Morgunblaðið - 20.11.1997, Side 44

Morgunblaðið - 20.11.1997, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fjórir nýir íslandsmeistarar SKÁK íslandsmót kvcnna, drcngja, tclpna og í n c t s k á k SKÁKMIÐSTÖÐIN, FAXA- FENI 12 OG VÍÐAR. Guðfnður Lilja Grétarsdóttir er ís- landsmeistari kvenna, Sigurður Páll Stefánsson Islandsmeistari drengja, Ingibjörg Edda Birgisdóttir Islands- meistari telpna og Benedikt Jónasson varð íslandsmeistari í netskák. Níundi titill Guðfríðar Lilju MEÐ sigri sínum á íslandsmóti kvenna 1997 náði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þeim einstaka áfanga að verða íslandsmeistari kvenna í níunda sinn. Hún vann allar sjö skákir sínar á mótinu. Því lauk 12. nóvember. Keppendur voru átta tals- ins og í efstu sætunum urðu: 1. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 7 v. af 7 2. Anna Björg Þorgrímsdóttir 6 v. 3. -4. Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Harpa Ingólfsdóttir 4 'A v. Skákstjóri var Júlíus Friðjónsson. Benedikt Jónasson íslands- meistari í netskák íslandsmótið í netskák 1997 fór fram sunnudaginn 16. nóvember. Benedikt Jónasson, Hafnarfirði, tryggði sér Islandsmeistaratitilinn af miklu öryggi. Hann gerði jafn- tefli í fyrstu umferð, en vann síðan næstu átta skákir. Eins og aðrir skákmenn í mótinu tefldi Benedikt undir dulnefni og kaus að kalla sig „HBzimsen". Benedikt taldi greini- lega að upphafsstafir ráðherrans væru trygging fyrir háu vinnings- _*hlutfalli, enda varð sú raunin. Bestum árangri skákmanna með 1.800 Elo-stig eða minna náði Sverr- ir Unnarsson frá Breiðdalsvík og besti byrjandinn var Sigurgeir Hösk- uldsson, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. 31 keppandi skráði sig til leiks. 24 skákmenn náðu að klára motið, en 7 urðu frá að hverfa vegna tæknilegra örðugleika. Þetta var í annað sinn sem Is- landsmótið í netskák var haldið, en í fyrra sigraði Þráinn Vigfússon. Að þessu sinni byijaði Þráinn vel og vann tvær fyrstu skákirnar. Eftir tap í þriðju.og fjórðu umferð var hins vegar ljóst að möguleikar hans á að halda titlinum voru litlir og hann endaði í 8.-12. sæti með 5 vinninga. Netskákmót hafa þann ótvíræða kost, að gefa íslenskum skákmönn- um um allt land jafna möguleika til þátttöku og meira að segja var einn keppenda staddur í Bandaríkjunum. Auk þess hafa margir gaman af því að geta rætt málin við alla viðstadda meðan mótið er í gangi, sama hvar þeir eru staddir á landinu. Mótið átti að heíjast klukkan 20, en vegna tæknilegra vandamála dróst það um hálftíma. Eftir það gekk framkvæmdin eins og í sögu og mótinu lauk um klukkan 11. Sérstakt forrit var notað til að raða saman í umferðir og um leið og síð- ustu skák hverrar umferðar lauk var röðun í næstu umferð tilbúin. Röðun- arforritið, sem kallast „Mamer“, á þó til að hegða sér undarlega eins og t.d. í síðustu umferðinni þegar efsti maður mótsins var paraður á móti þeim neðsta. Röð efstu manna varð sem hér segir. 1. Benedikt Jónasson (2.270), Hafnarf., 8'A v. 2. Hlíðar Þór Hreinsson (1.940), Kópav., 7'A v. 3. Arnar Þorsteinss. (2.200), Akureyri, 7 v. Áhugamenn (1.800 stig og minna) 1. Sverrir Unnarss. (1.700), Breiðdalsv., 5 v. 2. Sigurgeir Höskuldsson, Reykjavík, 5 v. 3. Aron Bjamason, Reykjavík, 5 v. Byrjendur (án stiga) 1. Sigurgeir Höskuldsson, Reykjavík, 5 v. 2. Aron Bjarnason, Reykjavík, 5 v. 3. Daníel F. Guðbjartsson, Bandaríkjunum, 4'A v. Tefldar voru 9 umferðir eftir Monrad kerfi. Umhugsunartíminn var fjórar mínútur með tveggja sek- úndna viðbót við hvem leik. Teflt var á evrópska skákþjónin- um í Árósum, en Danir hafa verið mjög áhugasamir um samstarf við íslendinga á þessu sviði. Halldór Grétar