Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 33 LISTIR MARIE Berthc Aurenche, Max Ernst. Lee MiIIer og Man Ray Paris 1929. Ljósmynd Man Ray. VERKIÐ, Örvera séð frá öðru sjönarhorni, Huisems 1964. þekkjum í athöfnum málara list- hópsins Helhesten, sem seinna varð Cobra. Hjástefnan losaði um hug- myndir eins og það er kallað, og var nýjum straumum mikil ljrftistöng. Hvað að okkur snýr má nefna, að bein og óbein áhrif frá hjástefnu, kúbisma og frumstæðri list koma fram í íyrstu tilraunum Svavars Guðnasonar í framsæknu málverki, sem komst fljótlega í hringiðu ný- viðhorfa er hann kom til Kaup- mannahafnar í febrúar 1935, senni- lega beint í flasið á nefndri sýningu. Hann og félagar urðu þó er tímar liðu uppteknari af sértæki-i hreyf- ingu og eðlislægum krafti litanna, óformlegu, safaríku og sjálfsprottnu ferðalagi þeirra um myndílötinn, frekar en litbrigðunum eða litblæn- um í sjálfu sér. Þetta er reifað hér til aukins skilnings, en full ástæða er að gera þessu öllu nánari skil í sérstakri grein áður en langt um líður, því vegur hjástefnunnar og listar frumkvöðla hennar eykst stöðugt. Það er afar erfítt að gera upp á milli brautryðjenda stílbragðanna, því þeir þróuðust hvei' í sína átt og sviðið stórt, en Max Ernst var vafa- lítið þeirra íjölhæfastur, gerði trú- lega víðreistara en hinir og var stöðugt að finna og uppgötva nýjar myndveraldir þar sem hann bjó og starfaði hverju sinni. Nafn- kenndastur er hann fyrir málverk sín og samklippur og það hefði án vafa lyft sýningunni til muna að bæta við örfáum slíkum, einkum hér á landi þar sem landsmenn hafa ekki aðgang að neinum frumverka hans. En að þetta sýnishorn skuli rata hingað er nánast kraftaverk og er tvímælalaust merkasta framlag til myndlistar á Listahátíð að þessu sinni, og má helst ekki fara fram hjá neinum áhugamanni á sviðinu. Ekki minnist ég þess að hafa séð jafn margar frottage-myndir á ein- um stað áður og ei heldur högg- myndir né ljósmyndir af listamann- inum í tengslum við líf hans og um- hverfi. Athyglisvert er af hve mikilli þekkingu Emst meðhöndlar efnivið- inn í þríviðu formi og verður ekki annað ráðið en að hámenntaður maður standi að baki. Sömuleiðis eru nuddmyndir hans aðdáanlega klárar og hreinar, og þar kemur helst fram sá neisti skáldskapar, sem mönnum verður svo tíðræt um í hjástefnunni. Hinar óaðfinnanlegu og stásslegu bronsafsteypur komast þó langt í það að vera hliðstæður verka Rodins, á Kjarvalsstöðum um árið, sem fáguð fjölföldun fyi’ir banka og opinberar byggingar, en hið einfalda form þeirra rýrir hina upprunalegu gerð ekki í sama mæli. En hér hefur and-listin einmitt snú- ist í andhverfu sína, og er lifandi dæmi um þverstæðurnar sem myndlistin framber. Gömlum gild- um er umtumað og mtt af borðinu til hags fyrir ný sannindi, og gömul gildi fá uppreisn æra fyi'ir þróun sem enginn sá fyrir. Við lifum á tím- um er menn era stöðugt að endur- uppgötva og endurreisa listamenn sem sumir hverjir vora lítt eða full- komlega óþekktir um sína daga. Max Ernst, sem ýmsir álíta er svo er komið einn hinna stóru á öld- inni, var að vísu vel þekktur um miðbik aldarinnar, en hvergi nærri í sama mæli og t.d. Picasso, Matis- se, Braque