Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIINIGAR LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 35 KRISTÓFER SIGVALDI SNÆBJÖRNSSON + Kristófer Sig- valdi Snæ- björrisson fæddist i Oiafsvík 6. maí 1918. Hann lést á heimili sínu, Jökui- grunni 6 í Reykja- vík, að kvöldi mið- vikudagsins 1. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Mar- ía Vigfúsdóttir, hús- móðir, f. 28. nóv. 1886 í Landakoti í Staðarsveit, d. 8. maí 1923, og Snæ- björn Þorláksson, húsasmiður á Búðum, í Ólafsvík, á Hellissandi og í Reykjavík, f. 7. ágúst 1884 í Gilhaga, As- hreppi, A-Hún., d. 19. okt. 1974. Alsystkini Kristófers eru Ast- hildur Gyða, f. 6. febr. 1911, d. 29. jan. 1914, Helga Ragnheið- ur, f. 3. júlí 1913, húsmóðir í Reykjavík, og Þorlákur, f. 23. des. 1921, fyrrverandi vitavörð- ur á Svalvogum, nú búsettur á Þingeyri. Hálfsystkini Kristó- fers samfeðra eru Guðrún Mar- ía, f. 2. febrúar 1933, búsett í Reykjavík, og Auðunn Svein- björn, f. 4. ágúst 1936, vélfræð- ingur í Reykjavík. Kristófer kvæntist 1946 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Svan- hildi Snæbjörnsdóttur, en þau höfðu hafið sambúð nokkru fyrr. Hún fæddist 30. nóv. 1922 á Hellissandi, dóttir hjónanna Steinunnar Valgerðar Bjarna- dóttur, f. 23. okt. 1894 í Kefla- vík, d. 17. nóv. 1925 á Hellis- sandi, og Snæbjarnar Einars- sonar, sjómanns á Hellissandi, f. 11. des. 1893 á Hellissandi, d. 26. des. 1990. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Már, f. 19. júlí 1944, fyrrverandi sveitarstjóri á Hellissandi, síðar skrifstofu- maður í Reykjavík, kona hans var Guðrún Cyrus- dóttir, en þau skildu, þau eiga þrjú börn. Sambýliskona hans er Auður Jóns- dóttir. 2) Steinunn Jóna, f. 16. júlí 1945, húsmóðir og starfs- maður Pósts- og síma í Reykjavík, maður hennar er Lúðvík Lúðvíksson, trésmiður og slökkviliðsmaður, og eiga þau fjögur börn. 3) Sigurjón, f. 21. mars 1947, bif- reiðarstjóri á Hellis- sandi, kona hans er Sigurlaug Hauksdóttir, húsmóðir, og eiga þau tvær dætur. 4) Snæbjörn, f. 5. apríl 1950, verktaki á Snæ- fellsnesi, kona hans er Kristín Sigurbjörg Karlsdóttir og eiga þau einn son. 5) Svanur Kristó- fer, f. 29. des. 1953, bifreiðar- stjóri og vélstjóri á Hellissandi, kona hans er Anna Bára Gunn- arsdóttir og eiga þau þrjú börn. 6) Þröstur, f. 18. maí 1956, starfsmaður við höfnina á Rifi, kona hans er Sigurbjörg Erla Þráinsdóttir og þau eiga þrjú börn. 7) Kristinn Valur, f. 10. maí 1962, rafeindavirki í Reykjavík, kona hans er Asdís Marísdóttir Gilsfjörð og eiga þau tvær dætur. 8) Guðmundur Órn, f. 19. nóv. 1963, d. 18. okt. 1969. Kristófer og Svanhildur áttu heima á Hellissandi til ársins 1992 er þau fluttust að Hrafn- istu í Reykjavík. Kristófer stundaði lengst af bifreiðaakst- ur, annaðist m.a. vöruflutninga á milli Hellissands og Reykjavík- ur um árabil. Einnig fékkst hann við fiskverkun. Útför Kristófers fer fram frá Ingjaldshólskirkju í dag og hefst afhöfnin klukkan 14. Þegar vinur minn Kristófer Snæ- björnsson er dáinn, vil ég sjálfur og fjölskylda mín senda Svanhildi konu hans og börnum þeirra og fjölskyld- um þeirra innilegustu samúðarkveðj- ur. Kristófer var góður drengur og harðduglegur og fylginn sér. Marg- an greiðann gerði hann mér og fjöl- skyldu minni meðan hann var í vöru- flutningum og eins eftir að hann fór að stunda fiskverkun, var að gella með góðum árangri. Ég veit að Guð geymir og blessar Kristófer og launar honum vel unnin störf og alla hans hlýju og brosið hans sem ég aldrei gleymi. Blessuð sé minning hans og með mér mun hún lifa, því minning um góðan dreng lifir ævinlega. Við sendum Svanhildi og börnun- um innilegar samúðarkveðjur. Eggert Ingimundarson, Hellissandi. