Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 4^, ÞORSTEINN KRISTJÁNSSON + Þorsteinn Krist- jánsson fæddist á Löndum í Stöðvarfirði 12. febrúar 1927. Hann lést á Landspítalan- um 13. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristján Þorsteinsson, út- vegsbóndi á Lönd- um, f. 19.2. 1905, d. 19.4. 1977, og Aðal- heiður S. Sigurðar- dóttir húsfreyja, frá Urðarteigi á Beru- fjarðarströnd, f. 3.8. 1903, d. 16.5. 1988. Systkini Þor- steins eru Guðrún, f. 13.7. 1929, Sigurður, f. 11.2. 1931, og Bryn- hildur Guðlaug, f. 3.10. 1932. Árið 1957 kvæntist Þorsteinn eftirlifandi eiginkonu sinni Guð- björgu Jónsdóttur, f. 18. febrúar 1930 í Reykjavík, dóttir Jóns M. Kær vinur minn og mágur er kvaddur. Það var nú í vetur sem Þorsteinn kenndi sér fyrst meins en stundaði samt sem áður vinnu sína í Húsasmiðjunni þar til um miðjan marsmánuð. Þremur dögum eftir að hann hætti að vinna greindist hann með illkynja sjúkdóm. Baráttan var stutt og hörð. Svo snögg og sorgleg geta örlögin orðið. Fyrstu kynni mín af Þorsteini urðu þegar ég kvæntist Guðrúnu systur hans. A þeim tíma stundaði Þorsteinn sjómennsku og hafði gert það í nokkur ár. Eftir að þau Guð- björg gengu í hjónaband hóf hann verslunarstörf hjá Sambandinu í Reykjavík. Þar á meðal var hann útibússtjóri Kaupfélagsins í Hvera- gerði. Einnig vann hann sem sölu- maðm- hjá Sveini Egilssyni hf. í nokkur ár. Síðustu fímmtán árin vann hann í Húsasmiðjunni. Þorsteinn hafði gaman af veiði- skap og fórum við fljótlega eftir kynni okkar að fara saman til veiða, bæði í lax- og silungsveiði. Nokkrar Magnússonar og Ólafíu Ólafsdóttur. Þorsteinn og Guð- björg eignuðust ijögur börn. Þau eru: 1) Bryndís, f. 20.6. 1957. Böm hennar og Rafns Thorarensen em Þorsteinn Valur, f. 14.5. 1978, og íris Erla, f. 4.10. 1983. 2) Ólöf Heiður, f. 22.7. 1960. Barn hennar og Jakobs A. Traustasonar er Margrét Björg, f. 9.5. 1988. 3) Kristján, f. 11.2. 1964. 4) Þórhildur, f. 28.12. 1968. Barn hennar er Erla Dröfn, f. 29.1. 1989. Utför Þorsteins fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 25. maí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. ferðir fórum við í laxveiði með fjöl- skyldum okkar í Straumana í Hvítá í Borgarfirði og eigum þaðan marg- ar góðar minningar. Ótal veiðiferðir fórum við hér sunnanlands. Þó svo að veiðin væri stundum rýr var það ekki aðalatriðið en það voru stund- irnar við árbakkana sem okkur fundust svo dýrmætar, hlusta á niðinn í ánum, skoða fuglalífið, liggja milli þúfna með strá í munni og horfa til himins. Þá gleymdum við amstri dagsins. Ógleymanlegar veiðiferðir fórum við inn í Veiðivötn. Áður en Tungnaá var brúuð sulluðumst við á bíl yfir hana á Hófsvaði eða á bát yfir ána frá Svartakróki. Þetta voru þriggja daga ferðir. Þá kættist Þorsteinn þegar vel veiddist og sagði hann stundum: „Þetta er eins og með pabba í gamla daga.“ Þorsteinn kunni vel að fara með skotvopn og fór ég stundum með honum til rjúpna- og gæsaveiða enda var Þor- steinn kominn út af einum bestu skyttum á Austurlandi, Urðteiging- INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR + Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist í Hafnarfirði 20. ágúst 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. maí síðastliðinn. For- eldrar Ingibjargar voru hjónin Kristín Sigurðardóttir, f. 28. ágúst 1893 á Miðhúsuni í Hvol- hreppi í Árnessýslu, d. 21. mars 1962, og Stefán Jóhann Jóhannsson bifreiða- sali, f. 22. júní 1896 á Gunnsteinsstöðum f Langadal f A-Húnavatnssýslu, d. 27. júlí 1963. Systkini hennar eru: 1) Einar, f. 22. september 1925, eig- inkona hans er Ásta Kristjáns- dóttir. 