Morgunblaðið - 19.10.1997, Side 4

Morgunblaðið - 19.10.1997, Side 4
4 B SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ SÖGULEGUR leikþáttur var settur á svið, þar sem Pitte ábóti vekur fyrir 100 árum opinberlega máls á eymd sjómannanna við ísland og heimtar að þeim verði veitt lfkn og sjúkrahjálp með spítalaskipi. Sjómannskonurnar taka undir. ATTU LANGA SAMLEIÐ Á HAFINU Gravelines er blómlegur bær á norðurströnd Frakklands er ræktar sínar rætur, sem m.a. liggja til Islands þar sem fískimenn þeirra veiddu á skútum þorsk á aðra öld. Því efndu þeir í lok september til mikillar hátíðar, „Fete des Islandais“. Auk annarra hátíðahalda minntust þeir Islandstímans og undirskrifuðu með _________fulltrúum vinabæjarins Fáskrúðsfjarðar og fleirum____________________ viljayfirlýsingu um aukin samskipti framvegis. Elín Pálmadóttir var þar ásamt fleiri gestum frá Islandi og víðar að. Sjóminjasafninu í Grand-Fort-Phil- ip, sem er nýuppgert með tækjum og minjum frá sjónum, þar á meðal eru skjöl og myndir frá Íslandstím- anum. Er verið að vígja þarna nýja slysavamastöð. Það setti svip á móttökuna í safninu að íbúar í þjóð- búningum þess tíma, konur, böm og karlmenn, mynduðu röð fyrir dyrum úti og heilsuðu með fánum. Onnur myndasýning um Islands- tímann var opnuð við hátíðlega at- höfn f salarkynnum inni í bænum. Þar var mikið af gömlum myndum frá spítalaskipafélaginu Oevres de Mer, í öðra lagi myndaspjöld með textum í láni frá safninu í Rocheford, og í þriðja lagi mynda- sýning og myndir frá safninu í Gravelines. Þá hafði forseti Vinafé- lags Islands í París, Jean-Yves í FISKIMANNABÆNUM Fort Mardyck heita götumar enn fslenskum nöfnum: Rue du Geysir, Ruelle Riekiavik, Ruelle Islands og bæði Ru- elle Budir og Rue Fáskrúdsfjord, sem gladdi Fáski-úðsfirðingana Steinþór Pétursson bæjarstjóra, Albert Kemp forseta bæjarstjórnar og varaforsetann Magnús Stefánsson. Með þeim er Léon Panier bæjar- stjóri í Gravelines. BÆRINN Gravelines liggur í sandhólunum við Norður- sjó, milli Dunkerque og Calais. Út að sjó liggur rúmlega tveggja kílómetra löng innsiglingarrenna, þar sem bátam- ir sigldu út með 900-1000 sjómenn áleiðis á Islandsmið og komu heim á þessum árstíma. Þá var hátíð í bæ, eins og nú þegar þeirra er minnst með hátíð, „Fete des Is- landais". Út um þessa rennu hélt því báta- floti á hátíðinni. í broddi fylkingar „Le pere Duval“ með bæjarstjórn- ina og gestina frá íslandi, auk sendiherrans m.a. bæjarfulltrúa og bæjarstjóra frá vinabænum Fá- skrúðsflrði, en gestir frá öðram vinabæjum í Bretlandi, Þýskalandi, á Bretagne og fleiri í næsta báti á eftir. Siglt var út hjá sjómanna- hverfunum gömlu Petit Fort og Les Huttes og litlu kapellunni út við hafið Notre-Dame-des Bon Secour, þar sem sjómennirnir tóku ofan og fóra með bæn og konur þeirra báðu fyrir þeim. Úti á rúm- sjó flutti sóknarpresturinn bæn og Léon Panier bæjarstjóri og sendi- herra íslands Sverrir Gunnlaugs- son vörpuðu blómsveig í hafið með áletraninni.