Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS . HLAUPIÐ á þjóðveginum, Friðarhlaup 98 - Hringurinn hlaupinn Frá Eyjólfí Andrési Björnssyni: FRIÐARHLAUPIÐ hófst í grunn- skólum í Reykjavík, fóstudaginn 15. maí, þar sem hundnið barna tóku þátt. Hlaupið var á milli skóla með logandi kyndil sem tákn um einingu og frið. Byrjað var á þrem- ur stöðum í Reykjavík og endað í Laugamesskóla. í tengslum við hlaupið var opnuð sýning í Kringl- unni, laugardaginn 16. maí, undir heitinu Friðarsýn, sem stóð í rúma viku. En framundan er Hring- hlaup, 19.-28. júní nk., þar sem hlaupinn verður þjóðvegur eitt, eða u.þ.b. 1.400 km. Þetta er liður í því að fagna komu nýrrar aldar og hef- ur þegar verið ákveðið að halda enn stærra hlaup á næsta ári. Þá verður jafnframt hlaupið í öllum löndum heims á þessu síðasta ári aldarinnar. Friðarhlaupið, „Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run“, hefur verið haldið um allan heim síðan 1987 þegar það hóf göngu sína, en á síðasta ári átti hlaupið tíu ára af- mæli. Þetta hlaup er kyndilboð- hlaup í ólympískum anda og tákn um hugsjón friðar, frelsis, einingar og bræðralags. Upphaflega var hlaupið haldið annað hvert ár en síðastliðin þrjú ár hefur það verið haldið ár hvert. A Islandi var síðast farið hringinn 1989 en síðan þá hafa verið haldin styttri hlaup. Frá Þingvöllum til Reykjavíkur 1991, á höfuðborgarsvæðinu 1993 þar sem Reykjavík var tileinkuð friðarhöf- uðborg og Hafnarfjörður, Garða- bær, Kópavogur og Mosfellsbær voru tileinkaðir friðarbæir. Arið 1995 var svo hlaupið frá Akureyri til Reykjavíkur með viðkomu á Snæfellsjökli. Grunnskólar í Reykjavík og aðr- ir skólar erlendis hafa síðustu þrjú ár tekið þátt í Friðarhlaupinu með góðum árangri og vænta má, að framhald verði á því. Auk þess að hlaupa með kyndil á milli skóla unnu nemendur verkefni tengd hugmyndum þeirra um frið. Þessi verkefni hafa verið margskonar, þ.á m. ljóðagerð og myndlist, en á sýningunni Friðarsýn í Kinnglunni voru í fyrsta sinn, á vegum Friðar- hlaupsins, sett upp verkefni nem- enda úr grunnskólum í Reykjarvík. Hringhlaup 19.-28. júní Tíu manna hlaupahópur mun fylgja Friðarhlaupinu hringveginn, en þetta hlaup er boðhlaup sem gefur öllum kost á því að vera með og koma inn í hlaupið hvar og hvenær sem hentar á leiðinni. Auk tíu manna liðs munu íþrótta- og ungmennafélög, víðsvegar um landið, taka þátt í hlaupinu. Hlaup- ið tekur tíu daga og þar af verður hlaupið allan sólahringinn í þrjá daga. Byrjað verður í Reykjavík, við Höfða í Borgartúni, að hádegi föstudagsins 19. júní og hlaupið út fyrir borgina, austur með landinu. Hlauparar munu þá fara með kyndilinn um Hveragerði, Selfoss, Hellu, Vík, Kirkjubæjarklaustur, Höfn, Djúpavog, Egilsstaði, Reyni- hlíð, Akureyri, Blönduós, Borgar- nes og loks snúa aftur til Reykja- víkur þar sem tekið verður á móti þeim með lokaathöfn á Ingólfstorgi kl. tvö, sunnudaginn 28 júní. Áætl- aður hlaupahraði á leiðinni verður u.