Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Utanríkisráðherra gengur til liðs við uppreisnarmenn Kabila sakaður um spillingu og óstjórn Goma, Jóhannesarborg, Gisenyi, Róm. Reuters. BIZIMA Karaha, utanríkisráðheiTa Lýðveldisins Kongó, gekk til liðs við uppreisnarmenn í Goma í austur- hluta landsins í gær og hét því að koma Laurent Kabila, forseta lands- ins, frá völdum. Karaha sakaði Ka- bila um spillingu og sagði forsetann draga taum ættmenna sinna við stjóm landsins. „Byltingin fer sem eldur í sinu um allt land,“ var haft eftir Karaha. „Uppreisnarmenn ná bæjum á sitt vald án nokkurrar mótspyrnu vegna þess að fólk hefur fengið sig fullsatt á óstjóm Kabilas." Karaha sagði enn fremur að Laurent Desire Ka- bila hefði gert meira ógagn í eins árs valdatíð sinni en Mobutu Sese Seko einræðisherra á 32 ára löngum valdaferli. Bizrnia Karaha, sem var utanrfk- isráðherra og einn helsti ráðgjafi Kabilas, er læknir að mennt og leið- togi Banyamulenge-tútsa, sem búa í austurhluta landsins, nálægt landa- mæram Rúanda. Laurent Kabila komst til valda í maí 1997 með full- tingi Banyamulenge-tútsa og lið- sinni stjómvalda í Rúanda. Allt virðist með kyrram kjöram í höfuðborginni Kinshasa en útgöngu- bann hefur verið í gildi í tvær nætur. Kabila forseti hefur bannað stjóm- málastarfsemi í Lýðveldinu Kongó en lofað almennum kosningum í apr- íl næstkomandi. Uppreisnarmenn standa einnig fyrir áróðursstríði við valdhafa í Kinshasa á bylgjum ljósvakans. Rödd fólksins, stöð uppreisnar- manna í Goma, hvetur í tilkynning- um sínum almenning til að sýna stillingu jafnframt því að lýsa óstjórn, spillingu og frændgæsku forsetans. Emma Bonino, sem fer með mannréttindamál í framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins (ESB), segir ástandið í Lýðveldinu Kongó ekki koma á óvart, því að ljóst hafi verið um skeið hvert stefndi: „Svona fer þegar styrkum stoðum er rennt undir einn mann en ekki stofnanir landsins," sagði Bonino og vísaði til þess að ESB og Bandaríkjastjóm, sem fijgnuðu valdatöku Kabilas á síðasta ári, hefðu ekki gert nóg til að styrkja lýðræði í landinu og hefðu nú gefist upp á Kabila, sem reyndist ekki traustsins verður. Verðfallið á mörkuðum Wall Street á þriðjudag „Leiðrétting44 eða vís- bending um verri tíð? DOW Jones-vísitalan tók nokkurn kipp upp á við á nýjan leik í gær eft- ir mesta verðfall á þessu ári á hluta- bréfamörkuðum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Margir óttast þó að gengi hlutabréfa eigi enn eftir að falla áð- ur en markaðir nái sér á strik á ný. Verðfallið á þriðjudag er í pró- sentum talið langt frá því að teljast met. Það var einungis 3,4% en verð- fallið í október síðastliðnum var 7,18% og verðfallið árið 1987, sem kallað er „svarti mánudagurinn", taldist vera 22,6%. Ekki var að sjá að örvænting hefði gripið um sig á Wall Street og vonast menn til að hér sé einungis á ferðinni „leiðrétting" á mörkuðum, en ekki varanlegt hrun. Enginn vafi er að vísu talinn leika á því að vænta megi óstöðugleika á mörkuðum næstu vikurnar en það var mat margra að verðfall hefði ef til vill verið óumflýjanlegt eftir nokkuð gott gengi undanfarið. Sautjánda júlí síðastliðinn náði gengi hlutabréfa sögulegu hámarki en nú, einungis þremur vikum síðar, er gengi þeirra lægra en