“A nos Marins. Diparae en Islande", til minningar um sjó- mennina okkar, sem hurfu á Is- landsmiðum. Sjómaður blés í lúður og gestir og heimamenn á bátunum í kring tóku ofan. Þetta markaði þær tilfinningar sem maður finnur enn í þessum bæ, sem svo lengi lifði á íslandsveiðunum er kostuðu svo marga sjómenn lífið á fjarlægu hafi. Stöndugur bær Nú er Gravelines stöndugur bær. Eftir að fiskveiðum lauk og ís- landsgólettumar hurfu eftir stríðs- lok hallaði undan fæti. En þá var stærsta kjamorkuknúna raforku- ver Frakka byggt þama út við sjó- inn með tilheyrandi skatttekjum fyrir þennan 8000 manna bæ. I framhaldi var byggt stórt álver, sem bærinn á mikinn hlut í og fyrir tveimur áram keypti hann mestan hlut í fiskræktarstöð sem orðin er ein sú stærsta í Evrópu fyrir dýran fisk, en hiti frá kjamorkuverinu vermir vatnið. Selja þeir 2200 tonn af hinum dýrmæta fiski barra og kóngaflekk, sem er lúxusfæða á veitingahúsum. Þar starfa frá 5 og upp í 75 manns þegar mest er. Því var hvíslað að mér að fyrir kílóið feneiust allt að 55 frankar oe veltan væri 74 milljónir á ári á móti 14 milljónum í fóðurkostnað. Ekkert af þessu er inni í bænum eða fiski- mannaútbæjunum meðfram skipa- rennunni, Petit Fort, Grand Fort eða Les Huttes. Gravelinesmenn nýta tekjumar vel til að halda við sögulegum minj- um, m.a. gömlu fískimannahúsun- um og hafa komið fyrir söfnum í þykkum stjömulaga borgarveggj- unum frá þeim tíma er enskir og spánskir vora þar að stríða á mið- öldum. Og þeir hafa komið sér upp gríðarmikilli tómstundasamstæðu, Sportica, með íþróttaaðstöðu, sam- komusölum, kvikmyndasölum o.s.frv., sem hýsti hluta af hátíða- höldunum, svo sem sýningu á kvik- mynd Friðriks Þórs „Cold Fever“ í UDPhafi oe íslandsmvnd með kynn- ingu Kanadamannsins J.L. Math- on, að ónefndum mikilvægum körfuboltaleik milli hins sterka liðs Toulouse og heimaliðsins B.C.M, sem stutt er vel af bæjarstjórn Gravelines og var komið í 3. sæti meðal frönsku liðanna. Menn voru því æði spenntir og æsingurinn í þessum gríðarstóra keppnissal þeirra ólýsanlegur. Við gestirnir studdum auðvitað heimaliðið, sem sigraði með 72 gegn 60. En það er önnur saga. Tími íslandssjómannanna Aðaláherslan á hátíðinni var þó eins og nafnið vísar til á tíma Is- landssjómannanna. Eftir að hafa varpað í hafið blómsveig til minn- rngar um þá sem ekki komu aftur af íslandsmiðum var haldið að Conrad, lagt fram fyrir gesti að skoða mikið safn sitt af bókum á frönsku um Island og ljósmyndar- inn Patrick Chefsson kynnti bók sína Islande Nature, sem kom út í haust í Frakklandi í bókaflokki hans frá ýmsum löndum undir nafninu „Voyage Nature". Þarna var semsagt mikil kynning á Islandi fyrr og nú. Útvarpið hafði líka sett upp tvíþætta myndasýn- ingu í sínum húsakynnum. Annars vegar með myndum úr sögu, bók- menntum og landafræði Islands, sem sendiráð íslands hafði útvegað. Og hins vegar landslagsmyndir eft- ir íslandsvininn og formann „Kynn- ingarfélags um íslenska menningu og fræðslu", M. Francoise Scheffer. Sverrir Gunnlaugsson sendihema opnaði báðar þessar sýningar. Við opnun hátíðarinnar í Ráðhúsinu þakkaði hann íyrir hönd íslands þennan mikla áhuga bæjarstjórans á samskiptum við Island fyrr og nú. íslandsfiskimennirnir á skútun- um bjuggu á sínum tíma í einslitu samfélagi í þorpum á þessari norð- urströnd, allt frá Gravelines í vestri gegnum Dunkirque, og áfram inn yfir landamæri Belgíu, þaðan sem fiskimennirnir sóttu skipsrúm á Dunkirque-skipin. Þótt boðnir væru gestir víðar að vildi Léon Panier bæjarstjóri í Gravelines gefa Islendingunum kost á að þefa aðeins af þessari sögu og gerði ferð með þá allt til bæjarins Oostduink- erke-aan-Zee í sandhólunum