þ.b. 10 km á klst. Logandi kyndill A tíu ára ferli hlaupsins hefur logandi kyndillinn verið aðalein- kenni þess. Hann hefur verið tákn um það ljós, sem sameinar menn í leit þeirra að friði. Loginn á kyndl- inum táknar frið í hjarta mannsins, en megin boðskapur hlaupsins er að friður hefst hjá sérhverjum ein- staklingi. Þegar kyndillinn berst manna á milli sameinast menn á táknrænan hátt um eitt sameigin- legt mai-kmið, að stuðla að friði, óháð trú, þjóðerni, skoðunum eða litarhætti. Friður markmið allra Friðarhlaupið hefur ávallt lagt áherslu á nauðsyn innri friðar, sem grundvöll að heimsfriði. Án innri friðar getur aldrei orðið friður í heiminum. Ef maðurinn getur átt frið í hjarta, verið umburðarlynd- ur, sáttur við sjálfan sig og aðra og borið virðingu fyrir trú, litarhætti, þjóðemi og skoðunum annarra, er friður ekki langt undan. En til þess að breyta heiminum þarf hver og einn að breyta sjálíúm sér fyrst. Fyrrverandi ritara Sameinuðu þjóðanna, U-Thant, varð eitt sinn að orði: „Það er enginn friður í heiminum í dag vegna þess að það er enginn friður í hugum manna.“ Orðið friður felur í sér ólíka merkingu eftir því hvemig litið er á það. Flestir sjá fyrir sér frið sem óvirkt ástand þar sem ekki ríkir stríð. En jafnvel þótt þjóðirnar stríði ekki sín á milli eru deilur á milli einstakra manna merki um ófrið. Þar af leiðandi getum við ekki talað um að friður ríki fyrr en hver og einn hefur öðlast frið. Leiðin að heimsfriði liggur því meðal annars um innri frið manns- ins. Ef hver og einn getur ræktað með sér innri frið höfum við stigið eitt skref í átt að heimsfriði. Margir segja að friður sé sam- eiginlegt markmið allra manna. Boðskapur Friðarhlaupsins er sá friður, sem lítur á allt mannkynið sem eina fjölskyldu og felur í sér alla menn, þjóðir, trú, skoðanir og litarhætti, sem mannkynið hefur að geyma. Víðsvegar um heiminn tek- ur fólk af ólíkum uppruna þátt í hlaupinu og sýnir með því boðskap hlaupsins í verki, að minnast friðar óháð uppruna. EYJÓLFUR ANDRÉS BJÖRNSSON, friðarhlaupsnefnd. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 67 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Messa og kvartett- söngur á Keldum AÐ kvöldi lýðveldisdagsins, 17. júní nk., kl. 21, verður messað í Keldnakirkju á Rangái-völlum. Sóknai-presturinn, sr. Sigurður Jónsson í Odda, prédikar og þjónar fyrir altari. Góðir gestir úr Árnes- þingi koma í heimsókn, en það er blandaður kvartett úr Gnúpverja- hreppi er kallar sig Perluvini. Stjórnandi Perluvina er Þorbjörg Jóhannsdóttir, organisti á Stóra- Núpi, en kvartettinn skipa Krist- jana Gestsdóttir Hraunteigi, Jó- hanna Steinþórsdóttir Heiði, Gunnar þór Jónsson Stóra-Núpi og Sigurður Loftsson Steinsholti. Organisti við messuna verður Hilmar Öm Agnarsson í Skálholti. Perluvinir leiða söng við messuna, og ætla einnig að taka lagið hálf- tíma fyrir athöfn, úti á bæjarhlaði, ef veður leyfir. Keldur eru höfuðból og stórbýli að fornu og nýju. Staðurinn er kunnur úr Njáls sögu, en þar bjó Ingjaldur Höskuldsson sem m.a. gat sér það til frægðar að bregðast Flosa í aðfórinni að feðgunum á Bergþórshvoli. Keldur urðu síðar eitt af höfuðbólum Oddverja, og þar bjó Jón Loftsson síðustu æviár sín, og er grafínn þar. Jón reisti klaustur á Keldum og frá hans tíð mun vera Keldnaskálinn sem enn stendur, elsta bygging sinnar gerð- ar á Islandi. Undanfarin misseri hafa staðið yfir umfangsmiklar endurbætur á gömlu bæjarhúsun- um á Keldum á vegum Þjóðminja- saftisins. Á13. öld var húsfreyja á Keldum Steinvör Sighvatsdóttir Sturluson- ar. Hún þótti mikill kvenskörungur og áhrifameiri en títt var um konur í þá daga. Hún var