Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Vindstigin kvödd ÁRIÐ 1805 setti breskur flotaforingi að nafni Francis Beaufort fram kvarða til að áætla vindstyrk út frá kraftáhrifum vindsins á yfirborð sjávar og á segl herskipa þess tíma. Kvarðinn, sem kenndur er við upp- hafsmanninn, náði heimsútbreiðslu, og hafa vindstigin tólf sem kvarðinn skiptist í verið notuð alit fram á þennan dag til að meta lárétta hreyfíngu lofts- ins. Það er engin til- viljun að kvarðinn end- aði í 12, því þar liggja efri mörk þess sem er í mannlegum mætti að meta út frá áhrifum vindstyrksins á yfirborð sjávar. Við þær aðstæð- ur er sjórinn þakinn hvítri froðu, skyggni nánast ekkert og engin Veðurstofa Islands hef- ur ákveðið, segir Magn- ús Jónsson, að taka upp á næsta ári alþjóðlegu hraðaeininguna metra á sekúndu, m/s, í al- mennri veðurþjónustu. leið að meta áhrif aukins vind- styrks. Þótt kvarðinn hafi upphaf- lega verið miðaður við áhrif vinds á sjó var viðmiðunin síðar færð upp á landið og þá miðað við áhrif vinds- ins á reyk, trjágróður, menn og mannvirki. Með þessum kvarða var unnt að samræma mat manna á vindstyrk um allan heim en slíkt er lykilatriði við allar veðurathuganir, veðurspár og úrvinnslu á vind- gögnum. Meðan engin mælitæki voru til var því Beaufort-kvarðinn merkt framfaraskref og síðar al- þjóðlega viðurkenndur sem vind- mælieining. Mælitæki og hnútar Þrátt fyrir að lengd- areiningin metri væri upphaflega skilgreind árið 1790 var og raun- ar er enn sjómílan eða breiddarsekúndan ríkjandi lengdar- eða fjarlægðareining á sjó. Þegar mönnum tókst að smíða tæki til að mæla hreyfingu lofts- ins, þ.e. vindhraða, var því eðlilegt að notast við eininguna sjómíla á klukkustund eða hnút- ur (e. knot). Til að gera langa sögu stutta var hnúturinn lengi mest notaða vindhraðaeiningin í veðurathugun- um eftir að menn fóru að nota vindhraðamæla og enn í dag er sú eining allsráðandi í allri veðurþjón- ustu við flug. Fljótlega eftir að far- ið var að mæla vindhraða skapaðist þörf fyrir að finna samhengið milli vindstyrks, sem metinn er í vind- stigum, og vindhraða. Þetta sam- hengi hefur verið skilgreint út frá reynslu og búnar til töflur sem nota má til að áætla hvemig vind- hraði myndi mælast við tiltekinn vindstyrk. Hafa ber þó í huga að vindstigahugtakið grundvallast á meðaláhrifum og er 10 mínútna tímaeining notuð. Þá er raunveru- legur vindhraði afar breytilegur í tíma og rúmi og vindhviður ekki skilgreindar á Beaufort-kvarðan- um né heldur nást þær með mæl- um sem mæla einungis 10 mínútna meðalvindhraða. Alþjóðlega Sl-einingakerfið Arið 1960 var ákveðið að taka upp samræmt alþjóðlegt eininga- kerfi (Sl-einingakerfi, Systeme Intemationale d’Unites) og að grunneiningarnar yrðu sjö: metri (lengd), sekúnda (tími), kílógramm (massi), kelvín (hiti), amper (raf- straumur), mól (fjöldi) og kandela (ljósstyrkur). Ekki var vanþörf á að reyna að samræma einingar þar sem í notkun vora alls kyns eining- Magnús Jónsson Vorum að taka upp fallega gjafavöru ar með ótrúlega breiðri skírskotun, s.s. til konunglegrar þumallengdar og líkamshita nautgripa. Hraðaein- ingin í þessu Sl-kerfi er því metri á sekúndu eða m/s. A síðustu áratug- um hefur mikið áunnist um allan heim í að staðla einingar þótt enn vanti mikið upp á að það hafi að fullu tekist. Ekki síst hefur kostn- aður við að breyta gömlum eining- um tafið framgang málsins. Vindmælavæðing Eins og áður sagði var