Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR RANNVEIG Tryggvadóttir leirlistamaður í galleríi sínu. Gallerí Kerið flytur Hinn opni líkami og glans- líkaminn í Nýlistasafninu ÚR kvikmyndinni Dr. Jekyll og Mr. Hyde frá 1931. Á málþingi í Ný- listasafninu í kvöld verður fjallað um glanslíkamann og hinn opna líkama. NÝTT keramikgallerí, Gallerí Kerið, var opnað í gær, laugar- daginn 23. maí, á Smiðjuvegi 4 í Kópavogi. Gallerfið var áður til húsa á Laugavegi 32. Kerið er vinnustofa Rann- veigar Tryggvadóttur leirlista- manns. Rannveig útskrifaðist frá leirlistadeild Listiðnaðar- háskólans í Gautaborg árið 1988 og hefur starfað að leirlist síð- an. í TENGSLUM við listviðburðinn Flögð og fögur skinn; útgáfu sam- nefndrar bókai- og samsýningu fjölmargra listamanna í Nýlista- safninu efnir íslenska menningar- samsteypan art.is ásamt Endur- menntunarstofnun Háskóla Islands til málþings, þess fyrsta af þremur, í kvöld, sunnudagskvöldið 23. maí, kl. 21. Par verður fjallað um Hinn opna líkama og glanslíkamann og umræðustjórar eru Úlfhildur Dags- dóttir og Guðni Elísson. I rúmlega 400 blaðsíðna bók um Flögð og fógur skinn kennir ýmissa grasa. Efnisköflum hefur verið skipt upp í sex meginkafla og verða viðfangsefni þeirra tekin fyrir, tveir kaflar í einu, á málþingum í Nýlist- arsafninu. Hið fyrsta verður í kvöld og nær það til efnisflokksins Förðuð skinn, sem Guðni Elísson hafði um- sjón með, og Hinn opni líkami í um- sjón Úlfhildar Dagsdóttur. Fjölmargir höfundar, bæði lista- og fræðimenn, leggja umsjónarmönn- um lið við að draga upp mynd af því víðtæka viðfangsefni sem mannslíkaminn er, frá sem fjöl- breytilegustu sjónarhornum. Frávik staðlaðrar ímyndar Meðal þess sem ritað er um glanslíkamann og förðuð skinn má nefna grein Guðna Elíssonar um Tálkvendið í kvikmyndum noir- hefðarinnar, Ljóskudrauma eftir Önnudís Gretu Rúdólfsdóttur, grein Áma Bjömssonar um fegr- unarlækningar, Ofurhetjur - ofur- líkama eftir Þorra Hringsson og grein Halldórs Bjöms Runólfsson- ar um bandarísku listakonuna Bar- böru Rruger, en verk eftir hana eru á sýningunni í Nýlistasafninu. Orlan er annar gestur list- viðburðar art.is á Listahátíð og um list hennar er fjallað kafla um Hinn opna líkama. I grein Isabelle Rieus- set-Lemarié sem þýdd er af Auði Ólafsdóttur kemur fram að mark- mið Orlan er ekki síst að fletta ofan af þeirri firringu sem felst í skefja- lausum fegurðarkröfum til konunn- ar sem ná hámarki í „sjálfsögðum“ fegrunarskurðaðgerðum samtímans og skoðar Orlan áhrif slíkra að- gerða í listrænum tilgangi. I kaflan- um um opna líkamann er fjallað um frávik frá viðteknum skilningi á ímynd líkamans og kyngervingu, - hvernig hin staðlaða ímynd hefin- verið mótuð í andstöðu og samspili við það sem er öðruvísi. Með sinar i strengi og plægð orð í húð nefnist grein Úlfhildar Dags- dóttur um hrollvekjuna. Þá er birt- ur hluti úr verkum Helgu Kress og Matthíasar Viðars Sæmundssonar um Máttugar meyjar, gyðjur og galdra. Sveinn Eggertsson fjallar um húðlæga þekkingu og Hannes Sigurðsson ritar grein um Stálkon- ur. Soffía Auður Birgisdóttir skrifar um líkama þýðandans og loks fjallar Halldór Björn Runólfsson um frönsku listakonuna Louise Bour- geois, sem einnig á verk á sýning- unni í Nýlistasafninu. Fjórði erlendi gestalistamaðurinn kemur væntan- lega einnig við sögu, Band- aríkjamaðurinn Matthew Bamey en kvikmynd hans Cremaster 4 var sýnd í Regnboganum á skírdag og verður aftur sýnd laugardaginn 30. maí og laugardaginn 6. júni. RÝMINGARSALA Við hættum verslun á Islandi og höldum því allsherjar rýmingarsölu og seljum lagerinn okkar með afsl. frá 35-60% af fullu verði m.v. staðgr., 30-55% ef greitt er með korti. Verðdæmi: Stærð: Verð áður. Nú: 2 stk Afghan, ca 200x300 84.800 42.800 stk. 20 Balutch extra ca 85x135 10-15.000 5-7.500 stk. 2 Gl. Afghan Kurk ca 200x300 195.800 114.800 20 stk. Pakistan „sófaborðsstærð" ca 125x175-190 35-38.000 23.800 stk. 30 stk. Pakistan rúml. 60x93 9.800 5.800 stk. Chachun, Afghanistan 210x158 79.800 47.800 Gl. Afghan Kilim 2,52x3,27 49.800 28.800 ANTIKMUNIR Brúðarkistill, Danmörk, ca 1750 80x70x130 139.000 55.800 Stofuskápur, Kína 19. öld 44x98x163 69.800 34.900 Skrifborð, Kína 19. öld 60x115x70 44.800 22.400 Og margt margt fleira P_ ^ HOTEh ÍS LU REYKJAVIK RAÐDREIÐSLUR Sigtúni Afgreiðslutími: Sunnudaginn 24. maí frá ld. 13-19 Mánudaginn 25. mai frá kl. 12-19 Þriðjudaginn 26. maí frá kl. 13-19 ^MiðvikudagÍnn 27. mai frá kl. 13-19 Sunnudagur IÐNÓ: Straumar. Endurteknir tónleikar frá 20. maí kl. 17. Borgarleikhúsið: Nýja líf Irenu eftir Nils Gredeby í leik- stjórn Suzanne Osten kl. 20. Unga Klara frá Borgarleikhús- inu í Stokkhólmi kl. 20. Mánudagur HALLGRÍMSKIRKJA: Jordi Savall, Montserrat Figueras og Rolf Listevand kl. 20. Borgarleikhúsið: Nýja líf Irenu kl. 20. Ung Klara frá Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi kl. 20. Klúbbur Listahátíðar, Iðnó Sunnudagur ÚNGLINGURINN í skóginum kl. 21. Mánudagur ÓSK Óskarsdóttir flytur nokkur lög. Kór Slökkviliðs Reykjavík- ur syngur kl. 21. HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ GEFA ÚT BMÍ IM2QM Við leitum að samstarfsaðila/rekstraraðila um útgáfu á fasteigna- blaði sem dreift yrði frítt inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú hefur hæfileikana og góð sambönd við fasteignasala, ert skipulagður og hefur eitthvert fé til að leggja í framkvæmdina, þá höfum við það sem uppá vantar, fé, dreifinguna, húsnæðið, hönnunardeild, mikla reynslu af útgáfu o.s.frv. Við leggjum til að við sameinum krafta okkar til að gefa út metnaðarfullt fasteignablað sem myndi þjóna öllu höfuð- borgarsvæðinu. Áhugasamir vinsamlegast hringið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.