Morgunblaðið - 19.10.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.10.1997, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 19. OKTÖBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HOLGER vann á tannlæknastofu á annarri hæð í hornhúsinu fyrir aftan. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fyrir utan dönskuna talar H9I- ger góða íslensku og þýsku. „Ég hef alltaf haft gaman af tungumál- um og reyndi að halda íslenskunni við með aðstoð orðabóka og með því að tala íslensku við íslenska gesti okkar. Mér fannst mjög gam- an að íslendingunum og aldrei var rifist um pólitík eða trúmál. Stund- um kom tengdafaðir minn í heim- sókn og oft keyrðum við með hann um nágrennið og allt suður til Frakklands. Hann hafði óskaplega gaman af því að skoða kirkjur og á einu ferðalaginu um Þýskalandi með honum og Unni Haraldsdótt- ur, seinni konu hans, skoðuðum við nánast allar kirkjur á leiðinni. Þegar Sigurbjörn kom aftur í heimsókn til okkar tilkynnti hann mér hátíðlega að ég þyrfti ekki lengur að hafa áhyggjur af því að skoða fleiri kirkjur. Mér létti, en ekki lengi, því hann var orðinn for- stöðumaður kirkjugarð- anna og vildi frekar skoða kirkjugarða. Skoðunar- ferðirnar tóku því ekki minni tíma en áður. Mér er sérstak- lega minnis- stætt þegar Sig- urbjörn vildi skoða einn stærsta kirkju- garð í Evrópu í Hamborg.“ Ófærufoss með brú ■llUI ÁISLENSKU PAHSK* UH6ÍIH6SIHS Hiiin níræði Holger Nielsen dreif sig í að læra íslensku til að stíga í vænginn við eiginkonuefnið Ninnu í rúmlega ----------7------- ársdvöl á Islandi á árunum 1929 og 1930. Anna G. Ólafs- dóttir komst að því að ekki hefur fallið á íslenskuna fremur en ást Holgers til Ninnu. Með glampa í augum minnist hann tímamóta- ---------7------ ársins á Islandi. Holger fæddist 7. september árið 1907 í Hróarskeldu í Danmörku. Foreldrar hans voru Anna, fædd Thomsen, og Henrik Nielsen. Hann var góð- kunnur í Hróarskeldu og þing- maður sósíaldemókrata til 23ja ára. „Ég hlaut hamingjuríkt upp- eldi í hópi 5 systkina og byrjaði Í3 eða 14 ára að leika á fiðlu. Fiðlu- námið gekk svo vel að ég lék ein- leik á tónleikum í skólanum. Eftir stúdentspróf frá Latínuskólanum spurði ég fiðluleikara í sinfóníu- hljómsveit Konunglega þjóðleik- hússins hvort ég gæti orðið fiðlu- leikari. Hann svaraði því til að ég væri ekki nógu duglegur til að verða alvöru fiðluleikari en gæti orðið ágætur stemmnings „fiðl- ari.“ Draumar mínar um feril á tónlistarsviðinu urðu þar með að engu. Ég ákvað að feta í fótspor bróður míns og verða tannlæknir og hóf tannlæknanám í Kaup- mannahöfn.“ Með fíðlu í farteskinu Eftir námið var enga vinnu fyr- ir Holger að hafa í faginu í Kaup- mannahöfn. Hann lét því slag standa og tók við af dönskum tannlækni á tannlæknastofu Halls Hallssonar í Austurstræti 14 við Austurvöll í Reykjavík árið 1929. „Reykjavík tók á móti mér með stórum jarðskjálfta á öðrum degi. Við vorum að skoða glös inni á tannlæknastofunni þegar húsið lék skyndilega á reiðiskjálfi. Fólk þyrptist út á Austurstrætið og frá Austurvelli gat að líta stóra sprungu í gegnum mitt Alþingis- húsið. Ég get ekki sagt að ég hafi verið hræddur, frekar spenntur, enda hafði ég aldrei upplifað ann- að eins. Reykjavík var auðvitað alls ekki sama stórborgin og Kaupmannahöfn. Hins vegar var hún töluvert lík Hróarskeldu og að því leyti fannst mér ég vera kominn aftur heim hérna,“ segir hann. Holger hafði haft fiðluna í farteskinu og ekki löngu eftir komuna til Reykjavíkur kom Gottfreð Bernhöft á tannlækna- stofuna. „Hann sagði mér að til stæði að stofna Jazzband Reykja- víkur og spurði hvort ég vildi vera með. „Af hverju ekki?