Morgunblaðið - 08.03.1998, Side 19

Morgunblaðið - 08.03.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 19 Erfítt að taka nýtingarrétt af mönnum „EFTIR því sem lengra miðar með nýtingu jarðhitans í landinu verður æ erfiðara að setja lög sem stangast á við það sem gilt hefur hingað til. Ekki er með góðu móti hægt að taka af mönnum rétt sem þeir hafa notað sér um ára eða áratuga skeið,“ segir dr. Guðmundur Pálmason, fyrrver- andi forstöðumaður jarðhitadeildar Orkustofnunar, og vísar með því til þess að flest lög og reglugerðir gera ráð fyrir sterkum eignarrétti á auð- lindum í eignarlandi. Guðmundur hefur fylgst með gerð frumvarpa um verndun og nýtingu auðlinda í eignar- löndum og almenningum og tekur fram að vegna hugs- anlegrar þátttöku erlendra aðila í virkjun orkulindanna verði æ brýnna að skýra betur en verið hefur eignaiTétt- arlega stöðu þeirra. Guðmundur segir hugmyndina um að eignarlandi fylgi jarðhiti niður á 100 m dýpi vera orðna allgamla, a.m.k. frá sjötta áratugnum eða eldri. „Hugsunin var sú, að ég hygg, að gera landeigendum kleift að nýta náttúrulegan jarðhita á yfirborði, t.d. til húshitunar eða ræktunar, og bora holur eins og einstaklingar á þeim tíma voru taldir ráða við með góðu móti, og voru 100 m mörkin við það miðuð. Að öðru leyti yrði jarðhitinn ríkiseign. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, framfarir hafa orðið í leitar- og bortækni og boranir orðið ódýrari. Nú láta einstaklingar, t.d. bændur, bora yfir 1.000 m djúp- ar holur á lághitasvæðum á eigin kostnað og til eigin nota. Eitt hundrað metra dýptarmörkin hafa ekki lengur sömu þýðingu og þau höfðu fyrir 40 árum,“ segir hann. „Enn er það þó svo, að borun eftir jarðhita á háhitasvæðum og nýting hans þar er vart á færi einstaklinga vegna kostnaðar. Hvemig þetta verður í framtíðinni er erfitt að segja um.“ Guðmundur nefnir að í umræðum um eignarrétt jarðhitans hafi stund- um verið bent á hin nánu tengsl jarðhitans, einkum háhitans, við eld- virknina í landinu. „Þetta em í raun tvær hliðar á sama peningi, ef svo mætti að orði komast. Eldvirknin er varmagjafi háhitasvæðanna, án hennar væra þau ekki til. Spyija má hvort eðlilegt sé að einstaklingar, sem teljast eiga peniiiginn, geti nýtt sér þann hagnað sem önnur hliðin gefur af sér, en sleppt að greiða fyrir þaim skaða sem hin hliðin veldur. Eg hygg að fáir landeigendur yrðu hrifnir af því ef þeim yrði gert að bæta tjón á eignum annarra af völdum eldvirkni í þeirra eigin landi. Mik- ill meirihluti þjóðarinnar telur reyndar sjálfsagt að sameiginlegur sjóður landsmanna bæti slíkt tjón. Jafneðlilegt væri að hagnaður af nýtingu jarðhitaauðlindarinnar rynni í þennan sama sjóð til að standa undir a.m.k. hluta af útgjöldum vegna eldvirkninnar." Guðmundur tekur frani að Islendingar geti ekki sótt sér fyrirmyndir til annarra þjóða í þessum máluni. „Sérstaða okkar er sú að við búum í einu eldvirkasta landi heims, og nýtum jafnframt jarðhitann í hlut- fallslaga ríkari mæli en nokkur önnur þjóð. Hann leggur okkur til um það bil helming þeirrar fmmorku sem þjóðin notar. Leikreglurnar varð- andi eignai'- og nýtingarrétt jarðhitans verðum við að setja á okkar eigin forsendum." Fermingarfatnaður á drengi Þj óðhátíðarbúningur kr. 22.900 Þj óðhátíðarvesti kr. 4.900 Buxur kr. 4.500 Skyrta með klút kr. 3.900 Næla kr. 2.900 Athugið við erum flutt í Mjóddina, Þönglabakka 1, 2. hæð, (sama hús og matvöruverslunin). SOLIN Saumastofa sími 587 3700. ■ Hyundai Sonata er flaggskip Hyundai flotans; svipsterkur og glæsilegur bíll á góðu verði. Hyundai er breiður og rúmgóður eðalvagn með 139 hestafla 2000 vél og er einstaklega lipur og mjúkur í akstri. Tveir liknarbelgir, ABS bremsukerfi, styrktarbitar í hurðum o.fl. tryggir öryggi farþeganna. N Ú E R LAG - S0NATA Suðurlandsbraut 14 & Ármúla 13 • Söludeild: 575-1220 • Skiptiborð: 575 1200 Fax: 568 3818 • Netfang: bl@bl.is <B> HYunoni - til framtíðar A EINSTÖKU TILB0ÐI I N0KKRA DAGA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.