Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Þingið - kirkj- an - þjóðin HJÁLMAR Árnason alþingismaður skrifar grein í Morgunblaðið hinn 26. júlí sl. og setur fram hugmyndir í þeirri von að fram geti farið jákvæð og hispurslaus umræða um viðkvæmt mál og er þar að tala um trúfrelsi og sam- band þjóðkirkju og rík- is. Eg þakka honum fyrir þessa grein en verð þá jafnframt að tjá mig um að ég er honum ósammála og tel grein hans raunar beinlínis villandi og fjarri ís- lenskum raunveruleika. Greinin er hugleiðing Hjálmars vegna einhverra ijósrita sem hann hefur fengið frá Evrópuráðinu og hef ég engar athugasemdir við það en mér finnst mjög sérkennilegt að alþingismaðurinn skuli í engu geta þess sem ríkisstjórn og Alþingi hef- ur verið að gera á þessu kjörtíma- bili. Það fmnst mér villandi fram- setning þar sem þingmaður á í hlut. Ég hélt að öllum landsmönnum væri ljóst að í ráðherratíð Þorsteins Pálssonar hafa verið gerðar veiga- miklar breytingar á sjálfstæði bæði dómstóla og kirkju. Að því er þjóð- kirkjuna varðar lít ég svo á að hún sé sem næst aðskilin frá ríkisvaldi og sé í engu mismunað umfram aðra trúarhópa. Við höfum sem sagt verið á fleygiferð í þessum efnum og sýnist mér að við getum vel við f unað nú um sinn. Svo virðist hins vegar sem þjóðin hafí ekki fylgst með þessum öru umskiptum og er þess varla von fyrst þingmaðurinn áttar sig ekki á neinni breytingu. Sú var vissulega tíðin að prestar landsins og formenn sóknarnefnda áttu erindi í kirkjumálaráðuneytið og var sumum tíðgengið þangað þótt aðrir kæmu sjaldan. Þessar ferðir hafa lagst af. Svo til öll mál sem áður voru unnin í ráðuneyti eru komin til Biskupsstofu. Fólkið þarf að gera sér grein fyrir því að þessi breyting hefur haft afgerandi breytingu í för með sér varðandi stöðu biskupsins. Áður gátu bisk- upar liðsinnt prestum og sóknar- nefndum og hugsanlega talað máli þeirra í ráðuneytum. Nú er biskup sjálfur orðinn viðsemjandinn og er þar mikil breyting. Lagaumhverfi Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þessi lög fella úr gildi nánast öll eldri lög um kirkj- una. Sá lagabálkur sem fellur úr gildi er of lang- ur til þess að tíunda hann í blaðagrein. Hann er enda öllum að- gengilegur í hinum nýju lögum. Nánast allar starfsreglur kirkjunnar falla úr gildi. Kirkju- þing sem nú er verið að kjósa á þessu sumri kemur saman í haust og þarf að setja allar regl- ur nýjar. Eru þar mörg álitamál sem umræða verður um á næstu mánuðum og árum. Má þar nefna nokkur „heit mál“ svo sem regl- ur um val á sóknarprestum, skipt- ingu prestakalla og sókna og margt fleira. Þar sem alþingi hefur með þessum lögum framselt vald sitt til kirkjuþings má segja að kirkjan sé orðin sjálfstæð og að verulegustu leyti aðskilin frá ríkisvaldi. Það eina sem eftir er og má rök- ræða er að prestarnir eru enn opin- berir starfsmenn. Á því er þó sú breyting að þeir eru ekki æviráðnir Þjóðkirkja Islands hefur aldrei verið jafn samstæð á þessari * öld, segir Ulfar Guðmundsson, og nú undir lok hennar. heldur skipaðir til fimm ára eins og aðrir opinberir starfsmenn. Að baki þessari tilhögun eru ofan- greind ný lög sem eru nánast stað- festing á viðskiptasamningi sem ríkið hefur gert við þjóðkirkjuna. Hér eiga því almennar vangaveltur ekki við. Eigi frekari breytingar að verða þarf að segja þessum ný- gerða viðskiptasamningi upp. Vandinn er þá hvernig á að ná sam- komulagi. Óllum trúfélögum er að sjálfsögðu heimilt að gera við- skiptasamninga eftir því sem lög leyfa. Trúfélög hafa hins vegar ekki verið viljug til samskipta við ríkisvald á hverjum stað. Lúterska kirkjan er þar undantekning. Þó má segja að það sé spurning hvort þjóðkirkjan sem slík hafi nokkurn rétt á að semja um kirkjujarðir. Þær voru allar eignir hinna ein- stöku kirkna hverrar fyrir sig. Það er út í hött að tala um að lúterska kirkjan hafí líkst kaþólsku kirkj- Úlfar Guðmundsson ÁHRIFARIK