áætlun vindstyrks út frá Beaufort-kvarð- anum hin ríkjandi aðferð við vind- hraðaathuganir. Fyrir aldarfjórð- ungi voru aðeins fáir vindhraða- mælar í notkun á íslenskum veður- athugunarstöðvum og meðalvind- hraði mældur með þeim flestum. A síðustu árum hefur orðið bylting hér á. Vindmælir er orðinn regla fremur en undantekning á skeyta- stöðvum Veðurstofunnar og á að- eins örfáum áram hafa verið settar upp sjálfvirkar veðurathugunar- stöðvar, sem Vegagerðin, Siglinga- stofnun, Landsvirkjun og fleiri að- ilar auk Veðurstofunnar eiga. Þessar stöðvar, sem líklega era orðnar um eða yfir 100, mæla flest- ar augnabliks vindhraða, þ.e. vind- hviður, sem bæði era oft langt frá 10 mínútna meðalvindhraða og hafa alls enga skírskotun til gamla, góða Beaufort-kvai'ðans. Vitneskja um vindhviður er hins vegar afai- mikilvæg þar sem þær era fyrst og fremst skaðvaldar þegar um slys af völdum vinds eða foktjón er að ræða. I vindasömu og fjöllóttu landi eins og íslandi er slíkt vel þekkt. Norræn samþykkt Snemma á áttunda áratugnum mótuðu veðurstofustjórar á Norð- urlöndunum fimm þá stefnu að taka skyldi upp vindhraðaeining- una metra á sekúndu í veðurþjón- ustunni. Af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess hve óvíða vindur var mældur en ekki áætlaður hér á landi, hefur þessi breyting ekki komið til framkvæmda hér. Hinar Norðurlandaþjóðirnar fjórar hafa hins vegar fyrir alllöngu tekið þessa einingu upp í almennu veð- urþjónustunni, enda vindmæla- væðingin gengið hraðar fyrir sig hjá þeim. Því miður hefur ekki náðst samstaða meðal annarra þjóða um að laga sig að Sl-ein- ingakerfinu og víða í Evrópu hefur einingin kílómetrar á klukku- ISLENSKT MAL Köttur og ketta í FORMLÁLA Vatnsdæla sögu eftir Einar Olaf Sveinsson er bæði minnst á ketti og kettu. A það sínar skýringar. Þórólfur sleggja var hið mesta illmenni, og þó að hann hefði ekki margt manna, var annað ekki betra, en það vora tuttugu kettir. Segir nú svo í Vatnsdæla sögu: „Þeir vára ákafliga stórir ok allir svartir ok mjok trylldir. Fóra menn nú til Þorsteins ok sögðu honum sín vandræði ok létu til hans koma um alla héraðs- stjórn, sögðu Þórólf frá mörgum stolit hafa ok gört svá mart ómannligt annat. Þorsteinn kvað þá satt segja, - „en eigi er all- hægt við heljarmanninn at eiga ok við köttu hans, ok þar til sæki ek alla mína menn.“„ Hér er rétt að rifja upp gamla beygingu orðsins köttur. Það er u-stofn og beygðist svo: kött- ur-kött-ketti-kattar; kett- ir-köttu-köttum-katta. Þama er þolfall íleirtölu athyglisverðast og hefur nú venjulega breyst í „ketti“. Náskylt orðinu köttur er svo kvenkynsorðið ketta (beygist eins og sletta). Það þýddi bæði bleyða eða læða, en svo líka kvenflagð, líklega í einhvers konar kattar- mynd. I formála Einars Olafs var vitnað til þáttar af Ormi Stórólfs- syni sem ekki munaði um að drepa ketti frekar en önnur skað- ræðiskvikindi. ★ Umsjónarmaður hefur verið spurður hvort ekki sé einhver stofnun sem hægt sé að leita til um íslenskt mál, hvað sé rétt eða boðlegt. Skjótt er hér af að segja. A Aragötu 9 í Reykjavík er fs- lensk málstöð, þar sem lengi hef- ur verið unnið með miklum sóma. Þangað leita menn gjarna leið- beiningar og úrskurðar, ef í það fer. Þar eru og hafa verið góðir menn á fleti fyrir, margfróðir og góðir viðurmælis. ★ I forystugrein DV sagði Jónas Umsjónarmaður Gísli Jónsson 984. þáttur Haraldsson í tilefni af degi ís- lenskrar tungu: „Atakið byggist