Morgunblaðið - 08.03.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 08.03.1998, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ EGGERT Jeldskeri Sími 551 1121 - efst á Skólavörðustígnum GSM sími tiLbúinn til tengingar viö lntemetiö ( Sagem RD 750 GSM ^ m/ innbyggðu mótaldi 47.481,- stgr. Litill og nettui GSM sími sem gerir þér kleift að hringja inn á Intemetið og senda og móttaka gögn og tölvupóst. Þyngd 158 g • Innbyggður gagna- flutningsbúnaður (PCMCLA kort) • Skammvalsmirtni fyrir 100 númer • Reiknivél, klukka, vekjari og tíma- mælir • Stillanleg hringing, styrkur og hringitónn • Snúra til að tengja við tölvu. 5óö 'iöáU * OjOiJu'ítti.r.iösJcó • v LANÐS SÍMINN Blað allra landsmanna! a®**®*!"*,I*M* -kjarm maisins! FRÉTTIR Aðalfundur Félags eldri borgara V erðtrygging eftirlauna verði betur varin AÐALFUNDUR Félags eldri borgara haldinn í Glæsibæ 1. mars sl. beinir eftirfarandí tilmælum til stjórnar almennu lífeyrissjóðanna: 1. Verðtrygging eftirlauna verði betur varin en nú gerist með vísi- tölu neysluverðs. Launavísitala Hagstofu Islands verði tekin upp sem mánaðarleg viðmiðun, en neysluverðsvísitalan sé áfram til samanburðar um áramót. Sá kost- urinn sem vænlegri er verði notað- ur við ársuppgjör. Stefna á að fullri verðtryggingu. 2. Greiddar verði sérstakar upp- bætur á eftirlaun vegna fastra kaupliða, eins og t.d. orlofs- og des- emberuppbóta, sem ekki koma fram í verðtryggingu og þarf því að greiða sérstaklega ef viðhalda á samræmi milli launa og eftirlauna. 3. Með tilliti til ört batnandi af- komu lífeyrissjóðanna og langvar- andi skerðingar lífeyris, ekki síst varðandi hlut eftirlifandi maka, beinir fundurinn þeim tilmælum til sjóðsstjórna að þetta verði leiðrétt, eftirlaun hækki verulega og að makalífeyrir verði ekki tímabund- inn a.m.k. ekki eftir að maki hefur náð 67 ára aldri. 4. Ahrif sjóðsfélaga verði aukin með því að þeir fái atkvæðisrétt á fundum og að fulltrúum eftirlauna- fólks sé tryggt sæti í sjóðstjórnum og í samtökum sjóðanna til mót- vægis við þá sem eru á vinnumark- aði. Undir þetta skrifa: Páll Gíslason, Hlöðver Kristjánsson, Arni Björns- son, Árni Brynjólfsson og Margrét H. Sigurðardóttir. Rætt um starfsframa á BHM-fundi ÞRIÐJI hádegisverðarfundur menntanefndar Bandalags há- skólamanna í fyrirlestraröðinni um starfsmannamál verður í Kornhlöðunni (Lækjarbrekku), Bankastræti 2, 12. mars kl. 12-13. Ræðumaður er Kristín Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri Lyfjaþróunar hf. og er umræðuefnið: Starfsframi - hvað ræður? Léttur hádegisverður, verð 1.000 kr. Fundurinn er öllum opinn. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa BHM. Greinargerð vegna almennra lífeyrissjóða 1. Verðtrygging eftirlauna al- mennu lífeyrissjóðanna eru miðuð við vísitölu neysluverðs. Aður mið- uðu þeir við þrjár samsettar vísitöl- ur, launavísitölu, byggingavísitölu og verðlagsvísitölu. Þar áður var miðað við laun viðkomandi gi-eina. Breytingarnar voru gerðar til sparnaðar, á þeim forsendum að greiðslugeta sjóðanna væri ófull- nægjandi m.a. vegna fortíðarvanda. Við höfum lagt á það áherslu við stjómvöld að verðtrygging ellilíf- eyris og bóta frá almannatrygging- um sé ekki fullnægjandi með vísi- tölu neysluverðs og lagt til að launavísitalan komi inn í dæmið sem aðalviðmiðum. Þessi tillaga okkar hér er í beinu framhaldi og í samræmi við þær óskir. 2. Opinberu lífeyrissjóðirnir greiða orlofs- og desemberuppbót, einnig Tryggingastofnun, en al- mennu lífeyrissjóðimir greiða hvomgt. Þetta háttarlag sparar sjóðnum, en rýrir verulega kjör líf- eyrisþega og færir þá bótalaust fjær raunverulegum launum á vinnumarkaði. Þær upphæðir sem hér um ræðir eru allverulegar t.d. eru 25 þús. kr. algeng desember- uppbót og jafnvel hærri hjá því op- inbera. 3. Utreikningsaðferðir vegna af- komu lífeyrissjóðanna hafa verið íhaldssamar, arðsemin reiknuð langt undir raunávöxtun og lífeyrir sniðinn í samræmi við það. Þetta hefur leitt til þess að afkoma og greiðslugeta flestra sjóðanna er mun betri en gert hefur verið ráð fyrir. Þessi þróun veldur því að kominn er tími til að hækka lífeyri og bæta kjör lífeyrisþega, ekki síst vegna þess að þeir sem njóta nú líf- eyris fá hann mjög skertan m.a. vegna áðurnefndra sparnaðarað- gerða. 4. Áhrif meðlima lífeyrissjóða em minni en gerist í almennum félög- um, hvað þá eigenda í íyrirtækjum. Stafar þetta fyrst og fremst af því að ASÍ og VSI hafa samið um það sín á milli að hafa helmingaskipti um yfirráð. Hjá báðum aðilum er skipun í stjómir óbein og oft era fulltrúar VSÍ alls ekki meðlimir í viðkomandi sjóði. Áhrif eftirlauna- fólks eru nánast engin og því þarf að breyta, t.d. þannig að lög sjóð- anna kveði á um að a.m.k. einn stjómenda sé úr hópi eftirlauna- fólks. Síldarvinnslan hf AÐALFUNDUR SÍLDARVINNSLUNNAR H/F Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn laugardaginn 14. mars 1998 kl. 14.00 í Hótel Egilsbúð í Neskaupstað. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um breytingu á samþykktum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tiilögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu þess, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Stjórn Síldarvinnslunnar hf. Jt,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.