Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FALSSPAMENN Á 20. ÖLD MORGUNBLAÐIÐ birti í gær predikun Sigurbjörns biskups Einarssonar, sem flutt var í Þingvallakirkju síðastliðinn sunnudag. Predikunin hefur yfirskriftina „Varist falsspámenn" í samræmi við guðspjall dagsins (Matt. 7, 15-23). Biskupinn fjallar m.a. um falsspámenn á 20. öldinni. Hann fer nokkrum orðum um Krishnamurti en sagði síðan: „Hinir guðdómarnir sem öldin hef- ur dýrkað urðu að sama skapi voldugri sem þeir voru verri. Stór- um fasmestir þegar ég var ungur og lengi síðan voru þeir, sem trúðu á Stalín sem frelsara heimsins. Sem frelsara heimsins. Þetta eru engar ýkjur. Eg veit hvað ég segi. Eg lifði þessa tíma, ég mætti þessari trú eins og æðandi báli í brjóstum manna. Og rétt í kjölfarið komu þeir sem trúðu á Hitler af sama glóandi æði. Enn síðar kom Maó með kverið sitt fræga og sitt himneska stjórnarfar. Voldugir guðdómar allir þrír. Engir guðdómar hafa áður heimtað og fengið þvílíkar fórnir, engir skilið eftir annan eins feril. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá ...“ Biskupinn spyr: „Læra menn af beiskri reynslu"? Og svarar: „Mig uggir að því fari fjarri... Hinn menntaði nútímamaður hef- ur reynzt fram úr hófi berskjalda fyrir sefjun seiðmanna, fyrir órum um fullkomið mannfélag, fyrir skrumi um andleg ofur- menni, meistara, sjáendur, kraftajötna í andlegum íþróttum." Bætir síðan við: „Ef trúarþörfin, þessi grunnþörf mannsins, lífs- þörfin, leit hjartans að sjálfu sér, að Guði sínum, er afvegaleidd, þá fer illa. Það er ekkert verra til en vond trú. Aðvörun Jesú er tímabær.“ I niðurlagsorðum biskups í predikuninni segir: „Þeir ábyrgir menn sem eru að tala um að þjóðkirkjan eigi ekki rétt á sér leng- ur ættu að hugleiða hvort það sé óeðlilegt með tilliti til almanna- heilla, að hið opinbera reyni að stuðla að heilbrigðu trúarlífi, því heilbrigt trúarlíf er sterkasta vörnin gegn sjúklegum fyrirbær- um, sóttheitu einsýni, grillum og sjónhverfingum. Það þurfa þeir að athuga sem stjórna menntakerfi þjóðarinnar. Og allir, sem vilja þjóðinni vel...“ Við þessi orð Sigurbjörns biskups er engu að bæta. Þegar hann talar hlustar þjóðin. PRÓFSTEINN Á HIÐ NÝJA NATO? STRIÐIÐ í Kosovo-héraði í Júgóslavíu er að komast á það stig að ríki Vesturlanda þurfa að fara að fylgja eftir með áþreif- anlegum hætti orðum sínum um að ofbeldi Serba gagnvart al- bönskum íbúum héraðsins verði ekki liðið. Serbar hafa haft að engu skilyrði þau, sem hinn svokallaði tengslahópur sex vest- rænna ríkja setti þeim í júní, um að árásum á óbreytta borgara yrði hætt, aðgangur hjálparstofnana að svæðinu tryggður og að erlendum sendimönnum yrði leyft, óáreittum, að hafa eftirlit með ástandinu. Flóttamannastraumurinn vex stöðugt, heimili fólks eru brennd þúsundum saman og vísbendingar eru um að fjöldamorð hafi verið framin á óbreyttum borgurum, þótt þær fregnir hafi ekki fengizt staðfestar með óyggjandi hætti. Augu manna beinast nú ekki sízt að Átlantshafsbandalaginu og aðildarríkjum þess. NATO hefur á undanförnum árum lagt ríka áherzlu á að hið nýja hlutverk bandalagsins væri m.a. að beita hervaldi til að stilla til friðar í þjóðernisdeilum eins og þeirri, sem nú á sér stað í Kosovo. NATO er nú þegar vel á veg komið að semja áætlanir um hernaðaríhlutun í Kosovo. Margir líta því svo á að Kosovo-deilan sé prófsteinn á hið nýja NATO; geti bandalagið ekki beitt sér í henni með áhrifaríkum hætti sé þetta nýja hlutverk þess fremur í orði en á borði. Að ýmsu er hins vegar að hyggja í þessu máli. I fyrsta lagi er varla við því að búast að NATO beiti sér í Kosovo nema að feng- inni beiðni Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, til að tryggja víð- tækan stuðning við slíka íhlutun. Ekki er ólíklegt að Rússar hindri, eða tefji að minnsta kosti, að slík beiðni verði send bandalaginu. í öðru lagi eru margir kostir varðandi hernaðaríhlutun og ekki allir góðir. NATO gæti tekið þann kost að reyna að koma í veg fyrir að átökin breiddust út, með því að senda friðargæzlulið til Albaníu og Makedóníu. Það myndi hins vegar ekki breyta miklu fyrir almenning í Kosovo. Að hefja loftárásir á stöðvar Serba er ekki einfalt, vegna þess hversu óskipulagður hernaðurinn í Kosovo virðist vera. Að senda herlið inn í Kosovo án samþykkis stjórnvalda í Belgrad er ekki heldur góður kostur; gæti einfald- lega leitt til þess að átökin færðust enn í aukana og mannfall yrði mikið. Flest bendir því til að fara verði þá leið að reyna að fá Serba til að fallast á að NATO sendi friðargæzlulið til Kosovo. Það flækir svo enn málið að