Morgunblaðið - 18.09.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.09.1998, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forstöðumaður breiðbandsdeildar Landssímans íslensku barnabókaverðlaunin Andlát SVERRIR EINARSSON SVERRIR Einarsson héraðsdómari lést á heimili sínu miðvikudag- inn 16. september, á 62. aldursári. Hann var fæddur í Reykjavík 22. september 1936, sonur hjónanna Einars Bjarna- sonar rafvirkjameistai’a og Vilborgar Sverris- dóttur húsfreyju. Sverr- ir lauk stúdentsprófl frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1956 og lögmannsprófi frá Há- skóla íslands árið 1963. Hlaut hann héraðsdóms- lögmannsréttindi árið 1967. Sverrh' var innheimtustjóri hjá sakadómi Reykjavíkur frá 1963-1964 og fulltrúi hjá yfirsaka- dómaranum í Reykjavík á árunum 1964-1972. Þar var hann skipaður sakadómari árið 1973 og héraðsdómari við Hér- aðsdóm Reykjavíkur ár- ið 1992. Sverrir var þríkvænt- ur. Fyrsta eiginkona hans var Guðlaug Ólöf Gunnlaugsdóttir. Hún lést árið 1980. Önnur eiginkona hans var Guð- ríður Guðmundsdóttir. Hún lést 1994. Eftirlif- andi eiginkona hans er Ragnheiður G. Haralds- dóttir. Sverrir lætur eftir sig tvo syni frá fyrsta hjónabandi, Gunnlaug og Einar Þór. Samtök fiskvinslustöðva funda FjaÍíað um áhrif Kvdta- þings AÐALFUNDUR Samtaka fiskvinnslustöðva verður hald- inn í Skíðaskálanum í Hvera- dölum í dag. Helztu málefni sem verða tekin íyrir á fundinum eru afkoma fisk- vinnslunnar, starfsemi Verð- lagsstofu skiptaverðs og Kvóta- þings og áhrif þeirra á starfs- umhverfi fiskvinnslunnar. Fundurinn hefst klukkan 10 árdegis með hefðbundnum aðalfundarstörfum, skýrsla stjórnar verður lögð fyrir fundinn og erindi haldið um menntun í fiskvinnslu. Þor- steinn Pálsson ávarpar fund- armenn eftir hádegisverð og síðar flytur Þórarinn V. Þór- arinsson erindið Hvað hug- ann fangar á annarri öld og Páll Kr. Pálsson ræðir um al- þjóðavæðingu íslenzks at- vinnulífs. Að loknu kaffihléi fjallar Valtýr Hreiðarsson um starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs og Tómas Örn Kristinsson útskýrir starf- semi Kvótaþings. Steingrímur J. Sigfússon stjórnar umræðum Að þessu loknu verða pall- borðsumræður um áhrif fyrr- nefndra stofnana á starfsum- hverfi fiskvinnslunnar. Um- ræðunum stjórnar Steingrím- ur Sigfússon, formaður sjáv- arútvegsnefndar Alþingis, en auk framsögumanna taka þátt í þeim Asgeir Logi As- geirsson frá Ólafsfirði, Ellert Kristínsson frá Stykkishólmi og Halldór Árnason, Horna- firði. Aðalfundinum lýkur með afgreiðslu ályktunar fundarinar, kjöri stjórnar- manna og öðrum málum. Svo gæti farið að Solid’air fyllti upp í skarð Flugleiða SVO GÆTI farið að flugfélagið Solid’air, sem nýverið var stofnað í Lúxemborg, taki að sér að fljúga til borga á norðausturströnd Bandaríkj- anna þar sem Flugleiðir hafa ákveðið að hætta að fljúga til Lúxemborgar, þótt það hafi ekki verið ráðgert í upphafi að nýja flugfélagið færi inn á svið Flugleiða. Ráðgeri er að áætlunarferðir á vegum Solid’air hefjist um miðjan desember og þá verði notast við flugvél af gerðinni Airbus A310- 300 og síðar verði annarri slíkri vél bætt við, annaðhvort snemma á næsta ári eða í vor. Þjóna sjö milljónum manna Aakrann, sem áður fyrr var yfirmaður starf- semi Flugleiða í Lúxemborg og var yfir starf- seminni í Evrópu, sagði að það væri aldrei nóg af sætum um jól þannig að það væri góður tími til að hefja starfsemi. Hann hefði heldur ekki áhyggjur af eftirspurn vegna þess að þótt að- eins byggju 400 þúsund manns í Lúxemborg væru landamæri hætt að skipta máli í Evrópu og Findel-flugvöllur í Lúxemborg þjónaði því sjö milljónum manna. „Ég vil taka fram að þetta snýst ekki um að koma í stað Flugleiða,“ sagði Aakrann. ,Áætl- anir um þetta fyrirtæki voru komnar fram í vor og í júlí var það stofnað. Flugleiðir ákváðu hins vegar ekki að hætta flugi frá Lúxemborg fyrr en 20. ágúst.