á þeim sem hafa gott vald á málinu en þessi stóri slagur vinnst ekki nema með því að ná til unga fólksins. Þar er ábyrgð foreldra og skóla mest. Foreldrar era hvattir til þess að lesa iyrir ung böm í stað þess að láta þau horfa eftirlitslaust á út- lend myndbönd þótt ekki sé allt óhollt sem þar er sýnt. Sjónvarps- stöðvarnar hafa sem betur fer tal- sett efni fyrir yngstu börnin. Lestur skiptir alla máli, börn jafnt sem fullorðna. Því er lestur góðra bóka þýðingarmikill til við- halds fjölskrúðugu og lifandi tungumáli. Dagblöð og tímarit gegna þar miklu hlutverki sem hið daglega lestrarefni alls þorra fólks. Það er vel við hæfi að forsætis- ráðherra hafi ákveðið að flaggað skuli við opinberar stofnanir á degi íslenskrar tungu. Almenn- ingur er hvattur til að gera hið sama. Þetta er sameiginlegur há- tíðis- og bai'áttudagur okkar allra.“ Margt var gott gert á degi ís- lenskrar tungu og í námunda við hann, og ber þar hæst að einn allra orðslyngasti höfundur okkar tíma, Þórarinn Eldjárn, fékk maklega viðurkenningu. Nokkra fyrr sagði margreyndur skóla- maður og íslenskukennari, Sverr- ir Pálsson: „Mannlegt mál er ekki aðeins tæki til að flytja hugsun eða vit- neskju frá einum manni til annars eða einum tíma til annars. Það er jafnframt efniviður i listaverk, vandaðan og góðan texta. íslensk tunga hefur á öllum öldum verið - og er enn - úrvalssmíðaviður, þjál, skýr, fjölbreytileg og öllum tiltæk sem beita vilja tálguhnífn- um. Vitanlega fer það líka eftir smiðnum, hvemig fer um smíð- ina, en ekki er við tunguna að sakast, ef miður tekst til.“ (Mbl. 5/11 1998.) Og hér eru þá smádæmi um þá sem kunnu að beita tálguhnífn- um: „Þegar fréttin um andlát Bald- vins Einarssonar barst til Islands með vorskipum 1833, kvað Bjarni Thorarensen: ísalands óhamingju verður allt að vopni! eldur úr iðrum þess ár úr fjöllum breiðum byggðum eyða. Lengri urðu þessi erfimæli ekki. Engu líkara en harmsefni fréttarinnar hafi firrt skáldið máli. En fyrstu vísuorðin urðu að orðtaki með þjóðinni, hverju sinni er harmur var kveðinn að Islandi. Samtíðarmenn Baldvins Einarssonar syi'gðu hann mjög, ekki sízt yngri menntamenn, sem kynni höfðu af honum i Kaup- mannahöfn, en meðal „höfðingj- anna“ á Islandi sem Baldvin kall- aði svo, var Bjarni Thorarensen einn af þeim fáu, sem skildu, hvað bjó í þessari ungu eldsál, sem slokknað hafði með svo snögglegum hætti langt fyrir ald- ur fram. Þjóðarsorgin ber jafnan opinberan blæ, og þrátt fyrir allt rénar hún, jafnskjótt og fáninn er aftur dreginn í fulla stöng. En hin leynda sorg ástarinnar sest að í hjartanu og býst um til langrar dvalar.“ (Sverrir Kristjánsson.) ★ Inghildur austan kvað: Mælti Hannes í Hól: „Jæja bara,“ hann sá 20 stælgæja fara að baða sig bera með boghmi svera undir bunu þess foss Niagara. ★ Enn vill umsjónarmaður geta góðra tíðinda af sviði íslenskra fræða. Málvísindastofnun Há- skóla íslands hefur gefið út hina nýtustu bók: Handbók um mál- far í talmiðlum eftir Ara Pál Kristinsson, forstöðumann Is- lenskrar málstöðvar. Höfundur er kunnur að kostgæfni, vand- virkni og smekkvísi, og er þessi bók ekki aðeins geysihagleg öll- um þeim sem vinna við talmiðla, heldur og öllum sem vanda vilja málfar sitt. í dag til kl. 22:00 HREYSTI. —sportvöRunus Fosshálsi 1 - Sími 577-5858 Húfur-Bolir-Peysur-Sokkar-Hanskar-Skór-Úlpur-Buxur-Bakpokar-Æfingatæki-Töskur - Allt í jólapakkann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.