við sjóinn inni í Belgíu. Á leiðinni var stansað í Islandssjómannabænum Fort Mardyck, þar sem götumar heita ennþá ruelle Reikkiavik, rae de Geysir, og raelle Islande, og bæði rae Fáskradsfjordur og raelle Budir, sem kætti sérlega bæjarfull- trúana frá þeim austfirska bæ Fransaranna. Ferðinni var heitið til þessa belgíska bæjar vegna þess að þar er mjög merkilegt sjóminjasafn, Nationaal Visserijmusem van Oost- duinkerke, þar sem m.a. er á vegg mynd af manni sem fórst við Island 1 í mannskaðaveðrinu 1888 og eru i sagnir um að þá hafi 17 belgískir sjómenn frá þessum bæ farist á Dunkerque-skipum. Einnig mynd af öðrum sem lifði af 33 vertíðir við Island. En kveikjan að heimsókn- inni var sérstök sýning í safninu á myndum frá Islandstímanum, tekn- ar 1912, í umsjá Jean Pierre Mellis. Bæjarstjórinn i Gravelines sagði að sér væri mjög í mun að tengja sam- an þessa bæi með þessa sömu sögu ' af Islandsveiðunum. Hafði hann af | því tilefni boðið á hátíðina Henri i Guegen aðstoðarbæjarstjóra í Plou- baslanec á Bretagneskaga, þar sem er í kirkjugarðinum minningar- veggurinn frægi með nöfnum sjó- manna og skipa sem fórust við Is- land frá Bretagne. Nú er þessi belgíski bær baðstrandabær eins og flestir bæirnir í sandhólunum með ströndinni. En minningunum , er við haldið. Fiskimannaskrúðgangan endurvakin * Sunnudaginn 28. september var í Gravelines endurvakinn hinn hefð- bundni Islandssjómannadagur með skrúðgöngum og sjómannadags- balli. Hófst með sjómannamessu við kirkju Heilags Thomasar Becket í fiskimannahverfinu Les Huttes, þar sem presturinn bað | fyrir sjómönnum fyrr og nú við alt- ari með gólettulíkani. En þaðan var haldið í endurgerð hinnar sögulegu ) skrúðgöngu með helgigripi og skipalíkön úr kirkjunni. Safnast hafði saman fjöldi manns, margir í búningum fólksins í fiskimanna- þorpunum frá þessum tíma, og gengu með lúðrablæstri um þröng- ar götur Les Huttes. Sjómenn báru líkan af gólettu og yfir gnæfðu hefðbundin risalíkön af sjómanns- fjölskyldu úr sögunni. I broddi fylk- ingar gengu auk bæjarstjóra Grav- elines bæjarfulltrúarnir frá Fá- I skrúðsfirði. Er stansað var við Helgireit frá píslarsögu Krists, þar sem konurnar báðu jafnan fyrir sjó- mönnunum á miðunum og þökkuðu heimkomu þeirra, lögðu blómsveiga að minnismerkinu Steinþór Péturs- son, bæjarstjóri á Fáskrúðsfirði, og Panier, bæjarstjóri Gravelines. Síð- an var haldið áfi-am þar sem reist hafði verið á götunni leiksvið. Leikþáttur um Pitte ábóta í tilefni af þessari Íslandshátíð hafði verið saminn leikþáttur til að minnast þess að 100 ár eru síðan Pitte ábóti frá Gravelines barðist íyrir því að sjómönnunum frönsku yrði veitt sjúkrahjálp og líkn á mið- unum við Island, sem varð kveikja þess að farið var að senda þangað j spítalaskip og síðan byggja fyrir þá spítala. Var þessi leikþáttur fluttur á leiksviði á götunni framan við gamla barnaskólann í Les Huttes og texta dreift á íslensku, svo að ís- lensku gestimir mættu fylgjast með. Sögumaður upphóf frásögn- ina: „Fyrir hundrað árum greinir C. Pitte ábóti frá Grand-Fort af veik- um mætti frá hörmungum norður- faranna og Islandsfaranna, vottar bágindi hásetanna og barna þeirra og ákveður að koma fram og velta boltanum á opnum vettvangi til | þeirra „sóknarbarna" sinna sem J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.