Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 2

Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 2
2 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins skora á ríkisstjórn Vilja fresta afgreiðslu hálendisfrumvarpa Framkvæmdastjóri Samherja vegna sölu ÚA á MHF Atti aldrei að selja Samherja ÞORSTEINN Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær, vegna umfjöllunar um sölu UA á eignarhlut sínum í Mecklenburger Hochseefischerei (MHF) í Þýskalandi, að Samherja hafi verið haldið frá viðræðum um málið í sex vikur. „Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hafi verið ætlunin að selja Samherja hf. hlut ÚA í MHF,“ segir Þorsteinn Már í yfir- lýsingu sinni. „Misvísandi og vandræðalegar skýringar“ Þorsteinn greinir m.a. frá því að um miðjan mars sl. hafi hann haft samband við framkvæmdastjóra ÚA og lýst yfir áhuga á að koma að starfsemi MHF og eftir aðalfund Samherja 2. apríl hafi verið óskað eftir viðræðum við ÚA um kaup á hlutabréfum í MHF. Fram- kvæmdastjóri ÚA hafi hins vegar hafnað frekari viðræðum um málið í sex vikur eða til 15. maí. A fundi 19. maí hafi komið fram í máli framkvæmdastjóra ÚA að ef strax yrði gert tilboð í hlut félagsins kæmist Samherji að málinu. Þann sama dag hafi Samherji gert tilboð, sem lagt var fram á stjómarfundi ÚA síðar um daginn. „Tilboði Samherja hf. í hlut ÚA í MHF var hafnað. Misvísandi og vandræðalegar skýringai- hafa ver- ið nefndar á þessari ákvörðun stjórnarinnar. Eftir áðurnefndan stjómarfund ÚA tilkynnti fram- kvæmdastjóri félagsins að hann liti svo á að tilboð Samherja hf. hefði ekki verið fullgilt tilboð. Tilboðið hafði Samherji hf. gert með full- tingi lögmanns og 100 m.kr. inn- lögn í bankabók til að tryggja að ÚA hlyti ekkert tjón af því að taka tilboði Samherja hf. Daginn eftir sagði framkvæmdastjóri ÚA í út- varpsviðtali að tilboð Samherja hf. hefði borist of seint. Tækifæri hefur tapast Það sér hver maður að sú skýring á ekki við rök að styðjast. Áður hafði framkvæmdastjórinn sagt að með því að taka tilboði frá Sam- herja hf. hefði ÚA hugsanlega skapað sér refsiábyrgð gagnvart hollenskum viðsmemjendum sín- um. Á þeim tímapunkti hafði stjóm ÚA ekki tekið bindandi ákvörðun í málinu,“ segir Þorsteinn. Hann segir einnig að í ljósi yfir- lýsinga bæjarstjóra Akureyrar um málið liggi fyrir að stjóm ÚA hafi sýnt stærsta hluthafanum, Akur- eyrarbæ, mikla óvirðingu. „Nú hef- ur tapast tækifæri til hagræðingar í áðumefndri útgerð sem hefði reynst fyrirtækjum á Akureyri til hagsbóta," segir í yfirlýsingu Þor- steins Más. FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórnar í Reykjavík samþykktu á fundi sínum í gær að skora á ríkisstjórnina að ljúka ekki afgreiðslu frumvarpa um skipan mála á miðhálendinu þegar þing kemur saman að loknum sveit- arstjórnarkosningum, heldur fresta henni til haustsins. Frambjóðendumir sendu svo- hljóðandi tilkynningu á ritstjórn Morgunblaðsins í gærkveldi: „Á fundi sínum í dag samþykktu fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar í Reykjavík eftirfar- andi: Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórnar í Reykjavík skora á ríkisstjómina að ljúka ekki afgreiðslu frumvarpa um skipan mála á miðhálendinu þegar þing kemur saman að loknum sveit- arstjórnarkosningum, heldur fresta henni til haustsins. Við teljum almenn viðbrögð sýna, að þörf er á auknu ráðrúmi og víð- tækari umræðu utan þingsins um þetta mikla hagsmunamál. Við teljum mikilvægt að hagsmun- ir þeirra landsvæða sem ekki liggja að hálendinu, þar á meðal Reylqa- víkur, verði vel tryggðir. Við heitum því að beita okkur fyiir því af alefli - náum við meirihluta í borgarstjóm - að þjóðarsátt verði um þetta mikla hagsmunamál allra landsmanna." Heimssýningin í Portúgai opnuð Mikil aðsókn að íslenska skálanum OPINBER setning heimssýningar- innar í Portúgal, EXPO ‘98, var í fyrrakvöld. íslenski sýningarskál- inn var opnaður í gærmorgun. Mikil aðsókn var að skálanum og