Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ \j É Sm 1 Æm Morgublaðið/Halldór KJUREGEJ Alexandra Argunova. „Mitt land“ - Jakútía - Island KJUREGEJ Alexandra Argunova sýnir þessa dagana ný myndlistar- verk á neðri hæð Skemmtihússins, Laufásvegi 22. A sýningunni, sem ber heitið „Mitt land,“ era applicasjónir, verk unnin með blandaðri tækni og mósaíkmyndir. Sýningin er afmæl- issýning Kjuregej sem hefur verið búsett hérlendis í 32 ár. Með heiti sýningarinnar á hún bæði við fæð- ingarland sitt, Jakútíu, og Island og endurspeglar landsiag, trúarbrögð og viðhorf beggja landa. Kjuregej hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendis og erlendis, síðast í Grafarvogskirkju síðastliðið sumar, og tekið þátt í samsýningum. Kjuregej kom hingað til lands ár- ið 1966, eftir að hafa lokið fímm ára námi við Leiklistarháskólann í Moskvu. Hún hefur leikið bæði hér- lendis og í Arósum í Danmörku og sótt fjölda námskeiða í myndlist í gegnum árin, m.a. í Barcelona vet- urinn 1993-1994, þar sem hún lagði stund á mósaík og aðra tækni í Academia de la Escola Massana. Hún hefur einnig haldið fjölda námskeiða í leiklist og tjáningu, unnið sem leikstjóri, leikmynda- og búningahönnuður og mörg mynd- listarverka henna eru í opinberri eigu. Sýningin stendur til 22. desember og er opin frá 12-18. Á Hafnarslóð BÆKUR Leiðsögnbók KAUPMANNAHAFNARBÓK. BORGIN Vlð SUNDIÐ eftir Tryggva Gíslason. Mál og menn- ing, Reykjavík, 1998, 240 bls. KAUPMANNAHÖFN hefur áreiðanlega nokkuð sérstakan sess í huga flestra Islendinga sem þar hafa dvalist einhvem tíma. Hún kemur okkur meira við en aðrar erlendar stórborgir. Hún er hvorki Island né út- land, heldur einhvers staðar þar á milli. Undarlegt er það ekki. Öldum saman yar hún höfuðborg Islands. Þar sat kóngurinn okkar. Þangað sóttu íslendipgar menntun sína og þaðan var verulegur hluti sjálf- stæðisbaráttu okkar háður. Með margvís- legum hætti blandast Kaupmannahöfn þjóð- arsögu okkar, stjórnmálasögu, verslunarsögu og síðast en ekki síst bókmenntasögu. Vera má að farið sé að fyrnast yfír þetta hjá yngri kynslóðinni og ólíklegt að það veki sömu tilfinn- ingar og hjá þeim sem eldri eru. En hvað sem því líður og kannski einmitt vegna þess er þörf á að kynna Kaupmannahöfn og veita ís- lenskum gestum leiðsögn um borg- ina með sérstökum hætti. Danskir kynningarbæklingar duga þar ekki til fullnustu. Þetta verk hefur Tryggvi Gísla- son skólameistari tekist á hendur og er hann þeim vanda prýðilega vaxinn menntunar sinnar vegna, langdvala í Kaupmannahöfn og ágætrar ritleikni. Bók hans greinist í átta kafla. Fyrst er stutt en gagnort yfíi’lit yf- ir sögu Kaupmannahafnar. Þá kemur það sem nefnist Kaup- mannahafnarorðabókin. Þar eru tilgreindir í stafrófsröð helstu stað- ir í Kaupmannahöfn, sem ferða- langur ætti að veita athygli, „götur, stræti og torg“. Saga þessara staða, sérkenni og íslensk skírskot- un, þar sem við á, er skilmerkilega tilgreind. I þriðja kafla fer höfundur með Is- lendinginn í þrjár gönguferðir um borg- ina og bendir á og ræðir um það sem helst er athyglivert. Ein ferðin er um Is- lendingaslóðir, eins og það kallast einatt. Þar næst koma þrír kaflar, sem segja má að hafí framar öðru hagnýtt gildi: verslun og við- skipti, matur og veit- ingahús, skemmtanir og dægradvöl. I næst- síðasta kaflanum fer höfúndurinn með ferðalanginn í þrjár dagsferðir. Einni er heitið til Hróarskeldu, annarrar til Friðriks- borgarhallar og þeirri þriðju tO Krónborgarkastala. Loks eru svo ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn, svo sem um lögreglu, lækna, sendiráð o.fl. Mikið er af myndum og kortum í bókinni. Hún er einkar