það hefur verið síðan í október á síðasta ári. Markaðir í Evrópu fylgdu nokkuð í kjölfar þróunar á Wall Street en þó var ekki um að ræða sambærilegt verðfall og á mörkuðum í Bandaríkj- unum. „Hrun“ eða „hiksti“? Sú spurning sem lék á allra vör- um í gær var vitaskuld hversu mikið verðfallið yrði og hversu lengi það myndi vara. Litið er svo á að verð- fall upp á tíu til fimmtán prósent sé „leiðrétting" á gengi hlutabréfa en þegar gengi hlutabréfa hefur fallið um meira en tuttugu prósent frá sín- um hæsta tindi er talað um að „böl- sýni“ hafi gripið markaði og þá er farið að tala um hran. Frá 17. júlí, þegar Dow-Jones vísitalan náði hæsta tindi ársins, hefur hún fallið um 9,1 prósent og því var það mat manna að of snemmt væri að tala um hran. Fréttaskýrendur töldu erfitt að nefna eina ástæðu fyrir verðfalli hlutabréfa. Talið er hins vegar að fjárfestar hafi loks farið að gefa gaum efnahagsöngþveitinu í Asíu sem valdið hefur minni eftirspurn þar eftir bandarískum vörum. Styrkur dollarans hefði jafnframt valdið þeim fyrirtækjum erfiðleikum sem ættu í viðskiptum erlendis. Efnahagsvöxtur væri lægri í Banda- ríkjunum á þessum ársfjórðungi en þeim síðasta og að síðustu hefðu vandamál Bill Clintons, Bandaríkja- forseta, vafalaust neikvæð áhrif á mörkuðum Wall Street. Helstu ástæðuna telja menn hins vegar vera þá að fregnir hafa nú borist um að gróði bandarískra fyrirtækja verði minni á þessu ári en vonast hafði verið til. Charles Johnson, verðbréfamiðl- ari í Baltimore, sagði marga hafa beðið óþreyjufulla eftir þessari „leiðréttingu“ á markaðnum og sagði hana verða til góða því menn yrðu varari um sig en áður við kaup hlutabréfa. Margir fjármálaspekúlantar vænta þess því að markaðir taki aft- ur við sér innan skamms og jafn- vægi náist á nýjan leik. Aðrir benda hins vegar á að neytendur eyði um efni fram og þurfí senn að draga úr útgjöldum sínum og eyðslu. Eyðsla er hins vegar forsenda hagvaxtar og því óvíst hvort markaðir ná sér á strik á næstunni. Reuters Japanar minnast kjarn- orkuárásar á Hiroshima JAPÖNSK systkini virða fyrir sér minnismerki um kjarnoi kusprengj- una sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiroshima 6. ágúst 1945. f dag fer þar fram athöfn til að minnast fórnarlamba sprengjunnar. Rauðvín hollara en hvítvín Washington. Reuters. BRESKIR vísindamenn kynntu á mánudag þær niðurstöður sín- ar að neysla rauðvíns í hófi væri sannarlega góð vöm gegn hjarta- kvillum. Því hefur löngum verið haldið fram að hóflega drakkið vín geti aðstoðað líkamann í baráttunni gegn hjartakvillum og jafnvel krabbameini, og hafa nokkrar rannsóknir að undanfómu stað- fest þetta, en nú telja vísinda- mennirnir sig geta haldið því fram að öðrum áfengistegundum fremur sé rauðvínið holl drykkj- arvara. I grein í tímaritinu American Joumal of Clinical Nutrition halda vísindamennimir því fram að í rauðvíni sé að finna þráa- varnarefni sem geti komið í veg fyrir að fita festist í æðaveggi og stífli þær. Þessi efni koma úr vín- berjahýði sem notað er við gerð rauðvíns en er hins vegar fjar- lægt snemma í framleiðsluferli t.d. hvítvíns og er því ekki að finna þar að neinu ráði. fullvissaði í gær fréttamenn um að fyrirhugaðar skattalækkanir kæmust bráðlega í framkvæmd. Stjórnvöld boðuðu á þriðjudag að- gerðir