Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Strand- lengjan YFIRLITSKORT af strandlengjunni og staðsetningu verka. MYIVDLIST Frá Fossvogi að Skjóluni ÚTILIST 24 MYNDHÖGGVARA Til 7. oktdber. MYNDHÖGGVARAFÉLAGIÐ í Reykjavík er eflaust urasvifamesta félagið innan vébanda SÍM, Sam- bands íslenskra myndlistarmanna. í þann aldarfjórðung sem það hefur verið við lýði hefur það staðið íyrir fjölda sýninga, smárra og stórra. Reyndar voru íslenskir myndhöggv- arar orðnir mikilvirkir iöngu áður en félagið var formlega stofnað. Hver man ekki útisýningamar á Skólavörðuholti á ofanverðum 7. áratugnum, sem vöktu svo misjöfn viðbrögð að lögreglan var fengin til að fjarlægja eitt listaverkið? Fyrir þá sem nú vakna til forvitni um málefnið - ef til vill vora þeir ekki komnir á legg - skal látið flakka að Kristján Guðmundsson, sá hinn sami og löngu síðar vann sam- keppnina í Ráðhúsi Reykjavíkur með öldungis frábærri veggskreyt- ingu sinni, var ásakaður um óþrifn- að á almannafæri þegar hann hlóð vörðu úr brauðhieifum á Skóla- vörðuholtinu sumarið 1970. Þó að slíkir byrjunarörðugleikar í gagnkvæmum skilningi tengdust íyrstu útisýningum íslenskra mynd- höggvara virðast þeir Ragnar Kjartansson í Gliti og Jón Gunnar Arnason, aðalhvatamennirnir að Skólavörðuholtssýningunum og Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík, hafa haft óvenjulegt þefskyn fyrir þeim áherslubreytingum sem lágu í loftinu í lok 7. áratugarins. Málara- listin var að ganga gegnum þreng- ingar sem rekja mátti til sívaxandi kröfu manna um gerhygli og áþreif- anleika í framsetningu. Vísindaleg nákvæmni og undanbragðalaust raunsæi heimtuðu nánari tengsl lífs og listar. Að loka sig af uppi á hanabjálka og telja heiminum trá um að maður væri að leysa þar alheimsgátuna með aðstoð rökfræðilegrar sundur- liðunar, aleinn og óstuddur, var nú allt í einu flokkað sem einskis nýt naflaskoðun. Hvort sem menn að- hylltust heimspeki eða myndlist var slíkt fráhvarf frá mannlegu sam- neyti talið svik við lífið og tilveruna. Ef til vill gerðu þeir Ragnar og Jón Gunnar sér ekki fulla grein fyrir því sem við sjáum mun betur núna, að sú einstaklingshyggja með tilheyi’- andi snillingadýrkun sem einkenndi rómantík 19. aldar var á hröðu und- anhaldi. í staðinn fyrir Frank Sinatra og Elvis Presley, einstæða söngvara með ónefndum bakrödd- um, voru nú komin fjögurra til fimm manna teymi jafningja með sam- ræmdum röddum í ætt við MA- kvartettinn forðum daga. Slík teymi áttu eftir að sigra heim- inn, ekld einungis í dægui-tónlist 7. áratugarins heldur einnig á sviði við- sldpta- og tæknibyltingar kenndri við tölvur og myndbönd. íslenskt at- hafnalíf liti allt öðruvísi út án teymi- svæðingar í stóru og smáu, og sama mætti segja um myndhöggvara hefðu þeir ekki borið gæfu til að snúa saman bökum til að koma mál- efnum sínum í viðunandi horf. Strandlengjan er á sinn hátt eins og endurvakin Skólavörðuholtssýn- ing, nema hvað nú mætir listamönn- unum snöggtum jákvæðara viðmót. Auk Listahátíðar 1998 og Reykja- víkurborgar kosta Morgunblaðið, BYKO, Penninn og SPRON þessa 25 ára afmælissýningu Myndhöggv- arafélagsins, en þar að auki hlaupa 14 önnur fyrirtæki og stofnanir undir bagga með sýnendum til að gera afmælisgjöfina; tuttugu og fjögur útilistaverk, sem veglegasta. Það þarf varla að segja borgarbú- um og öðrum nærverandi hve tilval- ið það sé að styrkja þrek sitt og þekkingu með þeirri 5 kílómetra göngu sem Strandlengjan spannar frá Sörlaskjóli að botni Fossvogs. í því fádæma blíðviðri sem hefur leik- ið við Reykjavík og nágrenni er til- valið fyrir alla, unga sem aidna, að rekja slóðina eftir Ægisíðunni, Skildinganesinu, að Nauthólsvík, Fossvogsbökkum og bflastæðinu neðan við kirkjugarðinn. Almenningur þarf varla að óttast að standa eins og þvara frammi fyr- ir verkum sýnendanna tuttugu og