Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 21 Papon lát- inn laus DÓMARINN í máli Maurice Papons, fyrrverandi ráðherra í frönsku ríkisstjórninni sem réttarhöld eru hafin gegn fyrir meinta aðild að „glæp- um gegn mannkyninu" vegna samstarfs við þýzka nazista á tímum síðari heimsstyrjaid- ar, ákvað í gær að Papon verði látinn laus úr fangelsi á meðan á réttarhaldinu yfir honum stendur. Sagði dómar- inn, Jean-Louis Castagnade, ekki trúlegt að sakborningur- inn hygðist reyna að flýja. Kohl vill sitja áfram WOLFGANG Schauble, þing- flokksformaður kristilegra demókrata, CDU, á þýzka þinginu og einn helzti ráð- gjafi Helmuts Kohls kanzlara, sagði í viðtali sem dagblaðið Frankfurter Rundschau birtir í dag að Kohl væri reiðubúinn að gegna embætti kanzlara heilt kjörtímabil til viðbótar, hljóti hann endurkjör í kosn- ingunum að ári. Ungliðar í CDU hafa lagt til að Schá- uble taki við af Kohl eftir kosningarnar, haldi flokkur- inn fylgi til að halda kanzlara- embættinu. Kim Jong-il senn forseti? EMBÆTTISMENN Norður- Kóreu í sendiráði landsins í Moskvu greindu frá því í gær að þeir biðu þess í of- væni að Kim Jong- il, leiðtogi kommún- istastjórnar Norður- Kóreu, verði út- nefndur forseti. Rússneska /íai-Tass-fréttastofan hafði eftir heimildarmönnum að af þessu kunni að verða í næstu viku. Kim var kjörinn leiðtogi kommúnistaflokksins sl. mið- vikudag, en hafði óformlega gegnt leiðtogahlutverkinu síðan faðir hans, Kim Il-sung, lézt 1994. Ekkert var hins vegar gefið upp opinberlega um hvort eða hvenær hinn nýkjörni flokksleiðtogi fengi einnig titil þjóðhöfðingja. Vegið að for- seta Kong-ós SPRENGIKÚLA sprakk í gær við hótel í Kinshasa, þar sem Pascal Lissouba, forseti Kongós, dvelur. Grunur lék á að kúlunni hafi verið skotið frá Brazzaville, höfuðborg Kongós, sem liggur við bakka Kongófljóts andspænis Kins- hasa, höfuðborg Lýðveldisins Kongó, áður Zaire. Liðsmenn forsetans berjast nú við upp- reisnarmenn sem fylgja keppinauti Lissoubas um völdin, Denis Sassou Ngu- esso, að málum. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Kongó hafði sagt vopnahlé hafa ver- ið samið, en svo virðist sem úrslitaorrustan í borgarastríði sem hófst fyrir fjórum mánuð- um sé nú hafin. ERLENT_______ Forsendur lífs á Evrópu LÍKUR á því að efnisforsendur lífs sé að finna á einhverju tungla Júprters hafa aukist verulega eftir að lífræn efnasambönd hafa fund- ist á tveim tungla plánetunnar til viðbótar, að því er fréttastofan Associated Press hafði eftir vts- indamönnum í gær. Þetta þýðir þó ekki að líf sé áreiðanlega að finna. Af upplýsingum er hafa fengist með tækjum um borð í geimfarinu Galíleó, sem er á braut um Júpít- er, má ráða að á tunglinu Evrópu muni vera að finna alla þá þrjá þætti sem vísindamenn telja nauð- synlega til þess að líf geti kvikn- að: Orkulindir, fljótandi vatn og iífræn efnasambönd. Lífræn efna- sambönd innihalda öll flóknari sambönd kolefnis, sem þýðir þó ekki að líf sé óhjákvæmilega fyrir hendi. Spennandi vísbendingar „Þetta merkir ekki að það sé líf á Evrópu,“ segir Thomas B. McCord, stjörnufræðingur við Hawaiiháskóla og einn höfunda rannsóknar sem gerð er grein fyr- ir í nýjasta tölublaði Science, sem kom út i gær. „Það sem er spenn- andi við þetta, eru vísbendingarnar unr að allir þættirnir þrír kunni að vera til staðar á Evrópu." Vitað var að á Evrópu væri að finna vatn og heitan kjarna. Dale Cruikshank, vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnun- inni, NASA, sagði í gær að upp- götvun McCords og aðstoðarfólks hans myndi leiða til aukinna rann- sókna á Evrópu, sem nú þegar nyti „sérstaks áhuga“. Tæki í Galíleó hafa numið vís- bendingar um flókin, lífræn efna- sambönd á yfirborði tunglanna Kallistós og Ganymedesar, sem bendir til að slíkt muni einnig að finna á yfirborði hinna stóru tunglanna tveggja, Evrópu og íós. Ólíklegt er tajið að líf geti þrifist á Kallistó, Íó og Ganymedesi vegna þess að þar er ekkert vatn að finna. Ekki óyggjandi niðurstaða McCord lagði áherslu á, að eng- ar rannsóknir hafi leitt til óyggj- andi niðurstöðu um að líf sé að finna á neinu tungla Júpíters. í Galíleó eru tæki er nema endur- varp geislunar frá Sólinni af yfir- borði tunglanna. Bylgjulengd end- urvarps hverrar sameindar er ein- stæð og gefur endurvarp geislun- arinnar því rafrænt „fingrafar“ af efnissamsetningu yfirborðsins. Hver heldur á þér hita í vetur? Tölum bara hreint út. Helst viltu kúra lengur undir sænginni. Þig hryllir við köldum bílnum á morgnana. Þú getur auðvitað haldið áfram að bölva veðrinu. En það breytir ekki neinu. Hvað hitna þeir hratt? Vetrarmorgnarnir á íslandi eru naprir. Peugeot 406 er heitasti bíll á Islandi. Láttu franskar ástríður halda á þér hita í vetur! Nýbýlavegi 2 • sími 554 2600 Umboðsmenn um land allt: Akranes, Akureyri, Egilsstaðir, Höfn, Selfoss, Reykjanesbær. Opið laugardaga frá 12-16 GSP/GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.