Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 234. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR15. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Miðflokkarnir leggja fram stjórnarsáttmála byggðan á kristnum menningararfí Vilja færa landhelgi Noregs út í 250 sjómflur VÆNTANLEG stjórn norsku mið- flokkanna mun beita sér fyrir því að fiskveiðilögsaga Noregs verði færð út í 250 sjómílur og stefnir að nánari samvinnu við Rússa til að koma í veg fyrir „hina umfangsmiklu rányrkju" í Smugunni. Þetta kemur fram í tæp- lega 50 síðna stjórnarsáttmála Kristi- lega þjóðarflokksins, Miðflokksins og Venstre, flokks frjálslyndra, sem kynntur var í gær í Osló. Kjell Magne Bondevik, verðandi forsætis- ráðherra Noregs, segir stjórnina leggja kristinn menningararf til grundvallar og kveðst trúa á líf eftir jól, það er að stjórnin haldi velli þrátt fyrir að margir hafi spáð henni skammlífi. Thorbjorn Jagland, frá- farandi forsætisráðherra, ítrekaði í gær spár sínar þar að lútandi og sagði stefnuskrána „óskalista, ekki stj órnarsáttmála". I katla stjórnarsáttmálans um fisk- veiðar segir að áðurnefnd veiði í Smugunni valdi áhyggjum og að út- Hyggjast með því koma í veg fyrir „umfangsmikla rányrkju“ í hafsveiðisamningur Samein- uðu þjóðanna hafi ekki reynst duga til að binda enda á „rányrkjuna". Þá hyggst verðandi stjórn gera það ljóst að öðrum en þeim sem hafi kvóta í Barentshafi sé ekki heimilt að veiða þar. Neitunarvaldi beitt í EES? Bondevik í kaflanum um afstöðuna til Evrópusambandsins, ESB, kemur fram nokkur andstaða við Evrópska efnahagssvæðið, EES. Þar segir að stjórnin muni leggja áherslu á þjóð- legt, sjálfstætt og virkt mat á þeim lögum sem séu afleiðingar EES- samningsins. Gera verði strangar kröfur um innflutning matvæla og lif- andi dýra. Askilur stjórnin sér rétt til Smugunni að beita neitunarvaldinu sem felist í EES-samningnum, eða að koma í veg fyrir að lög sem þetta varða taki gildi í Noregi, telji hún þau ekki standast ki'öfur Norðmanna. Þá vill stjómin láta kanna þann möguleika hvort semja megi að nýju um þessi mál. Stjórnin er mótfallin Schengen-samningnum, að því er segir í stjórnarsáttmál- anum. Þar sem meirihluti þingmanna er fylgjandi því að ganga til samn- inga við ESB um Schengen, mun stjórnin -ekki standa gegn því en leggja áherslu á að norskra hags- muna sé gætt í slíkum samningum. Þar er m.a. átt við norræna vega- bréfasamkomulagið, sem stjórnin tel- ur mikilvægt að viðhalda. Aukin áhersla á velferðarmál Stjórnin vill verja meiru af olíu- auðnum til velferðarmála en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi fráfar- andi ríkisstjórnar. Ljóst er að frum- varpið bindur hendur stjórnarinnar fyrsta árið og verður m.a. til þess að aukin fjárhagsaðstoð við barnafjöl- skyldur dregst eitthvað. Hins vegar verður ellilífeyrir þeirra sem lægstar greiðslur fá hækkaður um 10.000 kr., svo og framlög til skóla. Stjórnin hyggst draga úr einka- neyslu en Bondevik vildi í gær ekki gefa upp með hvaða ráðum það yrði gert. Stefnt verður að því að vernda frekai- einkalíf manna en að sama skapi á að auðvelda almenningi að- gang að upplýsingum hjá hinu opin- bera. Ráðherralisti liggur enn ekki fyrir en stjórnarflokkarnir vonast til þess að konur verði að minnsta kosti 40% ráðherra í nýju stjórninni. Dúman ræðir vantraust á stjórnina Tsj ernomy r dín ýjar að Moskvu. Reuters. VIKTOR Tsjernomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, gaf til kynna í gær að hann hygðist segja af sér ef Dúman, neðri deild þingsins, sam- þykkti tillögu um vantraust á stjórn- ina. Forsætisráðherrann reyndi þó að ná málamiðlunarsamkomulagi við andstæðinga sína með viðræðum við leiðtoga þingflokkanna eftir að til- kynnt var að Dúman myndi hefja umræður um vantrauststillöguna í dag. I tillögunni er Tsjernomyrdín sakaður um að hafa misnotað vald sitt með því að knýja fram sparnað- araðgerðir sem þingið hafði hafnað. Borís Jeltsín