fjögurra því hvarvetna er komið fyrir haganlega gerðum skiltum með nöfnum þeirra og nöfnum verk- anna. Þá fylgir ágætur leiðarvísir sýningunni með staðsetningu verk- anna og birtist slíkur listi í Lesbók Morgunblaðsins 6. júní síðastliðinn, ásamt litmynd af hverju verki og umfjöllun viðkomandi listamanns um inntak þess. Þannig var fjór- blöðungurinn í Lesbókinni eins kon- ar sýningarskrá og fylgdi henni ít- arlegur inngangur eftir Gunnar J. Arnason. Þegar strandlengjan umhverfis flugvöllinn er þrædd komast menn fljótlega að því hve andi Skóla- vörðuholtsins er nálægur. Eins og Hallsteinn Sigurðsson myndhöggv- ari benti á réttilega hamast sýnend- ur nú við að afneita hinu hreina og óháða höggverki. Flest er annað- hvort bundið hönnun ellegar hug- mynd sem felur í sér einhverja nyt- semi. Þá eru fjölmargar höggmynd- irnar staðfærðar, eins og Gunnar kallar svo ágætlega „site specific“- verk; list sem gerð er fyrir ákveðna staðsetningu og tekur tillit til að- stæðna. Slíkt er mjög í anda þess sem lagt var upp með á 7. áratugnum. í and- stöðu við hefðbundin verk á stalli, annaðhvort með táknrænu inntaki eða ljóðrænni nafngift drógu for- sprakkar útisýninganna á Holtinu fram húmorinn, tengslin við lífið og tilveruna, að viðbættum fundnum efniviði, eins og sýndi sig svo vel á Þvottavélinni framan við Asmund- arsal eftir Rósku heitna. Hrognkelsaveifa Magnúsar Páls- sonar við Ægisíðuna er líkust því sem væri hún fundin upp á Skóla- vörðuholtinu fyrir þrem áratugum. Svipaða sögu mætti segja af fjöl- mörgum verkum öðrum, svo sem Stökkbrettinu fyrir lúna fugla eftir Jónínu Guðnadóttur, A frívaktinni eftir Finnu Bimu Steinsson, Kanínu- húsið eftir Valborgu Salóme og Am- inosýru-baggalútana eftir Ingu Jóns- dóttur. í öllum þessum afbragðs- verkum eru hefðbundin fegurðar- gildi sniðgengin í fyrsta kasti en þess í stað reynt að höfða til hláturstaug- anna og þeirrai- kátínu sem skapast þegar eitthvað kemur á óvart. Feg- urðin er þó hvergi langt undan leyfi gestir sér að staldra við stundarkom og virða fyi’ir sér vinnubrögðin. Kristinn E. Hrafnsson með verk sitt Héðan í frá, innst í botni Foss- vogs, kallast á við Sólrúnu Guð- bjömsdóttur, yst í Skjólunum, með verkið Aning við Sörlaskjól. Hvor þessara útvarða sýningarinnar ger- ir umhverfið að meginmiði. Verkin eru frábærlega byggðir sjónarhólar, en milli þeirra em einnig önnur verk sem snúast um útsýni. Þannig beinir Rúrí fjóram sjón- aukum í áttina til ófriðarstaða ver- aldarinnar til að áminna okkur um að ekki er alls staðar eins rólegt og hjá okkur í Frostaskjólinu. Granni hennar, Þórdís A. Sigurðardóttir, býst hins vegar til varnar bakvið sandpokaskans sinn „Islands þús- und ár“ og verst öllum ágangi í hvaða formi sem vera skal. Þór Vig- fússon og Kristín Reynisdóttir spegla umhverfið með glerverkum sínum Minjar og Glerviti, á meðan Helga Guðrán Helgadóttir býður gestum í Nauthólsvíkinni að hvíla sig í mishallandi Sólstólum til að njóta veðurs og útsýnis. Ólíkt öllum þessum félögum sínum beinir Helgi Gíslason hins vegar athyglinni frá útsýninu að sjálfum sjónarhólnum í verki sínu Mið. Þá er hluti af sýnendum upptek- inn af sögu staðarins og fortíðinni. Flóð og fjara Steinunnar Þórarins- dóttur víkur með látlausum hætti að útræðinu frá Ægisíðunni og öllum þeim físki sem þar skolaði á land. Grétari Reynissyni verður hvarflað með Stikum sínum til forfeðra sinna, sem frá örófi alda byggðu landið. Katrín Sigurðardóttir end- urvekur með smellnum hætti sögu og samtíð með Stöð sinni; ferjuskýli í formi flugstöðvar, rétt vestan við málmsteyptan Geirfugl Ólafar Nor- dal, þar sem hann stendur á flæðiskeri sem tákn þeirra náttúru- spjalla sem aldrei verða bætt. Flæðiskeri Borghildar Óskarsdótt- ur; orðið „Náttúra“ steypt í flæðar- málinu, og Nýjum umferðarlögum Sólveigar Eggertsdóttur; bið- skyldumerki