2) Friðrik, f. 9. desember 1927, eiginkona hans er Þóra Björgvinsdóttir. Hálfsystkini hennar sammæðra eru: 1) Ólafur Einarsson, f. 25. apríl 1913, lát- inn. Eftirlifandi eiginkona er Gyða Jónsdóttir. 2) Þórunn Ein- arsdóttir, f. 24. mars 1916, látin. Eftirlifandi eiginmaður er Runólfur Ó. Þorgeirsson. 3) Margrét Einardóttir, f. 20. maí 1918. Eiginmaður hennar er Ás- björn Jónsson. Eftirlifandi eigimaður Ingi- bjargar er Guðni Helgason raf- virkjameistari, f. 20. janúar 1920 á Eyrarbakka og giftust þau 27. mars 1948. Foreldrar hans voru Helgi Ólafsson, f. 18. júní 1889 í Sandprýði á Eyrarbakka, d. 17. febrúar 1976, og Sigurlína Filipp- usdóttir, f. 16. júlí 1893 í Sumar- liðabæ í Holtum, d. 9. júní 1928. Ingibjörg og Guðni eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Sigurlína, f. 19. júlí 1948. Böm henn- ar eru Guðni Guill- ermo og Ingibjörg María Kristín, f. 23. mars 1979. Faðir þeirra er Jose Guill- ermo Gorozpe sem nú er látinn. 2) Ást- mundur Kristinn, f. 23. september 1951, kvæntur Maríu Friðjónsdóttur. Þeirra böm eru Sigríður, f. 22. ágúst 1982, og Friðjón, f. 30. apríl 1985. 3) Helgi, f. 11. október 1953, kvæntur Laurie Guðnason. Þeirra böm era Guðni, f. 19. desember 1984, og Mollie Kristín, f. 3. sept- ember 1986. 4) Stefán Kristinn, f. 16. nóvember 1957, kvæntur Sól- veigu Indriðadóttur. Þeirra böm era Indriði Ingi, f. 22. desember 1977, Heiður, f. 17. mars 1981, og Arnþór, f. 8. október 1983. 5) Kristín, f. 2. febrúar 1963, gift Garðari Hilmarssyni. Þeirra böra eru Ingi Guðni, f. 27. janúar 1990, og Iflalti Geir, f. 28. maí 1993. Ingibjörg starfaði á sauma- stofu og við verslunarstörf á sín- um yngri áram. Eftir að hún gekk í hjónaband sinnti hún húsmóðurstörfum og annaðist uppeldi barna sinna. Utför Ingibjargar var gerð frá Fossvogskapellu 20. maí síðast- Iiðinn og fór útförin fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. um við Berufjörð. Æskuheimili Þor- steins var að Löndum í Stöðvarfirði þar sem hann ólst upp hjá foreldr- um sínum ásamt þremur yngri systkinum. í Löndum var þríbýli. Þar bjuggu einnig Guttormur föðurbróðir hans og Fanney, föðurafi og amma þau Þorsteinn og Guðlaug. Einnig bjuggu í Löndum þau Helgi og Sigríður ásamt Erlendi föður Helga. Á þessum tíma voru oft um tuttugu og fimm manns á þessum þremur bæjum. Kristján faðir Þor- steins var sjómaður. Hann átti trillu sem hann gerði út frá Löndum og vandist Þorsteinn fljótlega á að hjálpa föður sínum við útgerðina. Hann var aðeins tólf ára þegar hann byrjaði að stunda sjósókn á sumrin og faðir hans sagði mér að þá hefði hann strax verið mjög fiskinn. Eftir barnaskóla fór Þorsteinn í Menntaskólann á Akureyri og út- skrifaðist þaðan stúdent 17. júní 1948. Þorsteinn var virkur þátttak- andi í Ungmennafélagshreyfingunni og var um skeið formaður UMFS á Stöðvarfirði. Hann var sagður góð- ur íþróttamaður bæði þar og í Menntaskólanum á Akureyri. Þorsteinn var margfróður maður. Tómstundir hans utan veiðiskapar voru lestur góðra bóka og hafði hann gaman af að grúska í ætt- fræði. Hann var bridsmaður góður og