Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 71 FÓLK í FRÉTTUM Nútímaleg ástarsaga í anda frönsku nýbylgjunnar * Olafí Jóhannessyni leiddist. Hann lærði á tökuvél, skrifaði hand- rit og byrjaði að taka. Hildur Loftsdóttir tal- aði við þennan unga at- orkumann sem lætur ekkert stöðva sig. „ÞESSI stuttmynd sem við er- um að gera fjallar um rithöfund sem meðal annars skrifar um græna hluti og þaðan kemur vinnuheiti myndarinnar Grænn, segir Ólafur ungur Reykvíkingur sem er framkvæindastjóri Megafílm. „Þetta er eldheit, nú- tímaleg ástarsaga með öllu rugl- inu sem því fylgir. Við öll sem stöndum að myndinni voru sam- mála um að hafa hana í anda frönsku nýbylgjunnar. Það kann að hljóma hátíðlega, en maður hefur gaman af því að horfa á svona vitleysu. Boðskapurinn er tvíræður og segir að maðurinn sé einn og muni standa einn, og einnig að konur falli fyrir aum- ingjum, en það er ekki jafnalvar- legt mál.“ Helgi leikstýrir Ólafur hefur ekki lært kvik- myndagerð en segist hafa fengið allt upp í hendurnar eftir að hann byrjaði að hafa áhuga á grein- inni. „Ég var eitt. ár á Ítalíu að læra tungumálið eftir stúdents- próf. Þegar ég kom heim vissi ég ekki hvað ég ætti af mér að gera, svo ég hringdi upp á Sjónvarp og bað Pál Reynisson töku- mann að kenna mér á upptökuvél sem ég leigði í Megafilm, og hann tók mig á þriggja tíma nám- skeið. Síðan gerðum ég og vinur minn Ragnar Santos heim- ildamynd sem heitir „Leiðin til andlegs þroska" sem okkur tókst að selja á Stöð 2 og eftir það fékk ég vinnu í Megafilm." Grænn er fyrsta handritið sem Ólafur skrifar. „Ég kynntist Helga Sverrissyni kvikmynda- gerðarmanni í Megafilm, fannst hann sniðugar karl og bað hann að leikstýra myndinni. Hann tók því strax vel og meitlaði saman handritið. Jón Proppé kom líka að handritinu og gaf því heim- spekilega dýpt auk þess sem hann leikur útgefanda í myndinni." Helgi valdi leikarana í hlut- verkin. Þeir prófuðu 30 stelpur í hlutverk konunnar sem rithöf- undurinn er ástfanginn af. Sú sem kom best út er María Rut Reynisdóttir, en hún afgreiðir í barnavöruverslunninni Fífu sem er á hæðinni fyrir neðan Megafílm við Klapparstíg. Ómar Ragnarsson leikur engil en rit- höfundinn leikur Eggei*t Krist- jánsson sem barn, en fullorðinn er það Ólafur sjálfur. „Ég bað Helga að prófa mig í aðalhlut- verkið, og ætli hann hafi nokkuð þorað að segja nei.“ Ragnar reddar öllu „Ragnar Santos hefur líka ver- ið með í myndinni frá upphafí, og gegnir ekki bara stöðu framleið- anda, heldur margra annarra líka því hann er hreinlega búinn að redda öllu. Hann skipuleggur allt, reddar ölluin tökustöðum, boðar alla starfsmenn og afboðar, finn- ur aukaleikara og leikmuni. Svo tekur hann upp hljóðið í tökun- Morgunblaðið/Halldór ÓLAFUR í aðalhlutverkinu. A bakvið hann sést glitta í Ragnar Santos, Jóhann Valdimarsson aðstoðarleikstjóra og Björn Sigurðsson töku- mann. Ljósmynd/Ragnar Santos LEIKSTJÓRINN Helgi Sverrisson og Björn tökumaður í bflaatriði. Ljósmynd/Ragnar Santos NEMI í Förðunarskóla íslands puntar aðal- leikkonuna Maríu Rut Reynisdóttur. um, en það verður reyndur hljóð- maður Páll Sveinn Guðmundsson sem sér um eftirvinnslu hljóðs." „Fólk er yfirleitt mjög hjálp- samt en hins vegar höfum við líka komið að lokuðum dyrum, þar sem kvikmyndagerðarmenn hafa fengið lánaða hluti án þess að skila þeim. Við munum pott- þétt skila öllu, því þetta hefur eyðilegt mikið fyrir okkur og taf- ið okkur, en þetta tókst að lokum fyrir tilstuðlan góðs fólks." Tökurnar tóku alls um ijórar vikur og nú fer eftirvinnslan í gang og mun standa í um 2-3 mánuði. Það er dágóður tími en myndin verður um 40 mínútur að lengd. títi um allt Það er dýrt að gera kvikmynd- ir og hún verður að seljast víða til að ná upp kostnaði. „Myndin á að fara á allar kvikmyndahátíðir sem hún kemst inn á. Við verðum auðvitað að reyna að selja sýn- ingarréttinn, en Helgi sér alveg um það. Hann veit hvað hann er að gera og toppar allar hug- myndir sem ég kem með í því sambandi." - Hvað fínnst þér svo eftir- minnilegast við allt ævintýrið? „Það sem kemur mér mest á óvart er hvað við erum búin að vinna mikið, erum rosalega þi-eytt og búin að fá nóg af þessu öllu saman, en samt elska ég að vera í þessu.“ REYKIAVIK k F •< T A lí k á N T R A R í kvöld Ieikur fyrir dansi stuðhljomsveitin Sixties 17. í«ni DANSLEIKUR á Kaffi Reykjavik Allir velkomnir Enginn aðgangseyrir. Sixties leikur fyrir dansi. Gleðilega : þjóðhátið. | /AFFl REYRJAVIK HEITASTI STAÐURINN í BÆNUM Reiðskólinn Hrauni Grímsnesi /sis CP Reiðnámskeið fyrir 10 til 15 ára Allt um hesta og hestamennsku. Dvalið er í viku á heimavist. Hestbak alla daga, kvöldvaka, sund, borðtennis, ratleikur, þrautreið og margt fleira!!! Upplýsingar og bókanir í s 897 1992 486 4444 Og 567 1631. Reiðskólinn Hrauni þar sem hestamennskan hefst! Háskólanemar Umsóknir um vist á stúdentagöróum fyrir skólaárið '98 - '99 þurfa að hafa borist fyrir 20. júní 1998 Skilið umsóknum á eyöublöðum sem Hggja frammi á skrifstofunni eða á heimasíöu Félagsstofnunar stúdenta m Nánari upplýsingar á heimasíðu eða í síma 561 5959 It ...vel búið að númi Stúdentaheimilinu v/Hringbraut - 101 Reykjavík slmi 561 5959 - fax 5511026 - studentagardar@fs.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.