Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 19
f MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 B 19 i i J J I ,1 I I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 i i i i i < < < morð og nauðgun á ungri stúlku í þorpinu en þorpsbúar loka á hann hræddir við illingjaklíku staðarins. Aður en langt um líður er áhorf- andinn orðinn vitni að enn einu finnsku fylleríi, eymd og vesal- dómi. Rólega þorpið er fyrsta mynd leikstjórans og ber þess nokkur merki, leikurinn virkar áhugamannslegur og slagsmálaat- riði eru með dauflegra móti en það er kraftur í frásögninni og Taisto Reimaluoto er ágætlega viðskota- illur í hlutverki lögreglumannsins. Onnur finnsk mynd sem þótti góð og var umtöluð heitir Safnar- inn („Neitoperho") og segir af ungri finnski'i konu sem er rótlaus á flakki á þjófstolnum bíl systur sinnar. Leikkonan Leea Klemola þótti fín í aðalhlutverkinu og var mætt til Þrándheims með unga- barn sitt og ræddi um fallvaltleika ástarinnar á fundi með áhorfend- um. Hún sagði af dæmigerðri finnskri svartsýni: Ef ástin væri hestur mundi ég ekki veðja á hann. Sakamálamyndirnar Norrænu sakamálamyndirnar á hátíðinni voru upp og ofan og því marki brenndar að vera meira fyr- ir sjónvarp en bíó og sækja frá- sagnaraðferðina í vinsælar amer- ískar sjónvarpsseríur. Ein slík var danska spennumyndin „Secten" eða Sértrúarhópurinn eftir Susan Bier. Mynd hennar, Freud flytur að heiman, var sýnd hér á landi á non-ænu hátíðinni 1993 að mig minnir. Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld samdi tónlistina í Sértrú- arhópinn en myndin er um stúlku sem á vinkonu er virðist komin undir ægivald stjórnanda sértrú- arhóps í Kaupmannahöfn og þjáist fyrir þær sakir. Vinkonan reynir að ná henni úr klóm hans en það kostar talsverð átök. Ásláttartón- list Hilmars fellur ágætlega að efninu og Bier tekst að skapa nokkurn óhugnað tengdan hugar- þvotti, ofbeldi og ankannalegheit- um sértrúarflokksins. Það er ekki oft sem gerðar eru spennumyndir um konur og hinn feminíski þáttur gerir talsvert mikið fyrir söguna. En ekki tekst Bier að skapa neina raunverulega spennu úr efninu og tilgangur og markmið sértrúar- flokksins fer fyrir ofan garð og neðan nema nafngiftin á höfðingja flokksins er ágæt hugmynd. Hann heitir Bernard Lack eða B. Lack eða Black. Enn meiri sjónvarpsmynd er sænska spennumyndin Beck eftir leikstjórann Pelle Seth. Titilper- sónan er ein þekktasta söguper- sóna sænskra sakamálabók- mennta, Martin Beck úr bókum Sjöwall og Wahlöö. Með honum í myndinni er skapstygga tröllið Gunvald Larson en aðrir úr bók- unum eru þar ekki. Beck er önnur myndin af tveimur sem gerð er um þessa tvo löggufélaga en hin heitir Spor í myrkri og er stýrt af danska leikstjóranum Morten An- Ired, sem vann með von Trier við Lansann og reyndar einnig Brimbrot. Löggufélagar bókanna vinsælu eru settir á lögi'eglustöð í Stokkhólmi í nútímanum að fást við óhugnanleg morðmál en lítið eimir eftir af anda bókanna í þess- ari mynd. Peter Haber er mátu- lega lífsþreyttur sem Beck (Bergljót Arnadóttir kemur ör- stutt fyrir í myndinni sem fráskilin eiginkona hans) og Mikael Pers- brandt ofgerir skapvonsku Gun- vald þar sem þeir fara um Stokk- hólm og ekki síst Internetið í leit að barnamorðingja í gegnum barnaklámhring. Efnið er skelfing ljótt og grófgerð leikstjóm Seth dregur ekki úr því. En sjónvarps- áferð myndarinnar minnir helst á bandarísku lögguþættina „NYPD“ í