Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ^38 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MINNINGAR -4 i + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hellissandi, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 13. ágúst. Erna Lárentsíusdóttir, Sigurður Sigurðsson, Brynjólfur Lárentsíusson, Jóhanna Gunnþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Maðurinn minn, MARTEINN KRISTJÁN EINARSSON, Laugavegi 157, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 13. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Rúnar Stefánsson, Þorbergur Svavar Stefánsson, Guðrún Jónsdóttir. + Fósturmóir mín, HELGA JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 11. ágúst. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Reynir Ingi Helgason. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN ÁRNI ÁRNASON símsmiður, Skarðshlíð 15C, Akureyri, sem lést föstudaginn 7. ágúst, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 17. ágústkl. 13.30. Stella Pétursdóttir, Hjördís Petra Jónsdóttir, Helgi Stefánsson, Sigrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, STEINUNN ÓLAFSDÓTTIR THORLACIUS, Grenimel 3, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 8. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag fslands. Elísabet Gunnlaugsdóttir, Helgi Halldórsson, Margrét Gunnlaugsdóttir, Ketill Axelsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Grétar Franklínsson. + Hjartans þakkir til ykkar allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug, ásamt blómum, gjöfum og skeytum, vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR KRISTMANNSSONAR, Mánavegi 7, Seffossi. Ester Hoffritz, Adam Guðmundsson, Hafdís Björnsdóttir, Arndís Björg Smáradóttir, Gísli Georgsson og barnabörn. EINAR GUÐMANN GUÐMUNDSSON + Einar Guðmann Guðmundsson fæddist á Barðsnesi á Norðfirði 22. nóv- ember 1919 og lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 6. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Grímsson, bóndi í Sandvík, og Sesselja Sveinsdótt- ir. Systkini hans voru Helga, f. 1916, María, f. 1917, Ósk- ar, f. 1918, d. 1991, Sveinn, f. 1921, d. 1983, Guð- rún, f. 1922, Magnús, f. 1923, Hallgerður, f. 1924, Sesselja, 1925, og Sveinbjörn, f. 1926. Hinn 13.8. 1948 kvæntist Ein- ar Unni Jóhannsdóttur frá Mjó- afirði, f. 13.8. 1927. Börn þeirra eru: 1) Sveinbjörg, f. 1949, gift Hilmari Guðbjörnssyni. Dætur þeirra eru: Unnur, sem er látin, Sigrún og Elín. 2) Sveinn, f. 11.1. 1952, kvæntur Stefaníu Steindórsdóttur. Börn þeirra eru: Guðrún Jóm'na og Einar Sveinn. 3) Sólveig, f. 11.1. 1952, gift Dennis Wilson. Börn þeirra eru: Guðrún Linda, Unnur Ása, Ómar Dennis og Guðmundur Karl. 4) Gísli Svan, f. 19.5. 1955, kvæntur Bryndísi Kristínu Þráinsdóttir. Börn þeirra eru: Einar Svan, Þráinn Svan, Áslaug Sóllilja og Bryndís Lilja. 5) Vilberg, f. 11.3. 1957, kvæntist Eygló Antonsdótt- ur. Þau slitu sam- vistir. Barn þeirra er Lilja Dögg. Hann kvæntist Þórhildi Freysdóttur. Þau slitu samvist- ir. Börn þeirra eru Margrét Ósk, Svanbjörg og Katla Hólm. Vilberg er í sambúð með Arn- dísi Sigurðardóttur. 6) Níels, f. 27.2. 1962, kvæntur Oddnýju Snorradóttur. Börn þeirra eru: Egill Þór, Snorri Pétur og Hr- efna Rut. Einar var stýrimaður að mennt og starfaði í áratugi sem sjómaður, skipsljóri og útgerð- armaður á ýmsum bátum, aðal- lega frá Neskaupstað. títför Einars fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Enn á ný hefur einn af æsku- og baráttufélögunum kvatt hinstu kveðju. Leiðir okkar Einars, eða Einsa Guðmunds eins og við félag- arnir kölluðum hann alltaf, lágu fyrst saman þegar við vorum sam- tíða sem ungir drengir í Sandvík, en foreldrar hans bjuggu þá í