Morgunblaðið - 19.10.1997, Side 18

Morgunblaðið - 19.10.1997, Side 18
18 B SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 1 ANNEKE von der Lippe og Lars Simonsen f mynd Nils Malmros, Barböru, sem gerist í Færeyjum. 2 V1NKONURNAR f spennumynd Susan Bier, Sértrúarhópnum. 5 ÚR SÆNSKU spennumyndinni Beck, sem segir af glæparann- sóknum Martin Becks og Gunvald Larsons. 6 FINNSKUR nútímavestri; úr myndinni Þögia þorpið. 7 MAX von Sydow í nýjustu mynd Liv Ullmans, Einkasamtöl, sem gerð er eftlr handriti Ingmar Berg- mans. EF EITTHVAÐ er að marka bíómyndimar á nýlokinni norrænni kvik- myndahátíð í Þrándheimi í Noregi skiptist nokkuð í tvö horn það sem frændir vorir á Norður- löndunum era að fást við. Annars- vegar búa þeir til afþreyingarefni, spennumyndir sem era kirfilega pakkaðar í neytendaumbúðir og gerðar með kvikmyndatækni sem á miklu mun betur við í sjónvarpi en bíói (ef hún á þá einhverntíma við), eða þeir búa til það sem þeir eru kannski þekktastir fyrir, háal- varlegar, dramatískar myndir eða Bergmanmyndir sem virka of langar. Þær þurfa í raun ekki að taka tillit til markaðarins því búið er að borga fyrir þær úr barma- fullum kvikmynda- og sjónvarps- sjóðum og leikstjórarnir hafa al- gerlega frjálsar hendur varðandi lengd og lokafrágang. Ólíkt þeim keppast höfundar afþreyingar- myndanna við að fanga áhorfendur með yfirkeyrðri stflfærslu í upp- töku og hraða í framvindu, sem illu heilli vill oft þvælast fyrir ágætu söguefninu. Svo voru myndir í Þrándheimi sem erfitt er að fella undir ákveðinn hatt. Lansinn 2 eða Riget 2 eftir Lars von Trier er ein af þeim, bráðskemmtileg blanda af sápuóperu og hryllingsmynd sem gerist á Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn. Og talandi um lengd. Kvikmyndaútgáfan er tæpir fimm tímar. Samt var hún ekki eins löng á að horfa og margar aðrar myndir í Þrándheimi. Framhald Lansans Lansinn 2 var auðvitað sú mynd sem allir biðu eftir 0] besta mætingin var á hana. Von Trier gerði síðast Brimbrot eða „Breaking ■ I the Waves“, stórkostlega áhrifamikla, biblíulega dæmisögu um fómina, sem tekið var fagnandi víðast hvar. Leikstjórinn var ekki mættur í Þrándheimi. Hann þjáist af margskonar fælni og m.a. ferðafælni og heldur sig heima við. Telja margir að það sé plat eitt og aðferð von Triers til þess að vekja á sér athygli en meðstjómandi hans við gerð Lansans 2, danski leikstjórinn Morten Arnfred, sagði í samtali við Morgunblað- ið að fælni von Triers væri há- alvarleg og ákaflega bagaleg og þjáðist hann mjög vegna hennar. Það eina jákvæða við hana, ef hægt er að nota það orð, væri að leikstjórinn setti allt það sem hann fældist í myndirnar sínar. Lansinn 2 byrjar þar sem fyrri myndin endaði og heldur áfram að segja frá atburðunum á spítalan- um þar sem takast á hið góða og hið öla. Gamla skyggna konan, frú Drasse (Kirsten Rolffes), lendir í bflslysi á leiðinni af spítalanum og er lögð inn aftur að fást við drauga og forynjur. Sænski yfirlæknirinn og danahatarinn Stig Helmer (Emst-Hugo J'aregárd) kemur heim frá Haítí með görótt dásvefn- lyf, sem hann byrlar sínum versta óvini á skurðdeildinni. Yfirmaður deildarinnar, prófessor Mosegaard (Holger Juul Hansen), leitar sér sálfræðihjálpar hjá ofvirkum ný- aldarsinna er ber bumbur í kjallar- anum og svo mætti áfram telja. Einhverstaðar djúpt í spítalabygg- ingunni hefst hið illa við, en per- sónugervingur þess minnir svolítið á Peter Lorre í framan, og reynir að drepa hið góða í líkingu skelfi- lega afmyndaðs fyrirbura, sem vex og vex og vex. Það er heilmikill óhugnaður í Lansanum 2 sem góð tónlist og áhrifshljóð ýta undir og verður til undir áhrifum frá David Lynch fremur en nokkrum öðrum. En það er líka mun meiri gamansemi í framhaldsmyndinni en í fyrri Ef ástin væri hestur mundi ég ekki veðj a á hann Norræna kvikmyndahátíðin er haldin á tveggja ára fresti og í ár var hún í Þrándheimi í Noregi. Arnaldur Indriðason sótti hana og sá margar nýjustu myndirnar frá Norðurlöndunum, m.a. Lansann II, næstum fímm tíma sápuóperu danska leikstjórans Lars von Triers, sem er beint framhald sjónvarpsþáttanna sem ríkissjónvarpið sýndi fyrir nokkru. svona 20 mínútur af lengd sinni en hún er vel leikin með mörgum skemmtilegum aukapersónum og fegurð Færeyja fær vel notið sín í myndatöku Jan Weincke; einkan- lega era atriði með sjómönnum á róðrarbátum í vondum veðram í færeyskum brimgarði vel af hendi leyst. Myndin lítur mjög vel út og áherslan er líka á góðan húmor innan um svellandi ástina en það ætti einhver að senda hana í klipp- ingu. Allt er þó afstætt. Frásögnin i Barböra þaut hjá sem í