og margir fleiri; sló ekki í gegn fyrr en á Biennalinum í Fen- eyjum 1954, en eftir það lá leiðin beint upp á við og vægi hans hefur stórlega aukist og fjöldi bóka Iitið dagsins ljós á síðustu árum, ekki síst vegna þess að verk hans eru full af duldum ástríðum, dular- mögnum og þrám, líkust fjarlægum vökudraumum sem ýta stöðugt meir við mönnum eftir því sem frá líður og heimurinn skreppur sam- an. Fundnir hlutir á vegi listamanns- ins fengu nýtt líf og gömul ævintýri og frásagnir nýja merkingu. Til þess þurfti hann að víkka út tækni- sviðið og hér var hann fundvís á margvíslegar lausnir. Hið mikil- vægasta er þó hve lifunin og sköp- unarkrafturinn bjuggu yfir miklum mögnUm og að náttúrubamið leidd- ist ekki út í endurtekningar og fjöldaframleiðslu eins og margur sporgöngumaður hans. Hvert ein- stakt verk var nýtt ævintýri, nýr áfangi. A tímabili var sem stílbrögðin fjarlægðust í vinnu núlistamanna, en þau komu aftur í því sem menn hafa nefnt eftirstríðshjástefnu eða hreina hjástefnu, en hefur nú fengið nafnið síðhjástefna, postsurreal- ismi, sbr. Matta, Lam og seinna Erró. Einnig er til hugtakið post- dada, sem við á útskerinu höfum orðið meira en áþreifanlega vör við. Sýningin á listasafninu er afar falleg og menn skyldu ekki van- rækja að rýna vel í viðbótina, hinar mörgu ljósmyndir, sem allar eru í svart-hvítu og sumar fágætlega vel teknar. Þær munu til aukins skiln- ings á listamanninum og umhverfi hans og þjóna vel tilgangi sínum, nokkrar eftir meistara ljósmynda- tækninnar eins og Man Ray, Lee Miller, Henri Cartier Bresson og Yousof Karsh. Sýningunni er mjög vel fyrir komið í sölum safnsins og íslenska sýningarskráin býður upp á nokkr- ar vangaveltur um eðli hjástefnunn- ar, m.a. textabrot eftir listamanninn sjálfan. Hefur bersýnilega verið erfitt að snara þeim og þýðandinn lent i nokkram erfiðleikum á köfl- um. Til viðbótar eru svo hinar er- lendu skrár sem eru heilu bækurn- ar og efnismiklar eftir því. Þetta er afar skilvirkt og markvert framtak. Bragi Ásgeirsson Hættuleikur í Lundúnum KVIKMYIVDIR lílóllöl I í II THE MAN WHO KNEW T00 LITTLE ★ Leikstjóri: Jon Amiel. Aðalhlut- verk: Bill Murray, Peter Gallag- her, Joanne Wlialley og Alfred Molina. Warner bros. 1998. SKRÍTNI bróðirinn kemur að heimsækja framagjarna bróður- inn til Lundúna. Svo óheppilega vill til að sá síðarnefndi er með snobbpartý þá um kvöldið sem skrítni bróðirinn passar ekki inn í. Sá framagjarni finnur leið út úr vandræðunum með því að senda bróður sinn í lifandi leikhús þar sem áhorfendur taka þátt í leik- ritinu. Sá skrítni er fljótur að vill- ast af spori og lendir í alvöra hremmingum meðal stórglæpa- manna. Sá ágæti grínisti Bill Mui'ray leikur þennan skrítna bróður. Það er óþægilegt þegar aðalper- sónur eins og hann era ekkert kynntar í upphafi myndar, heldur er dembt yfir áhorfendur súpu af brönduram. Þannig skapast ekki forsendur til að hlæja, því tiltekn- ar aðstæður hafa ekki sama húmoríska gildið fyrir allar per- sónur. Það er stór munur á ef per- sóna sem Harrison Ford leikur eða Chris Farley dettur á rassinn. Áhorfendur komast samt fljótt að því að persónan er klisjukenndur klaufabái'ður og að