við áningarbekki með áletruðum málsháttum, er einnig ætlað að vekja okkur til vitundar og virðingar gagnvart speki fyrri tíðar og vistrænu jafnvægi. Öfugt við lögmálið, hið náttúru- lega jafnvægi og hefðina stíla þau Brynhildur Þorgeirsdóttir, með Geimsteini sínum, Pekka Pyykönen, með Connection sinni, Örn Þor- steinsson, með Sleða sinn úr graníti, og listparið Nana Petzet og Ólafur Gíslason, með kirkjugarðshliði sínu Annaðhvort eða, upp á hið óorðna, óræða, hugsanlega en óþekkta. Þau varpa verkum sínum út í óvissuna með þeimi bjartsýni sem eitt sinn einkenndi og ætlast var til að ein- kenndi nútímalegt hugarfai’. Það verður ekki annað sagt en vel hafi tekist til með Strandlengjuna. Verkin eru látlaus og allvel ígi’und- uð; hvert verk fær að njóta sín og gestir geta ekki annað en notið skemmtunarinnar á vappi sínu, skokki eða hjólreið. Það er því óhætt að óska Myndhöggvarafélag- inu í Reykjavík og áttatíu meðlim- um þess til hamingju með aldar- fjórðungsafmælið og útisýninguna. Halldór Björn Runólfsson Borgarlista- maður 1998 Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN 17. júní kl. 14 veður útnefndur borgar- listamaður Reykjavíkur árið 1998 og honum veitt viðurkenning. „Utnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reyk- vískum listamanni sem með list- sköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi," segir í kynningu. Utnefn- ingin fer fram 17. júní ár hvert. Að þessu sinni fer útnefningin fram á Kjarvalsstöðum. Hátíðardagskrá 17. júní á Kjarvalsstöðum Listasafn Reykjavíkur á Kjar- valsstöðum verður opið frá kl. 10-18 á hátíðardaginn eins og alla aðra daga. Kaffistofan og safnverslun verða opin á sama tíma. Klukkan 14. mun Guðrún Jónsdóttir foi-mað- ur menningarmálanefndar flytja ávarp og síðan mun borgarstjóri, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, út- nefna borgarlistamann. Strengjasveit ungra tónlistar- manna mun leika fyrir gesti fyrir athöfnina. Hinn 17. júní er almenningi boðið að skoða sumarsýningu Kjarvals- staða endurgjaldslaust. Sumarsýn- ing Kjarvalsstaða 1998 nefnist „Stiklað í Straumnum". ------♦-♦-♦----- Nýjar bækur • SKÓLASAGA Reyðarfjarðar eftir Guðmund Magnússon.í for- mála segir: „I fundargerð skóla- og menningar- málanefndar frá 21.8.1996 segir m.a.: Nefndin er sammála um að skora á hrepps- nefnd að hrinda af stað rannsóknum á og ritun skólasögu Reyðarfjarðar, sem gæti í fram- tíðinni orðið hluti af stærra verki, sögu Reyðarfjarð- ar. Ritun skólasögunnar er þáttur í því að varðveita sögu staðarins og fólksins, sem oft háði harða baráttu fyrir lífi sínu og tilveru við óblíð kjör og erfiðar aðstæður, en jafnframt er sagan lýsandi dæmi um þor og þrautseigju, bjartsýni og framfararhug aldamótakynslóð- arinnar, sem lagði grunninn að nú- tímaþjóðfélagi landsmanna. Bókin fæst hjá höfundi og hjá skólastjóra, einnig á skrifstofu hreppsins, Reyðarfírði og kostar 2.500 kr. ----------------- Nýtt rit • RITVERKIÐ Kjalnesingar er komið út. Þorsteinn Jónsson tók ritið saman. Kjalnesinga saga hin nýrri segir frá jörðum, ábúendum og öðrum íbúum Kjalarneshrepps í rúma öld og þar eru raktar ættir þeirra og afkomendur. Sögulegir þættir greina frá at- vinnuháttum, þjóðháttum, slysför- um og munnmælum og á þriðja þúsund myndir eru af bæjum, fólki og þjóðlífi, sem flestar hafa ekki sést áður á prenti. Bókaforlagið Byggðir og bú ehf. gefur út. Ritið er 520 bls. í stóru broti. ----------------- Einn miði - tvö söfn NÚ hafa Byggðasafn Hafnarfjarðar og Sjóminjasafnið tekið sig saman og gildir einn miði á báða staðina. Byggðasafn Hafnarfjarðar sam- anstendur af þremur húsum; Sí- vertsens-húsinu, Sigguþæ og Smiðj- unni. I Sjóminjasafni Islands er að finna gamla árabáta, skipslíkön, ljósmyndir og ýmiss veiðarfæri, áhöld og tæki. Guðmundur Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.