Mið- Sandvík, en örskammt þar frá var býlið Hundruð þar sem ég var vika- piltur. Hann var stór, kraftmikill og glaður systkinahópurinn í Mið- Sandvík, sem gaman var að leika sér við, en þess naut ég í tvö sumur. En svo á þriðja vori sem ég kom í vist- ina var allt autt og tómt í Mið-Sand- vík. Hinn 1. október 1926 lést móðir- in af fæðingu tíunda bamsins. Þessi stóri systkinahópur dreifðist svo og Sandvíkin varð allt önnur. Flest eignuðust þau fósturforeldra hér á Norðfirði og urðu fósturforeldrar Einars hjónin Sveinn Stefánsson og Sólveig Hermannsdóttir, á Melhóli hér í bæ, sem nú er Hlíðargata 13. Á unglings- og uppvaxtarárum Einars hér í bæ lágu leiðir okkar ekki oft saman. Það var ekki fyrr en við fórum báðir að stunda íþróttir á vegum Þróttar og þá aðallega leik- fimi undir stjórn Jóhanns Jónsson- ar. Einar varð fljótt góður í fimleik- um og sérlega góður í öllu félags- starfi. En tíminn var naumur til þess að sinna þeim áhugamálum. Eins og flestir krakkar á Norðfirði á þessum tíma fór hann barnungur að vinna fyrir sér í beituskúrunum. Þar var staðið þegar tækifæri gafst frá morgni til kvölds. Síðan tók sjó- mennskan við hjá Einari. Mig minn- ir hann segja mér að hann hafi að- eins verið 14 ára þegar hann fór fyrst á vertíð á Djúpavog og sjó- mennskan varð hans ævistarf. Hann langaði til að fara í gagnfræðaskól- ann hér í bæ, en það voru ekki tök á því. Fyrstu sjómannsár Einars voru hásetastörf á hinum ýmsu norð- firsku vélbátum og þá á vetrarver- Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. tíðum, á Djúpavogi, Homafirði, Vestmannaeyjum og Sandgerði, en á sumrin var stundað héðan úr heimahöfn. Einar varð snemma hörkuduglegur sjómaður, enda sterkur vel og þrekmikill. Árið 1945 lauk Einar prófi frá Stýrimanna- skóla Islands og gerðist eftir það stýrimaður og skipstjóri á hinum ýmsu stærri bátum Norðfirðinga. Á stríðsárunum var hann lengst af skipverji á ms. Sleipni sem sigldi öll stríðsárin með ísvarinn fisk til Eng- lands. Það voru öngvir aukvisar sem stóðu í þeim siglingum. Eftir að ný- sköpunartogararnir komu til sög- unnar eftir stríð réðst Einar skip- verji á Egil rauða og var þar um tíma fyrsti stýrimaður. Það mun hafa verið snemma á sjöunda ára- tugnum sem Einar réðst í eigin út- gerð og stundaði þá héðan að heim- an og þá aðallega snurvoð og línu- veiðar. Síðan minnkaði hann við sig og endaði sjómannsferil sinn sem trillukarl. Þótt Einar væri sjómaður og þar af leiðandi mikið fjarri heimili sínu lagði hann þó gjörva hönd á margt fleira. Eins og áður segir var hann mikill áhugamaður um íþróttir og stundaði þær framan af ævi þegar tækifæri gafst og þá einkum fim- leika, knattspyi-nu og sund. Hann hafði mikið yndi af tónlist og fékkst svolítið við að leika á strengjahljóð- færi. Hann var ákaflega fómfús og góður félagi. Alltaf tilbúinn til að rétta hjálparhönd og tilbúinn til starfa að góðum málefnum. Hann var róttækur í skoðunum og haslaði sér völl á vinstri væng stjómmál- anna. Árið 1954 var hann kjörinn í bæjarstjóm Neskaupstaðar fyrir Sósíalistaflokkinn og sat í bæjar- stjórn eitt kjörtímabil. Á sama tíma og hann var kjörinn í bæjarstjómina var hann kosinn formaður Verka- lýðsfélags Norðfirðinga. Einar var og vel virkur í Samvinnufélagi út- gerðarmanna og sat m.a. í stjórn 01- íusamlags útvegsmanna í fjölda- mörg ár. Einar var alla ævi bindindismaður bæði á tóbak og áfengi og var til fjölda ára i áfengisvarnarnefnd. Þessi fjölþættu trúnaðarstörf sem bæjarbúar kusu hann til bera órækt vitni um mannkosti hans, enda hefi ég á lífsleiðinni varla kynnst sannari og heiðarlegri manni. Að leiðarlok- um er Einari þakkað mikið og gott lífsstarf sem svo sannarlega hefur borið góðan ávöxt til uppbyggingar