Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 23 ERLENT Flugvél SÞ skotin niður er átök blossa upp á ný í Angóla Vonir um að hægt sé að bjarga áhöfninni Luanda. Reuters. HÖRÐ átök hafa blossað upp að nýju í Angóla og herma fregnir að tugir manna hafi fallið í átökum undanfarnar vikur. Á laugardaginn var skotin niður flugvél sem flytja átti tíu eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna til stríðshrjáðra fjallahér- aða landsins. Brak vélarinnar fannst í gær og talsmenn SÞ segjast vongóðir um að enn megi bjarga áhöfninni. í kjölfar atburðarins er búist við að átökin versni og matarflutning- um til flóttamanna verði hætt í bili. Samið var um vopnahlé á milli stríðandi fylkinga í Angóla árið 1994 en átök síðustu mánaða hafa vakið efasemdir um stríðssátt í landinu. Flugvélin sem fórst lagði upp frá borginni Huambo til fjallahéraðsins Saurimo. Hún hrapaði skammt frá illaðgengilegum frumskógi svo enn ríkir mikil óvissa um hvort unnt verði að komast að braki vélarinnar. Issa Dialo, yfirmaður eftirlits- sveitar SÞ í Angóla, hefur síðan á sunnudag beitt sér fyrir tveggja sólarhringa vopnahléi til að freista þess að hefja björgunaraðgerðir. Hvorki stjómvöld né uppreisnar- menn hafa enn svarað fyrirspurn Dialo um vopnahléð. Hann sagði í fréttatilkynningu í gær að hann myndi einnig fallast á sólarhrings vopnahlé. Enn væri von að bjarga mætti áhöfn vélarinnar en tíminn mjög naumur. Átökin á milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna hafa verið mest á þessu svæði síðan í byrjun desem- ber. Ríkisstjóm Angóla sakar upp- reisnarmenn UNITA um ódæðis- verkið en talsmenn þeirra segja stjómina sjálfa ábyrga þar sem hún hafi leyft flug um yfirlýst stríðs- svæði. Matvæla- og flóttamannasamtök SÞ ákváðu að hætta matvælasend- ingum til flóttamannabúða vegna flugslyssins, en sú ákvörðun gæti hleypt meiri hörku í átökin. 200.000 flóttamenn Síðan í júní hafa uppreisnar- menn UNITA-samtakanna náð um hundrað þorpum og borgum á sitt vald. Um tvö hundruð þúsund flóttamenn, sem hraktir voru frá heimilum sínum, hafa leitað hælis í flóttamannabúðum víðsvegar um landið. Mestu átökin urðu 1 þessum mánuði þegar ríkisstjórnin reyndi að vinna tvær borgir af uppreisnar- mönnum. Eftirlitsmenn SÞ segja herinn hafa vanmetið styrk UNITA, sem tókst að verja borg- irnar. í kjölfar þess hóf UNITA gagnárás á aðrar borgir og hrakti stjórnarhermenn burt. Friðarumleitanir SÞ í Angóla síð- an 1994 eru önnur tilraun samtak- anna til að koma á friði eftir langt og blóðugt stríð. Aðgerðirnar hafa nú þegar kostað SÞ um einn millj- arð bandaríkjadala. Þrátt fyrir atburðina í þessum mánuði hafði náðst samkomulag um flest atriði vopnahléssamningsins frá 1994. En sérfræðingar telja þó að lykilatriði samninganna, afvopn- un uppreisnarmanna, hafi aldrei verið fylgt eftir af nægjanlegri hörku. Fyrstu átökin blossuðu upp þeg- ar erindrekar stjórnarinnar byrjuðu að taka í sínar hendur stjórnsýslu í fyrrverandi háborgum stuðnings- manna UNITA. Við minnstu mót- spyrnu voru menn handteknir, pyntaðir eða jafnvel skotnir. Með herskáum aðgerðum sínum bauð stjómin þar með hættunni heim. Önnur ástæða ófriðarins er talin vera skyndilegt fráfall yfirmanns eftirlitssveita SÞ, Alioune Blondin Beye, en hann lést af slysförum í júní. Vonir um nýtt vopnahlé dvína Sameinuðu þjóðirnar hafa nú sent nýjan erindreka, Issa Diallo, til landsins til að reyna gerð nýrra samninga. Hann segist vera von- góður því hvorki stjórnin né upp- reisnarmenn hafi enn hafnað vopna- hléssamningnum frá 1994. Eftir árásina á flugvélina má þó búast við að samningaumleitanir dragist á langinn. Borgarastríðið í Angóla hefur staðið nær sleitulaust frá því Portú- galir létu af nýlendustjórn þar 1975. Seðlabanki Rússlands Meint fjársvik rannsökuð Moskvu. Reuters. SERGEJ Stepashín, innanríkis- ráðherra Rússlands, sagði í gær að ráðuneyti sitt og rannsóknar- lögreglan væru að rannsaka gögn rússneska seðlabankans og fjármálaráðuneytisins vegna gruns um að miklir fjármunir hefðu horfið úr sjóðum bankans. Ráðherrann sagði að rannsóknin hefði hafist skömmu eftir gengis- fellingu rúblunnar 17. ágúst vegna gruns um að embættis- menn bankans hafi notfært sér fjármálakreppuna í landinu til að draga sér fé. Stepashín vildi ekki nefna neinar tölur en sagði að áætlað væri að andvirði tuga milljarða króna hefðu horfið. Gennadí Seleznjov, forseti dúmunnar, neðri deildar þingsins, fagnaði rannsókninni. Dúman hafði beðið ríkissaksóknara Rúss- lands, Júrí Skúratov, um að rann- saka tap seðlabankans í ágúst og Seleznjov sagði að Skúratov hefði kvartað yfir því að embættis- menn bankans og fjármálaráðu- neytisins hefðu ekki verið nógu samvinnuþýðir við rannsóknina. Jeltsín ver stjórnina Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, svaraði í gær gagnrýni rússneska viðskiptablaðsins Kommersant á efnahagsstefnu stjómarinnar í óvenjulegum skilaboðum til lesenda blaðsins í gær og sagði að ekki yrði horfið frá frá umbótastefnunni. Jeltsín viðurkenndi að Rússar hefðu þurft að ganga í gegnum þrengingar á árinu sem er að ljúka. „Margir, einkum lesendur Kommersant, gætu haldið að landinu hefði miðað afturábak. Það er ekki rétt! Sem forseti get ég staðfest að ekki verður snúið til baka. Rússlandi getur aðeins miðað áfram í átt að lýðræði og réttarríki." Jeltsín hvatti einnig alla Rússa til að vinna saman að því að byggja upp öflugt lýðræðisríki sem hefði mannréttindi, mál- frelsi og einkaeignarréttinn í heiðri. Kommersant hefur gagnrýnt boðaðar efnahagsaðgerðir Jev- genís Prímakovs forsætisráð- herra, sem miða að því að binda enda á efnahagskreppuna í land- inu, og lýst þeim sem afturhvarfi til sovéska áætlunarbúskaparins. Prímakov hefur þó sagt að ekki verði horfið frá markaðsumbót- um stjómarinnar. í fjárlaga- fmmvarpi hennar fyrir næsta ár er stefnt að ströngu aðhaldi í rík- isfjármálum en Prímakov hefur einnig lofað að bæta kjör fá- tækra landsmanna og hlaupa undir bagga með rússneskum fyrirtækjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.