Morgunblaðið - 08.05.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.05.1998, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tala látinna í skriðuföllunum í suðurhluta ftalíu komin í 55 „Eins og allt sé orðið að risastórum kirkjugarði“ Fullyrt að skógarhögg og miklar byggingarframkvæmdir séu orsök hamfaranna Sarno. Reuters. BJ ÖRGUN ARMENNibænum Sarno fylgjast með örvæntingar- fullri konu leita fjölskyldu sinnar í rústum húss síns. Sarno varð verst úti í skriðuföllunum, að minnsta kosti 32 létu lífið þar. Hvarvetna mátti sjá eyðileggingu í bænum, ekki síst í kirkjugarðinum, þar sem steinar af leiðum lágu eins og hrá- viði, grafhvelfingar höfðu tæst upp og vfða glitti í bein þeirra sem þar hvfldu. Sum húsin voru á kafi í aur, önnur hálfiúll eða rústir einar, og bflar stóðu á hvolfi upp úr skriðun- um. Skriðuföllin eru einar mestu náttúruhamfarir sem dunið hafa yfir ítalfu svo árum skiptir. TALA látinna í aurskriðunum í suð- urhluta Ítalíu hækkar enn og komst í gær í 55 manns. 125 er enn saknað og eru mörg böm þar á meðal. Ótt- ast er að flestir þeirra sem saknað er hafi grafist lifandi undir aur- skriðunum er féllu í kjölfar mikils úrhellis fyrr í vikunni. Þó var veik von til þess að einhverjir væru á lífi í afskekktum þorpum sem einangr- uðust í aurskriðunum og komu aust- urrískir björgunarmenn með leitar- hunda til svæðisins. í gær hafði stytt upp og sóhn skein en talið var að það kynni að gera björgunarstarf enn erfiðara er leðjan harðnaði. íbúar bæjanna Samo, Qindici, Bracigliano og Siano, sem em skammt frá vinsælum ferðamanna- slóðum, m.a. Amilfi-ströndinni, em enn skelfingu lostnir enda aðkoman skelfileg. Aurskriðumar eirðu engu. „Það er eins og allt hérna sé orðið að risastómm kirkjugarði," sagði kona ein í Samo. Hvarvetna mátti sjá eyðileggingu, ekki síst í kirkjugarð- inum, þar sem steinar af leiðum lágu eins og hráviði, grafhvelfingar höfðu tæst upp og víða glitti í bein þeirra sem þar hvíldu. Sum húsin vom á kafi í aur, önnur hálffull eða rústir einar. Bflar stóðu á hvolfi upp úr skriðunum. Stórvirkar vinnuvélar vom notað- ar við leitina auk þess sem hermenn með skóflur leituðu að fómarlömb- um. Svo virðist sem fáir hafi not- fært sér ástandið og rænt hús og verslanir en lögregla kvaðst hafa handtekið átta manns vegna þess. Hefði mátt komast hjá hamförunum Skriðufólhn eru einar mestu náttúmhamfarir sem dunið hafa yf- ir Ítalíu svo árum skiptir. Æ meiri reiði gætir nú á Suður-Italíu vegna skriðufallanna, sem fullyrt er að komast hefði mátt hjá. Bæjarstjór- inn í Qindici, Antonio Siniscalchi, segist undanfarin tvö ár hafa reynt að vekja athygh á yfirvofandi hættu á skriðufóllum en talað fyrir dauf- um eyram. Héraðstjórinn í Kampaníu, Antonio RastreUi, segir ábyrgðina liggja hjá stjómvöldum sem hafi skorið niður framlög til héraðanna. Fjölmiðlar segja orsök skriðufall- anna stjómlausar byggingarfram- kvæmdir, skógarhögg, skógarbmn- ar og rányrkja á landinu, sem valdi því að æ minni gróður sé til að binda jarðveginn. Sáralítið þurfi til að hhðamar skríði af stað. Á síðustu fimmtíu ámm hafa rúmlega 3.000 ítalir farist í skriðufóllum. Þá era íbúar reiðir vegna við- bragða við skriðunum, sem þeir segja hafa verið sein og skipulag björgunaraðgerða lélegt. Saka íbú- ar stjómvöld um að sýna svæðinu takmarkaðan áhuga, þar sem þar sé ekki að finna jafn merkar sögulegar minjar og í Umbríu þar sem basil- íka heilags Frans frá Assisi er en skammt er liðið frá því að jarð- skjálftar kostuðu ellefu manns lífið þar. Heill sólarhringur hefði liðið áður en yfirvöld gerðu sér grein fyrir umfangi hamfaranna. Tjónið er metið á um 30 billjón lírar, um 1.300 milljarða ísl. kr. AURSKRIÐURNAR Á ÍTALÍU Að minnsta kosti 55 hafa látið lífið og 125 er saknað eftir að aurskriður féllu á nokkra bæi og þorp í suðurhluta Ítalíu í kjölfar úrhellisrigningar. Skriðurnar voru ailt að tveggja metra háar og báru með sér aur, grjót, tré og annað sem á vegi þeirra varð. Gífurleg gammageislasprenging fyrir 12 milljörðum ára MYND, sem NASA, bandaríska