og framfara í okkar bæjarfélagi. Hann vai- einn af þessum mönnum sem manni fannst vera eins og sjálf- sagður hluti af bæjarfélaginu og þegar slíkir menn hverfa allt í einu af sjónarsviðinu verður eftir tóma- rúm, sem maður á erfitt með að sætta sig við. En eigi má sköpum renna og eitt sinn skal hver deyja. Eg þakka góðum vini samstarfið á lífsleiðinni. Og við Guðrún sendum þér Unnur mín, börnum ykkar og þeirra fjölskyldum, sem og systkin- um Einars, hugheilar samúðar- kveðjur. Stefán Þorleifsson. Á hverju sumri höfum við fjöl- skyldan farið austur á Neskaupstað til að heimsækja ömmu Unni og afa Einar. Þetta ferðalag austur hefur verið hápunktur sumarsins hjá ömmu- og afabörnunum á Sauðár- króki. Þegar rennt var í hlaðið eftir langt ferðalag kom afi út á stétt ásamt ömmu til að fagna þreyttum ferðalöngum. Og hvílíkar móttökur, þétt handtak og koss og hlýtt faðm- lag. Inni biðu veitingar sem amma hafði útbúið. Einar gaf sér alltaf tíma til að spjalla við barnabömin, fá hjá þeim fréttir. Hann vidi vita hvað þau hefðu fyrir stafni fýrir utan skólann. Þau sögðu honum frá fótboltanum eða körfuboltanum og frá vinunum sínum. Hann spilaði fyrir þau á mandólínið sitt eða hljómborðið þeim til mikillar ánægju. Einar reri lengi vel trillu sem hann nefndi Gust. Trilla þessi var ekki eingöngu fiskibátur heldur líka skemmtiferðabátur þegar svo bar undir. Siglt var á Gusti um Norð- fjarðarflóann og komið við í Hellis- firði og Viðfirði og farið til Mjóa- fjarðar. Á ferðum þessum sagði hann okkur sögur af Sandvíkur- Glæsi og Viðfjarðar-Skottu. Há- punktur ferðalagsins austur var þó að fara til Sandvíkur, á æskuslóðir Einars. Þar þekkti hann hverja þúfu og var hafsjór af fróðleik um fólkið og mannlífið sem þreifst í Sandvík fyrr á öldinni. I bátsferðunum var veiðistöngin tekin fram og Einar leyfði barna- börnunum að stýra bátnum. Hann lyfti þeim upp í skipstjórastólinn og báturinn var þeirra. Áfi fylgdist vel með og gat stýrt svo lítið bar á ann- ars staðar úr bátnum. Þessar stund- ir glöddu lítil barashjörtu og ef marka má brosið hjá afa þá fannst honum gott að geta glatt barnabörn- in sín. Við kveðjum i dag góðan fóður og afa. Eg þakka tengdaföður mínum fyrir hversu góður hann var bama- börnum sínum. Megi góður Guð styrkja Unni og fjölskylduna í sorg- inni. Blessuð sé minning hans. Bryndís Þráinsdóttir. Nú er hann elsku Einar afi okkar dáinn eftir erfið veikindi. Við vitum að vel hefur verið tekið á móti hon- um á þeim stað sem hann er á núna. Minningarnar streyma fram í hug- ann um afa sem var okkur alltaf góður og okkur þótti mjög vænt um. Amma og afi hefðu átt 50 ára brúð- kaupsafmæli síðasta fimmtudag, 13. ágúst, á afmælisdaginn hennar ömmu. Elsku amma, það er án efa erfitt eftir fimmtíu ára hjónaband að kveðja manninn sinn í hinsta sinn og viljum við votta þér og allri fjöl- skyldunni samúð okkar. Sigrún Heiða og Elín. Elsku afi. Nú ert þú floginn á braut inn í aðra veröld, þar sem ég veit að tekið verður vel á móti þér. Ég er viss um að fólkið þar hefur jafn gaman af sögunum þínum og ég hafði. Eg gleymi ekki hvað þú hafðir mikið úthald í að segja mér frá fyrri heimsstyrjöldinni þegar ég var að skrifa um hana í skólanum. Alltaf hjálpaðir þú öllum sem þurftu á hjálp að halda og hættir ekki fyrr en allt var orðið eins gott og það gat orðið. Það verður svo skrítið að koma heim til ykkar ömmu og sjá að þú ert ekki þar, en öll verðum við að kveðja. Og ég ætla að kveðja þig, eþsku afi, með þessari hugleiðingu: ,Á vegi lífsins er óskilin þraut, að teknir eru ástvinir langt, langt á braut. En í himnaríki sé ég þig, bera hæst af öllum til að hugga mig.“ Lilja Dögg Vilbergsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.