markmið NATO-ríkjanna og ann- arra vestrænna ríkja annars vegar og Kosovo-Albana hins vegar fara ekki saman. Kosovo-Albanir vilja sjálfstætt ríki. Það verður að reyna til þrautar að ná pólitísku samkomulagi um að Kosovo fái að njóta sjálfsstjórnar innan Júgóslavneska sambandsríkisins og að Albanir og Serbar geti búið þar saman í sæmilegri sátt. Skútum sem hafa viðdvöl eða eiga leið um íslenskar hafnir fjölg; Kynnast náttúrunni í st að sjá hana í sjónvar ÁHÖFN skútunnar Passage Basel, Gitte Pospischil, Uta Doll, Till 1 SKIPSTJÓRINN á Mephisto, Klaus Hölscher. FRAKKARNIR þrír á Oneiros, Didier Breguin, Yves Friant og Maryse La Greve. Sjófarendur á skútum leggja leið sína æ oftar á norðlægar slóðir með viðkomu í íslenskum ---------7------------- höfnum. I Reykjavíkur- höfn lágu sex skútur. Blaðamaður fór um borð í þrjár þeirra og spurði skipverjana um ferðir þeirra og áhuga á skútu- siglingum. RÍR Frakkar á skútunni Oneiros voru búnir að sigla meðfram Islandsströndum og ætluðu að spóka sig í höfðuborginni í nokkra daga áður en haldið yrði heim á leið, þýski skip- stjórinn á Mephisto var að sigla skútunni til nýs eiganda í Halifax og fólkið á Passage Basel var að leggja upp í ferð meðfram ströndum Is- lands. Á skrífstofu hafnsöguvaktarinnar í Reykjavík fengust þær upplýsingar að fjölmargar skútur eigi leið um höfnina sem og aðrar hafnir landsins og þeim virðist fjölga með hverju sumrinu, þær séu nú orðnir fasta- gestir eins og farfuglarnir. Sumir komi reglulega á skútum sínum og stundum komi það fýrir að fólk sem komi síðla sumars, skilji skútur sínar eftir á Islandi yfir veturinn og haldi ferð sinni áfram næsta vor. Ekkert liggur á Skútan Passage Basel var smíðuð sem keppnisbátur, en núverandi eig- andi, Till Lincke, er búinn að breyta henni og koma fyrir ýmsum þægind- um svo hægt sé að ferðast á henni. Með Lincke, sem er svissneskur, voru þýskir vinir hans, en áhöfnin er ekki sú sama alla leið, að sögn Lincke. Lincke lagði af stað frá Hollandi fyrir rúmum mánuði og hefur stoppað í Noregi og Færeyj- um og á næstu tveimur vikum er stefnt að því að sigla til Seyðisfjarð- ar um vestur- og norðurströndina og þaðan til Færeyja og Skotlands og svo aftur til Hollands. Þegar þau eru spurð hvað heilli þau mest við siglingarnar segir Lincke það vera nokkuð flókið mál. „Eg skil vel að þjóð sem hefur þurft að lifa af fiskveiðum, af því að stunda sjóinn eins og Islendingar, eigi erfitt með að skilja að fólk vilji eyða sumarleyfinu á skútu og leggja á sig óþarfa erfiði við það. En þið hafið erfiða náttúru allt í kringum ykkur. Við lifum í mildara loftslagi og við auðveldari aðstæður. Þetta er útrás fyrir einhverja þrá, það er ögrun að kynnast náttúrunni af eig- in raun og þurfa að bjarga sér í stað þess að horfa á hana í sjónvarpinu. Eg er samt ekki að bera þessi ferða- lög okkar á sjónum saman við þær aðstæður sem sjómenn bjuggu við áður fyrr. Við erum með alskyns þægindi og tækni og ráðum okkur sjálf. Ef veður er vont förum við hvergi, okkur liggur ekki á. Þetta er ekki neitt hættuspil, en við lítum samt ekki á sjóinn sem eitthvert leiksvæði. Það er góð tilfínning að fá að reyna sig og koma sér sjálfur á milli staða í stað þess að setjast upp í næstu flugvél," segir Lincke og bætir við að þau kynnist fólkinu í landinu betur með þessum ferða- máta, það komi til að skoða skúturn- ar og spyrja ferðalangana. Hann segir að það líki þeim vel og þau hafí mætt mikilli gestrisni og hjálpsemi í Reyk,javíkurhöfn, en þau eru búin að dvelja þar í nokkra daga. Hann segir mikinn tíma fara í að stjórna bátnum þegar verið er úti á sjó, en þau séu yfirleitt fljót í ferðum og meiri tíma sé eytt í höfnum en úti á sjó. Bubbi vekur áhuga á íslenskri tungu Þau segjast vera í fyi-sta skipti á svo norðlægum slóðum og séu mjög hrifin af því sem þau hafi séð. Þau láta vel af lífinu um borð, þau hafi ýmis þægindi, sturtu, kæli og hengi- rúm, sem þau segja afar þægileg. Lincke segist ákveðinn í því að koma aftur á næsta ári því nú átti hann sig betur á svo mörgu sem hann langi að sjá. Á borði í skútunni má sjá þýsk-íslenska/íslensk-þýska orðabók. Þau segja áhuga sinn á því að skilja íslensku hafa vaknað á tón- leikum sem þau fóru á með Bubba Morthens eitt kvöldið. Þau sögðust auðvitað ekki hafa skilið neitt en hefðu fengið það á tilfinninguna að söngvaranum lægi mikið á hjarta og vert væri að skilja boðskapinn. Að ári er Lincke ákveðinn í að skilja meira og skoða meira. Að ráða sér sjálfur Frakkarnir þrír á skútunni Oneiros segja ferðalög á skútum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.