til að styrkja gjaldmiðilinn og efnahagslífið, á sama tíma og japönsk dagblöð birtu niðurstöður skoðanakannana sem gefa til kynna að ríkisstjómin, sem tók við völdum í síðustu viku, njóti lítils stuðnings meðal þjóðarinnar. Gengi japanska jensins gagnvart Bandaríkjadollar hefur lækkað verulega undanfarið. Fjármálaráð- herrann Kiichi Miyazawa hefur lýst því yfir að veik staða jensins kæmi bæði japönum og heimsmarkaðnum illa. Hann visaði á bug fregnum þess efnis að hann teldi ekki nauðsynlegt að stjómvöld gripu til aðgerða til að styrkja gjaldmiðilinn, og hét því að það yrði gert. Miyazawa skýrði ennfremur frá því að tekjuskattur í efsta skatt- þrepi yrði lækkaður úr 65% í 50%, í samræmi við fyrirheit forsætisráð- herrans Keizos Obuchis um skatta- lækkanir. Búist er við að Obuchi muni kynna meginatriði nýrrar skattastefnu í stefnuræðu á jap- anska þinginu á morgun. Neikvæð skoðanakönnun Niðurstöður skoðanakannana, sem japönsk dagblöð birtu á þriðju- dag, gefa til kynna að almenningur í Japan hafi litla trú á ríkisstjórn Obuchis. I könnun dagblaðsins Ma- inichi Shimbun lýstu 48% aðspurðra sig andvíga stjóminni. Hlutfall óá- nægðra hefur aldrei verið svo hátt, þegar um hefur verið að ræða nýja ríkisstjórn, síðan blaðið hóf að gera skoðanakannanir árið 1960. í könn- un hins virta fjármálablaðs Nihon Keizai Shimbun lýstu 50,9% sig and- víga stjóminni. Aðeins 25% að- spurðra í báðum könnunum sögðust styðja stjómina. Japanska stjórnin boðar aðgerðir Tókýó. Rcutcrs. FJÁRMÁLARÁÐHERRA Japans Úttekt á stöðu Mið- og Austur-Evrópuríkja Þjóðartekjur verða lengi lakari en í ESB AÐLÖGUN landanna í Mið- og Austur-Evrópu, sem sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu (ESB), að því velmegunarstigi sem þar ríkir, mun taka mun lengri tíma en oft hefur verið látið í veðri vaka, að áliti sérfróðra embættismanna framkvæmda- stjómar ESB, sem fram kemur í nýbirtri úttekt á stöðunni í þess- um löndum. Mareo Franco, sérfræðingur framkvæmdastjórnarinnar í mál- efnum Ungverjalands, segist í grein í Wirtschaftspolitische Blátter, sem gefið er út af austur- ríska verzlunarráðinu, sannfærður um að aðlögunarferlið - sem færa á efnahags- og stjórnkerfi þessara ríkja í átt að því sem gengur og EVRÓPA gerist í núverandi ESB-löndum - muni taka mun lengri tíma en oft sé haldið fram að raunin geti orð- ið. Sem dæmi um þetta segir Franco að Ungverjaland sé al- mennt álitið eitt þeirra ríkja í Mið- og Austur-Evrópu, sem lengst sé komið á veg á framfarabrautinni. Hagvöxtur á þessu ári verður sennilega á bilinu 3,5-4%, búizt er við að verðbólga minnki niður í 16% og svo virðist sem erlendar skuldir, viðskiptajöfnuður við út- lönd og atvinnuleysishlutfallið séu einnig á niðurleið. En þjóðartekjur á mann séu samt enn ekki hærri en sem nemur 40% af meðaltali ESB- ríkjanna fimmtán. Jafvel þótt ár- legur hagvöxtur héldist í 4% tæki 15 ár að hífa tekjurnar á sama stig og í fátækasta ESB-landinu. Bankakerfíð vanþroskað Til að flýta fyrir aðlögunarþróun- inni er að sögn Francos einkum þörf á endurbótum á fjármála- og bankakerfinu og að betri tök náist á svartamarkaðsviðskiptum. Mest þörf sé á fjárfestingum í samgöng- um og samskiptatækni, umhverfis- málum, rannsóknum og menntun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.