svipleiftri miðað við nýjustu söguna í mynd Liv Ullman, sem hún sýndi á há- tíðinni. Um er að ræða Bergman- mynd í raun og sann er heitir Einkasamtöl eða „Enskilda sam- tal“ og er gerð eftir handriti Ing- mar Bergmans. Hann hefur áður í kvikmyndahandritunum I góðu skyni og Sunnudagsbarni fjallað um foreldra sína en nú tekur hann íyrir atburð í lífi móður sinnar á þriðja áratugnum þegar hún gift þriggja barna móðir átti í ástarsambandi við ungan guðfræðing. Einkasamtöl er ákaflega trúarleg mynd og kemur inná mörg efni eins og frelsi konunnar, sektar- kennd, ást í meinum og ekki síst tímahugtakið og þá sátt sem tíminn færir okkur. Uppbygging henn- ar er athyglisverð en hún samanstendur af fimm samtölum um sama at- burðinn sem konan á við gamlan prest, sem Max von Sydow leikur af ein- stökum þokka, eigin- mann sinn og elskhuga. Pemflla August, eiginkona danska leikstjórans Bille August, leikur konu þessa af mikilli innlifun og innsæi en leikur hennar er sér- staklega agaður og tján- ingarfullur í senn þegar hún dregur sig niður í innstu sálardjúp. Sven ■ Nykvist stendur á bak við I ivagfca myndavélina og límir sig 4 andlit leikaranna í löngum, stifltum senum og nærmyndum. Hinni yJW myndrænu útfærslu er ■ ® haldið í algjöra lág- marki, myndin gæti ess vegna öll verið tekin á leiksviði, og klippingar era fá- tíðar en Ullman leggur alla áherslu á orð Bergmans. Góð dramatík kannski en vont bíó. Liv Ullman sagði í samtali við Morgunblaðið að Ingmar Bergman hefði hringt í sig þar sem hún var við tökur á Kristínu Lavransdóttur og spurt hvort hún vildi stýra bíómynd eftir handriti sínu. Hún hikaði ekki við að fallast á það án þess að vita um hvað Bergman hafði skrifað •j og þegar kom að sjálfri kvikmyndageðrinni hefði hann látið hana algerlega um stjórn verksins, enda hefði ekki annað komið til greina af sinni hálfu. myndinni, einkum og sér í lagi í at- riðunum sem snúa að danahatar- anum skapilla frá Svíþjóð. Von Trier og félagar blanda saman á einhvem furðulegan hátt þáttum úr mörgum ólíkum kvikmynda- greinum í ómótstæðilega húmor- íska hrollvekju; sápuóperam sjón- varpsins, hryllingsmyndum nútím- ans, gamanmyndum og vísinda- skáldskap. Kannski helsta afrek von Triers sé að búa til raunsæjar persónur innan furðuveraldar sinnar, persónur sem þú trúir á, finnur til með og skilur sem mann- eskjur, veiklyndar, svikular, ást- ríkar, hatursfullar. Skýrast kemur þetta fram í sænska danahataran- um. Þegar líða tekur á myndina fer maður ósjálfrátt að hlæja að vandræðagangi hans, reiði og pirr- ingi, um leið og hann birtist á tjaldinu. Myndin endar ekki, þ.e.a.s. sögunni lýkur ekki fyrr en í Lansanum 3 og verður sú mynd ekki tilbúin til sýninga fyrr en um árið 2000. Barbara Lansinn 2 er eins og fyrri Lans- inn og Brimbrot öll tekin með handheldri myndavél sem er á sí- felldum þeytingi á milli persón- anna og skapar óróa sem mörgum finnst óþægilegur og illþolandi á að horfa en aðrir hrífast af. Opn- unarmynd hátíðarinnar, hið mikla ástardrama Barbara eftir danska leikstjórann Nils Malmros, var af allt öðram toga og tekin á hefð- bundinn máta í Færeyjum. Mynd- in hefur notið mikilla vinsælda í Danmörku svo ekki sé talað um Færeyjar (hún hlaut hin svoköll- uðu áhorfendaverðlaun í Þránd- heimi). Hún er byggð á færeyskri þjóðsögn eins og hún er sögð í skáldsögu eftir Jörgen-Frantz Jacobsen frá 1939. Sagan er afar hjartfólgin Færeyingum og Malm- ros vinnur ágætlega úr henni, mjög aðstoðaður af Anneke von der Lippe eða Anneke frá Vör í tit- ilhlutverkinu; hún er frábær. Sag- an gerist um 1760 og segir af presti sem kemur frá Kaupmanna- höfn til Færeyja og kynnist stúlkunni Barböra, prestekkju í Þórshöfn, en sagnir hei-ma að hún sé ekki við eina fjölina felld í ástar- málum. Því fær prestur að kynn- ast sér til mikillar öi-væntingar. Myndin getur þolað að missa Finnskur nútímavestri Finnarnir gera myndir sem era ólíkar öllum öðram norrænum myndum og oft betri en aðrar nor- rænar myndir. Þeir eru óhræddir við að útmála finnskt samfélag á þann hátt að ferðamálafrömuðir landsins fá fyrir hjartað og það gerir leikstjórinn og leikarinn Kari Vaánánen í myndinni Þögla þorpið (Vaiennut kylá). Kari er sam- starfsmaður Kaurismakibræðra til margra ára og þeir framleiða myndina hans, sem byggist laus- lega á óhugnanlegu finnsku saka- máli. Kari gerir úr því finnskan nútímavestra sniðinn að öllu leyti úr amerísku hefðinni; myndin er eins og finnsk endurgerð Spencer Tracy myndarinnar „Bad Day at Black Rock“. Lögreglumaður kemur til smábæjar að rannsaka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.