segir Sverrir Haukur Guðmunds- son, sendiherra íslands gagnvart Portúgai, sem var við opnunina, að gestir hafi sýnt sérstaklega mikinn áhuga á margmiðlunarefni um ís- land og þeir standi í röðum við tölvur í forsal sýningarskálans. Opnunarhátíðin á fimmtu- dagskvöld stóð yfir í sjö tíma. For- seti Portúgals, forsætisráðherra og borgarstjórinn í Lissabon héldu ræður. Síðan var efnt til kvöld- verðar fyrir 4 þúsund manns og í framhaldi af því var menningar- dagskrá. Jose Carreras óperusöngvari kom þar fram meðal annarra. Kvöldinu lauk síð- an rétt fyrir miðnætti með flug- elda- og leysigeislasýningu. „Aðsókuin að íslenska skálanum var mjög mikil og mörg hundruð manns komu þangað fyrstu klukkustundina. Eg skoðaði mig jafnframt um í skálum annarra þjóða og það var ljóst að íslending- ar fengu gott hlutfall gesta til sín,“ sagði Sverrir Haukur. Hann sagði að skálinn væri til fyrirmyndar og vel gengið frá öll- um upplýsingum um Island og um hafið, sem er þema sýningarinnar. Gestur Bárðarson er rekstrarsljóri skálans og rekur hann næstu fjóra mánuði fyrir títflutningsráð. Hon- um til aðstoðar eru 11 starfsmenn sem tala portúgölsku. Sverrir Haukur sagði að stöðug- ur straumur væri inn í íslenska skálann og kvaðst hann vera hreykinn af framlagi landsins. Fyrir íslendinga skipti mestu máli Þjóðardagurinn 27. júní. Næsti viðburður er hins vegar þátttaka Graduale kórs í Langholtskirkju sem syngur á heimssýningunni 30. maf nk. RISASTÓRT uppblásið egg setti svip sinn á opnunarhátíð heimssýningarinnar í Portúgal, EXPO ‘98. Á eggið var varpað myndum af andlitum. 150 þjóðir taka þátt í sýningunni. Sfðustu skoðanakannanir 1 Reykjavfk gefa ólfka niðurstöðu Munurinn frá 4,7% til 11,3% NIÐURSTÖÐUR síðustu skoðanakannana, sem gerðar voru fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík, eru nokkuð mismunandi. Samkvæmt þeim er munurinn á fylgi Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins allt frá því að vera 4,7 pró- sentustig og upp í 11,3%. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. maí hefur R-listinn fylgi 55,2% borgarbúa en D- listinn 43,9% og er munurinn 11,3%. Þetta er meiri munur en í könnun Félagsvísindastofnun- ar, sem gerð var í síðustu viku, en þá munaði um 8 prósentustigum á fylgi listanna. Ólíkar úrtaksaðferðir Kannanir Gallup, sem gerðar hafa verið fyrir Ríkisútvarpið, sýna hins vegar að munurinn hafi minnkað. Síðasta könnun Gallup var gerð sömu dagana og könnun Félagsvísindastofnunar. Úr- taksaðferðin var hins vegar önnur. Félagsvís- indastofnun tók 1.200 manna úrtak úr þjóðskrá áður en könnunin hófst. Gallup tók hins vegar 500 manna úrtak á þriðjudegi, annað 500 manna úrtak á miðvikudegi og 800 manna úrtak á fimmtudegi. Um leið og farið var að hringja í nýtt úrtak var áfram hringt í eldri úrtök. Samanlagt var úrtak Gallup því 1.800 manns. Niðurstaða könnunar Gallup var sú að R-list- inn væri með 51,6% fylgi en D-listinn með 46,9%. Munurinn er 4,7%. Skýringarnar á muninum á þessum könnun- um, sem gerðar eru sömu daga, eru ekki augljós- ar. Hafa ber í huga að ávallt eru nokkur skekkju- mörk í könnunum sem þessum og ætla má að 3- 4% munur geti verið til eða frá á því fylgi, sem R- og D-listi fá í skoðanakönnunum, og raunveru- legu fylgi flokkanna meðal allra borgarbúa. Fái flokkur t.d. 50% fylgi í könnun með 1.200 manna úrtaki er ekki hægt að fullyrða meira með vissu en að fylgi hans sé á bilinu rúmlega 46% til tæp- lega 54%. 8,3% munur í könnun DV Loks gerði DV könnun á fimmtudag. Hringt var í 1.200 manna úrtak úr símaskrá. Sam- kvæmt þessari könnun fær R-listinn 53,4% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 45,1% fylgi. Munurinn er 8,3%. 4% jr H ■ ■■ HC * ■ Serbloð i dag NU SYNUM VIÐ NÝJA ANDLITID Á.. mtilrJsaMli Zoltán Beláný til liðs við Gróttu/KR/B1 Sigurður Gunnarsson þjálfar Víkinga/B1 ÁSAMT: KOSNINGAHANPBOK OG AÐSENPAR GREINAR/KOSNINGAR Boltinn á Netinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.