. fram að Ágúst Héðinsson, fyrrum tónlistarstjóri Bylgjunnar, verði dagskrárstjóri og Rúnar Sig- urbjartsson, fyrrum starfsmaður Bylgjunnar, Stöðvar 2 og FM verði útvarpsstjóri, en hann er einnig meðal eigenda íslenzka fjölmiðl- afjelagsins. Meðal dagskrárgerðar- manna verður Valdís Gunnarsdótt- ir, fyrrum starfsmaður nokkurra útvarpsstöðva. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.