handhæg til uppflettinga og ekki stærri í snið- um en svo að vel má stinga henni í vasa á ferðalagi. Hér er því kominn fróður og skemmtilegur leiðsögu- maður, sem gott er og gagnlegt að eiga samfylgd með. Sigurjón Björnsson Tryggvi Gíslason Upp á líf og dauða BIJÐIR á Snæfellsnesi eru sögu- svið nýrrar bókar Þorgríms Þrá- inssonar, Nóttin lifnar við. Fjórir unglingar fara þangað í útilegu en hafa bækistöð hjá skyldfólki aðalsögupersónunnar, sem býr á Búðum. Það er verslunarmanna- helgi og margt fólk en ungling- arnir eru Iengur og þá fer ýmis- legt dularfullt að gerast í kring- um þá sem þeir reyna að komast til botns í. Þjóðsagan um Axlar- Björn og mannshvörf á Nesinu vekja áhuga unglinganna. Skyndilega er útilegan orðin bar- átta upp á líf og dauða. Hvernig þekkirþú aðstæður á Búðum? „Ég var f sveit á Staðastað á Snæfellsnesi í rúman áratug og svæðið er mér því mjög hugleik- ið. Hvort sem það eru fjöliin, fjaran, bæirnir eða fólkið. Sem krakki heyrði ég töluvert talað um Axlar-Björn og ákveðinn at- burður tengdur honum kveikti hjá mér vissan ótta. Ég fer að Búðum nokkrum sinnum á hverju ári og í sumar var ég vit- anlega alltaf með söguna í huga. Ég þorði reyndar ekki nema tvo metra inn í Búðahelli, þar sem sögupersónurnar lenda í háska, en bæti vonandi úr því að ári. Hver veit nema lesendur bókar- innar, sem fara að Búðum, upp- lifi staðinn öðruvísi en ella,“ seg- ir Þorgrímur. Hvað leggur þú áherslu á þeg- ar þú skrifar um unglinga? „Ég tel mikilvægt að unglingar geti sett sig í spor sögupersóna sem eru í öðrum aðstæðum en þeir lifa og hrærast í. Mörgum þykir eflaust gaman að lesa um sitt eigið umhverfí en ég hef kos- ið að hrífa þau með mér inn í framandi aðstæður og sérkenni- lega atburði. Síðan er þeirra að meta hvort sé áhugaverðara. Þótt alvarlegur undirtónn sé í bókinni og óvæntur endir finnst mér ekki síður gaman að kitla hláturtaugarnar. Framan af er ákveðinn léttleiki í sögunni en síðar á hann ekki við. Kannski má segja að endirinn bijóti hefð- ina en það er af hinu góða. Mér finnst mikilvægara að skilja les- andann eftir með einhverjar spurningar ósvaraðar í stað þess að færa honum allt á silfurfati. Mig grunar að það verði ekki all- ir sáttir við sögulokin en þetta er minn vilji. Lífið er ekki tóm gleði og hver veit nema þessi endir veki einhverja til umhugsunar um lífið og tilveruna. Og mikil- vægi þess að njóta augnabliks- ins,“ segir Þorgrímur að lokum. Handahreyfingar Sævars voru snöggar en þegar komið var að Andreu gerðist hið óvænta. Henni skrikaði fótur með þeim afleiðingum að hún rann ofan í gi'öfina án þess að geta nokkra björg sér veitt. Gabríel fólnaði og rak upp lágt vein. Manuela stirðnaði. Sævar reyndi að grípa í Andreu en náði Þorgrímur Þráinsson ekki taki á henni. Hún fylitist skelf- ingu þegar hún lenti ofan á kistunni, æpti af öllum lífs og sálar kröftum og ætlaði að klifra upp í snatri. Augun loguðu af angist. Annar fóturinn hafði skorðast fastur við hlið kist- unnar og þegai' hún reyndi að klóra sig upp hrundi yfír hana mold. Þeir, sem voru ekki famir úr kirkjugarð- inum, sneru við þegar þeir heyrðu óhljóðin. Gabríel gat ekki hugsað sér að stökkva niður á kistu afa síns til að losa Andreu og Sævai’ reyndi ár- angurslaust að toga í hana. Hann lagðist flatur til að eiga síður á hættu að fara sömu leið og hún. Ur Nóttin lifnar við Fjölbreytt ævintýri Reuters Grassófi í Weimar SVISSNESKI listamaðurinn Dani- el Spörri er höfundurinn að þess- um grassófa, sem ber yfirskriftina „Ekki ganga á grasinu". Sófinn náttúruvæni er í garði við „Villa Haar“ í Weimar í Þýzkalandi. „Listagarðurinn" verður meðal þess sem verður á dagskránni