tók oft þátt í keppnum, nú sein- ast í janúar í Islandsmóti í para- sveitakeppni með systur sinni Guðrúnu og Ólöfu dóttur sinni og hennar makker. Fyrh- um tíu árum eignuðust þau Guðbjörg og Þor- steinn sumarbústað í Grímsnesi. Þar voru þau mjög mikið og nutu þess að vera í sveitinni. Nú voru þau komin í nágrenni við okkur því við hjónin eigum sumarbústað stutt þar frá. Þetta kom þeim bridssystk- inum vel því að nú var hægt að æfa sig oftar, helst um hverja helgi og stundum fylgdi með grillveisla með tilheyi-andi góðgæti. Að leiðarlokum þegar ég kveð Þorstein vin minn og mág og þakka honum fjörutíu ára samfylgd votta ég Guðbjörgu og bömum þeirra Bryndísi, Ólöfu, Kristjáni og Þór- hildi innilega samúð mína. Bent Bjarni Jörgensen. Elsku Inga mín. Það hvarflaði ekki að mér þegar ég kom til að kveðja þig í febrúar að þetta væri í síðasta skipti sem við töluðum sam- an. Þú leist svo vel út og það leit allt út fyrir að þú hefðir sigrast á veik- indunum með þínum einstaka baráttuvilja. Það voru því miklar váfréttir sem mér bárust til Perú um að þú værir dáin. Kallið var komið og ég efa það ekki að þín hafi beðið mikilvægt hlutverk fyrir handan, jafn stórbrotin kona og þú varst. Ég var rétt að skríða inn á ung- lingsárin þegar ég kom fyrst inn á heimili ykkar hjóna, með henni Stínu dóttur ykkar og ekki vantaði að mér væri tekið opnum örmum og með einstakri hlýju. Þær voru ófáar stundirnar sem ég sat í eld- húskróknum hjá þér og þú töfraðir fram enn eitt hlaðborðið. Svo var dregið fram stækkunarglerið til að kíkja í bollann hjá okkur stöllunum. Þú settir upp spekingssvip og varst ekki lengi að fullvissa okkur um að við þyrftum ekki að kvíða fram- tíðinni. Það væri allt svo bjart og skemmtilegt framundan. Það var svo sannarlega oft glatt á hjalla. Inga mín, þú fylgdist með mér hvar sem ég var stödd í heiminum og þú vildir vera fullviss um að mér liði vel og þú barst hag minn fyrir brjósti eins og þú ættir mig sjálf. Það vantaði heldur aldrei að þú værir tilbúin með útbreiddan faðm- inn og góð ráð ef á þurfti að halda. Um leið og ég kveð þig með trega vil ég þakka þér fyrir allar þær góðu minningar sem ég geymi um þig í hjarta mínu. Þú hafðir einstak- an persónuleika, alltaf svo jákvæð, bjartsýn og full af kærleika sem þú gafst óspart til allra í kringum þig. Elsku Guðni, Stína og aðrir ást- vinir. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Eg sendi mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Berglind. STEINÞOR EIRÍKSSON + Steinþór Eiríks- son fæddist í Tungu á Úthéraði 2. september 1915 og ólst upp í Þórsnesi í Hjaltastaðaþinghá. Hann lést á Egils- stöðum 7. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Eiríkur Þor- kelsson, f. 18.8. 1874, d. 9.2. 1950, og Stefanía Eyjólfsdótt- ir, f. 8.10. 1875, d. 6.3. 1964. Eiginkona 1.9. 1946 var Þórann K. Þórhallsdóttir, f. 16.2. 1920, d. 6.2. 1995. Þau bjuggu alla tíð á Egilsstöðum. Þeirra börn: Eiríkur, f. 12.7. 1947, d. 10.11. 1973. Eiginkona hans var Hrefna Björk Loftsdóttir. Þeirra dætur era Elfn Þórunn, f. 15.12. 1967, hennar maður er Sigurjón Arnarson, Elfa Björk, f. 26.6. 1974. Seinni maður Hrefnu er Hjörtur Karlsson. Þeirra dóttir Tinna Björk, f. 24.11. 1980. Stef- anía, f. 3.4. 1949, hennar maður er Gissur Þór Árnason. Þeirra börn era Rannveig, f. 6.11. 1970, hennar dóttir Hrefna Rós, f. 26.1. 