Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 15 AKUREYRI Lækning-aforstjóri FSA um kostnað sjúklinga vegna rannsókna syðra 50 milljónir í ferðir á ári Tækjabúnaður á Akureyri myndi borga sig upp á einu ári Morgunblaðið/Kristján ÞORVALDUR Ingvarsson lækningaforstjóri og Halldór Jónsson fram- kvæmdastjóri í nýbyggingu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en von- ir standa til að barnadeild sjúkrahússins verði flutt þangað á næsta ári. ÞORVALDUR Ingvarsson, lækn- ingaforstjóri Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, segir að forsvars- menn sjúkrahússins hafi góða von um að barnadeild þess flytji í ný- byggingu, sem reist hefur verið sunnan núverandi húsa, næsta haust. Samkvæmt áætlun, sem reyndar hefur ekki formlega verið breytt hefði barnadeildin útt að flytja í ný húsakynni 2. janúar næstkomandi. Segir Þorvaldur afar brýnt að samn- ingar takist um að ljúka við bygg- inguna, nú sé svo komið að hvergi sé ónýtt pláss í núverandi húsnæði sjúkrahússins, hver fermetri sé nýttur. Undrast hann að ekki skuli nást samstaða um að inni'étta hús- næðið sem þegar hefur verið reist og sárlega vantar. Starfsfólk búi í mörgum tilfellum við óviðunandi vinnuskilyrði og víða sé aðstaða sjúklingum ekki samboðin. A sama tíma sé verið að skrifa undir samn- inga um stórar nýbyggingar syðra og a.m.k. í öðru tilvikinu eigi að taka hús í notkun innan tveggja ára. Tæki úreldast í hraðri þróun Um 82% þeirra sjúklinga sem leggjast inn á FSA koma af Norður- landi eystra, 8,6% af Norðurlandi vestra og rúmlega 5% frá Austfjörð- um, en hlutfall sjúklinga sem koma af svæðum utan Akureyrar og Eyja- fjarðarsvæðinu er sífellt að aukast. Þorvaldur segh’ að talsvert vanti á að sjúkrahúsið geti sinnt því hlut- verki sínu að vera sérdeildarsjúkra- hús fyrir Norður- og Austurland eins og kveðið er á um hlutverk þess. Þróun í læknisfræði er hröð og ekki hefur verið hægt að fylgja henni eftir. Góð rannsóknaraðstaða sem var á myndgreiningardeild sjúkrhússins hefur úrelst og er nú svo komið að það takmarkar talsvert þjónustugetuna. Sú þjónusta sem fólk þarf helst að sækja til Reykja- víkur er vegna meðferðar á krabba- meinum, aðallega vegna rannsókna, m.a. ísótóparannsókna. Um er að ræða einfalda rannsókn sem segir fyrir um hvort um meinvörp er að ræða í beinum eður ei. Tæki þau sem til þarf kosta um 23 milljónir króna og kostnaður við rekstur þeÚTa nemur um 4 milljón- um króna á ári. Bendir Þorvaldur á að árlega séu á bilinu 350 til 400 manns sendir suður til að gangast undir slíka rannsókn, en það hafi í för með sér mikinn ferðakostnað. Áætlað hefur verið að kostnaður fólks. af Norður- og Austurlandi vegna ferða suður til sérhæfðra rannsókna nemi milli 40 og 50 milljónum króna árlega. „Það er ekki erfitt að sjá að það borgar sig að bjóða upp á þjónustuna hér á Akureyri, auk þess sem það myndi draga úr álagi á sjúkrahúsunum fyrir sunnan og færa bæði atvinnu og þjónustu nær fólkinu," sagði Þorvaldur. Ný tæki á myndgrein- ingardeild sjúkrahússins eru því ofarlega á óskalista forsvarsmanna þess. Verðum að geta boðið sömu þjónustu og tækjabúnað „Við verðum að geta boðið sjúk- lingum okkar upp á sömu þjónustu og tækjabúnað og sjúkrahús í Reykjavík, aðeins þannig getum við tryggt að hér starfi hæft starfsfólk. Eg er sannfærður um að það er hag- kvæmt úr frá heilsuhagfræðilegum sjónarmiðum að byggja hér á Akur- eyri upp öflugri kjarna og létta þar með álaginu af sjúkrahúsunum í Reykjavík," sagði Þorvaldur. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Jóla- tónar, kirkjan opin frá kl. 18 í dag, laugardag og fram eftir kvöldi, hljóðfæraleikur, ein- söngur, kórsöngur, ijóð og sög- ur. Allir velkomnir. Jólatré sunnudagaskólans verður í Safnaðarheimili kl. 11 á morg- un, sunnudag. Guðsþjónusta kl. 17 á sunnudag, Kór Lundar- skóla syngur í messunni, stjórn- andi Elínborg Loftsdóttir. GLERÁRKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 11 á morgun, sunnudag. Barnakór kirkjunn- ar syngur. Foreldrar hvattir til að fjölmenna með börnunum til andlegs undirbúnings heilagra jóla. Jólafundur æskulýðsfé- lagsins verður kl. 14 á morgun. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldusamkoma verður kl. 11. á morgun, sunnudag. Börn syngja og sýna leikþátt. Ungir sem aldnir velkomnir. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Helgistund verður í Stærri-Ár- skógskirkju á morgun, sunnu- dag, kl. 18 og verður kveikt á leiðarlýsingu í kirkjugarðinum. Munið að koma hlýlega klædd. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Karlamorgunn í dag, laugar- dag, kl. 10. Bænastund kl. 20 í kvöld, opið hús fyrir unga fólkið kl. 21. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar kl. 11.30 á morgun, Theodór Birgisson kennir úr Rómverjabréfinu. Fjölskyldu- samkoma kl. 16.30 á morgun, Krakkakórinn syngur, Theódór Birgisson predikar. Þrotabú Foldu Reynt að koma rekstri af stað sem fyrst ALLT kapp verður lagt á að koma rekstri af stað að nýju hjá ullariðn- aðarfyrirtækinu Foldu á Akureyri, en félagið var úrskurðað gjaldþrota fyrr í vikunni. Olafur Birgir Árnason hæstarétt- arlögmaður, skiptastjóri í þrotabú- inu, sagði að viðræður stæðu yfir og hann væri vongóður um að tækist að koma rekstrinum af stað aftur. „Ég vona að það takist fyrir jól, það skiptir verulegu máli að reksturinn fari af stað sem fyrst, það eru miklir hagsmunir í húfi,“ sagði Ólafur Birgir. Hann sagði að helgin yrði notuð til hins ýtrasta til að fá dæmið til að ganga upp. „Mestu verðmæti þessa fyrirtæk- is er starfsfólkið, það megum við ekki missa, en fólk til að vinna þau störf sem unnin eru hjá fyrirtækinu er ekki gripið upp af götunni. Þetta er fólk með mikla reynslu og þekk- ingu og það getur ekki beðið lengi eftir að línur skýrist," sagði Ólafur Birgir. Starfsmaður á afgreiðslu Morgunblaðsins á Akureyri Morgunblaðið óskar eftir að ráða starfsmann á af- greiðslu blaðsins á Akureyri. Leitað er að einstaklingi sem er þjónustulipur og samstarfsfús, og getur hafið störf sem fyrst. Um er að ræða hlutastarf auk viðveru á laugardags- og sunnudagsmorgnum aðra hverja helgi Umsóknum ber að skila á skrifstofu Morgunblaðsins, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, eða á afgreiðslu Morg- unblaðsins, Kringlunni 1,1. hæð, Reykjavík. Umsóknareyðublöð liggja frammi á báðum stöðum. Umsóknum ber að skila fyrir 22. desember nk. ► I Nánari upplýsingar um starfið veitir Rúnar I Antonsson í síma 461 1600. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Kri8tján Bílabrautin heillar ANNIR vegna undirbúnings jólanna verða æ meiri eftir því sem nær dregur hátíðinni. Margir eru á ferðinni að huga að jólagjöfunum og eflaust þykir börnunum skemmtilegast að fá harða pakka. Hann Orri litli brá sér í bæjarferð með mömmu og stóru systur síðdegis í gær og meðan þær voru að huga að jólagjöf handa stráksa dundaði hann sér í sér- deilis skemmtilegri bflabraut í Dótakassanum. Til sölu eru eftirfarandi eiginir úr þrotabúi Handarinnar ehf.: 1. Jörðin Mið-Samtún, Glæsibæjarhreppi. Tún jarðarinnar eru skv. skrá Fasteignamats ríkisins 26,8 hektarar. Á jörðinni er íbúð- arhús byggt 1935, 146,5 m2, rannsóknastofa 132,5 m2, einnig fjárhús, hesthús og hlöður. Jörðin er u.þ.b. 5 km frá Akureyri. Jörðin er án kvóta. Bifreiðar og fleira lausafé: 2. Opel Combo 1,7 diesel sendiferðabíll, árg. 1995, Ford F-350 pallbíll, árg. 1986, Massey Ferguson dráttarvél árg. 1972, Zetor dráttarvél, árg. 1979, rúllubaggavél, rakstrarvél, sláttuþyrla, baggabindivél og múgavél. Einnig tölvur og prentarar, faxtæki, tveir NMT farsímar, símtæki, peningakassi, rafsuðutrans, hús- gögn og smærri áhöld. Til greina kemur að selja eignirnar sem eina heild eða í smærri einingum. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð sendist undirrituðum, sem jafnframt veitir frekari upplýs- ingar, eigi síðar en 30. desember 1998. Akureyri, 17. desember 1998. Arnar Sigfússon hdl., Skipagötu 16, Akureyri, sími 462 5919, fax 461 1444. Þýskur fjöllista- maður í Deiglunni ANDRÉ Tribbenesse, fjöl- listamaður frá Hamborg, opn- ar sýningu á verkum sínum í Deiglunni í dag, laugardaginn 19. desember kl. 16. Hann dvelur nú í gestavinnustofu Gilfélagsins þar sem hann vinnur að verkefni sem hann hóf hér á landi á síðasta ári og felst í athugun á norður-evr- ópskum eyðisvæðum, en einnig tengir hann inn í list- sköpun sína búsetuskilyrði sem fólk t.d. í borgum Mið- Evrópu býr við. Sýningunni lýkur 30. des- ember næstkomandi en hún er opin daglega frá kl. 14 til 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.