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns Kristó- fers Snæbjörnssonar, sem andaðist 1. október sl. Ekki er það meining mín að skrifa neina lofræðu um Kristófer, enda ekki þörf á því. Hann kynnti sig best sjálfur með hógværð sinni og hlýju. Kristófer var einn af þeim bestu og ljúfustu mönnum sem ég hef kynnst. Þín er sárt saknað, en okkur er sagt að við skulum ekki hryggj- ast þegar við skiljum við vini okkar, því að það sem okkur þykir vænst um í fari þeirra verður ljósara í fjar- veru þeirra. Elsku Svanhildur og fjölskylda, Guð styrki ykkur í sorginni. Kæri Kristófer, við sjáumst síðar. Þín Sigurlaug. Elsku afi. Það er svo margt sem mig langar til að segja en einhvernveginn skort- ir mig orð. Ég veit bara að ég sakna þín meira en þú getur ímyndað þér. Aldrei datt mér í hug að ég þyrfti að kveðja þig strax en svona er víst lífið og verð ég líklegast að sætta mig við það. Þó þú sért ekki lengur til staðar þá á ég alltaf minninguna um þig, hún verður aldrei tekin frá mér, hún lifir í hjartanu mínu og eflist hveija stund því þú verður allt- af hjá mér, það er alveg sama hvar ég verð. Elsku afi, takk fyrir allt, takk fyrir að hafa verið til, takk fýrir að hafa verið afí minn, því betri afa var ekki hægt að finna. Ég mun alltaf elska þig og þú munt alltaf verða hluti af mér. Elsku amma, megi Guð vera með þér. Þín Svanhildur. Við sem skrifum þessar línur þekktum Kristófer á mismunandi hátt, annars vegar sem kæran frænda og fjölskylduvin frá bam- æsku, og hins vegar sem traustan og góðan vin síðar á lífleiðinni. Kri- stófer var aðeins fimm ára þegar hann missti móður sína. Fjölskyldan bjó í Ólafsvík og var í þann veginn að flytjast til Hellissands, þegar móð- irin dó. Kristófer fluttist með föður sínum til Hellissands og ólst upp hjá honum, en hin systkinin voru send í fóstur. Fyrir ferminguna gekk Kristó- fer til spuminga í Ólafsvík og hélt þá til hjá móðurbróður sínum Guð- brandi Vigfússyni og Elínu Snæ- bjömsdóttur konu hans, sem þá höfðu nýlega stofnað heimili. Var mjög kært með þeim frændum og bundust þau Elín sérstökum vináttuböndum. Hefur móðurmissirinn ef til vill átt sinn þátt í því. Var síðan alltaf mjög náið samband á milli fjölskyldnanna eftir að Krisófer stofnaði heimili, sem haldist hefur óslitið síðan. Steinunn dóttir þeirra dvaldist á barnsaldri oft hjá Guðbrandi og Elínu í Ólafsvík, var m.a. hjá þeim í tvo vetur þegar hún gekk þar í skóla. Hefur hún reynst þeim sem önnur dóttir. Eftir að Elín dó 1993 hefur verið nær daglegt samband á milli Kristófers og Guðbrands, þannig að Kristófer hringdi á morgnana, en Guðbrandur á kvöldin, áður en hann fór að sofa. Eitt af aðaláhugamálum Kristó- fers var veiðiskapur, laxveiði og sil- ungsveiði. Leitaði hann uppi veiði- vötn og ár hingað og þangað á land- inu og dvöldust þau hjónin þá oft í sumarbústað í námunda við góðan veiðistað. Eftir að þau fluttust til Reykjavíkur notaði hann flestar stundir sem gáfust til að fara upp í Elliðavatn eða Reynisvatn og gerði síðan að veiðinni af mikilli snyrti- mennsku og vandvirkni, þegar heim kom. Kom hann oft til okkar í Eikju- voginn, færandi hendi með silung eða lax tilbúinn í pottinn eða reykt- an í neytendaumbúðum. Ef enginn var heima þegar hann kom, skildi hann pokann eftir við útidyrnar. I þessum heimsóknum sínum var Kri- stófer oftast á hraðferð og mátti sjaldnast vera að því að stansa. Það var þá helst að hann gæfi sér tíma til að tína nokkra ánamaðka í garðin- um fyrir veiðiferð næsta dags. Eftir að þau hjónin fluttust suður, fór Kristófer að stunda golf, pútt, á Hrafnistu og náði þar góðum ár- angri. Vann hann til margra verð- launa í þeirri grein, enda var hann mikill keppnismaður. Svanhildur og Kristófer bjuggu lengst af á Hellu á Hellissandi og stundaði Kristófer vörubílaakstur. Hann var mikill áhugamaður um bíla og vildi ekki aka nema góðum og traustum bíl. Þau fluttust