á næsta ári, þegar borgin ber titil- inn „Menningarborg Evrópu“. BÆKUR It a r n a h ó k SEX ÆVINTÝRI eftir Áslaugu Jónsdóttur Mál og menning, Reykjavík, 1998 NAFN bókarinnar, Sex ævin- týri, segir ekki margt annað en að í henni séu einmitt sex ævintýri en ef vandlega er að gáð segir það nokkuð til um innihaldið. Bókin er nefnilega látlaus eins og nafnið. I henni eni sagðar sögur af ein- manaleikanum og mönnum sem hafa misgaman af að elda í söng- elskum potti, af snobbuðum trefli og öðram gráum og lúnum, af galdanorn að raða töfrapúsluspili og lítilli stúlku sem bræðir úrillt hjarta í risa. I lokin er síðan jóla- saga af drambsamri klukku og lít- illátu grenitré. Sögurnar eru óiíkar innbyi'ðis, sumar era ljúfar og renna áfram áreynslulaust en aðrar era þandar spennu. Þær eru skemmtilegar af- lestrar og þær vekja mann til um- hugsunar um mannlegt eðli og breytni. Það er þó ekki víst að það hafi verið tilgangur höfundar og ekki ólíklegt að hann hafi frekar skrifað þær af hreinræktaðri frá- sagnargleði. Síðasta sagan er sér- lega góð og satt að segja greip undirrituð andann á lofti í sögulok, svo óvænt eru þau. Aslaug myndskreytii' sögurnar sjálf með afar fallegum klippi- myndum. Og hún lætur ekki þar við sitja, því hún brýtur bókina einnig um. Sex ævintýri er eiguleg bók sem gott er að grípa til og lesa upp úr fyrir börn. Svo er tilvalið að spjalla um sögurnar og örlög söguhetjanna að lestrinum lokn- um. María Hrönn Gunnarsdóttir Heimþrá tröllastráks BÆKUR Baniabók TÁR ÚR STEINI eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson, Anna Vilborg Gunnarsdóttir myndskreytti. Mál og menning, Reykjavík, 1998. KVIKMYND Hilmars Oddsson- ar, Tár úr steini, vakti verðskuldaða athygli þegar hún var frumsýnd á sínum tíma. I kvikmyndinni gefur Jón Leifs dóttur sinni Líf fiðlu og þar sem þau ganga heim í gegnum skóginn, með hijóðfærið, segir Jón sögu af litlum tröllastrák. Atriðið er listavel gert og sagan spennandi og harmræn í túikun Þrastar Leós Gunnarssonar. Nú er sagan, sem kvikmyndin dregur nafn sitt af, komin út á fallegri bók. Höfundur- inn er auðvitað sá sami, Sveinbjörn I. Baldvinsson, en það er Anna Vil- borg Gunnarsdóttir sem mynd- skreytir. Sagan af tröilastráknum, sem var haldinn svo mikilli útþrá að hann stalst að heiman eina nóttina, er tregafull en um leið yndisleg. Und- irrituð undrast ekki að hún skildi enda á bók. Hún er byggð á þjóð- tránni um að tröll verði að steinum þegar sólin skín á þau og það verða einmitt örlög söguhetjunnar úr tröllheimum. Trölladrengurinn fyllist sorg þegar hann gerir sér gi-ein fyrir örlögum sínum og lítið tár hrynur af vanga hans í þann mund sem fyrsti sólargeislinn vermir kollinn. Þá hafði honum tek- ist að sjá yfir allan heiminn og svala brennandi forvitninni. Utan um söguna af tröllastrákn- um er saga af öðram strák, mennsk- um. Pabbi hans gefur honum litla gjöf en þó svo stóra, tár úr steini. Hann gefur honum veganesti, sem aldrei gengur á, sama hvert lífið leiðir hann, vegna þess að „Inni í þessu eina tári er fólgin öll þrá tröllastráksins eftir því að komast heim í hellinn til pabba og mömmu og þess vegna mun sá sem á það, alltaf rata heim til sín,“ eins og seg- ir undir bókarlok. Tár úr steini er vel skrifuð bók og fallega myndskreytt. Stíllinn er lát- laus og lýsingarorð yfirleitt vel valin og oft svo skemmtileg að eftirtekt vekur. Náttúra landsins lifnar við og puntstráin hlusta, hrossagaukur leikur á fiðlu og sumardagurinn fyrsti með sólrjóðar kinnar fer í sparifötunum inn í myndaalbúm. Og klettadrangar fara að lokum heim til sín. María Hrönn Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.