geimferðastofnunin, hefur látið gera af sprengingunni eins og gammageislunin sýnir hana. Vísindamenn telja hana vera mestu hamfarir í geimnum frá Störa hvelli. Bandaríkjamenn reyna að fá Netanyahu til að ræða við Arafat Segir það óráðið hvort hann fari til Washington Jerúsalem, Washingloii. Reuters. Birtan jafn mikil og allt ljósmagn í alheimi London. The Daily Telegraph. STJ ARNFRÆÐIN G AR hafa orð- ið vitni að mestu sprengingu, sem orðið hefur í geimnum frá því hann varð til með Stóra hveili. Er um að ræða gífurlega geislun, gammageislun, en við sprenginguna leystist úr læðingi jafn mikil orka og allar stjörnur í alheimi gefa frá sér. Sextán stjarnfræðingar frá Bandaríkjunum, Indlandi og ítal- íu segja frá þessu í vísindatíma- ritinu Nature og tveir aðrir hóp- ar vfsindamanna frá sömu lönd- um lýsa „glæðunum" eftir sprenginguna eins og þær birtast i stjömumerkinu Stóra bimi. George Djorgovski, prófessor við Tækniháskólann í Kalifomíu, segir, að birtan frá sprenging- unni hafi verið jafn mikil og alls alheimsins að öðm leyti. „Á svæði, sem er um 150 km breitt, voru aðstæðuraar eins og þær vora í upphafi eða þegar aðeins ein miilisekúnda var liðin frá Stóra hvelli," sagði hann. Sprengingarinnar varð fyrst vart 14. desember sl. frá ítölsk- hollenskum gervihnetti og öðram bandarískum og tókst þá hvort tveggja að mæla birtumagnið frá henni og staðsetja hana. Innan 12 klukkustunda hafði tekist að taka mynd af sprengingunni með 2,4 metra breiðum sjónauka á Kitt Peak við Tucson í Arizona en nóttina eftir var aðeins að sjá glæðurnar eftir þessar gífurlegu hamfarir. Dauf stjörnuþoka Þegar tvær vikur vora liðnar frá sprengingunni var 10 metra breiðum sjónauka, Keck II á Mauna Kea á Hawaii-eyjum, beint að staðnum og þá fannst þar afar dauf stjörnuþoka. Reiknað hefur verið út, að sprengingin hafi átt sér stað fyrir 12 milljörðum ára eða átta milljörðum ára áður en jörðin varð til. Vísindamenn segja, að við þessar hamfarir hafi trúlega ým- islegt gerst, sem enginn hafi látið sér detta í hug fram að þessu. Hingað til hafa menn ekki orðið vitni að meiri atburðum í geimn- um en endalokum sprengistjarna en birtan frá þeim er eins og hver önnur týra í samaburði þessi ósköp. BENJAMIN Netanyahu, forsæt- isráðherra ísraels, kvaðst í gær ekki hafa ákveðið hvort hann færi til fundar við Yasser Arafat, for- seta Palestínumanna, í Wash- ington á mánudag. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur boðið leið- togunum tveim til fundarins í framhaldi af fundum þeirra með Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í London í byijun vikunnar. „Ég veit ekki hvort ég fer til Washington á mánudag vegna þess að mörg mál era enn óljós,“ sagði Netanyahu. David Bar-Illan, ráðgjafi forsæt- isráðherrans, sagði fréttastofu Reuters í gær að það væri „mjög ólíklegt" að Netanyahu færi til Washington á mánudag. Israelskir heimildarmenn sögðu að forsætis- ráðherrann vildi fá meiri tíma til að jafna ágreining Israela við Banda- ríkjamenn um brottflutning ísra- elskra hersveita frá landi á Vestur- bakkanum áður en hann ætti fund með Arafat. Sögðu heimldarmennimir líklegt að Netanyahu myndi fara fram á i að fundinum yrði frestað. Hann gæti ekki hugsað sér að koma til fundar á mánudag ef það þýddi að hann yrði einfaldlega að láta undan því sem hann hefur kallað „einræð- istilburði Bandaríkjanna um ísra- elsk öryggismál". Hillary hlynnt Palestínuríki Hillary Rodham Clinton sagði á miðvikudag að hún væri því fylgj- andi að í fyllingu tímans yrði stofn- að sjálfstætt ríki Palestínu. Tals- maður forsetafrúarinnar sagði að | hún hefði þama verið að tjá sína persónulegu skoðun en ekki stefnu Bandaríkjastjórnar. Fox-sjónvarpsstöðin hafði eftir Hillary að hún teldi það í þágu frið- ar í Mið-Austurlöndum að Palest- ínumenn myndu stofna eigið ríki og sjá ríkisborguram þess far- borða. Fréttaskýrendur telja að þessi orð forsetafrúarinnar geti gert Bandaríkjamönnum erfiðara > fyrir að hafa milligöngu í deilu ' Israela við Palestínumenn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.