tekin til gerðar ásamt Sigvarði Skálholtsbiskupi um mál bróður síns, Þórðar kakala, og Sunnlendinga árið 1242 og skyldi hún gera ein um það sem hún og biskup yrðu ekki ásátt um. Kirkju þá, er nú stendur á Keld- um, reisti Guðmundm- Brynjólfs- son árið 1875. Hún er hið prýði- legsta guðshús og vel búin skrúða og áhöldum. Keldnaþing voru sjálf- stætt prestakali fyrr á tíð, en frá 1880 hefur Keldnasókn verið þjón- að frá Odda. Þess má geta að hljóð- færi kirkjunnar á Keldum á Rang- árvöllum er amerískt harmoníum frá árinu 1893, framleitt af Cornish Company í Washington N.J. í Bandaríkjunum. Það er gjöf hús- frúar Þuríðar Jónsdóttur á Keld- um, þriðju konu Guðmundar Bi-ynjólfssonar. Hljóðfærið er sagt hafa kostað 188 krónur að þávirði, en Lefoliiverslun á Eyi'arbakka gaf fraktina. Harmoníum þetta er í góðu ástandi og enn notað við at- hafnir í Keldnakirkju. Svo verður að sjálfsögðu einnig að kvöldi lýð- veldisdagsins næstkomandi, en þýðir ómar þess munu styðja við fagran söng Perluvina og annarra kirkjugesta á Keldum. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Seltjarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12 Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. www.mbl.is v. Parqcolor býður uppá nýja vídd í klæðningu á stigum nýitáíslandi ABETGROUP HPL PARKET VALHNOTA HPL PARKET BEIKI HPL PARKET EIK HPL TRÖPPUNEF VALHNOTA HPL TRÖPPUNEF BEIKI HPL TRÖPPUNEF EIK 1200X190X6,5mm 1200X190X6,5mm 1200X190X6,5mm 400X3650X6,5mm 400X3650X6,5mm 400X3650X6,5mm I BYGGINGAVÖRUR Þ. ÞORGRÍMSSON & CO I ÁRMÚLA 29 - SÍMI 553 8640 - 568 6100 Brúðhjón 1 Alliir boröbiínaöur Glæsileg gjafavara Bniðarhjöna listdr 4>, \ŒRSLUNIN Lnngavegi 52, s. 562 4244. MESSUR Messur 17. júní Guðspjall dagsins: Ríki maðurinn og Lasarus (Lúk. 16) DÓMKIRKJAN: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Hátíðar- stund kl. 13 með þátttöku starfs- manna Grindarvíkurbæjar. Prestur sr. Hjörtur Hjartarson. Kór Gr- indavíkurkirkju syngur. Organisti Siguróli Geirsson. Sóknarnefnd. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 12.30. Ath. breyttan messutíma. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingason. Skátar að- stoða. Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngur. Orgelleikari Steinar Guð- mundsson. Skrúðganga verður farin frá kirkjunni um kl. 13.20. KEFLAVÍKURKIRKJA: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 12.30. Ath. breytt- an messutíma. Lára G. Oddsdóttir, cand. theol., prédikar og sr. Ólafur Oddur Jónsson þjónar fyrir altari. Skátar aðstoða og lesa ritningar- lestra. Kór Keflavíkurkirkju syng- ur. Orgelleikari Einar Örn Einars- son. Skrúðganga verður farin frá kirkjunni um kl. 13.20. AKRANESKIRKJA: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 13. Anna Sólveig Smáradóttir, nýstúdent, flytur há- tíðarræðu. Minnt er á kaffisölu kirkjunefndarinnar í Safnaðarheim- ilinu Vinaminni frá kl. 15 til 17. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta á lýðveldisdaginn 17. júní kl. 14. Organleikari Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sóknarprestur. WARNEKS % 1 Flott í . jp|j undirföt vlliG Kringlunni s. 553 7355 ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 t í t I I DOMUS MEDICA & KRINGLUNNI I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.