forseti, sem hefur vald til að skipa og reka forsætisráð- herra, getur hunsað atkvæðagreiðslu afsögn Dúmunnar ef tillagan verður sam- þykkt einu sinni. Verði hún hins veg- ar samþykkt tvisvar á þremur mán- uðum verður forsetinn annaðhvort að víkja stjórninni frá eða rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Tsjernomyrdín sagði að stjórnin myndi ekki bíða í þrjá mánuði eftir annaiTÍ atkvæðagreiðslu ef van- trauststillagan yrði samþykkt. Gennadí Seleznjov, forseti Dúmunnar, hafði einnig eftir Tsjernomyrdín á mánudag að hann hefði hótað að segja af sér ef stjórnin færi halloka fyrir kommúnistum og bandamönnum þeii'ra í atkvæða- greiðslunni. Kommúnistar voru ekki vissir um að tillagan fengi tilskilinn Qölda atkvæða, 226 af 450. Stj órnarkreppu afstýrt Rdinaborg. Rcuters. ROMANO Prodi, forsætisráðherra Italíu, náði í gær samkomulagi við kommúnista um stuðning við stjóm sína. Með því er afstýrt stjómarkreppu á Italíu og fjárlagafrumvarpi stjómar- innar fyrir 1998 er borgið. Oscar Luigi Scalfaro forseti ógilti í gær afsagnar- beiðni Prodis og stjómar hans og hvatti þingið til að greiða atkvæði um traust á stjóm hans hið fyrsta. „I þessari kreppu vann enginn sig- ur eða ósigur. Skynsemin og hags- munir ftalíu urðu ofan á,“ sagði a Italiu Prodi við blaðamenn er hann kom af fundi Scalfaros. Leiðtogi kommúnista sagði eftir fund með Prodi, að samkomulagið tryggði stuðning kommúnista við stjórnina út næsta ár og hugsanlega lengur. Samkvæmt því heitir ríkis- stjórnin að stytta vinnuvikuna í 35 stundir fyrir árið 2001, að vernda líf- eyrisréttindi iðnverkafólks og minnka áformaðan niðurskurð ríkis- útgjalda um 500 milljarða líra, jafn- virði 20 milijarða króna. Reuters Clinton í Brasilíu BILL Clinton, forseti Bandarílq- anna, hlýðir á bandaríska þjóð- sönginn í skjóli heiðursvarðliða brasilíska hersins við forsetahöll- ina í Brasilíuborg í gær, á þriðja degi fyrstu heimsóknar sinnar til Suður-Ameríku. I gær ræddi hann við Fernando Henrique Cardoso, forseta Brasilíu, og komust þeir að samkomulagi um að viðræður um stofnun Frfverslunarsvæðis Norð- ur- og Suður-Ameríku fyrir 2005 skyldu hefjast á ráðstefnu leiðtoga Bandaríkjanna og ríkja Suður-Am- eríku sem verður í Santiago í Chile í apríl nk. Reurers HELMUT Kohl skálar á öðrum degi flokksþings CDU fyrir kosningasigrinum sem haun væntir á næsta ári. Flokksþing CDU í Þýzkalandi Ofur- áherzla á Evrópu Bonn, Leipzig. Reuters. Á ÖÐRUM degi flokksþings kristi- legi’a demókrata í Þýzkalandi, í gær, lögðu samherjar Helmuts Kohls kanzlara langmesta áherzlu á að flokkurinn hvikaði hvergi frá staðfastri Evrópustefnu kanzlar- ans. Kohl sór þess eið í ræðu sem hann flutti hinum 1.001 fulltrúa á flokksþinginu í Leipzig í fyiTadag að berjast af hörku fyrir fimmta kosningasigi-inum undir merkjum sameiningar Evrópu. Stjórnmála- skýrendur benda á, að Kohl hafi getað þakkað kosningasigurinn 1990 sameiningu Þýzkalands. Næstu kosningar vonist Kohl nú til að vinna með sameiningu Evrópu. Hvorki þingflokksfonnaðurinn Wolfgang Scháuble né Peter Hin- tze, framkvæmdastjóri flokksins, lét sitt eftir liggja við að ítreka það fyrir þingfulltrúum að af Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, yrði á tilsettum tíma í árs- byrjun 1999. „Evróið kemur, og það verður stöðugt,“ sagði Sch’ auble í gær um hina væntan- legu Evrópumynt, sem Þjóðverjar deila enn um hvort rétt og tíma- bært sé að taka upp í stað þýzka marksins. ■ Gagnrýnisraddir/20 Lyktin er lykillinn Washington. Reuters. STERK lyktin af hvítlauk er lykillinn að því hvers vegna hann virðist hamla bakteríu- sýkingum, að því er ísraelskir vísindamenn við Weizman- stofnunina greindu frá í gær. Efnið sem gefur hina stæku lykt deyfir tiltekin ensím i amöbunum er valda blóð- kreppusótt. Tilraunir voru gerðar á hömstrum og leiddu í ljós að amöburnar urðu ófærar um þá starfsemi er leitt getur til blóðkreppusóttar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.