skuggalegri lýsingu, rykkjum og skrykkjum í handheldri mynda- tökuvél og tæknilegu yfirbragði sem dregur athyglina að sér og virkar fremur tilgerðarlega ofan á einfalda laus málsins. Það vantar Reykjavík: Apótek Árbæjar • Baza sólbaSsstofa • • Grandasól • Gullbró • Kaupgarður 1 Blu di blu • DekurhorniS • Gjafa og snyrtivöruverslunin Stigahlíð 1 Nana • Sólbaðsstofan Grafarvogi • Supersól Kópavogur: Bazar sólgalleri • Kópavogsapótek • Snyrtivöruverslunin Snót Hafnarfjörður: Sól og saela Akranes: Allý ísafjörður: Krisma Bolungarvik: Laufið Sauóórkrókur: Skagfirðingabúð Ólafsfjörður: Tíska og sport Dalvík: Kotra Akureyri: Ynja Sunnuhlíð Húsavík: K.Þ. Esar Egilsstaóir: Skógar Eskifjörður: Hókon Sófusson Höfn: KASK Vik : Klakkur Hvolsvöllur: Apótekið Vestmannaeyjar: Hressó Grindavik: Paloma run: ■ ■ HEILDVERSLUN ■ ■ VatnagörSum 14 Sími 568 0656 Kollberg, segii’ á einum stað í myndinni, og nú er enginn til að tala við. Myndin skildi eftir sams- konar söknuð. Hin hvimleiða sjónvarpsáferð var kannski mest áberandi í norsku spennumyndinni „Salige er de som törster" eða Sælir eru þyrstir, sem gerð er eftir einni sögu Anne Holt, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Noregs. Tvær sögur hennar hafa verið kvikmyndaðar, þessi sem bíómynd og önnur sem fjögurra þátta sjónvarpssería. Saga Holt geymir verulega góða fléttu og áhugaverðar persónur og leikstjórinn byrjar myndina mark- visst til þess að grípa athygli áhorfandans með klippingum á milli þriggja atburða; lesbískt par sefur saman, maður og, kona sofa saman á hótelherbergi og ungri stúlku er nauðgað á heimili sínu. Því miður þvælist takan sífellt fyr- ir myndefninu með stöðugri hreyf- ingu og ofsanærmyndum sem verður að áreiti. Það er eins og höfundar myndarinnar hafi ekki treyst söguefninu og tekið fram- fyrir það með eintómum stælum. Myndin er dæmigerður sjónvai’ps- þáttur að öllu leyti, kannski ein- hverskonar blanda af Taggart og Ruth Rendell. Ef fólk vill fara í bíó til þess að horfa á sjónvarp þá er þetta myndin. Þrjár íslenskar bíómyndir vora á hátíðinni í Þrándheimi og vöktu jákvæð viðbrögð og sýndur var fjöldi stutt- og heimildarmynda m.a. um Lars von Trier. Norski leikstjórinn Jan Troell var heið- ursgestur hátíðarinnar og sýndar vora nýjar og gamlar myndir eftir hann, m.a. sú ágæta mynd „II Capitano", sem sýnd var þegar Norræna hátíðin var haldin hér á landi. Troell, sem gerði Vesturfar- ana 1 gamla daga og nú síðast Hamsun og er fyrirtaks kvik- myndatökumaður, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann þyldi ekki hinn nýja kvikmyndatökustíl, sem var svo áberandi í myndum hátíðarinnar. Mikla athygli vakti heimildarmynd hans um heim- skautaleiðangur August Andrée og tveggja félaga á loftbelg en Troell hafði áður gert efninu skil í bíómyndinni Flugi arnarins í byi'j- un níunda áratugarins. í heimild- * armyndinni skoðaði hann fram- heimildirnar sem hann notaði við gerð leiknu myndarinnar en það era ljósmyndir sem ferðalangarnir tóku á ferð sinni um norðurhjar- ann og dagbækur sem fundust 30 árum eftir að mennirnir létust. Norræna hátíðin í Þrándheimi bauð upp á misjafnar myndir, sumar góðar og aðrar síðri eins og gengur, en hún sýndi fyrst og fremst að það er lífleg kvik- myndagerð stunduð á Norður- löndunum. 3 KIRSTEN Rolffes í Lansanum 2 eftlr Lars von Trier, næstum fimm tfma hroltvekjandl sápu- óperu. 4 LARS von Trier. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.