Einarsson hafði veg og vanda að undirbúningi mótsins. Taflfélagið Hellir stóð fyrir mótinu í samvinnu við EJS hf. Skák á alnetinu breiðist hratt út og eru að jafnaði yfir eitt þúsund skákmenn úr öllum heimshornum að tafli í einu á vinsælustu skák- þjónunum. Intemet Chess Club (ICC) er vinsælasti skákþjónninn með yfir 10.000 notendur. Sam- kvæmt upplýsingum frá stjómend- um ICC voru 135 íslendingar skráð- ir í klúbbinn í vor. Signrður Páll íslandsmeistari í drengjaflokki Keppni í drengjaflokki (fæddir 1982 og síðar) á Skákþingi Islands 1997 var haldin dagana 15. og 16. nóvember. Tefldar vom 9 umferðir eftir Monrad kerfi og var umhugsun- artíminn 30 mínútur á skák fyrir keppanda. Sigurður Páll Steindórsson sigraði á mótinu og hlýtur því titilinn ís- landsmeistari drengja 1997. Röð efstu manna varð þessi: 1. Sigurður Páll Steindórsson, Rvík, 8'A v. 2. Hjalti Rúnar Ómarsson, Kópavogi, 7 v. 3. Guðni Stefán Pétursson, Rvík, 6'A v. 4. Ómar Þór Ómarsson, Rvík, 6 'A v. ÁGÚST Sindri Karlsson, for- seti SÍ, afhendir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur íslands- meistarabikarinn. 5. Eiríkur Garðar Einarsson, Rvík, 6 ‘A v. Ingibjörg Edda Islands- meistari í telpnaflokki Keppni í telpnaflokki á Skákþingi íslands 1997 var haldin samhliða keppninni í drengjaflokki. Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Reykjavík, sigraði og er því íslands- meistari telpna 1997. í efstu sætum urðu: 1. Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Rvík, 5'A v. 2. Anna Lilja Gísladóttir, Rvík, 4 v. 3. Ágústa Guðmundsdóttir, Rvík, 3 v. Davíð Kjartansson ungl- ingameistari Hellis Þriðja unglingameistaramót Hellis var haldið 3. og 10. nóvember. Ör- uggur sigurvegari og þar með þriðji unglingameistari Hellis varð Davíð Kjartansson með 6 'A vinning af sjö mögulegum. Um næstu sæti var hins vegar hörð barátta eins og mótstaflan vitnar um. Stefán Kristjánsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson, sem átt- ust við í lokaumferðinni og skildu þar jafnir, urðu í öðru og þriðja sæti en Stefán var ofar á stigum. í mótinu röðuðust menn í sæti sem hér segir: 1. Davíð Kjartansson, 6'A v. af 7 2. Stefán Kristjánsson, 5'A v. 3. Guðjón Heiðar Valgarðsson, 5'A v. 4. Kristján Freyr Kristjánsson, 5 v. 5. Þórir Júlíusson, 5 v. 6. Hilmar Þorsteinsson, 5 v. 7. Birkir Öm Hreinsson, 5 v. 8. Andri H. Kristinsson, 4‘A v. 9. -16. Ómar Þór Ómarsson, Birgir Magnús Björnsson, Hjörtur Ingvi Jó- hannsson, Eiríkur Garðar Einarsson, Valtýr Njáll Birgisson, Davíð Ingi Ragn- arsson, Hjalti Freyr Halldórsson, Guð- mundur Kjartansson, 4v. Fjöldi þátttakenda var 32. Skák- stjóri var Vigfús Vigfússon. Atskákmót öðlinga Eftir þijár umferðir á Atskákmóti öðlinga (40 ára og eldri) hjá Taflfé- lagi Reykjavíkur er staðan sem hér segir: 1.-2. Júlíus Friðjónsson og Jóhann Örn Sig- uijónsson, 3 v. 3. Hörður Garðarsson, 2'A v. 4. -6. Guðbjöm Sigurmundsson, Sverrir Norðfjörð og Bjami Magnússon, 2 v. 5. -9. Ami H. Kristjánsson, Áskell Öm Kára- son og Siguijón Sigurbjömsson, 1 'A v. Bikarmót TR Bikarmót Taflfélags Reykjavíkur stendur nú yfir. Teflt er einu sinni í viku á þriðjudagskvöldum í félags- heimili TR. Keppendur tefla uns einn stendur uppi en keppendur falla úr leik eftir 5 töp. Eftir 6 umferðir eru Stefán Kristjánsson og Ríkharður Sveinsson, formaður TR, einir tap- lausir: 1. Stefán Kristjánsson, 6 v. (0 töp) 2. Ríkharður Sveinsson, 5 v. (0 töp) 3. Páll A. Þórarinsson, 5 v. (1 tap) 4. Eiríkur Björnsson, 5 v. (1 tap) 5. Sigurður P. Steindórsson, 4 v. (1 tap) 6. -7. Bjarni Magnússon og Baldvin Jóhann- esson, 3 'A v. (2 'A tap) o.s.frv. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.