Morgunblaðið - 18.09.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.09.1998, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Harka færist kosningabaráttuna í Astralíu Howard brigslað um dauða heróínneytenda Canberra. Reuters. KOSNINGABARATTAN í Astralíu hefur ekki verið mjög fjörleg fram að þessu en heldur lifnaði yfir henni í gær þegar einn talsmanna stjóm- arandstöðunnar sakaði John Howard forsætisráðherra um að bera óbeina ábyrgð á dauða margra heróínneytenda. „Frammistaða John Howards í fíkniefnamálum - 60 látnir í Perth einni“ var heitið á yfirlýsingu, sem Nick Bolkus, talsmaður Verk- mannaflokksins í dómsmálum, lét frá sér fara en þar sakar hann ríkis- stjórnina um vanrækslu í löggæslu- málum. Segir hann, að heróín- skammturinn sé nú orðinn ódýrari en sígarettupakki. Howard reiddist þessum ásökun- um mjög og sakaði hann stjórnar- andstöðu Verkamannaflokksins um óþverralegar aðferðir vegna þing- kosninganna 3. október. „Pað er varla hægt að leggjast lægi-a en tengja saman stefnu póli- tísks andstæðings og dauða heróín- neytenda í landinu," sagði Howard í Perth í gær og krafðist þess, að leiðtogi Verkamannaflokksins, Kim Beazley, siðaði Bolkus til. Sagði I FRA LEIKSTJORUM MYNDANNA „DUMB & DUMBER“ OG „KINGPIN“ Forsýnd í Regnboganum um helgina mMHB Laugardag kl. 9 - Sunnudag kl. DCCMOAniMKI Tpyggið ykkup miöa í tíma! hann, að svo virtist sem forystumenn Verkamannaflokksins reyndu að vera lands- föðurlegir og ábyrgir en leyfðu hins vegar alls konar hlaupa- strákum að fara með hvaða óhróður sem væri. Segir ummælin misskilin Yfirlýsingar Bolkus hafa ekki komið Verkamannaflokknum vel og Beazley hafði fullt í fangi með að svara fyrir „misskilin" ummæli Bolkus á kosningaferða- lagi á Tasmaníu þar sem hann ætl- aði þó aðallega að tala um áætlun ríkisstjórnarinnar um 10% neysluskatt. Kosningabaráttan hingað til hefur aðal- lega snúist um efna- hagsmál fyrir utan smáuppákomur öðru hverju hjá Pauline Hanson, leiðtoga Einn- ar þjóðar, sem berst gegn innflytjendum. Samkvæmt skoðana- könnunum hafa stjóm- arflokkarnir, frjáls- lyndir og Þjóðarflokk- urinn, og Verka- mannaflokkurinn sama fylgi meðal kjósenda þótt ein könnun hafi að vísu sýnt síðastanefnda flokk- inn með örlítið forskot í fyrsta sinn. John Howard Undirbúningur ESB fyrir næstu um- ferð loftslagsviðræðna Mildara „þak“ á viðskipti með út- blásturskvóta Brussel. Reuters. RITT Bjerregaard, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjóm Evrópusambandsins (ESB), mun á morgun, fimmtudag, greina lykil- aðilum að alþjóðlegum viðræðum um loftslagsbreytingar frá því að Evrópusambandið muni ekki krefj- ast þess að framtíðarviðskipti með svonefnda útblásturskvóta verði takmörkuð með stranglega skil- greindu „þaki“ á þau. En Bjerregaard mun leggja áherzlu á að viðskipti með útblást- urskvóta og aðrar „sveigjanlegar lausnir“ ætlaðar til að draga úr út- blæstri svokallaðra gróðurhúsa- lofttegunda í heiminum, kæmu þá aðeins til greina af Evrópusam- bandsins hálfu, ef hægt yrði að tryggja að komið yrði á skilvirku eftirlitskerfi. „Engin viðskipti mega eiga sér stað án þess að hægt sé að rekja þau,“ tjáði Bjerregaard Evrópu- þinginu í skriflegri yfirlýsingu í gær, þar sem rakin er formleg af- staða framkvæmdastjórnar ESB til þessa máls, en hún fer með samningsumboð ESB-ríkjanna fimmtán í hinum alþjóðlegu samn- ingaviðræðum sem framundan eru. Sjónum beint að Buenos Aires Ráðherrar frá fjölda ríkja - þar á meðal Bandaríkjunum, Rúss- landi, Japan, Kína, Indónesíu, Ind- landi, Brasilíu og ESB-ríkjunum Bretlandi, Frakklandi, Italíu og Þýzkalandi - munu koma saman í Tókýó á morgun og fóstudag í því skyni að búa í haginn fyrir næstu umferð loftslagsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna sem fer fram í Buen- os Aires, höfuðborg Argentínu, í nóvember. Þar á að halda áfram samningum um hnattrænar að- gerðir til að sporna gegn frekari upphitun lofthjúpsins sem hafnar voni í japönsku borginni Kyoto í desember í fyrra. Á Kyoto-fundinum var ákveðið að stefna að því að útblástur svo- kallaðra gróðurhúsalofttegunda verði árið 2010 a.m.k. 5,2% minni í heiminum en hann var 1990. Við- ræðurnar í Buenos Aires eiga að snúast fyrst og fremst um að finna leiðir til að ná þessu marki, með því annars vegar að ákvarða hvað gert er í hverju landi fyrir sig til að draga úr útblæstri og hins vegar að setja reglur um við- skipti með útblásturskvóta milli landa. Umhverfisráðherrar ESB-land- anna höfðu þar til fyrir skemmstu krafizt þess að ekki væri hægt að leyfa alþjóðleg viðskipti með út- blásturskvóta nema að þeim væru settar strangar skorður, til þess að ekkert land gæti komið sér undan því að leggja eitthvað sjálft af mörkum til að draga úr loftmeng- un. Belgíustjórn lætur undan þrýstingi ESB-borgarar fá að kjósa til sveitarstjórna í KJÖLFAR dóms Evrópudóm- stólsins þess efnis, að belgískum stjórnvöldum væri skylt að sjá til þess að þegnar annarra aðildar- landa Evrópusambandsins (ESB), sem dvelja í Belgíu, fái kosninga- rétt í sveitarstjórnarkosningum, hefur ríkisstjórnin í Brussel nú lagt fram lagafrumvarp, sem á að tryggja hinum fjölmörgu evrópsku útlendingum sem búa í landinu þessi réttindi. Evrópudómstóllinn hafði fyrr á árinu úrskurðað, að Belgíu bæri að greiða dagsektir upp á 7,5 milljónir belgískra franka, 15 milljónir króna, ef stjórnvöld drægju enn á langinn að kippa þessu í liðinn. Oll hin fjórt- án aðildarlönd ESB hafa þegar breytt löggjöf sinni í þessa veru. Togstreita flæmsku- og frönsku- mælandi Belga að baki Töfininasem orðin er á þessu í Belgíu er að rekja til andstöðu flæmskumælandi stjómmálamanna, sem óttast að meirihluti þeirra út- lendinga sem búa í Brussel, sem er um þriðjungur íbúanna, hneigist til þess að styðja frekar flokka hinna frönskumælandi Vallóna. Breyta þarf belgísku stjórnar- skránni til að lögleiða þessi réttindi ESB-borgara í landinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.