HEILSUEFNI Auka orku, úthald og einbeitingu Fást í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum r' - $ Hi'althilitV ;Propolis;^) 'COKXXÍtNCV ; , fi ; Propolls ’ '■ ™ Ixtract BIO QINON Q-10 Eykur orku, úthald og vellíðan Mjög vinsælt Q-10 URTE PENSIL Sólhattur og Propolis virka vel saman. Gæðaefni. SKALLIN PLUS vinur magans PROPOLIS Gæðaefni frá Healthilife Sterkir Propolis belgir (90 stk.) virka sérl. vel. Hagstætt verð. V&M-120 23 valin bætiefni Amfnósýrur - Spírulína Þú getur treyst heilsuefnum frá Parma Nord 100% Bio-Biloba Ginkgo Bio-Selen + Zink Bio-Chróm - grennandi Bio-Glandin Bio-Caroten Bio-Calcium Bio-Marin Bio-Fiber Bio-E-vítamín Bio-Zink BÍO-SELEN UMBOÐIÐ Sími 557 6610 unni að nokkru leyti og allra síst að þessu leyti. Hefðu kaþólskir mátt ráða hefði aldrei einn hektari lands gengið undan kirkjunni og liti þá margt út með öðrum hætti á okkar landi. Hver er þá ástæðan fyrir því að lúterskir hafa þessa sérstöðu einir allra trúarhópa? Þjóðkirkjan er grasrótarhreyfing Islenska þjóðkirkjan er með lýð- ræðislegustu trúarhópum sem hægt er að hugsa sér. Menn geta því vart yfirgefið þjóðkirkjuna í átt til auk- ins lýðræðis. Þjóðkirkjan er að upp- byggingu og eðli til grasrótarhreyf- ing eða þjóðkirkja eins og kemur fram í nafni hennar. Aðalsafnaðar- fundir eru grunneining stjórnskipu- lags þjóðkirkjunnar. Þar hafa allir félagar jafnan atkvæðisrétt og þar eru samþykktir reikningar og fjár- hagsáætlanir safnaðanna og kjöm- ar sóknamefndir. íslenska ríkið á enga kirkju, þótt sumir haldi það. Kirkjurnar era eign safnaðanna. Þeir hafa byggt þær með sóknar- gjöldum, frjálsum framlögum og sjálfboðavinnu. Sóknarnefndir fara síðan með framkvæmdavald. Prest- ar hafa ekki atkvæðisrétt á fundum sóknarnefnda. Prestar greiða því aldrei atkvæði um neinar fjárhags- skuldbindingar kirkna. í sóknar- nefndum, kirkjukórum, starfsfólki kirknanna eru þúsundir sjálfboða- liða um allt land. Engin sjálboða- liðsstarfsemi í landinu er fjölmenn- ari eða viðameiri. Kirkjuþingið sem nú kemur til með að setja allar starfsreglur kirkjunnar verður und- ir forystu leikmanns og leikmenn verða þar í meirihluta kjörnir af sóknarnefndum. Biskup íslands hefur ekki atkvæðisrétt á kirkju- þingi. Þeir sem halda því fram að kirkjan sé öflug stofnun og fjarlæg fólkinu hafa einfaldlega ekki hug- mynd um hvernig kirkjan er upp byggð. Þeir sem vilja hafa áhrif á líf kirkjunnar þurfa einfaldlega að mæta á aðalsafnaðarfundum og koma máli sínu á framfæri. Það er mjög einfalt í framkvæmd og þeir sem vilja breytingar ættu að at- huga það. Prestarnir eru undir ströngu eftirliti og aðhaldi. Það kemur ekki frá biskupum eða próföstum. Það kemur frá sóknar- börnum þeirra sem fylgjast mjög vel með öllum þeirra störfum og einkalífí. Þjóðkirkjan er samstæð Oft er í fjölmiðlum talað um átök innan kirkjunnar og er þar veru- lega hallað réttu máli. Þjóðkirkja íslands hefur aldrei verið eins sam- stæð á þessari öld eins og nú undir lok hennar. Fram yfir miðja öldina voru nokkuð beinskeytt átök um trúfræði, helgisiði og heiðnar hug- myndir. Er það nú nánast liðin tíð. Ekki hefur verið deilt mikið um trúmál. Prestar þjóðkirkjunnar boða allir sama fagnaðarerindið. Það hafa hins vegar orðið skiptar skoðanir um persónulega fram- göngu einstaklinga. Eiga þar mjög fáir einstaklingar í hlut og má lík- lega telja þá á fingrum annarrar handar. Það er kannski ekki meira en við má búast innan svo fjöl- mennrar grasrótarhreyfíngar. Höfundur er prófastur í Árnesþingi. Þyngd þorska 3 til 15 ára við V-Grænland 1972 til 1993 Kg 13 ára fiskur 12árafiskur 11 ára fiskur 10árafiskur 9 ára fiskur 8 ára fiskur 7 ára fiskur 6 ára fiskur 5 ára fiskur 4 ára fiskur 3 ára fiskur 14 1972 73 74 75 76 77 78 79 ’80 '81 '82 '83 '84 ’85 '86 ’87 '88 '89 ’90 '91 ’92 '93 Ofveiddur Grænlandsþorskur? EINHVER sagði að til væra þrjú stig lygi. Fyrst væri venjuleg lygi, - þá