til Reykja- vík haustið 1992 og bjuggu síðan í íbúð Hrafnistu við Jökulgrunn. Kristófer var fremur alvörugefinn og vildi lítið láta á sér bera, en hafði þó fastar og ákveðnar skoðanir. Hann var kappsamur og harðduglegur, vandvirkur við allt sem hann gerði, tryggur, traustur, örlátur og hjálp- samur, en fyrst og fremst var honum mjög annt um fjölskyldu sína. Er það einkenni marga í móðurætt hans. Kristófer varð bráðkvaddur á heimili sínu að kvöldi 1. okt. sl. á áttugasta aldursári. Hann hafði fyrr um daginn verið uppi í vatni að veiða og lauk við að gera að aflanum eins og venjulega. Eftir kvöldmatinn sett- ust þau hjónin fyrir framan sjón- varpið og þar sofnaði hann. Fréttin um lát hans kom skyndilega og á óvart, enda þótt hann hefði kennt nokkurs lasleika að undanförnu og legið á Vífílsstöðum nokkra daga í síðasta mánuði. Við kveðjum Kristófer Snæbjörns- son með söknuði og flytjum honum sérstakar þakkir frá Guðbrandi móð- urbróður hans fyrir langvarandi vin- áttu. Svanhildi, börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum vottum við inni- lega samúð. Guðrún Guðbrandsdóttir og Guttormur Þormar. Elsku afi, mig langar til að segja bless við þig, og ég vildi að ég gæti spólað til baka a.m.k. um nokkur ár. Það er svo margt sem rennur um huga minn og ég vildi að þú værir hér en ég veit að þú verður ætíð hjá okkur. Ég vona að þú eigir góðar minningar um okkur, eitt er víst að ég á margar fallegar minn- ingar um þig, sérstsaklega þykir mér vænt um þær stundir sem þú áttir með okkur í sumarbústöðum á liðnum sumrum, þú varst alltaf tilbú- inn til að spila við okkur, fara með okkur að veiða og manstu þegar við bónuðum bílinn? Þótt það sé erfitt að sætta sig við það að þú sért horfinn og að við eigum aldrei eftir að sjá þig aftur hef ég altlaf minningarnar um allar þessar stundir. Það er svo mikið sem mig langar að segja en það myndi ekki komast fyrir í þessu blaði. Ég mun alltaf elska þig, afi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Guð geymi þig, elsku afi. Dagný Thelma Þrastardóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og amma, MARGRÉT EYRÚN HJÖRLEIFSDÓTTIR, Grettisgötu 20a, andaðist á Landspitalanum að kvöldi mánu- dagsins 6. október. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 13. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Bernharð Guðnason, Hjörleifur Guðni Bernharðsson, Hugrún Þorsteinsdóttir, Ágústa Guðrún Bernharðsdóttir, Hákon Arnar Sigurbergsson, Bernharð Margeir Bernharðsson, Hrönn Bernharðsdóttir, Gunnar Haraldsson, Guðmundur Hjörleifsson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KLARA TRYGGVADÓTTIR, áður búsett í Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 9. október. Tryggvi Sigurðsson, Sigríður Ólafsdóttir, Arndfs Birna Sigurðardóttir, Garðar Sigurðsson, Bergþóra Óskarsdóttir, Óskar Hallgrímsson, Kolbrún Óskarsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson, Steinunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn og faöir okkar, SVERRIR BJÖRNSSON, Sólvailagötu 39, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 15. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Laufey Helgadóttir, Matthias Sverrisson, Þráinn Sverrisson. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við and- lát og útför DAGBJARTS SIGURÐSSONAR, Álftagerði, Mývatnssveit, sem lést sunnudaginn 14. septmeber sl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkra- hússins á Húsavík fyrir hlýju og nærgætni við umönnun hans síðustu misserin. Börn hins látna og fjölskyldur þeirra. + FRÍMANN KRISTINN SIGMUNDSSON, Grenibyggð 11, Mosfellsbæ, lést fimmtudaginn 9. október. Aðstandendur. + Móðir mín elskuleg, ÁSDÍS AÐALSTEINSDÓTTIR, Efstasundi 96, er látin. Aðalsteinn Hallgrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.