1991, Steinþór Hannes, f. 27.6. 1979, Árni Kristján, f. 20.1. 1982. Dóttir fædd og dáin 16.12. 1950. Jenný Karítas, V* f. 2.6. 1956, hennar maður er Guðmund- ur Fr. Kristjánsson. Sonur henn- ar Eiríkur Gauti Jónsson, f. 6.5. 1975. Börn Jennýjar og Guð- mundar eru Kristján Friðrik, f. 15.5. 1978, Karitas Eir, f. 24.4. 1992. Þórhalla, f. 22.11. 1961, hennar maður er Óskar Baldurs- son. Þeirra börn eru Ýmir, f. 17.10. 1990, Erla Ylfa, f. 4.10. 1994. Útför Steinþórs fór fram frá Okkur tengdabörn Steinþórs Eiríkssonar frá Egilsstöðum lang- ar til að minnast hans með nokkrum orðum. Steinþór tengdapabbi var um margt sér- stakur maður en persóna hans heillaði alla þá sem honum kynnt- ust enda hjartahlýr og afburða fjölfróður maður. I Egils- staðaþorpi stofnaði hann heimili ásamt konu sinni, Þórunni Þór- hallsdóttur, og eignuðust þau fjög- ur börn. Var þar mikið menningar- heimili enda þau hjón bæði list- feng, vel lesin og með afbrigðum gestrisin. Var þar oft húsfyllir og margt skrafað. Steinþór var mikil félagsvera enda meðlimur í fjölmörgum félög- um, var hann m.a. virkur innan frímúrarareglunnar. Þegar heiisu hans tók að hraka um miðjan aldur sneri hann sér að málaralist sem hann hafði fram- færi sitt af æ síðan, en hann var af- ar tilfinninganæmur maður og mikil listamannasál sem ekkert aumt mátti sjá. Ást hans og næmi fyrir fegurð landsins má glögglega sjá í mörgum mynda hans og er það ótrúlegt að þær skuli hafa ver- ið gerðar af sjálfmenntuðum manni. En þegar gáfur, miklir hæfileikar og fjölhæfni eru til stað- ar, er oft ekki spurt um annað. Tæknilegar lausnir voru Steinþóri hugleiknar og kom hinn frjói hugur hans þá berlega í ljós, þegar hann þurfti að leysa ýmsa flókna hluti á vélaverkstæði sínu sem hann rak á Egilsstöðum með- an heilsan leyfði. Var Steinþór langt á undan samtíð sinni með margar lausnir. En verkstæði Steinþórs var lengi vel hið eina sinnar tegundar á Héraði og nær- sveitum. Okkur er minnisstæð frásagnar- list tengdapabba en hugur hans var alla tíð afar opinn og var sífellt leitandi aukinnar þekkingar. Var hann ákaflega hrifinn af öllu sem sneri að landafræði og jarðfræði enda mjög fróður um þau efni. Steinþór var ræðinn maður sem kunni margar sögur sem hann sagði á skemmtilegan hátt. Einnif^ kunni hann fjöldann allan af ljóð- um og var í sérstöku uppáhaldi stórhugurinn og skáldið Einar Benediktsson sem hann dáði mjög, en ljóð hans kunni hann öll utan- bókar. Menn eins og Steinþór þurfa stoð og styrk í baráttu lífsins. Hans gæfa og helsta stoð var kona hans Þórunn Þórhallsdóttir. I minningargrein sem þessari er erfitt að nema staðar þegar frá mörgu er að segja. Við hæfi er áíf kveðja Steinþór tengdapabba með ljóði eftir Einar Benediktsson: Mín ættaijörð, mitt æskuland á óraijöll og viðan sand, - en sólin græðir teig og tún, sem tengja byggð við byggð. - Þar hlúð er bæ við heiðarbarm, þar hvíld er gnoð rið fjarðararm, þar undir jökulbjartri brún, er bijóst með þrek og tryggð. (Einar Benediktsson.) Blessuð sé minning tengdafor- eldra okkar. Guð geymi þau bæði. Hrefna Loftsdóttir, Oskar Baldursson. 5 2 1 5 | 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 2 1 2 1 2 | o LE6STEI1AE Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK Hamarshöfdi 4 - Reykjavik simi: 587 1960 -fax: 5871986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.