myndin er öll ein klisjusúpu. Vitanlega er verið að gera grín að klisjum í njósn- aramyndum en það tekst ekki betur en svo að brandararnir verða ennþá meiri klisjur. í stuttu máli er þetta mjög ófyndin mynd, og reynt er að maka yfir það með glettinni tónlist, en hún liggur eins og mara yfir allri myndinni og gerir bara illt verra. Leikstjórnin er vægast sagt ömurleg og eru Joanne Whalley og Peter Gallagher eins og lélegir áhugaleikarar þótt ótrúlegt megi virðast. Alfred Molina leikur Rússa og það ekki í fyrsta skipti og er hann skömminni skárri en þau fyrrnefndu. Það eina sem gerir myndina þess virði að horfa á er að Bill Mun-ay á góða spretti inn á milli, og er hann frábær í rússneska dansinum í lokaatriðinu. Annað var það nú ekki. Hildur Loftsdóttir Bjarni sýnir á Hellissandi Hellissandi. Morgunblaðið. I TILEFNI af sjómannadeginum hélt Bjarni Jónsson listmálari mál- verkasýningu í grunnskólanum á Hellissandi, dagana 5.-7. júní. Bjarni sýndi 68 myndir sem margar hverjar voru tengdar þjóð- lífi fyrr á tímum og þá sérstaklega sjónum og sjávarstörfum. Bjarni varð þjóðkunnur fyrir hið mikla af- rek sitt að teikna skýringai-myndir með hinu mikla ritverki Lúðvíks Kristjánssonar sagnfræðings, ís- lenskir sjávai'hættir. Er ekki of- sögum sagt að margar þeirra mynda eru mikið afreksverk eins og ritverkið raunar allt. Það er greinilegt að myndir Bjarna höfða sérstaklega til fólks við sjávarsíðuna og þá ekki síst hér við Breiðafjörð enda má víða sjá myndir eftir hann í híbýlum fólks hér á Snæfellsnesi. Þeir fé- lagar lögðu einmitt á sig mikla vinnu við að kanna verstöðvar, út- ræði, báta, sjóvinnuáhöld og vinnulag sem tíðkaðist hér við Breiðafjörð áður fyrr enda era þeir Breiðfirðingar báðir að upp- runa. Aðsókn að sýningunni var mjög góð eins og við mátti búast. Bjarni segist þó hafa verið með sýningu hér 1992 og þá hafi aðsókn verið ennþá betri. Allmargar myndir seldust á sýningunni nú og kvaðst Bjarni ánægður með árangurinn. Fyrir utan íbúa Hellissands og Rifs, kvaðst Bjarni hafa orðið var við fólk á sýningunni úr Olafsvík, Grandarfirði og sunnan úr sveitum Snæfellsness. Aðspurður að hverju hann væri helst að vinna um þessar mundir svaraði hann: „Eg hef nýlega lokið við að gera minnisvarða um breska togararsjómenn sem farist hafa við Látrabjarg en togararnir eru taldir vera 6-7. Verkið er unnið úr ryðfríu stáli og verður reist á fjöragrjóti. Af- hjúpun þess er fyrirhuguð í sept- ember í haust. Bresku sjónvarps- stöðvarnar hafa þegar boðað komu sína til landsins til að vera við- staddar þennan atburð enda þarf ekki að kenna Bretum hvaða blóð- taka íslandsstrendur hafa verið bresku þjóðinni. Þá er ég um þessar mundir að vinna að myndaröð allra íslenskra áraskipa og öllu sem þeim tilheyrði. Þetta verða 50-60 myndir. Fyrir- hugað er að varðveita teikningarn- ar í væntanlegu Sjóminjasafni ís- lands þegar það verður loks að veraleika sem löngu er tímabært." Að lokum kvaðst Bjarni ánægð- ur með komu sína hingað vestur að þessu sinni og hvað Snæfellingar sýndu verkum hans mikinn áhuga enda væru margar mynda hans svo nátengdar lífsafkomu þeiri'a og bjargræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.