haugalygi og loks - tölfræði. Þetta kom mér fyrst í hug þegar ég las viðtal við Gunnar Stefánsson töl- fræðing Hafrannsókna- stofnunar í Mbl. 28. júlí sl. Þar heldur hann því fram að þorskstofninn við Grænland hafi verið ofveiddur. Ofveiðikenn- ing fiskihagfræðinnar við Vestur-Grænland og Kanada er dæmalaus hroki. Tölfræðilíkan Gunnars og fiskihag- fræðinnar tekur ekkert tillit til líf- fræðilegra grundvailaratriða eins og fæðu og vaxtarhraða og er því al- gjörlega ónothæft. Ekki einungis ónothæft til að meta hvað gerðist þarna, heldur beinlínis líklegur or- sakavaldur að hruni þorskstofnsins við Vestur-Grænland og Kanada austanvert. Meðfylgjandi mynd (1972-1993) sem er byggð á tölum frá Alþjóðahafrannsóknaráðinu, sýnir þessum sjónarmiðum til stað- festu, - vaxtarhraðahrunið frá 1980. Ég les eftirfarandi úr þessari mynd: Við íslendingar færðum út land- helgina í 200 mílur 1975 og rákum Breta og Þjóðverja m.a. til Græn- lands. í kjölfar aukinnar sóknar við V-Grænland árin 1975 og 1976 færa Grænlendingar landhelgina út í 200 mflur um áramótin 1976/1977. Sam- kvæmt þessum gögnum fer vaxtar- hraði batnandi í kjölfar aukinnar sóknar 1975 og 1976. Upp úr 1980 hefst svo hrunadans fískihagfræð- innar. Ráðgjöfin var alltaf eins - „draga úr veiði til að byggja upp stofninn", þótt vöxtur- inn færi að hægja á sér og fiskarnir að týna töl- unni (vegna offriðun- ar?). Líffræðilegur þáttur veiðistjórnar var hundsaður og tilveru fiskilíffræði sem vís- indagreinar algjörlega hafnað!! Stærsta skammaryrði heittrúar- manna fiskihagfræð- innar er „vatnalíffræð- ingur“!! Árið 1991 virðast þessi rómuðu „vísindi" hafa náð að rústa niður öllum eldri árgöngum í stofninum. Elsti þorsk- urinn við Vestur-Grænland um 1,6 kg 7 ára gamall. (sjá mynd). Veiði við þessar aðstæður er kölluð „smá- fiskadráp”. En að drepa litla fiska úr hungri neðansjávar, - iáta þá veslast upp og éta hver annan, í nafni „vísinda“ sem hvergi standast, - þykir fínt!! Svona blasir þetta við mér. I reynd er þessi saga áþekk sögunni frá austurströnd Kanada þar sem „sóknin í þorskstofninn við Labrador var helmingi vægari en í íslenska þorskstofninn" með tilvitn- un í viðtal við dr. Jakob Jakobsson í Fiskifréttum 10. nóv. 1989. Þar tal- ar Jakob sem formaður Aiþjóðahaf- rannsóknaráðsins og telur í þessu viðtali fiskveiðistefnu Kanada „ábyrgustu og áreiðanlegustu í Norður-Atlantshafi”. Á að fjalla um þetta í alvöru og af ábyrgð, - eða á að fela hugsanleg mistök bak við orður, hálfsannleika og blekkingar? Þeir sem ábyrgir eru fyrir ráðgjöf- inni eins og dr. Jakob eiga að svara efnislega. Hroki og útúrsnúningur dugar skammt!! Tíminn mun auð- vitað leiða sannleikann í ljós. Fjalia verður efnislega þá hlið málsins sem hér er enn einu sinni bent á, að hrun þorskstofnana við Vestur- Grænland og Kanada austanvert megi rekja í aðalatriðum til fisk- veiðiráðgjafar sem hafnaði að tekið skyldi tillit til líffræðilegra grand- vallaratriða eins og vaxtarhraða og fæðuframboðs. Það þýðir ekkert að drepa þessu á dreif með því að segja „að ofveiði samfara óhagstæð- um skilyi-ðum í sjónum" og bla bla bia. Hér verður ekkert bla bla bla liðið meir!! Staðreyndirnar skulu á Ofveiðikenning físki- hagfræðinnar, segir Kristinn Pétursson, við Vestur-Grænland og Kanada er dæmalaus hroki. borðið og umfjöllunin opnuð, um þann möguleika að friðunin hafi valdið hruni þessara stofna!! Fjöl- miðlar verða að taka þátt í að krefja þá efnislegra svara sem hér eiga hlut að máli. Þetta er of aivarlegt mál til að þegja um!! Málefnin þró- ast ekkert með þögninni. Umfjöllun er forsenda framfara!! Friðun á fiskistofni í stað veiði virðist mega líkja við rússneska rúl- lettu. Fyrr eða síðar versna sjávar- skilyrði. Þá getur friðun sett af stað hrun í vaxtarhraða og hnignun í fiskistofni eins og myndin sýnir. Höfundur rekur fiskvcrkun. Kristinn Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.