“ Aakrann sagði að flogið yrði til Karíbahafs og Flórída og áætlun væri þegar fyrir hendi. Tvisvar í viku yrði flogið til Ft. Lauderdale, tvisvar í viku til Orlando í Flórída og tvisvar í viku til Nassau á Bahama-eyjum. Frá Nassau yrði flogið til Kúbu í framhaldi af öðru fluginu og Dóminíska lýðveldisins í framhaldi af hinu. Hann sagði að verið gæti að ákvörðun Flug- leiða um að hætta flugi frá Lúxemborg kallaði á breytt rekstraráform, til dæmis að hefja áætl- unarflug til borga, sem eru norðar á austur- strönd Bandaríkjanna. Nefndi hann þar Was- hington og New York. Vonbrigði stjórnvalda í Lúxemborg „Ástæðan er sú að stjórn Lúxemborgar varð fyrir miklum vonbrigðum þegar Flugleiðir tóku þessa ákvörðun," sagði hann. „Stjórnin var mjög stolt af því að hafa þessa tengingu við Bandaríkin og það gæti farið svo að þeir bæðu okkur að fljúga til áfangastaða aðeins norðar, til dæmis New York og Washington." Ekkert slíkt hefði hins vegar verið nefnt og því væri allt of snemmt að ræða þau mál. Um upphaf nýja flugfélagsins sagði hann að haft verið verið samband við sig um mánaða- mótin apríl maí og spurt hvort hann væri reiðu- búinn til að miðla af reynslu sinni um stofnun nýs flugfélags. Hringdi þegar í Sigurð Helgason „Ég sagði hvers vegna ekki,“ sagði hann. „Þegar ég var spurður hvort einhverjir fleiri kæmu til greina varð mér hugsað til Sigurðar, góðvinar míns. Ég spurði hann hvort hann vildi vera ráðgjafi og hann svaraði játandi.“ Hann bætti við að þar sem Flugleiðir hygðust hætta að fljúga til Lúxemborgar væri ekki um að ræða hagsmunaárekstur vegna samstarfsins við Sigurð. Sex mánuðir urðu 37 ár Aakrann sagði að hann hefði rekið starfsemi Loftleiða og Flugleiða í 37 ár, en fyrir fimm ár- um hefði hann sest í helgan stein. „Ég er frá Ósló, en kom hingað 1955 þegar Loftleiðir hófu hér starfsemi,“ sagði hann. „Ég starfaði hjá Braathens Safe, hefði átt að snúa aftur eftir sex mánuði til að halda áfram störfum fyrir þá, en einhvem veginn fór svo að ég var hjá Loftleiðum og síðan Flugleiðum í 37 ár, þannig að þetta varð langt sex mánaða verkefni." Sem fiestir nýti sér dreif- ingu á breiðbandinu Morgunblaðið/Golli GUÐMUNDUR Ólafsson tekur við íslensku barnabókaverðlaununum úr hendi Armanns Kr. Einarssonar fyrir bókina Heljarstökk afturábak. Guðmundur Olafs- son verðlaunað- ur í annað sinn GUÐMUNDUR Ólafsson, rithöf- undur og leikari, hlaut íslensku barnabókaverðlaunin í annað sinn í gær fyrir bókina Heljar- stökk afturáhak sem Vaka- Helgafell gefur út. Guðmundur hlaut verðlaunin fyrstur allra ár- ið 1986 fyrir bókina Emil og Skundi. Guðmundur sagði við verð- launaafhendingu í Þjóðarbók- hlöðunni að það væri gaman að fá verðlaun en það væri hins veg- ar ekki alltaf jafnmikið gaman- mál að vera íslenskur bama- og unglingabókahöfundur. Sem slík- ir nytu menn ekki sömu stöðu og þeir sem skrifuðu fyrir fullorðna, að minnsta kosti væra baraa- bókahöfundar ekki oft spurðir álits um helstu mál eða fengnir til að íjalla um daginn og veginn í útvarpinu. „Er furða að stund- um vakni þessi spurning," sagði Guðmundur, kannski er mað- ur bara plat?