Morgunblaðið - 08.05.1998, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 08.05.1998, Qupperneq 58
.58 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Ferdinand Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Galdrakarlinn Þorsteinn Frá Harmesi Þ. Hafstein: í MORGUNBLAÐINU 29. apríl birtist bréf frá Baldri Hermanns- syni. Manni datt í hug í fyrstu að þetta væri Baldur sá sem fyrir nokkrum árum fjallaði svo frægt varð um íslenska bændastétt á liðn- um öldum, en svo mun ekki vera, heldur mun þetta vera annar mað- ur. Bréfritarinn fór viðurkenningar- orðum um Þorstein Thorarensen, eftir að hann hafði lesið greinina um Bertold Brecht. Hann sagðist telja að Þorsteinn væri „einn allra rit- færasti maður á íslandi" og „manna skemmtilegastur, hvenær sem hann stingur niður penna“. Hrifningarorð hans get ég tekið undir og sagt það af löngum kynnum að Þorsteinn er einhver ljúfasti og drenglundaðasti maður sem ég þekki. En mig langar til að bæta fleiru við, því að Baldur gleymir að minn- ast á hinn frábæra upplestur Þor- steins í útvarpinu í vetur á ævintýr- inu um Galdrakarlinn í Oz. Hefur frammistöðu hans þar verið of lítið minnst. Það er skemmst af að segja, að hvar sem maður kom hlustaði fólk á lesturinn ýmist kvölds eða morgna. Snilld Þorsteins var í því fólgin að lifa sig af hug og hjarta inn í ævintýrið og hrífa unga og aldna þannig með sér. Baldur Hermannsson lét í fyrr- nefndu bréfi í ljós undrun sína yfir því að opinber sjóður skyldi hafna tilmælum Þorsteins um styrk til að gefa út ævisögu Brechts. Því getur þó valdið æ þrengri fjárhagur sjóðs- ins. En í framhaldi af því vil ég vekja máls á öðru atviki sem ég hef haft veður af, þótt Þorsteinn vilji sem fæst um það tala. Hann hefur verið svo sjálfstæður á 30 ára rithöfundar- og þýðanda- ferli sínum, að hann hefur ekki vilj- að sækja um starfslaun, né taka þátt í þeim darraðardansi sem fer fram kringum heitu katlana. En á síðari árum hefur hann átt í nokkrum fjárhagserfiðleikum. Til að reyna að bæta úr því fór hann fyrir nokkrum árum að sækja um starfslaun, var þó synjað hvað eftir annað í nokkur ár, þangað til í fyrra, að hann fékk þann minnsta styrk sem byrjendur fá venjulega, sex mánaða styrkinn. Það var í eina skiptið sem hann hafði fengið nokkum listamannastyrk, hjálpaði það í bili yfir erfiðan hjalla og tryggði útkomu Hobbitans eftir Tolkien. En hvað gerist svo í ár? Þá er Þorsteinn umtölulaust aftur sviptur starfsstyrknum. Þetta kalla ég hneyksli, að úthlutunarnefndin skyldi refsa svo ágætum rithöfundi og frábærum þýðanda og með þessu háttalagi koma í veg fyrir að við fá- um notið hæfileika hans. HANNES Þ. HAFSTEIN, Skeiðarvogi 113, Reykjavík. Hvar eru þingmenn Reykjaneskjördæmis? Frá Pétri Sigurðssyni: ÞANNIG er nú komið fyrir gróður- fari á Reykjanesskaga, að ekkert láglendissvæði í landinu er jafn illa farið. Er það næstum eingöngu mannanna verk og stafar af ofbeit og áníðslu. Til eru töluverðar heimildir um gróðurfar á Reykjanesskaga fyrr á öldum og þær segja frá því hvernig því hnignaði stöðugt vegna mikillar beitar og hrísrifs. Vitna má líka í skrif þeirra fræðimanna, sem hafa rannsakað gróðurfarslegt ástand á skaganum, en þeir eru sammála um, að eigi gróðurinn að geta sótt í sig veðrið á ný verði að koma í veg fyrir lausagöngu búfjár. Þrátt fyrir þessi augljósu sann- indi er eitt og aðeins eitt sveitarfé- lag á Reykjanesskaga, sem neitar að fara að dæmi annarra og koma fénu fyrir í beitarhólfi. Afstaða þess er svívirða við umhverfið og náttúr- una og það fólk, sem vill rétta fram- tíðinni hjálparhönd með því að gefa landinu aftur sinn fyrri ski’úða. Við þessu þarf meðal annars að bregðast með því að krefjast þess af þingmönnum kjördæmisins að þeir segi sitt álit á þessu máli og auglýsa það síðan rækilega. Raunar vantar ekki, að þeir eins og allir aðrir þing- menn hafi mikinn áhuga á umhverf- isvemd, mikil ósköp, en þeir verða að átta sig á hvert er mesta um- hverfisvandamál í þessu landi. Það er gróðureyðingin. Af dæmigerðum íslenskum barnaskap er oft staglast á því, að landið sé ósnortið, en sann- leikurinn er hins vegar sá, sem Halldór Laxness nefndi í frægu er- indi 1971, Hernaðinum gegn land- inu: ísland er gerspilltasta land á norðurhveli. I þessu efni höfum við íslending- ar skipað okkur á bekk með bláfá- tækum eyðimerkurþjóðum í Asíu og Afríku. Hér er eitt prósent landsins skógi vaxið þótt aðstæður bjóði upp á annað. Hingað til lands hafa kom- ið erlendir fræðimenn og hafa sumir horfið aftur næstum miður sín eftir kynnin. Ekki bara kynnin af upp- blæstri landsins, heldur ekki síður af þeim uppblæstri hugarfarsins, sem ræður hér ríkjum hjá allt of mörgum. Að sjálfsögðu mun skynsemin sigra í þessu máli þótt hægt gangi og að því kemur, að saga þessarar baráttu verður skráð. Þar mun verða getið Herdísar Þorvaldsdótt- ur og óþreytandi baráttu hennar fyrir uppgræðslu og endurreisn gróðursins og þar verður einnig get- ið „baráttu“ forráðamanna fyrr- nefnds sveitarfélags, sem sumir eru famir að kalla „Kindavík" sín á milli. Verður sá dómur ekki fallegur. PÉTUR SIGURÐSSON, Hverfisgötu 34, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. •v* J Eitt hundrað og einn ... - eitt hund- rað og tveir ... eitt hundrað og þrír ... Hve mikið er það í hundaárum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.