“ hugsaði ég JAZZBAND Reykjavikur árið 1929 (f.v.) Hr. Fredriksen, Eggert Jð- hannesson, Aage Lorange, Holger Nielsen, Ingölfur Einarsson, Björn Jónsson og Axel Wolf frá Noregi. NINNA og Holger giftu sig 10. september árið 1930. Sama dag héldu þau með íslandi til Hafnar. Ninna lést í febrúar sl. „Ég hafði mikið gaman af íslend- ingunum og aldrei var rifist um pólitík eða trúmól." legum tökum á íslensku á þessu rúma ári. Ég man eftir því að ég hitti einu sinni mann úti í Siemsen og eins og gengur byrjuðum við að tala um veðrið. Mér fannst svolítið kalt en honum ekki eins. Ég sagði þvf við hann að mér fyndist oft kaldara en öðrum því að ég væri aðfluttur. Hann spurði mig í fram- haldi af því hvort ég væri að norð- an og svo að vestan. Þegar ég sagðist vera að sunnan horfði hann forviða á mig og sagði að ekkert væri fyrir sunnan. „Jú,“ sagði ég. „Þú þarft að fara alla leið suður til Hróarskeldu. Auðvitað var stundum erfitt hjá okkur Ninnu úti í Danmörku. Eins og t.d. á stríðsárunum. Landið var innilokið og erfitt að nálgast ýmsar nauðsynjar. Fljótlega eftir stríðið barst okkur pakki frá Islandi og fréttin um að í pakkanum væri ekta kaffi fór eins og eldur í sinu um hverfið. Kaffið var búið á innan við tuttugu mínútum." Frá kirkjum til kirkjugarða „Ég elskaði Ninnu alla ævi,“ segir Hol- ger. „Líf hennar varð líf mitt. Ninna sakn- aði Islands ekki svo mjög enda voru allir svo hrifnir af henni og verkum hennar í Danmörku. Ninna var myndhöggvari og gerði fjölmargar fallegar myndastyttur á ævinni. Samt vildi hún að sum- arbústaðurinn okkar stæði í ís- lensku umhverfi. Við leituðum á Sjálandi í tvo mánuði. Að lokum sá Ninna berangurslegt svæði við sjóinn. Þar vildi hún að sumarbú- staðurinn risi. Engin tré voru í kring. Nú eru tré úti um allt. Sumarbústaðurinn fékk nafnið Esja og kringum hann hef ég gert litlar eftirmyndir af íslensku foss- unum, Goðafossi, Dettifoss og Ófærufossi. Eini munurinn á raunverulegum fossunum og mín- um er stærðin og svo er minn Ófærufoss enn með brú. Ég hef alltaf haft yndi af ís- lenskri náttúru og alveg sérstak- lega fegurðinni og kraftinum í ís- lensku fossunum. ísland og Dan- mörk eru mér jafn hjartfólgin. Eftir líf með Ninnu er ég orðinn íslendingur að hálfu og Dani að hálfu“. og tók tilboðinu. Við spiluðum á böllum í Iðnó og af og til spilaði ég á fiðluna við þöglar myndir í Nýja bíói. Mér var mikill heiður að því að leitað var til mín þegar stofnuð var Hljómsveit Reykja- víkur til að leika á Alþingishátíð- inni 1930. Kennari kom frá Vín og æfingar fóru fram með dyggri að- stoð Páls ísólfssonar í Hljómskál- anum.“ „Hvaða maður er eiginlega þarna?“ Á Alþingishátíðinni hafði Hol- ger kynnst Ninnu. „Einn dag hafði Ninna komið inn á tann- læknastofuna svo sérstaklega feimin og sæt. Ég var svo heppinn að Astrid Forberg, vinkona Ninnu, var kærasta Ellerups apó- tekara, vinar míns. Þess vegna var auðveldara fyrir mig að nálg- ast hana. Við hittumst oft heima hjá Astrid og eftir á fylgdi ég Ninnu heim. Ég man að einu sinni þegar við stóðum fyrir framan heimili hennar á Fjölnisvegi 2 heyrðist skyndilega með þrumuraust sagt fyrir aftan mig „Hvaða maður er eiginlega þarna?“ Þarna heyrðist í Sigur- birni Þorkelssyni í Vísi, föður Ninnu, og honum var ekki skemmt enda hafði hann sérstak- lega lofað Gróu Bjarnadóttur, móður Ninnu, áður en hún dó að gæta hennar og hinn systr- anna fjögurra vel. Þrátt fyrir að ég hi-ykki svolítið við hafði ég ekki áhyggjur því ég hafði fundið fyrir því að ég hafði kynnst góðu fólki. Eftir að við Ninna höfðum trúlofað okkur gerði Sigurbjörn ekki athugasemdir við að við vær- um sarnan." Holger og Kristín Ninna Sigur- björnsdóttir giftu sig í stássstofu séra Bjarna Jónssonar dómkirkju- prests hinn 10. september árið 1930. Athöfnin var afar hátíðleg og prestsfrúin lék brúðarmars Mendelsons á píanóið. „Sama dag sigldum við svo með Islandi til Danmerkur. Ferðinni var ekki lok- ið þegar komið var til Hafnar því að ég hafði tekið að mér vinnu í Zurick og þangað héldum við. í Zurick bjuggum við í rúmt ár áður en haldið var að nýju til Kaup- mannahafnar. Ég stofnaði stofu í Kaupmannahöfn og lífið hélt áfram. Við eignuðumst syni, 1932, 1935 og svo aftur 1942 og 1945 og nóg var að gera.“ Að sunnan Þegar Holger og Ninna voru að slá sér upp vildi Ninna af feimni við Holger ekki tala dönsku. „Ég sá því fljótt að eina ráðið var að læra íslensku. Ég náði því þokka- I t I > i t I I i i I I ( i ( l

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.