“ Heljarstökk afturábak fjallar um nýnema í menntaskóla sem er ósköp venjulegur unglingur en eftir að hann kemur í MR fer ým- islegt óvenjulegt að gerast. Og ekki bætir úr skák að hann verð- ur gagntekinn af ást sem honum reynist ótrúlega erfitt að koma á framfæri, eins og segir á bókar- kápu. Það er Verðlaunasjóður ís- lenskra baraabóka sem veitir verðlaunin en að honum standa auk Vöku-Helgafells, Qölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, Börn og bækur, Islandsdeild IBBY- samtakanna og Barnavinafélagið Sumargjöf. FRIÐRIK Friðriksson, forstöðu- maður breiðbandsdeildar Lands- símans, segir að Landssíminn vilji að sjálfsögðu að sem flestir dreifi efni sínu á breiðbandinu enda þjóni kerfið þannig hlutverki sínu best. Friðrik sagði að tvenns konar misskilnings gætti í máli Böðvars Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Barnarásarinnar í Morgun- blaðinu í gær, þar sem hann segir meðal annars að stefna Landssím- ans varðandi breiðbandið valdi því að það nái ekki verulegri útbreiðslu hér á landi. Annars vegar hefði það verið stefna Landssímans frá upp- hafi varðandi breiðbandið að sem flestir gætu nýtt sér dreifingu um það. Það að Landssíminn hefði ákveðið um síðustu áramót að gefa fólki kost á að sjá erlendar gervi- hnattastöðvar á breiðbandinu væri tilkomið eftir að Ijóst hefði verið að Stöð 2 ætlaði sér ekki að vera með á því, þar sem forráðamönnum hennar hefði fundist það of dýrt. Að sjálfsögðu vildi Landssíminn að sem flestir dreifðu efni sínu á breiðbandinu. „Það er augljóst að svona kapalkerfi gegna best hlut- verki sínu þegar flestar þær rásir sem standa fólki til boða eru inn á þessum kerfum," sagði Friðrik. Átta þúsund geta nýtt sér dreifingu um breiðbandið Hann sagði að einnig gætti mis- skilnings hjá Böðvari varðandi fjölda þeirra sem gætu nýtt sér dreifingu um breiðbandið. Fram kæmi að búið væri að leggja breið- bandið inn á um það bil 20 þúsund heimili og einnig að um 1.200 gætu nýtt sér það. Þetta væri ekki rétt, því Landssíminn vissi að alla vega átta þúsund af þessum 20 þúsund- um gætu nýtt sér dreifingu um breiðband og þetta gæfi því al- ranga mynd af því hvað margir væru farnir að taka við dreifingu um breiðband. Friðrik sagði aðspurður að skýr- inga á því að fleiri hefðu ekki nýtt sér barnarásina væri ekki að leita í dreifikerfinu að hans mati. Barnar- ásir ættu oft undir högg að sækja og tíminn væri mjög skammur frá því Bamarásin hefði hafið starf- semi. Það mætti ekki gleyma því að þessi rás hefði hafið starfsemi 1. maí, í byrjun sumars. Það væri varla hægt að tala um að sjón- varpsstöð sem hefði byrjað þá væri lögð af stað. Að hans mati væri þetta ekki marktæk tilraun um barnarás eða nokkuð annað, því til þess væri tíminn sem liðinn væri frá því hún hefði hafið starfsemi alltof skammur. Friðrik sagði að Landssíminn hefði átt gott samstarf við Barnarásina og vonast til að hún hefði gengið betur og þróunin orðið hraðari í þeim efnum. Hann sagði jafnframt að að sjálfsögðu yrði rás- in opnuð á breiðbandinu um leið og hafist yrði handa um að dreifa henni á örbylgju um helgina, auk þess sem áskrifendum yrði endur- greitt þetta tímabil.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.