Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 80
■30 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Jólagjöfin frá Þumalínu 10-15-20% afsláttur af úti- og innigöllum Þumalína paradís mömmu og barnanna Pósthússtræti 13 póstsendum s. 551 2136 Meðgöngufatnaður til hvunndags og spari Kíktu inn og skoðaðu verð og gæði Þumalína, Pósthússtræti 13 v/Skólabrú. TlSKUVERSLUNIN mort Gnmsbæ v/Bústsönveg s Nýkomið Samkvæmisdragtir, jakki, pils, buxur, vesti, st. 36-48. Kjólar, pils, bolir, st. 36-50. Strechbuxur, gráar, st. 36-52. llli Opiö lau. kl. 11-21, sun. kl. 13-18, mán.-þri. kl. 10-22, mið. kl. 10-23, aðfangadag kl. 10-13. NY SENDING Náttfatnaður - Frottesloppar Velúrkjólar - Velúrbuxnadress Sundbolir - Inniskór Dagtöskur - Kvöldtöskur Gjafavara Hreint út sagt ótrúlega pœgilegur, en pú veist það ekki fyrr en þu hefur prófað. Kósý ' *** Húsgögn Síðumúla 28 • S. 568 0606 AMERISKUR HVÍLDARSTÓLL Tilboð með tauáhfœði í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Svar til Þórhildar ÞÓRHILDUR Þór- mundsdóttir andmælir í Velvakanda 4. desember sl. bréfi mínu í yelvak- anda 1. des. sl. Ég trúi því að allt það sem Biblí- an, orð Guðs, kennir sé sannleikur. Jesús segir í Jóhannesar guðspjalli 5, 46-47. „Ef þér tryðuð Móse, munduð þér líka trúa mér því um mig hef- ur hann ritað. Fyrst þér tráið ekki því sem hann skrifaði, hvemig getið þér þá trúað orðum mín- um?“ Þarna er Jesús beinlínis að segja að ef einhver trúir ekki sköp- unarsögunni (1. Móse- bók) geti hann ekki verið kristinn. Að vera krist- inn er að trúa orðum Jesú Krists. í sambandi við Darwin og hans kenningu vil ég segja þetta. Darwin setti fram tilgátu um að mað- urinn kynni að vera af dýrum kominn, sú tilgáta hefur enn ekki verið sönnuð eða staðfest af vísindunum. Bestu kveðjur, Sóley Jónsdóttir, Akureyri. Góð þjónusta endur- vinnslustöðvar ÁNÆGJULEGT er að vita til þess að endur- vinnslustöð Sorpu við Ánanaust tekur nú á móti plastflöskum og áldósum gegn gjaldi. Þetta sparar okkur Vest- urbæingum sporin aust- ur í Knarrarvog. Þjón- ustan í Ánanaustum er til fyrirmyndar og starfsmenn sómafólk. Aðeins ein ábending. Ég sakna þess mjög að geta ekki skilað pressuðum áldósum þar eftir vigt. Skora ég nú á forráða- menn stöðvarinnar að létta okkur skilin enn meir og festa kaup á vigt, svo við getum sleppt talningunni. Gleðilega hátíð. Vesturbæingur. Aldraðir einstaklingar fá enga hækkun HELGA hafði samband við Velvakanda vegna fréttar sem birtist á bls. 6 í Morgunblaðinu fimmtudaginn 17. des- ember um bætur öryrkja og aldraðra. Þar er fjall- að um breyttar reglur á bótum öryrkja og ellilíf- eyrisþega. Vildi Helga benda á að samkvæmt töflu sem fylgdi fréttinni fá aldraðir einstaklingar enga hækkun. Finnst henni þetta ekki réttlátt þar sem aldraðir ein- hleypingar þurfa að borga húsaleígu og ann- an framfærslukostnað jafnt á við einhleypa ör- yrkja og sambýlisfólk. En þessir aðilar fá hækkun allt frá 43% upp í 125% en aldraðir ein- staklingar fá enga hækk- un. Tapað/fundið Lyklakippa týndist LYKLAKIPPA með bfllyklum og húslyklum týndist um mánaðamótin okt/nóv. Skilvís fmnandi hafi samband í síma 564 4574. Eymalokkur týndist fyrir ári LANGUR eyrnalokkur með túrmalín-steini og handsmíðuðu gulli í kring, týndist fyrir ári. Þeir sem vita um eyrna- lokkinn hafi samband í síma 553 2838. Filma í óskilum FILMA sem fannst í miðbæ Hafnarfjarðar innihélt m.a. þessa mynd. Sá sem kannast við þessa filmu er beðinn um að hafa samband í síma 894 2551. Gullúr týndist hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur SPORÖSKJULAGAÐ gullúr með keðju týndist inni eða fyrir utan Sjúki-ahús Reykjavíkur 9. desember. Ursins er sárt saknað þar sem það er afmælisgjöf. Skilvís finnandi hafi samband í síma 562 5504. SKAK Ilmsjón ÍUargeir Péturs.von STAÐAN kom upp á fjórða Guðmundar Arasonar mót- inu sem nú stendur yfir í Iþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. Finnski stórmeistarinn Heikki Westerinen (2.435) var með hvítt, en Kristján Eðvarðs- son (2.220), hafði svart og átti leik. 32. - Dg6!! 33. Rxd5 Eftir 33. Khl - Í3! 34. Bxfö - Rxe3 35. Hxe3 - Dbl + vinnur svartur lið. T.d. 36. Ddl - Dxdl+ 37. Bxdl - Hfl + og svartur verður manni yfir.) 33. - f3! 34. Df2 - Dxg4+ 35. Khl - Bh4 36. Db2 - f2 37. e6+ - Kg8 og Westerinen gafst upp. Þetta er besti sig- ur íslendings á mót- inu til þessa. Er- lendu keppendurnir hafa raðað sér í efstu sætin, enda mun stigahærri en íslendingarnir. Sjötta umferðin á mótinu verður tefld í dag og hefst taflið kl. 17. JÓLAPAKKAMÓT fyrir 15 ára og yngri fer fram hjá Helli á morgun, sunnudag, kl. 14. Það hefur verið afar vel sótt undanfarin ár. SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKYÍSI Víkveiji skrifar... VÍKVERJA hefur borist eftir- farandi bréf frá Guðbjörgu Gunnarsdóttur hjá kynningardeild Landssímans. Víkverji hefur að undanfömu kvartað yfir því að GSM-samband sé ekki alltaf nógu gott í borginni, það vilji rofna. Landssíminn þekkir þetta vanda- mál og þakkar Víkverja ábending- amar. Líklega verður seint hægt að koma algjörlega í veg fyrir „dauða punkta" því álagspunktar geta bæði verið staðbundnir og tíma- bundnir. Mælingar nú sýna ekki óeðlilegt álag á kerfið þótt það sé ívið meira en venjulega. Víkverji nefnir sérstaklega gatnamót Miklubrautar og Snorra- brautar. Tveir sendai- eru í ná- grenni þeirra, á Öskjuhlíð og Hall- grímskirkju. Þegar bíl er ekið t.d. út úr svæði Öskjuhlíðar tekur sendirinn á Hallgrímskirkju við en ef allar línur þar eru uppteknar leitar kerííð að næstu stöð sem er alllangt í burtu. Samband getur því rofnað. Landssíminn er reyndar að leita að hentugum stað til að setja upp nýja móðurstöð sem myndi m.a. þekja umrætt svæði og bæta skilyrðin þar. GSM-kerfið hefur byggst mjög hratt upp og umferð um það vaxið jafnt og þétt. Þess má geta að áskrifendum að kerfinu hefur fjölgað um rúm tuttugu þúsund það sem af er árinu. Kerfið er fyrst og fremst hugsað sem þétt- býliskerfi en jafnframt því sem sendar hafa m.a. verið settir upp í stærstu þéttbýliskjörnum úti á landi hefur mörgum sendum ver- ið bætt við innan höfuðborgar- svæðisins á þessu ári og ætlunin er að sjálfsögðu að halda því áfram. xxx YÍKVERJI þakkar Guðbjörgu greinargóð svör. Þá vill hann í leiðinni fagna því að nú hafi verið sett upp sérstök símstöð fyrir Kr- ingluna sem líklega hefur verið ein- hver „dauðasti punkturinn" í far- símaneti höfuðborgarsvæðisins. Hefur Víkverji margsinnis áður kvartað yfir hinum farsímaheldu byggingum Kringlunnar. Er það til fyrirmyndar að úr þessu skuli hafa verið bætt enda margir fai’símanotendur farnir að reiða sig á að hægt sé að komast í símasamband við þá jafnvel þótt þeir þurfi að bregða sér út í búð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.